Þjóðólfur - 06.05.1892, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.05.1892, Blaðsíða 3
83 Ftatey; N. Chr. Grara frá Þing-eyri; L. A. Snorra- s°n frá ígafirði og J. Thorarensen frá Eeykjarfirði; enn fremur Þorleifur Bjarnason kandídat í mál- fræði, stádentarnir Pétur Hjaltesteð og Br. Kuld, og fröken Álfheiður Helgadðttir (lektors). Prá I’serej'jum kom Kr. Jóuasarson verzlunarm. og frá Vestmannaeyjum Jón sýslum. Hagnússon. Syo kom og danskur dýrafræðingur, Lundbeek, til að rann- saka sjódýr hér við land. Verzluuai'fréttir. Öll íslenzk vara enn í lágu Verði og hin útlenda líkt og fyr, þó heldur að lsekka. Ekkert útlit fyrir neina ívilnun á saltfisks- tollinum á Spáni. Séra Jðn Itjarnason í Winnipeg var á all- góðum batavegi, er síðast fréttist (snemma f. m.). „Heimskringla“ og „Öldiuí4. eru orðnar að einu blaði, sem kemur út tvisvar i viku og er J6n Ólafsson ritstjóri þess. „Lögherg“ er einnig farið að koma út tvísvar í viku. Embættisveiting. Eyjafjarðarsýsla ásamt bæ- arfógetaembættinu á Akureyri er veitt cand. jur. Klemens Jótissyni, er þar var settur í fyrra. Á békmenntafélagsfundi hér í bænum 30. f, m. var samþykkt, að félagið gæfi út í ár fyrri hlutann af landfrœðisögu íslands eptir hr. Þorvald Thoroddsen skólakennara, er hann fékk verðlaun fyrir af „Gjöf Jóns Sigurðssonar11 1889. Ennfrem- dr var samþykkt, að félagið gæfi út, þá er efni leyfðu, Biblíuljóð eptir séra Valdimar Briem, en frestað að taka fnllnaðar ákvæði um útgáfu þýðing- arinnar á leikriti Ibsens „Brandi“, eptir séra Hatth. Jochumsson, enda höfðu nefndarmeun ekki orðið samdóma og einn þeirra (dr. Gr. Thomsen) dregið nokkuð í efa skáldlegt gildi rits þessa. Slysför. Með manni, er kom austan af' Eyrarbakka í gærmorgun, barst sú fregn, að séra Jón Björnsson væri látinn. Hafði hann á mánudaginn (2. þ. m.) kl. 2 e. m. gengið heiman frá sér (af Bakkan- um) út að Ölfusá (hjá Óseyrarnesi) eins og liann var stundum vanur að gera. En þá er menn fór að lengja eptir heimkomu hans var hans leita farið, og fannst þá lík hans kl. 2 nóttina eptir, skammt frá landi á Bakkanum. Er talið sennilegast, að liann hafi farizt í ánni, og líkið borizt með straumnum fram úr ármynninu og svo austur með landi. Séra Jón var fæddur á Búrfelli í Cfrímsnesi 16. ágúst 1829, sonur Björns bónda Jónssonar og Ragn- hildar Jónsdóttur prests í Klausturhólum Jónssonar; lærði undir skóla hjá Ásmundi próf. Jónssyni í Odda og P. Gudjohuseu í Reykjavík, útskrifaður 1853 eptir 6 vetra dvöl og af prestaskólanum 1855 með 1. einkunn, vígður sama ár aðstoðarprestur til séra Jóns Matthíassonar í Arnarbæli, fékk Bergstaði í Svartárdal 1858 og Klausturhóla 1866, en fór þangað ekki, heldur hafði brauðaskipti við séra Jón Melsteð, er fengið hafði Hítarnesþing og flutti að Hítarnesi vorið 1867, fékk Stokks- eyri og Kaldaðarnes 1875 og kom þangað vorið 1876, bjó þá fyrst á Ásgautsstöðum, en flutti síðan á Eyrarbakka. Kona hans var Ingibjörg Hinriksdóttir, bónda í Hákoti á Álptanesi G-uðmundssonar. Hann var góður kennimaður og vel metinn af sóknarfólki sínu. Átti hann mestan og beztan þátt i því, að kirkjan var reist á Eyrarbakka og sparaði sér enga fyrirhöfn til að fá því framgengt. Á síðari árum tók hann vanheilsu allmikla með nokkurs konar truflun á geðsinunum, er ekki fékkst bót á ráðin, unz dauðinn leysti hann nú sve sviplega frá Jífsius þungu byrði, er mörg- um veitir svo erfltt að bera. Skiptjón. Af Eyrarbakka fréttist enn fremur, að „Louise“, vöruskip til Fischers verzlunar í Hafnarfjörð, hefði farizt í ofsa- veðri við Færeyjar. Hafði „Thor“, vöru- skip Lefolii verzlunar, bjargað 2 mönn- um af því, en gat ekki meira aðgert sak- ir ofviðurs. Fyrirspurnir og svör. 1. Hvað mikið gjald fyrir liverja messu ber forsöugvara þeim, sem er ekki organisti og er ó- lærður í söng, og af kverjum á að taka gjald banda honum ? 64 „Eg ætla að fara með honum. Yekið þér mig, ef jeg sef yfir migu. „Viljið þér að eins fá eitt sæti í póstvagninum ?“ „Já, að eins eitt“. Yeitingamaðurinn sagði, að hann yrði að borga þegar í stað, þar eð ferðin félli um nóttina, og hers- höfðinginn varð því að borga þá fáu aura, er hann átti eptir í eigu sinni. Hjónin töluðu ekki meira saman, en fóru til her- bergja sinna. Herforinginn sofnaði skjótt, en kona hans gætti þess vandlega að sofna ekki. Svo flýtti liún sér niður undir eins og hún heyrði til póstvagnsins. í stiganum mætti hún veitingamann- inum, er spurði hana um, hvort maður liennar væri kominn á fætur. „Nei“, svaraði hún, „en þér þurfið ekki að vekja hann“. „Bað hann þá um sæti handa yður, frú mín!“ „Já, lianda mér“. _ „Jæja, þá ætla eg ekki að ónáða manninn yðar. Gerið þér svo vel og farið þér upp í vagninn; pósturinn er rétt á förum“. Frú Fitzconnel settist í vagninn, er ók þaðan á svipstundu, Hún var nú á leiðinni til New York og Iét það ráðast, livernig bóndi sinn færi að bjarga sér. 01 sem hafði dvalið svo árum skipti við böðin í Saratoga, án þess að þau hefðu haft slík áhrif á lieilsu henuar. „Þetta er einstaklega skrítið“, sagði ung kona, er í fyrsta sinni var gestur á baðstaðnum. Nú er það að segja af ungu hjónunum, að þau fóru til New York og lifðu þar hinu sælasta lífi. Þannig liðu nokkrir dagar án þess þau minntust á. eigur sínar, en þá er þau voru komin til Cheiye, sem er lítii borg nokkrar mílur frá New York, vildi eigin- maðurinn ekki lengur vanrækja þá skyldu sína að hreyfa. þessu máli, sem var ekki alveg þýðingarlaust. Einu sinni þegar kvölda tók, sátu þau við glugg- ann á herberginu sínu og dáðust að hinu fagra útsýni. Þá tók sveitarforingiun blíðlega um höudina á konunni siuni og sagði: „Hver hefur umráð yfir eigum þínum, elskan. mín?“ „Auðvitað þú, vinur minn“, svaraði hún. „Já, auðvitað, en eg ætlaði raunar að spyrja, hver hefði liingað til haft umráð yfir þeim“. „Þú“, svaraði hún. „Þú ert að gera að gamni þínu; þú hefur gefið mér hönd þína og lijarta og nú er kominn sá tími, að þú verður að trúa mér fyrir eigum þínum“.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.