Þjóðólfur - 06.05.1892, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 06.05.1892, Blaðsíða 4
88 Svar: Oss vitanlega á slíkur forsöngvari ekki heimtingu á. nokkru gjaldi; annað mál er, að sam- sðknarmenn hans geta þægt honum fyrir starfa hans. — Tvær aðrar spurningar, er stððu í sam- bandi við hina síðastnefndu, falla því hurtu. 2. Er leyfilegt að taka toll af umbúðum á tollskyldri vöru (t. d. tðbaki), og sé það ekki, hvern- ig á maður þá að fá hann endurgoldinn, hafi sýslu- maður tekið hann þannig ólöglega? Svar: Umbúðir eru ekki tollskyldar; vér get- um ekki trúað, að sýslumaður hafi heimtað toll af umbúðunum og ætlum, að hlutaðeigandi maður hafi af vangá sagt til „brúttð„-þyngdarinnar í stað „nettð“-þyngdar, og sé svo, er honum ómögulegt að fá það, sem hann hefur goldið um of, endur- borgað, nema hann geti sannað, að hann hafi gold- ið af vangá. 3. Eru sýslumenn ekki skyldugir að skipta dánarbúum jafnskjðtt sem þeir eru búnir að fá uppskript og virðingu af þeim, þegar ðmyndugir erfingjar eiga í hlut, þðtt myndugir erfingjar hafi ekki beiðzt skipta? Og hve lengi má sýslu- maður draga þau? Svar: Skiptaráðandi er skyldur að byrja skipta- gerðina eins fljótt og unnt er; aptur á móti er ekkert lagaákvæði nú um, hvenær opinberum skipt- um skuli lokið; hve fljðtt því verður viðkomið er mjög komið undir ásigkomulagi búsins; þð má skiptaráðandi ekki draga skiptin á langinn að á- stæðulausu. 4. Eg er giptur, en á heimili í öðrum hrepp en kona mín, og tel fram það, er eg hef fram að telja af skepnum til tíundar í þeim hrepp, er eg á heimili, og geld þar þau gjöld, er á mér hvíla. Er eg þá skyldugur að gjalda til sveitar í þeim hrepp, sem kona mín á heima í, þðtt eg hafi ver- ið kaupamaður að hálfu á sama heimili og hafi þar kindur í fððri yfir veturinn ? Svar: Gjaldskylda er bundin við heimilisfestu í hlutaðeigandi hreppi. Sjöl alls konar nýkomin í 221 verslun Sturlu Jónssonar. Island! Islandske Frimærker og Brevkort kjöbes eller byttes mod Udenlandske. Fr. Kr. 01. Dahll. 222 Fredensborg pr. Hamar. Norge. Flöjel, silki, svuntutöj, vaxdiikar, rúmtepi>i, prjúnanærföt og alls konar kramvara og glysvarningur nýkomið í 223 verzlun Sturlu Jónssonar. Handsápur alls konar nýkomnar í 224 verzlun Sturlu Jónssonar. Sjósótt. Eg hef verið mjög þjáður af sjósótt, þegar eg hef verið á sjó, en öll læknisráð og meðul þar að lútandi hafa verið árang- urslaus. Eg keypti þá íiösku af Kína- lífs-elixír til reynslu, þegar eg varð sjó- veikur, og eptir fáeinar mínútur var mér að fullu batnað. Kína-lífs-élixírinn er þannig að minni reynslu alveg óviðjafnan- legt og óbrigbult medal við sjósótt. p. t. Kaupmannahöfn 1,-/J2. 1891. Páll Tliorkelsson. Menn eru beðnir að athuga nákvæm- lega, að á hverja flösku er skrásett vöru- merkið: Kinverji með glas í hendinni og verdunarnafnið Valdemar Petersen, Frede- y p rikshavn, enn fremur á innsiglinu - ■* í grænu lakki. Fæst í öllum verzlunarstöðum á ís- landi. 225 Harmoníkur nýkomnar í 226 verdun Sturlu Jónssonar. Yindlar og reybtóbak (hollenzkt) nýkomið í 227 verdun Sturlu Jónssonar. Munntúbak, ágætt nýkomið í 228 verdun Sturlu Jónssonar. Ágætur skófatnaöur fæst með mjög vægu verði í 229 verzlun Sturlu Jónssonar. Eigandi og ábyrgðarraaður: Ilannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmiðjan. 62 „Eg á ekki annað en sjálfa mig, elskan mín!“ sagði hún og laut niður að honum. „Svo að eg tali blátt áfram, frú mín!“, svaraði her- foringinn, „þarf eg að fá peninga. Eg hef borgað fyrir vagninn, sem við ókum í hingað, en nú eru líka pen- ingar mínir á förum“. „Tii að launa hreinskilni þína, segi eg þér hreint og beint, að eg á ekki aðrar eigur en þær, sem þú sér hér fyrir framan þig“. „Þú átt þá engar eignir!“ kallaði herforinginn æfur og stökk upp af stólnum. „Nei, vinur minn!“ „Enga peninga í neinum banka?“ „Ekki einn eyri!“ „Enga peninga og engar eignir?“ „Ekkert“. „Þú ert þá ekki dóttir auðuga stórkaupmannsins?“ „Nei“. „En hver ert þú þá?“ „Eg er konan þín og dóttir heiðarlegs klæðskera“. „Mikil ósköp!“ kallaði enski herforinginn. Hann hugsaði sig um dálitla stund með hendurnar fyrir and- litinu. En svo áttaði hann sig og sagði: „Þar eð þessu er þannig varið, frú mín! óska eg yður allra heilla sem konu blásnauðs betlara. Eg á 63 ekkert til og veit ekki einu sinni, hvernig eg á að komast héðan“. „Getur þú ekki snúið þér til bróður þíns, ríka lá- varðarins, og beðið hann að hjálpa þér?“ „Eg á engan bróður, sem er lávarður41. „Getur þú þá ekki fengið skyndilán upp á liðsfor- ingjalaun þín?“ „Eg er ekki í hernum". „Áttu þá ekkert til?“ „Ekki einn eyri“. „Má eg þá vera svo djörf, herra minn! og spyrja yður, hver þér eruð?“ „Maðurinn yðar, frú mín! og auk þess sonur slæg- asta svikarefs, er kenndi mér klæki sína, en lét því ver ekki eptir sig neinn arf handa mér“. „Faðir minn hefur veitt mér gott uppeldi“, svar- aði hún. „Það fékk eg einnig hjá föður mínum, en í þetta skipti hefur mér skjátlazt hraparlega". Hann flýtti sér nú inn til veitingamannsins, en kona hans læddist á tánum á eptir honum og stóð á hleri við dyrnar. „Hvenær fer pósturinn til New York?“ sagði hann. „Um miðnætti“, svaraði veitingamaðurinn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.