Þjóðólfur - 16.09.1892, Page 1
Kemur (lt & (öetudög-
nm — VerB Arg. (60 arka)
4 kr. Erlendls 5 kr. —
Borgist fyrir 15. Júlí.
ÞJÓÐÓLFUR
Uprsögn skrifleg.bundin
yiB (iramðt, ðgild nema
konoi til fltgefanda fyrir 1.
oktðber.
XLIV. árg. Reykjavík, föstudaginn 16. septemlber 1892. Nr. 43.
Þingmálafundir og þingkosningar.
Hér nærlendis hefur varla verið rætt
um annað en kosningarnar til alþingis, er
farið hafa fram næstliðna viku. í 3 kjör-
dæmum, Reykjavík, Borgarfjarðarsýslu og
Q-ullbringu- og Kjósarsýslu, hafa verið
haldnir þingmálafundir á undan kosning-
unum, en hér verður fljótt yfir sögu farið,
enda virðast fundir þessir hafa verið hyer
öðrum líkir, þar eð sömu málin hafa að
miklu leyti verið rædd á þeim öllum, og
flest þingmannaefnin lýst stefnu sinni ein-
dregið í frelsis- og framfaraáttina.
Þingmálafundur hér í bænum, er 5
kjósendur höfðu boðað, var haldinn í Good-
templarahúsinu á föstudagskveldið var, 9.
þ. m. Voru um 300 manns á fundi, þar
af eflaust 2/s kjósendur. Þar komu bæði
þingmannaefnin, H. Kr. Friðriksson yfir-
kennari og séra Jóhann Þorkelsson dóm-
kirlcjuprestur. Fundarstjóri var Ólafur
Rósenkranz biskupsskrifari.
Séra Jóhann lýsti fyrst skoðunum sín-
um á hinum mikilvægustu málum. Vildi
hann t. d. efla atvinnuvegi landsins, eink-
um sjávarútveginn, með því að koma upp
þilskipum með ábyrgðarsjóði og að þingið
hlypi undir bagga, með því að veita mönn-
um lán til þilskipakaupa. H. Kr. Frið-
riksson var að mestu leyti á sama máli,
og vildi jafnvel ganga enn lengra, því að
hann vildi einnig styrkja ábyrgð á opnum
skipum. Séra Jóhann vildi láta veita næg-
an styrk til gufuskipaferða með ströndum
fram og fcil gufubátsferða á Faxaflóa. H.
Kr. var deigari í því, en var þó loks pínd-
ur til að lofa því að verða meðmæltur
gufubát á Faxaflóa. Séra Jóh. vildi láta
halda stjórnarskrármálinu hiklaust áfram,
en H. Kr. talaði lítið um það, en skír-
skotaði til framkomu sinnar í því máli
1885, en þá vildi hann fá íslandsráðgjaf-
ann hingað á þiug, og þótti ekki frumv.
alþingis frambærilegt að því sinni. Bæði
þingmannaefnin voru sammála um lækkun
eptirlaunanna, en töldu vankvæðí á af-
námi þeirra., Séra Jóh. var meðmæltur
afnámi amtmannaembættanna og biskups-
embættisins einnig með vissum skilyrð-
um. H. Kr. var því mótfallinn, einkum
afnámi amtmannaembættanna. Honum
var meinilla við, að blöðin höfðu talið
hann sem liðsmann konungkjörna flokks-
ins, og þótti það hrópleg rangindi og sér
til vanvirðu gert (!), en einn aðalandmæl-
andi hans (Björn Jónsson ritstjóri) sýndi
honum fram á með ástæðum, að hann hefði
verið á sama bandi og hinir konungkjörnu
bæði í stjórnarskrármálinu og amtmanna-
málinu, og að skoðanir hans á seinni ár-
um hefðu yfirhöfuð hneigzt að þessum
flokki m. fl. H. Kr. þrætti harðlega fyrir
allt þetta, og þóttist ávallt hafa verið
hinn mesti frelsismaður. Kvaðst vilja af-
nema vistarskylduna og öll atvinnuhöpt,
láta konur hafa sömu réttindi sem karl-
menn o. fl. o. fl., og það komst svo langt,
að hann var farinn að játa hér um bil öllu,
er hann hugði, að kjósendurnir vildu fá
framgengt, til að missa ekki þingmennsk-
unnar, enda fóru svo leikar daginn eptir
10. þ. m. að
H. Kr. Fríðriksson yfirkeunari
var valinn þingmaður fyrir Reykjavík um
næstu 6 ár með 101 atkv., en séra Jóhann
fékk 56. Að embættismennirnir og þeirra
fylgifiskar, er flestir kusu yfirkennarann,
hrósi happi, er ekki láandi, því að liann
er allveglegur þessi sigur og árangur hans
glæsilegur. Hann sýnir ljóslega, að stjórn-
arflokkurinn hér í bænum stendur ekki
einn og hjálparlaus uppi, þar eð hann hef-
ur fengið svo ágætan fulltrúa á þing og
hefur auk þess svo öruggan bakhjall í
mörgum bæjarbúum með Yalgarð kaup-
mann í broddi fylkingar.
Nú er að eins eptir að vita, hvort yfir-
kennarinn reynir að losa sig úr skrúfjárni
því, er hann var hnepptur í á þingmála-
fundinum. Hann hefur lofað svo miklu í
viðurvist fjölda áheyrenda, að honum veit-
ir erfltt að ganga frá því síðarmeir, enda
ímyndum vér oss, að hann vilji ekki gera
sér þá vanvirðu á gamalsaldri, heldur
standa við orð sín. Það er miklu drengi-
legra.
Að mótstöðumenn H. Kr. hafi orðið sér
til minnkunar á fundinum og etið ofan í
sig rangan áburð um hann, eru hrein og
bein bsannindi.
Þingmálafundur fyrir Gullbringu- og
Kjósarsýslu var haldinn í Ártúnum 12.þ.m.
af einu þingmannsefninu, Þórði héraðslækni
Thoroddsen. (Þórður hreppstjóri á Hálsi
hætti við að bjóða sig fram í þessu kjör-
dæmi). Fund þennan sóttu um 30 manns,
þar á meðal að eins 13—14 kjósendur,
hinir héðan úr bænum. Jón Þórarinsson
skólastjóri var þar staddur, en 3. þingmanns-
efnið (Þór. próf. Böðvarsson) ekki. Skýrði
Þórður læknir fyrst frá skoðunum sínum á
helztu landsmálum, og þykir oss nægja að
geta þess, að hann vildi eindregið halda
stjórnarskrármálinu áfram, en ekki í „miðl-
unar“-áttina, vildi láta afnema eptirlaun
eða að minnsta kosti lækka þau að mikl-
um mun, efla samgöngur á sjó og landi,
veita konum jafnrétti við karlmenn, af-
nema óþörf embætti, og taka bankamálið
og póstávísanamálið til alvarlegrar ihug-
unar á þingi; var mótfallinn álögu nýrra
tolla m. fl.
Jón Þórarinsson var honum samdóma
um flest, nema í sijórnarskrármálinu, er
honum þótti Thoroddsen leggja ofmikla á-
herzlu á. Kvað hann þjóðinni vera að
kenna sundrungu þá, er komin væri á
þetta mál. Hún hefði ekki staðið nógu
örugg á bak við fulltrúa sína síðan 1886.
Yæri litt ráðlegt að halda þessari baráttu
áfram, eins og nú væri komið, enda kvaðst
hann ekki vilja skipa máli þessu i æðsta
sæti á þingi. Afnámi biskupsembættisins
var hann einnig mótfallinn, en vildi láta
amtmannaembættin fara veg allrar verald-
ar. Guðm. Magnússon í Elliðakoti lireyfði
mótmælum gegn því, að sundrungin í
stjórnarskrármálinu væri þjóðinni að kenna.
Það væru fulltrúar hennar, sem farið hefðu
með það í hundana, einkum „miðlunar“-
mennirnir 1889. Væri það alls ekki al-
mennur vilji þjóðarinnar að leggja nú ár-
ar í bát. Þingmeun væru ekki bundnir
við neinar reglur frá kjósendum sinum og
hefðu því ekki þurft að taka tillit ti) þess,
þótt 'einhver þytur hefði heyrzt heima í
héraði um að hætta þessari baráttu.
Ýmsar spurningar voru lagðar fyrir
þingmannaefnin, einkum af Guðm. í Elliða-
koti, Gísla Gíslasyni í Leirvogstnngu og
séra Jens Pálssyni. Jón Þórarinsson tal-
aði alllangt erindi um gagnfræðakennslu
(hvernig og hvar hentugast mundi að koma
henni fyrir) og um breytingu á farmanna-