Þjóðólfur - 14.10.1892, Síða 4

Þjóðólfur - 14.10.1892, Síða 4
192 að ðlíklegt er, að hann hafi neitað þvi staðfesting- ar til að hnekkja þessum litla framfaravísi, sem meiri hluti hreppshúa áleit, að gæti orðið til gagns- muna fyrir eptirkomendurna. Ástæður amtmanns fyrir nettuninni eru þrjár og skal stuttlega minnzt á þær hverja fyrir sig. Pyrsta ástæðan er sú, að ekki sé hægt að skylda formann til að annast um, að slor sem til fellur á skipi hans verði flutt aptur á sjð út, eptir að há- setar eru búnir að flytja það í land í fiskinum ó- slægðum, en þetta fyrirskipar 2. gr. samþykktar- innar. Engum manni, sem kunnugur er i Olafsvík get- ur dulizt, að þessi ástæða er einkis virði, þvi þetta atriði mun hafa verið samþykkt í einu hljðði bæði af formönnum og hásetum, sem hlut áttu að máli. Að öðru leyti stendur svo á í Olafsvík, að gil eður stór lækur rennur eptir miðju plássinu, en gömul venja er, að hver maður hefur borið fisk sinn strax úr fjörunni óslægðan heim til sín og fleygt öllu slori í gilið, eða látið það liggja i kös á hverjum árs- tíma sem var, á þeim stað, sem gert var að fiskin- um. Slor það, sem fleygt var í gilið, festist hingað og þangað á steinum eða nam staðar í lygnum pollum, en aðalvatnsbðl fleBtra Ólafsvíkurbúa er neðarlega i gilinu. Þegar því slorið grotnaði þann- ig i vatninu, sem daglega- var drukkið, má nærri geta, hve heilnæmt það var, aö eg ekki tali um slor- kasirnar á milli bæja í þéttbyggðu þorpi. Til að sporna við þessum ðþrifnaði komust menn að þeirri niðurstöðu, að sú tilraun væri heppileg, að flytja allt slor fram á fiskimið, ogþótti engum hlutaðeig- anda það ðaðgengilegt, cinkum þegar sú undantekn- ing átti sér stað, eins og frumvarpið ber með sér, að slor inátti nota til áburðar eður jarðræktar, eins og leiðir af sjálfu sér. Hvað amtmanni hefur geng- ið til að neita okkur um þessa lítilsverðu snúninga, sem við ætluðum að gera sjálfir, er alveg ðskiljan- legt, þar sem það kemur ekki í hága við nein fiski- veiðalög. Önnur ástæðan er sú, að 3. gr. samþykktar- innar sé allóljðs um deilingu áhyrgðar fyrir hrot, annaðhvort hvíli ábvrgðin á formanninum einum eða hún hvili á honum og þeim hásetum, sem tek- ið hafa þátt með honum í ólöglegum verknaði o. s. frv. Þessi ástæða sýnist sprottin af allmiklum ðkunnugleika, því það er öllum mönnum kunn- ugt, að aðalábyrgð verður formaðurinn að bera á því, sem gert er á sjó, sérstaklcga þegar um brot mðti lögum er að ræða, enda er það vafalaust eptir lögum 28. febr. 1758, að formaður hofur á- byrgð bæði á sjð og landi á öllu, sem að fiski- veiðum lýtur. Það er ennfremur kunnugt, að þar sem brot móti fiskisamþykktum hefur átt sér stað, þá hefur jafnan formanninum verið talið það til ábyrgðar og hann sektaður. Annars hafa þau brot ðvíða átt sér stað nema við Faxaflóa í umdæmi sýslumannsins í Gullbringusýslu. Þriðja ástæðan er sú, að í 6. gr. frumvarpsinB segir svo: „Iíver sem kemst að því, að brotið hafi ver- ið móti samþykkt þessari skal jafnframt taka upp lððirnar og tilkynna, o. s. frv“., en fyrir því sé eng- in heimild í lögum 14. desemher 1877, né lögum 4. des. 1886. Það var að sönnu eigi tekið bókstaflega fram í frumvarpinu, að skipaðir umsjónarmenn skyldu taka lóðirnar upp, en það mun sjálfsagt hafakom- ið af þeim misskilningi, að það mundi eiga að fylgja staðfestingu amtmanns, að umsjðnarmenn skyldu skipaðir til að taka upp lððirnar og yfir höfuð sjá um, að frumvarpinu væri fylgt, þegar það væri búið að fá staðfestingu amtsins, enda er það skýrt tekið fram í lögum 4. des. 1886, að til sjðnarmenn skulu skipaðir þar sem fiskisamþykktir fá gildi; og jafnskjótt sem frumvarpið var sam- þykkt hér í hreppnum, að fengnu samþykki sýslu- nefndar þá vðru kosnir 3 menn hér í Ólafsvík, til þess að sjá um, að þessu frumvarpi væri fylgt þangað til staðfesting amtsins fengist, sem enginn gat efast um, þareð þetta gekk svo ljúflega í hér- aði — enda lýsir það sér glögglega í þvi, hvort fruinvarpið hefur verið mjög óvinsælt, að nú meir en heilt ár á meðan frumvarpið hvíldi sig í amt- inu, hafa okki brot mðti þvi átt sér stað nema tvö eða þrjú. — Svo þegar litið er til þess, að frum- varp þetta snerti einungis Neshrepp innri, og hér við Breiðafjörð sunnanverðan hagar svo til, að hver veiðistaða hefur hér um bil sin fiskimið út af fyr- ir sig, svo hvorugur skemmir fyrir öðrum, — þá sýnist mönuum synjun þessarar staðfestingar á þvi minni rökum byggð. — Það var tilgangur manna hér í hrepp að friða grunnmið fyrir Iððum um til- tekinn tíma (frá 14. marz til 31. okt.) ár hvert — enda er það viðurkennt af góðum formönnum hér, að þessi 2 ár, sem frumvarpið hefur verið á þessu hringsóli, — og þó að mestu leyti fylgt, — hafi það haft gððar afleiðingar, að þvi Ieyti, að fiskur hafi haldizt hér stöðugri og betur aflazt að haust- inu. Það er því sorglegt þegar yfirvaldið af ðkunn- ugleika eða hverju sem er, tvistrar þeim litla fé- Iagsanda, er lifnað hefur í brjóstum þeirra manna, sem hingað til hafa verið útilokaðir frá samblendni við menntaða menn og þess vegna fyrir ýmsar or- sakir gengið margs góðs á mis — tvístrar þeim frámfara anda, sem meiri hlutinn er kominn að nið- urstöðu á eptir nokkra reynslu, að miði þeim sjálf- um til nokkurra bðta, og deyfir þannig þá tilfinn- ingu og kjark, sem þetta gamla áminningarorð kennir, „reyndu aptur". Ólafsvík í ágúst 1892. Iframfaravinur. Hótel Alexandra í Kaupmannahöfn. Bezti vetrarbústaður fyrir íslenzka kaup- menn og embættismenn. Húsnæði og allt fæði með mjög vœgu verði. Hafa margir íslendingar verið þar næstliðin 4 ár. Mál- þráður 1514 til frjálsra afnota. 545 Joh. Ludv. Hanson. E3g undirskrifuð tek að mér að sauma alls konar kvennfólks utanyfir-klæðnað, svo sem kjóla, vetrarkápur, sumar-yfir- stykki, sömuleiðis að „punta“ hatta. Reykjavík, Austurstræti 5. 546 Helga Sigurðson. Oþrjótiindi birgðir til af hinum al- þekkta vatnsstígvélaáburði, sem enginn hef- ur til annan eins og Rafn Sigurðsson 647 Reykjavík. Vottorð. Eg hef verið rúmfastur nú í 3a/2 ár. Það sem að mér hefur gengið, hefur verið óstyrkleiki í taugakerfinu, svefnleysi, maga- verkur og slæm melting. Eg hef leitað til margra lækna, en enga bót fengið, fyrr en eg í síðastliðnum desembermánuði tók að viðhafa Kína-lífs-élixír herra Valde- mars Petersens. Þá er eg hafði neytt úr einni flösku, tók eg að fá matarlyst og rólegan svefn. Að 3 mánuðum liðnum tók eg að hafa fótaferð og hef smátt og smátt gerzt svo hress, að eg get nú verið á gaugi. Alls hef eg eytt úr 12 flöskum, og geri eg mér vonir um, að raér muni mikið til batna við að neyta þessa elixírs stöðugt framvegis. Fyrir því vil eg ráð- leggja öllum, er þjást af sams konar kvill- um, að reyna sem fyrst bitter þennan. Villingaholti, 1. júni 1892. Helgi Eiríksson. Kína-lífs-elixír fæst í flestum hinum stærri verzlunum á íslandi. Til þess að fullvissa sig um, að menn fái hinn einasta elcta Kína-lífs-élixír, verða menn að taka eptir, að á hverri flösku er lögskráð vörumerki: Kínverji með glas í hendi, sömuleiðis verzlunin Valdemar Petersen í Friðrikshöfn í Danmörk, og á Y P innsiglinu p. ' í grænu lakki. Valdemar Petersen 548 Friðrikshöfn. Ymisleg bölcbandsverhfœri fást keypt hjá Árna Jönssyni bókbindara í Hafnar- firði. 549 Eptir prófbindi, sem M. J. Jensen hefur innbundið, geta menn fengið inn- bundið náhvœmlega eins hjá bókbindara Árna Jónssyni í Hafnarfirði. 550 Skófatnaöur fæst hvergi jafn góður og ódýr sem hjá Rafni Sigurðssyni, skósmið. 551 Reykjavík. Smáar blikkdósir kaupir 562 Kafn Sigurðsson. 3%Týprentaður leiðarvísir til lífsábyrgð- ar fæst nú ókeypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. Jónassen, sem einnig gefur allar nauðsynlegar upplýsingar um Iífsábyrgð.1553 Kirkjuréttur, 2. fitg. aukin og endurbætt, er til sölu á skrifstofu Þjóðólfs. 554 Eigandi og ábyrgðarmaður: Sannes Þorsteinsson, cand. theol. FélagBprentsmiðjan

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.