Þjóðólfur - 28.11.1892, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.11.1892, Blaðsíða 1
Kemör ftt & föbtudög- um — Terö írg. (60 arka) 4 Ur. Krloudls 5 kr. — Borglet fyrlr 15. Júlt. ÞJÓÐÓLFUR ® Uppsögn skritteg, bnnclln viS áramöt, ögild nema komi til útgefanda fyrir i. oktðber. lícykjaYÍk, múnuudaginn 28, nóvcniber 1892. XLIV. árg. Víkingarnir á Norðurlöndum Og Sigurður Jórsalafarí. Greinar Benidikts Gröndals í 16. og 20. tölubJ. „Þjóðólfs“ þ. á. um „Víkingana á Hálogalandi“ eru skemmtilega skrifaðar, eius og vant er hjá houum, en dóm hans um skáldlegt gildi þessa verks get eg alveg leitt hjá mér, með því að eg hef ekki séð leikritið. En eg vildi minnast lítið eitt á einn útúrdúr, sem kemur mér dálítið undarlega fyrir sjónir, og það er þar sem hann setur þá skoðun fram, að víkingar Norðurlanda í fornöld haíi verið í rauninni (ekki annað en) óþjóðurlýður. Skyldi þessari skoðuu verða haldið fram í þeirri þjóðmenningarsögu Norðurlanda,, sem Gröndal er að semja með styrk af landsfé? Hún virðist eigi koma vel heim við dálæti það, sem Gröndal hefur að öðru leyti á fornöld vorri, og er líkari þeim, sem vilja rýra allt sem vant er að telja henni til gildis, því að ef vel er að gætt, þá eru víkingaferðirnar og hin forna her- frægð víkinganna undirrót undir bókmennt- um vorum í fornöld og frægð þeirri, sem þær hafa áunnið íslendingum. Má hér minnast þessara orða í Landnámabók: „Þat er margra manna mál, at þat sé úskyldr fróðloikr at rita landnám, en vér þykjumst heldr svara kunna útlendum mönnum, þá er þeir bregða oss því, at vér séim komuir af þrælum eða illmenn- um, ef vér vitum víst vorar kynferðir sannar“/ Þótt víkingarnir væri engir jafn- aðarmenn, þá verður auðvitað að dæma þá eptir þeirri öld, sem þeir lifðu á, og það var eigi nein furða, þótt hinir heiðnu Norðurlandabúar espuðust af grimmd þeirri, er beitt var af hinum helztu höfðingjum kristninnar við heiðna menn á Saxlandi einmitt um það leyti, sena víkingaferðir til kristiuna landa hófust. Víkingarnir áreittu sannarlega ekki fremur saklaust fölk, heldur en t. d. Alexander, Cæsar og Napoleon, sem Gröndal hefur hafið til skýjanna í tilkomumiklum ljóðum, og eg sé ekki, að hvað sumra „rómverskra hetju verk og sigurkrós“ hafa fram yfir hreystibrögð vík- inganna norrænu, en hitt get eg vel skilið, að mannvinir hafi nú á þessum mannúðar- og jafnréttistíma óbeit á öllum ófriði og styrjöldum, þótt líklega megi þess lengi bíða, að allt slíkt sé á enda. Þá er Gröndal í seinni greininni að að rengja það, að Sigurður Jórsalafari liafi nokkurn tíma komið til Jórdanar, og held- ur að Jórsalaferð hans sé riddarasaga til- búin af íslendingum, en færir þó ekki sínu máli til stuðnings amiað en það, að Anna Komnena geti Sigurðar ekki. En áður en „útfararsögur“ þeirra Haralds harðráða og Sigurðar eru sagðar „tómur diktur", af því að ekkert sé getið um þá í býzant- inskum samtíðar-ritum, ætti að atliuga, hvort til þess verður ætlazt með nokkurri sanngirni, að um þá sé getið í ritum þessum. Viðvíkjandi Haraldi harðráða skal hér að eins tekið fram, að fáir góðir sagnaritarar munu hafa verið samtíða hon- um í Miklagarði, og þarf því ekki að furða sig feikilega á því, þó að hans sé ekki getið af þarlendum höfundum, sem fyrirlitu alla útlendinga, er þeir kölluðu „Barbara11, og gerðu sér lítið eða ekkert far um að kynna sér sögu þeirra og hagi. Því er við brugð- ið af hinum fræga enska sagnaritara Gibbon (History of the decline and fall of the Roman Empire, Chap. 58.) hvað Grikkir séu furðulega fáfróðir um nöfn, ættir og óðul höfðingja krossfaranna frá Vestur- löndum, og tekur hami einmitt dæmi upp á það af sagnaritum Önnu Komnenu, sem var samtíða fyrstu krossferðunum og Sig- urði Jórsalafara (Niketas og ViJlehardouin voru síðar uppi). Hún kvartar yfir því,. hvað illt sé að bera fram þessi óvanalegu nöfn, og afbakar þau, sem hún tekur upp í sögu sína. Það verður ekki anuað ráð- ið af þögn hennar um Sigurð en það, að liann hafi í sögusögn Norðmanna orðið miklu glæsilegri en í augum Grikkja, þar sem lians mun „lítið liafa gætt innan um allan þann sæg af krossfórum“, er til Miklagarðs streymdi. Hitt hefði verið uudarlegt, ef enginn af hinum „latnesku" rithöfUndum, er færðu í letur sögu kross- ferðanna, og voru samt íðaSigurði—þeir eru taldir upp 10 samanhjáGibbon í tilvitnuð- um kafia — hefði getið hans eða ferða hans að neinu, og mátti þá geta nærri, að hann Nr. 55. hefði sér fátt til frægðar unnið í Austur- heimi, þótt bágt hefði reyndar verið að neita því, að hann hafi verið á ferðum ein- hverstaðar um þær slóðir, sem kvæði samtíða íslenzkra skálda vísa til (siglt um Nörva- sund og allt út til Jórsalaríkis). Eu það vill nú svo vel til, að Vilhjálmur af Týrus, einn af krossferða-sagnariturunum latnesku, talar um lið frá Noregi, sem siglt hafi um Nörvasund og sezt um Sidon (= Sætt, er Einar Skúlason nefnir í kvæði um Sigurð). Og ef einhver vill samt efast um, að þetta hafi verið lið Sigurðar, þá væri reynandi að skoða sögu Fulchers af Chartres, er var hinn handgengnasti Baldvini Jórsalakon- ungi, og sjá, hvort Sigurðar er þar að engu merkilegu getið. J. Nýprentað. Sagan af Natan Ketils- syni. Skrifuð af Sighv. Grímssyni Borg- firðing. Kostnaðarmaður Reinharður Krist- jáusson. ísafirði 1892. Kostar jhept 60 aura. 76 bls. 8. Það er nýlunda að sjá bók prentaða á ísafirði, því að hingað til hefur prent- smiðjan þar haft fullt í faugi með „Þjóð- viljann“ einan, að því er virðist. Þó hef- ur þar verið prentuð líellismannasaga, en sárfátt annað. Saga sú af Natan Ketilssyni, sem nú er komin fýrir almenningssjónir, er frum- samin af hinum nafnkunna fræðimanni Gísla Konráðssyni, og er hún mörgum kunn. Eitt eiginhandarrit hans af henni er t. d. í safni Jóns Sigurðssonar á landsbókasafn- inu 123 8vo.,. og er það nálega orð fyrir orð samhljóða þessari prentuðu sögu, er Sighvatur þessi Borgfirðingur þykist hafa sjálfur „skrifað“, sem yerður að skiljast svo, að hann þykist hafa samið hana, því að hann minnist ekki einu orði á, að Gísli eigi neinn þátt í henni. Það er meir en meðaldirfska að taka þannig hér um bil orðrétt rit annars manns og eigna sér. Það er meir að segja stór- flónska, þar sem um jafnkunnugt efni er að ræða. Eða hyggur maður þessi, að ekkert handrit sé til af sögu þessari, nema það, sem hann hefur tekið afskript af? Eða skyldi hann hafa ímyndað sér,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.