Þjóðólfur - 28.11.1892, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 28.11.1892, Blaðsíða 3
219 Bátur fórst enn að nýju á ísafjarðar- djúpi 22. sept. (frá Skálavík i Hólskreppi) og drukknuðu þar 2 menn, Sæmundur Jó- hannsson og Hafliði Ólafsson, er voru að sækja fé inn á Langadalsströnd. Ágætisafli helzt enn hér við flóann. Hafa sumir fengið nú um 2000 ti! hlutar á tæpum tveimur mánuðum. Af ísafjarð- ardjúpi er og að frétta bezta afla. Veitt brauð. Kálfafellsstaður í Aust- urskaptafellssýslu er veittur af landshöfð- ingja prestiuum að Hálsi i Fnjóskadal séra Pétri Jönssyni á Sigríðarstöðum. Auk hans sótti séra Jón Jónsson að Hofi á Skagaströnd. Óveitt prestakall. Háls í Fnjöskadal (Háls-, Illugastaða og Draflastaðasóknir). Metið 994 kr. 18 aura. Veitist frá næstu fardögum. Auglýst 19. þ. m. Hitt og þetta. JjAgt fargjald. Klerkur í Baptistasöfnuði nokkr- um á Englandi komst svo að orði i prédikun einni í sumar sem leið: „Stærsta myntin, sem eg fann í samskotaskríninu í morgun, var 6 pence (45 aur.). Ef meðlimir pessa safnaðar ætla sér að greiða far- gjaldið til annars betra heims eptir þessum mæli- kvarða, virðist mér, að þeir geri sér von um miklu lengra líf í þessum heimi, en nokkrum manni hefur auðnazt, síðan Metúsala var uppi“. Yiljinn er æzta afl mannsins, sá þróttur er sjálf- um sér nógur, hann er guðfaðir hamingjunnar. (Tegnér). Allar lífsreglur, sem aðrir gefa oss á lífsleið- inni, eru gagnslausar, þvi að enginn getur gefið öðrum reynslu; að eins af eigin tjóni verður mað- urinn forsjáll, af eigin reynslu hygginn. (Georg Ebers). Hatur er bragðbitur jurt, er að eins sprettur á gröf ástarinnar. (Grrundtvig). Vendu þig á að horfa á allt, sem er fyrir ofan þig, án öfundar, og á allt, sem er fyrir neðan þig, án fyrirlituingar. (Madame de Lambert). Eins og frost og héla er skaðleg fyrir blómin, eins er eigingirnin fyrir vináttuna. Vináttan get- ur ekki haldizt til lengdar þar sem eigingirnin er dyravörður. (Tupper). Lygin virðist að eins þurfa fáar sekúndur, til að fara yfir alla jörðina, en sannleikurinn opt marg- ar aldir. (L. Habicht). Harmaðu aldrei, að illir menn eru óvinir þínir ímyndaðu þér, að þeir væru vinir þínir! Það hatur, sem sprettur upp af slokknaðri vin- áttu, ber hina eitruðustu ávexti. (Lessing). Göfugar endurminningar eru það efni, sem sál vor myndar skáldskap lifsins af. (Feuchtersleben). Nefndu ekki á nafn hina leyndu baráttu þína, fyr en þú hefur sigrað. (Lavater). Það er aldrei hættulcgt að læra, einmitt af ó- vinum sínum, er það er opt hættulegt að fræða, einmitt vini sína. Sérhver mannleg vera lifir innra lífi, sem hiuum ytra heimi er alls ókunnugt um. (D. Muloch). Nýr vinur er sem nýtt vin; láttu hann því eld- ast áður en þú reynir hann. (Ilippel). Ástaheit er eins og innsigli. Það er heitt þegar lakkað er, en kalt þegar brotið er. (Jean Faul). 8á sem einu sinni fer með lygi veit ekki, hve þunga byrði hann hefur lagt sér á herðar, því að haun neyðist opt til að ljúga tuttugu sinnum i við- bót, til að verja fyrstu lygina. (Swift). 1. desember byrjar undirskrifaður að vinna hjá sjálfum sér í Kirhjustrœti nr. 10. 625 J. Jacobsen, skósmiður. KLartÖfLU.r, ágætar, ný- komnar í verzlun 613 Sturlu Jbnssonar. Kirkjuréttur, 2. útg. aukin og endurbætt, er til sölu á skrifstofu Þjóðólfs. 614 Betlarinn Jakob Permanon. I frakkneskum dagblöðum nokkru eptir 1800 er opt getið um betlara nokkurn í París, að nafni Jakob (Jacciues) Permauon, er var vanur að rétta kirkjufólk- inu í Notre Dame vígsluvatn. Hann var kripplingur og dvergur að vexti, ekki fullt hálft þriðja fet á hæð, á- kaflega höfuðstór en mjög handleggjastuttur. Fæturnir voru svo stuttir, að sárlítið bil var á milli öklanna og mjaðmanna. Hann stóð á háum palli í kirkjunni, til þess, að þeir sem um gengu sæju hann því betur, því að öðrum kosti mundu margir hafa gengið fram hjá honum, án þess að koma til hugar að líta svo langt niður fyrir sig. Þarna stóð Jakob öllum stundum og þuldi latneskar bænir með hátíðlegri rödd og hreinni framburði, en vant er að vera hjá beiningamönnum. Honum skeikaði aldrei í latínunni á faðirvorinu eða ave Maria, og postullegu trúarjátninguna kunni hann upp á sínar tíu fingur, og Iagði svo rétta áherzlu á latnesku orðin, að það var auðheyrt, að hann skildi það, sem hann fór með. Einuig tóku menn eptir því, að hann rétti hefðarmeyjunum silfurbúna vígsluvatnsketilinn 133 einnig hér, svo að lesendurnir geti dæmt um, hversu sennileg hún sé. Hinn 28. febrúar f. á. var amerískt hva'veiðaskip, „Austurstjarnan11 (Star of the East), á hvalveiðum ná- lægt Falklandseyjum við suðurodda Ameríku. Einn morgun eygðu skipverjar hval í 3 mílna fjarlægð, og voru þá þegar tveir skipsbátar settir á flot. Að litlum tíma liðnum var annar báturinn kominn svo nærri hvaln- um, að skutlinum var varpað, en óðar en kvalurinn kenndi sársaukans, þaut hann af stað, eins og venja er, og dró bátinn á eptir sér með feikilegum liraða, fullar 5 mílur í hring, svo að hann kom aptur í nánd við hinn bátinn og var þá skutlaður af nýju; dró hann svo báða bátana um hríð, en því næst stakk hann sér niður í sjóinn og varð þá hlé á ferðinni. En þegar minnst varði, kom hann upp aptur og buslaði svo mikið, að öðrum bátnum hvolfdi, og áður en hinir gátu hjálpað var einn maðurinn drukknaður, en annar, James Bartley að nafni, sást ekki, hvernig sem leitað var. Hvalurinn var nú dauður og reru meun með hann til skipsins. Var þá þegar tekið að skera hann, til að ná af honum 8pikinu; var verið að því allan daginn og fram á nótt, en þegar tekið var til starfa morguninn eptir, og kom- ið var að því að draga skyldi hvalinn upp á skipið,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.