Þjóðólfur - 28.11.1892, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.11.1892, Blaðsíða 2
218 að sagan mundi seljast betur, ef hann laumaði sínu nafni á titilblaðið í stað liins rétta höfundar? Ef svo liefur verið skjátl- ast lionum stórum. Nafn hans sem höf- undar sögunnar getur ekki orðið henni nein meðmæli, þá er það verður bert, hver hinn rétti höfundur er. Það stendur að eins á titilblaðinu sem bersýnilegur óráð- vendnis-stimpill, afritaranum til mestu van- virðu. Það hefur reyndar borið áður við, að menn hafi eignað sér sögur, er Gísli og Daði fróði hafa ritað, og gætum vér sýnt fram á það með rökum. En þeir hafa samt haft vit á því að víkja orðfæri frum- ritsins dálítið við til að biekkja náungann, en það hefur Sighvatur þessi ekki talið ómaksins vert, því að kalla má, að setn- ingaskipunin sé öldungis hin sama í hand- riti Gísla, sem í þessari Sighvats-sögu. Hinar einu breytingar, sem afritarinn virð- ist hafa gert, eru þær, að ljóðabréf Eósu til Natans og fáeinum öðrum stökum er sleppt. Svo er og þátturinn um Rósu dá- lítið styttur í þessari prentuðu sögu, en engu aukið við, nema ofurlitlu um ætt- erni hennar ásamt þeirri mikilvægu at- hugasemd, að afritarinn hafi séð hana og skuldalið hennar í Kalmannstungu, er hann var á 12. ári. En í þessum litla viðauka tekst lionum ekki betur en svo, að hann gerir séra Jakob á Sauðafelli að systur- syni Rósu(!). Þá vitleysu mundi Gísli aldrei ritað hafa. Séra Jakob var alls ekki náskyldur Rósu, að því er oss er framast kunnugt. Móðir hans hét Ahua Ólafsdóttir, systir Jóns á Helgavatni í Vatnsdal, en ekki Guðrún Guðmundsdóttir, eins og afritarinn telur. Honum hefði verið snjallast að hleypa ekki þessutn við- auka inn í sögu Gísla. Ólaf biskup Gísla- son, föður Þorkels stiptprófasts, ffytur hann norður að Hólum og setur hann þar á biskupsstól, en Gísli hefur látið hann vera í Skálholti. Hún var ekki heppileg þessi breyting afritarans. Engar leiðréttingar á prentvillum fylgja kverinu, og erum vér því nauðbeygðir til að eigna fáfræði af- ritarans villu þessa. Að svo mæltu viljum vér ráða Borg- firðingnum, er þykist hafa samið þessa sögu, að lofa Gísla Konráðssyni að njóta í gröfinni þess heiðurs, er hann á skilið fyrir rit sín, og skreyta sig heldur með fjöðrum annara óþekktari höfunda, ef hon- um skyldi koma aptur til hugar að eigna sér eitthvað þess kyns, sem vér reyndar ímyndum oss, að hann láti ógert hér eptir. Fjársalan á Englandi. í enska blað- inu „Newcastle Daily Chronicle“ 9. þ. m. stendur grein nokkur, sem á íslenzku er svo látandi: „ísland er, nú sem stendur, liið eina land í heiminum, sem er undanþegið inn- fiutningsbanni á lifandi fénaði og stór- gripum til Stóra-Bretlands. En frá þess- um ísgirta hluta Evrópu verða samt ekki fieiri farmar hingað fluttir en nú eru komnir, þangað til í september næsta ár. Hihn mikli uppskerubrestur, sem kemur afarhart niður á enskum bændum, verður og jafn óheillaríkur hinum fátæku íslend- ingum, með því að sauðfé og hestar eru einn meginþáttur í afurðum landsins og skiptir því landsbúa miklu, hvernig salan gengur. Að þessu sinni hefur verð á ís- lenzku fé verið frámunalega lágt, vænir sauðir ckki selzt meira en 14—15 krónur [að meðtöldum kostnaði], þ. e. hér um bil 40 % lægra verð, eu verið kefur að undan- förnu. Flutuingur fjárins hefur í þetta sinn íekizt betur en nokkru sinni fyr, því að að eins 22 kindur hafa farizt á leið- inni af 38,000, er kingað hafa verið flutt frá íslandi. Verður af þessu ljóst, hversu mikla umhyggju og alúð menn hafa sýnt í öllum útbúnaði gufuskipanna, bæði með því að hlaða þau hæfilega, hleypa inn nægu lopti o. s. frv. Herra Louis Zöllner í Newcastle hefur þetta ár verið hinn eini fjárflytjandi frá íslandi, því að sakir liins lága verðs hefur enginn annar orðið til þess. Hér um bil helmingur fjárins hefur verið fluttur til Newcastle, en hinn helmingur- iun til Liverpool. Herra Zöllner hefur flutt inn rúm 900 kesta, einkum til Leith, og hefur enginn þeirra farizt á leiðinni". Grein þessi er fróðleg að ýmsu leyti. Hún sýnir, hve mikið hefur verið flutt út héðan af sauðfé og hestum þetta ár, hvernig flutningurinn hefur tekizt og hvers vegna salan hefur gengið svo óvenjulega tregt á Englandi. Það eru líkindi til, að hún verði betri næsta ár. Að minnsta kosti er bezt að vænta þess. Nú með póstskipinu fengum vér skýrslu um, hversu mikið kaupfélögin, er Zöllner hafði umboð fyrir, hafa fengið fyrir féð, að frádregnum kostnaði. Er kaupfélag Þingeyinga þar efst á blaði með 11 kr. 72 a. fyrir hvern sauð (tvævetran og eldri) og 8 kr. 20 a. fyrir veturgamlar kindur. Þar næst hefur kaupfélag Dalamanna fengið tiltölulega 11 kr. 36 a. og 7 kr. 34 a. Þá kemur kaupfélag Skagfirðinga með 11 kr. 30 a. fyrir sauði og 7 kr. 28 a. fyrir veturgamlar kindur, þá Svalbarðseyrar- félag með 11 kr. 25. a. og 7 kr. 45., þá kaupfélag Fljótsdalshéraðs með 11 kr. 11 a. og 7 ki\, þá kaupfélag Eyfirðinga með 10 kr. 64 a. og 7 kr. Minnst hefur kaup- félag Árnesinga fengið fyrir sauði sina, nfl. 9 kr. 79 a. deildin í Reykjavík, en Stokkseyrarfélagið ekki nema 8 kr. 87 a. Árnesingar sendu engar veturgl. kindur. Hún er allöglæsileg þessi sala. Meðal- verð sauðanna frá öllum þessum 8 kaup- félögum er að eins 10 kr. 75 a. og verðið á veturgömlum kindum frá 6 þeirra að eins 7 kr. 38 a., auðvitað að frádregnum öllum kostnaði, sem er raunar æði mikill á hverri kind, frá því hún er rekin úr heimahögum og þangað til hún er komin í hendur seljanda á Englandi. Torfi skólastjóri í Ólafsdal, er sigldi fyrir hönd kaupfélags Dalamanna, var við- staddur, þá er þeir Zöllner og Jón Vída- iín seldu nokkurn hluta fjárins, og lauk hann lofsorði á framgöngu þeirra í því. Verzlunarfréttir (eptir skýrelu frá Kaup- mannahöfn 6. ]). m.): Ull. Hér (í Khöfn) hafa nú upp á síðkastið verið seldir 25,000 „ballar“ af ull, helzt norðlenzkri, en nokkuð af vestfirzkri, 61—62 a. pd. nr. 1., 58 —58V2 a. nr. 2 (af norðlenzkri ull) og 56—57V2 a. (af vestfirzkri). Mislit ull hefur verið seld á 37 a pd. og svört ull á 46—47 a. Óþvegin hvit haust- ull selst á 42 a. pd. Hér liggur óselt enn um 1500—2000 „ballar" af ull, einkum sunnlenzkri. Á Englandi hefur selzt dálítið af vestfirzkri og sunnlenzkri hvítri ull á hér um bil 53 a. pd. að jafnaði. Lýsi. Ljóst, gufubrætt hákarlslýsi hefur selzt á 30 kr. 50 a. — 31 kr., og Ijóst, pottbrætt á 29 kr. 50 a. — 30 kr. 25 a. hver 210 pd. Ljóst þorska- lýsi hefur selzt á 27—30 kr. og dökkt á 22—27 kr, eptir gæðum. Saltfiskur. Hnakkakýldur vestfirzkur fiskur hef- ur selzt á 52—55 kr. og óhnakkakýldur á 43 kr., en austfirzkur og norðlenzkur óhnakkakýldur fiskur ekki nema á 34—37 kr. skpd. Fyrir smáfisk er gefið 38,42, 46 og 46 kr. eptir gæðum, löngur 42 og 45 kr. Rarðfiskur allur, er komið hefur verkaður í lakara lagi, liggur enn óseldur, en hið • litla, sem komið hefur af góðum fiski, hefur selzt á 85, 100, 107 og 110 kr. eptir gæðum. Æðardúnn er seldur á 7 kr. 50 a. — 9 kr. pd. eptir gæðum. Sauðakjöt það, sem kom með „Thyra“ og „Laura“ síðast (um 2600 tunnur) hefnr selzt á 33—35 kr. tunnan (224 pd.) eptir gæðum. Sáltaöar gœrur, er komu með „Thyra og „Laura" og seglskipum (um 12,000 vöndlar) liggja enn ó- seldar. Tólg hefur selzt á 21 eyri pd. Heybruni, 29. f. m. brunnu 300 hest- ar af lieyi á Húsabakka í Skagafirði. Var heyið áfast við fjósið og kafnaði þar inni 1 kýr.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.