Þjóðólfur - 28.11.1892, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 28.11.1892, Blaðsíða 4
220 Alþingismaður Þorleifur Jónsson hefur afhent mér 100 kr. sem gjöf til Frœðslu- sjóðs fátcékra unglinga í Begkjavík frá ís- lendingi í Bandafylkjunum í Norður-Amer- íku, sem ekki vill láta sín getið. Sem formaður í stjórnarnefnd sjóðs þessa leyfi eg mér hér með að tjá hinum ókunna gef- anda innilegar þakkir fyrir þessa höfð- inglegu gjöf. Reykjavík 23. nóv. 1892. 615 Jókann Þorkelsson. K.ína-lifs-elixír, beint frá Yaldemar Petersen, fæst í 616 verzlun Sturlu Jónssonar. Brunabótafélagið „Commercial Union£C tekur í eldsvoða-ábyrgð kús, bæi, kús- gögn alls konar. kækur, vörubirgðir, skepnnr og hey o. fl. o. fL, fyrir lægsta ábyrgðargjald, sem tekið er hér á landi. Umboðsmaður fyrir allt ísland er Sighvatur Bjarnason, 617 bankabðkari í Reykjavík. 3FB£*rt£3ie>r:n.i og Í3CLIX fSltXlL.ELÖTJLr fæst í 618 verzlun Sturlu Jónssonar. SKófatnaöur aiis- kouar nýkominn í 619 verzlun Sturlu Jónssonar. Híð konunglega octr. almenna brunabótafélag í Kaupmannahöfn tekur í ábyrgð kús, bæi, kús- og bús- gögn, vélar, allskonar verzlunarvörur, hey og skepnur mót ódýru ábyrgðar- gjaldi (præmie) hvar sem vera skal um allt land. Menn snúi sér til verzlunar J, P. T. Bryde 620 í Reykjavík. Vefnaöarvara aiis konar nýkomin nú með „Lauru“ í 621 verzlun Sturlu Jónssonar. ! Steingrímur Johnsen selur vin og vindla frá Kjær & Sommerfeldt I l!rÍI=T=il=rr=i=T=LL=^=iL=r=l=T=J=7=J=T=l==7=J^=T=^^^ SyltetÖj, ýmsar tegundir, nýkomið í verzlun 623 Sturlu Jónssonar. Nýir kaupendur að 45. árg. „Þjóðólfs“ 1893 fá ókeypis Sögusa fn blaðsins 1892 (144 bls.), er verð- ur sérprentað í árslok og Söguna af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum, er verður byrjað að prenta næsta ár. SðjT' Saga þessi kemur út sem sérstakt fylgirit „E>jóðólfs“ banda ö 11 u m kaupendum hans, og verður alls ekki seld í lausa- kaupum. gjSir" Fyrir árslokin ættu nýir kaupendur að gefa sig fram. Eigandi og ábyrgflarmaður: Ilnimes Þorsteinssou, cand. theol. Fél ag upren tamiflj an. 134 urðu menn varir við, að eitthvað lifandi bærðist innan í honum. Kviðurinn var þá ristinn upp og þá fundu skipverjar þar hinn horfna félaga sinn samanhnipraðan og alveg meðvitundarlausan. Þeir lögðu hann þá á þilfarið og þvoðu hann úr sjó, og raknaði hann þá brátt við, en vitið hafði hann misst, og lá þannig hálfan mánuð bandóður. Að þeim tíma liðnum tók hann að vitkast og varð á stuttum tíma alheill, svo að ekkert sá á honurn, nema andlitið og hendurnar voru ná- bleikar og húðin svo hrukkótt, að hún sýndist sem hálfsoðin, auðvitað af áhrifum magavökva hvalsins. Bartley þessi sagði sjálfur svo frá, að sér hefði fundizt sem hann rynni niður nm hált op á einu augabragði, en svo hefði hapn fengið meira rúm. Hann kvaðst þá hafa tekið að þreifa fyrir sér með höndunum, og orðið var við eitthvert mjúkt, slímkennt efni, er virtist kyprast saman við snertingun^. og þá hefðí sér dottið í hug, að hvalurinn hefði g»ypt sig og hann lægi nú í kviði líans, og kvaðst hann ekki vilja lýsa þeirri ofboðsiegu hræðslu, er hefði gagntekið sig við þá tilhugsun. Hann gat hæglega dregið andann, og þóttist viss um, að hann gæti lifað þarna, unz hann dæi úr húngri, en hitinn var óþolandi, svo að honum fannst, að allar svitaholur opuuðnst og lífsaflið þverraði óðum. Hann þóttist vita, að öll von um að sleppa úr þessu undarlega fangelsl 135 væri árangurslaus. Hann leitaðist við að bera sig karl- mannlega og sætta sig við dauðann, en hið hræðilega myrkur, hinn feiknamiklí hiti og hugmyndin um, hvar hann var staddur, hafði svo mikil áhrif á hann, að hann missti meðvitundina, og mundi ekki neitt upp frá því, unz hann fékk vit sitt aptur eptir rúman hálf- an mánuð, og þá dreymdi hann á hverri nóttu í marg- ar vikur um hvali og hið óttalega fangelsi, er hann hafði verið í 36 klukkustundir. Hvalveiðaskip þetta, „Austurstjarnan“, kom til New- York i fyrra vor, skömmu eptir þenuan atburð, og vildu þá allir, sem nærri má geta, fá að sjá Bartley, þennan nýja Jónas, er bæjarmenn nefndu hann. Hann var glað- ur í hragði og virtist hafa alveg náð fullri heilsu, en húðin var enn hrukkótt og gul eins og gamalt bók- fell. Þrátt fyrir þessa reynslu taldi hann sig fúsan á að fara enn til hvalaveiða, er tækifæri byðist. Skipstjórar á hvalveiðaskipum segjast ekki vita neitt dæmi þess, að samskonar atvik hafi nokkru sinni áður borið við; reyndar komi opt fyrir, að skutlaðir hvalir ráðist á bátana og gleypi menn, en þeir hafi aldrei heyrt getið um neinn annan en Bartley, er kom- izt hafi lifandi aptur úr þeim helgreipum. — Og lýkur svo þessari sögu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.