Þjóðólfur - 02.12.1892, Side 1

Þjóðólfur - 02.12.1892, Side 1
Kemur út & föstuilög- um — Verö Arg. (60 arka) 4 fer. Krleuilis 5 br. — Borgiat fyrir 15. jftli. ÞJÓÐÖLFUR Dppsögn skri aeg, bundin viö dramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. ofetóber. XLIV. árg. Reykjarík, föstudaglnn 2. desember 1892. Nr. 56. f Þóröur Guömundsson fyrrum sýslumaður. Þú lagamaður lofsæll varst frá lífs þins æskudögum, og mikinn sjóð í minni barst af menntum, fræðum, sögum. En eitt sinn kemur ætíð haust á eptir sumardaga: þú dauðans ströngu lögum lauzt og lyktuð þín er saga. Þú fræði kunnir forn og ný, og forn og ungur varstu, því fornum líkam feigum í svo fjörgan anda barstu. Þótt á þig legðist ellin þung þess eigi nokkuð gætti; þín hrausta sál var ætíð ung unz æðasláttur liætti. Þinn hugur flaug um höf og lönd og hvassa vængi þandi. Þú heima varst á hverri strönd, í hverri ey og landi. En fyrst þín önd svo fjörug var í fjötrum líkams nauða, hve frjáls mun hún og fjörug þar, er finnst ei meir til dauða. Þú batzt ei þig við eina öld og ei við fyr né síðar. Þú kynntist merkismanna fjöld á mörgum köflum tíðar. Nú farinu ertu’ að finna þá, þá fornkunningja þína, og glaður dvelur glöðum hjá; ei gleði sú mun dvína. Það opt er næsta sorgleg sjón að sjá menn lífs í blóma með hryggðarsvip og harmasón og heimsádeilu tóma. En það var fögur sjón að sjá þinn svipinn glaða’ og þýða; og jafnvel níræðs-aldri á var yndi’ á þig að hlýða. Svo opt menn réttri týna trú, — það telja vizku snjalla. Ei margur vitur var sem þú, þig vitring mátti kalia. En trúin þín ei tapaðist, þín trú á sigur þjóða, þín trú á guð, þín trú á Krist, þín trú á allt hið góða. Menn greina’ ei ætíð rétt og rangt, því rökin þeir ei skilja, og margar sakir meta strangt á raóti sínum vilja; menn fara þrátt af vangá villt, svo villt á illu’ og góðu. En þú fórst rétt og þýddir milt, og þinir dómar stóðu. í andirrétti almúgans þú ætið milt varst dæmdur. I yfirrétti lýðs og iands þú líkum dóm ert sæmdur. I hœslarétti himnum á af hinum allsvitanda þú dýrðarmildan dóm munt fá, og dómur sá mun standa. V. B. Um bókmenntasögu Finns, Steingrím og Gröndal. Herra ritstjóri! Eg hef ekki tóm né tíma til að rita nema fáar línur í þetta sinn. Nú með póstinum fékk eg fyrst í hendur og hef lauslega lesið seinni part Bbkmenntasögu drs. Finns og Bragfrœði hans. Hafið fyrst og fremst (ásamt for- manni yðar) alúðar þakkir fyrir yðar snotru og skemmtilegu gjöf, bókms.; báðir partarnir eru prýðisvel samin rit og gimteinar handa alþýðu. Finnur verður mikilmenni, og er enda orðinn það strax. Fróðleikur hans og skarpleiki er fyrir sig, en hann er að sama skapi óhlutdrægur og objeldiv, og það er enn dýrmætara. Hitt er ekki tiltökumál, þótt hinar stuttu skýringar- greinir og dómar um stöku höfunda liitti ekki ætíð minn smekk eða skoðun. Eink- um gæti eg, ef vildi, fundið ritinu til for- áttu, að það fer æði-fljótt og kalt yfir nöfn núlifandi höfunda, og líkt og „a+b“ í blaði yðar bendir á — gleymir alveg að einkenna með einu orði þau skáld, er hann nefnir síðust, t. d. Gest Pálsson, Einar Hjörleifsson, Hannes Hafstein og einkum: Vatd. Briem. En þetta bætir hann upp seinna, því spá mín er, að fá ár liði áður þjóðin þarf nýrrar prentunar þessa rits. Annars líka mér dr. Finns dómar furðu vel, það sem þeir ná, og mun betur en röksemdir þær, sem áður hafa sézt um sama efni. Einna linust og óákveðnust er einkenning hans á kveðskap Hallgr. Péturssonar, en bezt finnst mjer hann lýsa þeim Jóni Arasyni, Stefáni í Vallan., Egg- erti Ól., Jóni Þorlákss. og — ekki sízt þeim Jónasi og Bjarna; líkar mér vel, að hann fylgir ekki vananum að setja Bjarna alveg við hlið hins inndæla listaskálds, því síður fyrir ofan hann, eins og síðast þeir séra Jónas Jónasson og Bogi Melsteð liafa gert. Slíkt nær engri átt. Það sem höf. nefnir mig í riti þessu, læt eg mér vel lynda, og eins hvað hann segir um þá Gröndal og Steingrím, enda nefnir hann ekki okkar kveðskap, sem eptirstœling þeirra Jónasar og Bjarna, eins og eg hef áður heyrt okkur borið á brýn. Það er hægt að tala um eptirstælendur (epigóna) í kveðskap, en meiri vandi að rölcstyðja slíka dóma. Eg skal hér hreínskilnislega og í fám orðum segja, hver íslenzk skáld hafi haft mest á- hrif á mig, eptir því, sem mér sjálfum finnst. Það eru einmitt jafnaldrar mínir, þeir Gröndal og Steingrímur. Steingrími var eg lengi handgenginn, eins og kunn- ugt er, og þekki ekki að fornu og nýju næmara skáld eða dýpra að tilfinningar- semi, ekki einungis í því, sem til alvör- unnar tekur, heldur og í háði og heimsá- deilu. Þess utan vorum við keppinautar, sem ekki gleymdum að grandskoða og vega hvor annars kosti og — ókosti. Hvað Gröndal snertir, sem er okkar elztur, kenndi hann mér fyrstur samtíðarmanna minna, og ávallt flestum betur: sporið, eða það að beina fluginu til brags og máls. Gröndal hefur að minni hyggju einkum sín seinni ár, mætt minni virðing og viður- kenning en hann verðskuldar. Auk hans miklu fjölhæfni er hann fæddur sá fjölr listamaður, að hann má alveg stakan kalla, og hver sá, sem þekkir lians atgervi og einkunnir getur sízt furðað sig á, að rit hans sé nokkuð sundurleit og skáldskapur mislitur. Betri spretti, stærri tilþrif, glæsilegri íslenzku, hefur enginn lifandi

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.