Þjóðólfur - 02.12.1892, Side 3
223
frá sér með sjálfra þeirra orðum, Jiví að alstaðar
laumar hann sínum hnittilcgu athugasemdum innan
um og eru þar á meðal ýmist gömul ljóð, (t. d.:
„Eg á sjö börn í sjó“ o. s. frv., „Tunglið, tunglið
taktu mig“) eða ummæli eptir Galdra-Lopt, og að
síðustu einskonar samanburður á séra Sæmundi
Hólm og J. P. Jacobsen(!) (báðir undarlegir).
Yér sjáum ekki hcldur, að sögur Þorgils gjall-
anda standi í neinu sambandi við ritdóm vorn um
doktórinn. Eu fyrst hann minutist á Þorgils, skul-
um vér benda doktórnum á, að bann mætti þakka
fyrir, ef bann befði jafnmikla hæfileika til að skrifa
skáldlega, sem haun, og það er bvo langt frá því,
að vér berum nokkra virðingu fyrir doktorsbattinum
einum saman, að vér metum miklu meir ólærðan
mann, sem hefur einlægan vilja og allgóða hæfi-
leika til ritsmíða og tekur rökstuddum bendingum
með þökkum, heldur en einhvern há(lf)menntaðan
hrokagikk, sem þykist fullkominn og ekki þurfa
endurbótar við.
Að endingu leggur doktorinn til, að vér fáum
að rita bókmenntakaflann í Skirni næsta ár. Síð-
asta rúsínan! Er doktórinn farinn að „missa móð-
inn“ til að rita fyrir hina vanþakklátu þjóð? Það
er barnalegt að ímynda sér, að oss langi til að
rita Skírni. Vér unnum doktórnum sannarlega
þeirrar frægðar, er hann hefur aflað sér með bók-
menntaritgerðinni, og viljum alls ekki Bvipta hann
henni framvegis. En sé svo (sem hann sjálfur
segir) að honum sé ofætlun að gefa almenningi „hug-
mynd um mikilvægustu rit nútíðarinnar, að því er
snertir verklegar framfarir, fögur vísindi og listir“,
þá virðist oss, að hann ætti að vera svo skynsam-
ur, að láta það ógert. Betra autt rúm en illa skipað.
Að þessu sinni hlífum vér doktórnum við frek-
ari refsingu. Vér viljum ekki taka oss duggara-
peysurithátt hans til fyrirmyndar.
Bitstj.
Kóleran útbreiðist jafnaðarlega með
miklum hraða, en aldrei hefur hún verið
jafnfljót í förum sem næstliðið sumar. í
byrjun maímánaðar heyrðist getið um hana
í Vestur- Kína og á Indlandi, aðalheim-
kynni hennar. í sama mánuði var hún
komin í hið fagra fjalllendi Kasimir í
Himalayafjöllunum, og hafði einnig gert
vart við sig sumstaðar í Turkestan og
Arabíu. í miðjum júlí barst hún til Rúss-
lands og þaðan til Póllands hinn 28. júlí,
en 16—18. ágúst var hún komin til Ham-
borgar. Viku síðar varð hennar vart í
Antwerpen, Havre, Altona, Rotterdam og
Berlín og jafnvel á Englandi. í sama
mánuði fluttist hún vestur yfir Atlantshaf
með útflutningaskipinu „Moravia41 frá Ham-
borg, er kom til New-York 31. ágúst, en
ekki kvað mikið að drepsóttinni þar. Hygg-
ja Ameríkumenn, að þeir þurfi ekki að
óttast hana í vetur, en all smeikir eru
þeir, að hún kunni að gera spell nokkur
á heimssýningunni í Chicago að sumri.
Hafa blöð þar vestra skorað á heilbrigðis-
nefudir í stórborgum þar, að gera nú þegar
öflugar ráðstafanir til að koma í veg fyrir
að þessi óþokkagestur, kóleran, sæki sýn-
inguna, en sjálfsagt veitir allerfitt að sporna
gegn því, þar sem sýninguua sækja menn
úr flestum eða öllum löndum heimsins,
Verður þá ekki auðvelt eptirlitið með öll-
um þeim sæg.
Eptir því sem skýrt er frá í erlend-
um blöðum hafa 35,000 manns látizt í
drepsótt þessari næstliðið sumar í Kína
og á Indlandi, 50,000 í Persíu og Tur-
kestan, og 15,000 í Arabíu. Á Rússlandi
liafa dáið í henni 173,348, og í Hamborg
rúm 8000 á 2 mánuðum (18. ágúst —23.
október). í París hafa látizt um 400, í
Havre um 300 og í Altona 150. Einnig
dóu margar þúsundir manna á Póllandi
og allmargt í smábæjum í vesturhluta Ev-
rópu, sem hér er ekki talið. Þykir senni-
legt, að drepsótt þessi hafi lagt að velli
300—400,000 manns á tæpu hálfu ári.
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli meö smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orö 15 stafa frekast; meö ööru letri eða setning
1 kr. fyrir ]iumlung dálks lengdar. Borgun útí|hönd.
Fataefni og tillali-
inn fatnaöur fæst í
626 verzlun Sturlu Jónssonar.
140
Daginn eptir voru 3000 frankar afhentir dyraverði
frú N., en enginn vissi, frá hverjum peningarnir komu.
Utan á peningjapyngjunni stóð: „Til Jenny“. Svona
gekk það 4 ár, og Jenny, sem aptur var orðin glöð
og ánægð og stundaði söngnám sitt, lét aldrei hjá líða
að gefa skjólstæðing sínum í Notre Dame á hverjum
sunnudegi 40 aura, og hinar aðrar smágjafir, er hún
hafði vanið liann á.
Að þessum tíma liðnum varð Jakob veikur og kom
ekki framar í kirkjuna. Jenny var mjög hrygg, er hún
sá liann ekki, og fékk leyfi hjá frú N. að vitja hans,
ásamt aldurhniginni konu, er átti að gæta hennar. Eptir
allmikla fyrirhöfn gat hún loksins fengið að vita, hvar
Jakob átti heima. Herbergi hans var dimmt og forn-
fálegt og þar lá hann í lélegu hálmfleti. Þegar hann
kom auga á Jenny, komst hann svo við, að hann missti
meðvitundina, og varð nær dauða en lífi. „Barn mitt“,
sagði hann loksins, er hann raknaði við aptur, „Jesús
og hin heilaga jómfrú hafa sent þig hingað, svo að eg
geti dáið rólegur og ánægður; liefði eg ekki séð þig,
myndi eg hafa dáið í örvæntingu, en nú lofa eg guð og
hans óendanlegu gæzku“. Um leið og hann mælti þetta
tók hann vandlega innsiglað skjal undan kodda sínum,
rétti hinni ungu stúlku það, og lét hana heita sér því,
að geyma það sem helgidóm og opna það ekki fyr en
137
sinn úr fílabeini ofur snyrtimannlega, og hneigði sig um
Ieið fyrir þeim mjög kurteyslega. Hann var í grænum
„frakka“, er ávallt var hreinn 0g þokkalegur, en mjög
víður, svo að þegar Jakob stóð í honum þarna á pall-
inum var hann ekki ósvipaður höfði, standandi á græn-
klæddu borði. Á meðal þeirra, er gáfu lionum ölmusu
og dýfðu fingurgómunum í vígsluvatnsketiiinn hans,
var stór hópur ungra stúlkna, er átti heima í mat-
sóluhúsi frú N., flestar ljómaudi fallegar, en sérstaklega
vakti þó ein ung, fölleit og bjarthærð ensk stúlka eptir-
tekt margra. Hið fagra hár hennar féll í þéttum lokk-
um niður undan hattinum, þótt hún leitaðist við að láta
sem minnst á því bera. Hún átti hvorki föður né móð-
ur á lífi, en einhver ókunnur maður hafði samfleytt 15
ár greitt fyrir hana fæðispeningana með mestu nákvæmni
og auk þess bætt svo miklu við, sem þurfti til þess að
borga aukakennslu í söng, enda var því fé ekki varið
til ónýtis, því að hin unga stúlka hafði á skömmum
tíma tekið miklum framförum í þeirri list, og hún gaf
sig alla við henni. Þegar Jenny — svo hét hin unga
stúlka — lék á hljóðfæri sitt, gleymdi hún því, að hún
hafði aldrei heyrt hin inndælu orð „dóttir mín!“ af vör-
um elskandi móður.
í hvert skipti, sem fæðispeningarnir voru greiddir
fyrir Jenny, fylgdi jafnan dálítil upphæð handa henni