Þjóðólfur - 23.12.1892, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.12.1892, Blaðsíða 1
Keinur öt i. föetudög- uiu — Vert 4rg. (60 arka) 4 kr. ErleccSis 5 kr. — Borgíst fyrir 15. Jttlí. ÐÓLFUR Oppsögn ekrifleg, bucdin viö kramót, Agild nema komi til útgefanda fyrír 1. obtéber. Reytjarík, föstudagiim 23. desember 1892. Nr. 59. XLIV. árg. Innlendar ft’éttir. Tíðarfar, manntjón, fjárskaðar. Með póstunuHi norðan og vestan, er komu loks 17. og 18. þ. m. eptir harða útívist, bárust mestu liarðindafréttir, fjár- skaðar, slysfarir o. fl., einkum í áklaupa- veðri miklu 2.-4. þ. m., og hefur þó ekki enn frétzt um tjón af því í hinum fjar- lægari sýslum á Norður- og Austurlandi. Úr Miðfirði er oss skrifað á þessa leið 8. desbr.: „Þetta voðalega veður skall á undir kveld. fljótt eins og hendi væri veifað. Rétt áður var hæg logndrífa á sunnan og hugðu menn það meinleysi eitt. En þegar á skall var bæði hríðin og frostharkan á- kafleg. Margir smalamenn misstu féð út úr höndunum á sér. Hrakti það langar leið ir, en hefur þó fundizt mestallt síðan hríð- ina stytti upp 4. þ. m., flest lifandi, en þó sumt dautt og með litlu lífsmarki. Eg hef ekki svo tilspurt, að eg geti sagt með vissu, hvar hríðin hefur gert mest tjón á fé. En það mun þó hafa verið á Múla- bæjunum og um miðjan Miðfjörð. Á út- nesjum og fram til dala gekk betur að handsama fé og koma því í hús. — Þrír menn er taíið að hafl orðið hér úti í þess- ari hríð: unglingspiltur Benedikt Asmunds- son frá Miðhópi, Jón bóndi Ounnarsson á Sporði og sonur hans 16 vetra. Eru tveir þeir síðarnefndu ófundnir enn og hefur þó leitin ekki verið látin falla niður til þessa. Allir þessir menn voru við fé. 28. f. m. gerði og fljótlegt áhlaup og biðu þá sumir skaða, því að fé hrakti á stöku bæ. í þessari hríð varð úti á Miðfjarðar- hálsi, skammt frá Sporði, roskinu kvenn- maður frá Króksstööum í Miðfirði, Anna að nafni; ætlaði hún í kynnisferð að Yatns- hól, hafði átt von á fylgd frá Torfastöð- um og verið bannað af húsbændum henn- ar að fara einui yfir hálsínn. En svo brást henni fylgdin og hún lagði ein á hálsinn; hafði sést til hennar um það leyti, sem hríðin skall á. Var hún þá búin að beygja af veginum upp að bæ þeim, er hún ætlaði að, en hefur svo slegið sér á veginn aptur og náði ekki bænum. Um sama leyti varð og kvennmaður úti í Skaga- firði að sögn“. Úr Dölum er ritað 10. þ. m.: „Um kl. 3 e. m. 2. þ. m. gerði á svipstundu ofsarok og moldhríð. Fé manna hrakti víða mjög Iangt, jafnvel þótt það væri rétt við túnið og maður hjá því; það tættist út úr höndunum á fólki. Sumstaðar fannst nokkuð fennt dagana á eptir, en sumstað- ar hrakti það í ár. Allmargt hefur samt náðst lifandi, að því er eg hef frétt. Þenn- an dag varð maður úti frá Ljáskógaseli Laxárdal, en fleiri voru hætt komnir“. Sama dag varð einnig úti bóndi frá Háreksstöðum í Norðurárdal, Árui Brands- son, og í sömu hríðinni annar maður und- ir Hafnarfjalli, er Þórður hét. Hafa þá alls farizt 8 manns í liríð þessari, að því er enn kefur frétzt. Daga.na 27.—31. október var stórhríð í Múlasýslum með svo mikilli fann- komu, að menn þóttust ekki muna þar eptir jafnmiklum snjó eptir svo fáa daga. Fennti þá víða fé og fórst það allmargt. Þá féllu og nokkur snjófióð á Seyðisfirði, en urðu eigi að tjóni; úr einu þeirra komu 6 kindur lifandi ofan úr fjallinu. (Eptir bréfi af Seyðisfirði 2. nóv.). Af Hornströndum er oss ritað 6. nóv.: „Grasbrestur var liér mikilí næstliðið sum- ar, taða af túnum hálfu minni en í fyrra, en nýting góð. í september var votviðra- samt, en með október brá til blíðviðra með frosti og kélufalli, en 25. okt. kom kafaldshríð, er stóð í 3 daga og varð þá jarðbann fyrir allar skepnur. 16. s. m. sást liafís fyrir Norðurströndum og hinn 22. var hann nær landfastur. Það var ísþekja, sem ekki sást út yfir, en nú er hann horfinn sjónum um stund“. Fjársala á Austfjörðuin. í bréfi af Seyðisíirði 2. nóv. er komizt svo að orði um fjárverzlunina þar eystra í haust: „Að þessu sinni komu hingað engir útleudir fjárkaupamenn og varð sauðfjársala því með daufara móti. Sumir af kaupmönn- unum hér eystra tóku þó fé á fæti upp í skuldir og gáfu betur fyrir, en útlit er fyrir að þeir fái aptur fyrir það á Eng- landi. Sanðakjöt munu kaupmenn hér og hafa borgað betur en víðast hvar annar- staðar, nefnil. 10, 12, 14 og 16 aura pd., fyrir gærur gáfu þeir 1 kr. 50 a. — 2 kr. 50 a. og 18 a. fyrir mörpundið. Pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs og Jón kaupm. Bergsson á Egilsstöðum sendi rúm 4000 sauði með fjárflutningaskipi Zöllners „Creole“, er fór héðan 17. f. m. Með skipi þessu var Coghill gamli og leyfðu félagsmenn honum að lesa úr eptir geð- þótta hið lélegasta af fénu, er hann sagði, að ekki svaraði kostnaði að senda utan, og var flest af því aptur rekið til Héraðs. „Stamford“ kom og hingað 22. f. m. og fór aptur um kveldið með full 1600 sauða frá Sig. kaupm. Johansen; hafði hann og leyft Cogkill að lesa úr sínum fjárhóp og lét hann slátra því kér“. í öðru bréfi er skýrt svo frá, að Sig. kaupm. Johansen hafi gefið 11—13 kr. 50 a. fyrir sauði 8—9,50 fyrir geldar ær og 7—9 kr. fyrir veturgamalt. Aflabrögð hafa verið dágóð á Seyðis- firði í haust, þá er síld hefur fengizt til beitu, en aflinn mjög langt sóttur. Síldar- afii kefur og verið dágóður á Reyðarfirði og hefur 0. Wathne sent allmikið af síld til Englands í ís með enskum fiskveiða- gufuskipum og hefur hún selzt þar vel. Á ísafjarðardjúpi kefur nú upp á síð- kastið verið tregt um afla og á Miðfirði og Hrútafirði er allur afli farinn fyrir löngu og eins á Steingrímsfirði. Á Eyja- firði hefur aptur á móti verið ágætur þorskafli og síldarafli ákaflega mikill í lagnet. Ameríkuferðir. (Eptir bréfi úr Fljóts- dalshéraði 2. nóv.): „Óvenjulega lítið er rætt um Ameríkuferðir í jafnstirðu árferði. Peningafæð mun valda því, enda er hún mikil næsta. Yesturfara-„agent“ hefur verið hér á ferðinni, en lítið hefur verið hlustað á þann ferðalang“. Það er mjög leiðinlegt — eins og Fjallk virðist vera að barma sér yfir — að „agent- unum“ skuli ganga svona meinilla að „eyða“ landið. Nýtt blaðfyrirtæbi. Samkvæmt því, sem auglýst er í „Norðurljósinu“ 22. f. m., hefur Hjálmar Sigurðsson realstúdent í Reykjavík keypt eignar- og útgáfurétt að því blaði af Friðbirni Steinssyni bóksala

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.