Þjóðólfur - 09.02.1893, Qupperneq 1
Árg. (60 arliir) kOBtar 4kr.
Erlendis 5 kr. — Borelat
fyrir 15. jrlH.
ÐOLFUR
Uppsögn,bundin við áramót
ógild nema komi til útgef-
anda fyrir 1. október.
XLV. árg. Reykjayík, fimmtudaginn 9. fefirúar 1893. Nr. 6.
Verzlunarmálefni.
Hugvekja frá alþýðumanni.
IV.
Hinn álitlegasti liður í verzlun vorri
eru pöntunarfélögin. Tilvera félaga þess-
ara er að þakka vaxandi menningu og
sjálfstæðis hjá þjóðinni- Aukin þekking
og lestur nytsamra bóka glæða andlegan
þroska, skerpa hngsunarháttinn og stækka
sjóndeildarhring manna. Þegar hugurinn
kemst út úr hinni dimmu vanþekkingar-
huldu, er grúfir yfir fáfræðingunum, og
heldur þeim í sama farinu, þá fer hann
að litast um eptir óþekktum gæðum. Nokkr-
ir framkvæmdarsamir hugsandi menn sneru
áhuga og umbótafýsn sinni að verzlun-
inni. Þeir sáu, að hér var mikið að starfa,
hér þurfti lagfæringar við. Þeir sáu, að
vér þurftum að hætta, að láta eina þjóð —
jafnvel einstaka menn — skammta oss úr
hnefa allar útlendar nauðsynjar, með því
verði, er hún ákvað, eins og skrælingjar
eða Grænlendingar verða að þola enn í
dag. Þeir sáu, að fráleitt var, að hafa
eptir langt og strangt stríð þegið alfrjálsa
verzlun, þetta hnoss, er öllum siðuðum
þjóðum ýtir úr niðurlægingar ástandi á
menningar og sjálfstæðis stig, sé vel á
haldið. Þetta sáu þeir, að nota átti; þeir
vildu eigi lengur sitja auðum höndum, og
því risu upp, fyrir ötula framgöngu ein-
stakra manna, hin svonefndu pöntunarfé-
lög í nokkrnm stöðum á landinu.
Aðaltilgangur félaga þessara var og er
sá, að fá vörur frá útlöndum í stórkaup-
um með góðu verði, selja þær ódýrar en
kaupmenn, draga verzlunararðinn inn í
landið og verzla skuldlaust. Að sumu
leyti hefur þetta heppnazt, þ. e. að félögin
hafa mikið bætt verð á aðfluttum vörum,
bæði œeö þVí; að selja með betra verði en
kaupmenn, og einkum óbeinlínis með því
að kaupmenn hafa sett niður vörur sín-
ar, og selja nú með miklu betra verði,
en þeir gerðu. Pöntunarfélögin hafa graf-
ið um sig, og eru nú dreifð um land allt,
alstaðar þörf og vel metin, þó misjafn sje
áhuginn og einingin í þeim.
Þau eiga, eins og flestar nýjungar,
við marga erfiðleika að stríða, einna verst
er þó, að margir rosknir efnabændur sneiða
hjá þeim, sleikjandi úr gömlu kjötkötlum
Dana og umboðsmanna þeirra, segjandi:
„Eg sé engan hag við að vera í pöntun-
inni, hún býður mér eigi betri kosti en
kaupmaðurinn minn“. Það lítur út fyrir,
að þessir menn geti ekki skilið við þetta
gamla form, þennan gamla vana, þessar
dönsku fettur og þá mannást(I), er kanp-
menn sýna þeim. Þrátt fyrir það, að
þeir hafa að minnsta kosti eins gott og
opt betra upp úr því, að skipta við pant-
anir, auk þess, sem þeir verða 'að játa,
að „prísarnir“ hjá kaupmönnum eru beint
pöntunum að þakka.
Vér verðum að kannast við það, að
fyrsta skilyrði alls verulegs félagsskapar
er, að allir beztu kraptar, sem fáanlegir
eru, séu samverkandi og hlynni að fram-
förunum; eyðing er vís, ef margir ganga
úr.
Sem betur fer er þetta að lagast, og
eru flestir yngri menn hlynntir innlendum
verzlunarsamtökum; en misjafnar eru skoð-
anir manna á fyrirkomulaginu, enda er
það atriði, sem nauðsynlegt er að róta
upp í og lagfæra.
Pöntunarfélög vor skipta mest við hr.
L. Zöllner í Nevcastle; hann sendir vörur
tii félaga viðsvegar á landinu, og þau
borga þær mestmegnis með ull og sauðum.
Þótt félögin í fyrstu ásettu sér að verzla
skuldlaus, eða að minnsta kosti borga að
fullu skuldir sínar að haustinu, þá hefur
þetta gengið öðruvisi í reyndinni. Flest
félögin munu nú skulda herra Z. stórfé.
Þetta er mjög óheppilegt, því af því leið-
ir, að þau hafa dýrari vörur að bjóða
landsmönnum en ella, og geta því síður
keppt við kaupmenn. En þetta er ekki hið
versta; hitt er verra, að þessi aðferð bind-
ur félögin við einn viðskiptamann, svo að
þau eru stirð í öllum hreyfingum, og eiga
óhægt með að leita til annara, ef að skipti
þessa manns svara eigi þörfum þeirra.
Lánardrottni félaganna er eigi eins vand-
gert við þau, sem bundin eru á skulda-
klafa hans, eins og hin — ef nokkur eru —
sem verzla skuldlaus og óháð.
Eigi er ólíklegt, að þetta sé að nokkru
leyti orsök þess, að Z. sendir vörur til
margra félaga með sama skipi, að eins lít-
inn slatta til hvers. Þetta er mjög óhent-
ugt fyrir félögin, ekki sízt, þá er vöruruar
eru sendar með póstskipum, sem þurfa að
fylgja áætlun og vera fljót í förum. Þetta
verður kostnaðarauki fyrir félögin, því opt
er óþægilegt að fá menn í vinnu 2—4
kl.stundir; þeir eru ekki viðlátnir, og ef
þeir fást, þá heimta þeir tiltölulega hærra
kaup, en þegar þeir fá vinnu allan dag-
inn. Bezt er, að fá vörurnar upp hér um
bil tvisvar á ári.
Ekki gengur sauðaflutningurinn betur.
Sama skipið flytur t.. d. fé bæði frá Norður-
og Austurlandi. Setjum svo, að það flytji
fyrst frá Norðurlandi, og ætli svo að taka
fjárfarm á Austurlandi. Af því leiðir, að
Austfirðingar koma eigi fé sinu út fyr en
undir vetur. Það er rekið á viðkomustaði
skipsins, um þær mundir, sem skipsins er
von. Skipinu dvelst opt komau, og féð
verður að geyma 6—10 daga í misjöfnu
veðri og í illum högum. Við þetta horast
féð áður en það fer á skip; því hrakar
svo enn meir á ferðinni út, svo það verð-
ur illa útlítandi, er það kemur til Eng-
lands. Þetta er að sumu leyti orsök til
óálits þess, er islenzkt fé virðist komið í
á Euglandi. Allmikill kostnaður er við
að geyma fjárins meðan á biðinni stendur,
og lianu leggst á félaglð. Verst er þó, að
skipið kemur stundum fyr en áætlað er.
Pöntunarféð er þá upp um allar sveitir.
Þá er þotið upp til handa og fóta, boð-
berar sendir í allar áttir, til að reka
menn, sem allra-fyrst, með féð til skips.
Bændur mega þjóta af stað, hvernig sem
á stendur, og hvernig sem færð er. Þetta
er ósnoturt fyrirkomulag. Þegar við þetta
bætist, að full líkindi eru til, að kostnað-
inum, sem stafar af skipsbiðinni, verði
dembt á félagið, þá fer þetta að verða
lítt viðunanlegt. Sanngjarut sýnist, að fé-
lagið borgi ekki skipsleigu um þá daga,
er skipið kemur fyrir hinn ákveðna tíma.
Svefti og draumar.
(Frli.J. Áhrif vanans á svefninn eru mikil
og markverð. Séu menn í æsku vandir á að
fara snemma á fætur, verður það að fastri
venju síðarmeir og það svo, að menn vakna
einmitt í sama mund, hvort lieldur menn