Þjóðólfur - 09.02.1893, Síða 2

Þjóðólfur - 09.02.1893, Síða 2
22 fara snemma eða seint að hátta. Einnig að öðru leyti hefur vaninn markverð álirif á svefninn. Menn, sem eru vanir við að sofa í fjölmennri borg, þar sem sífelldur hávaði og skarkali er á götunum, óróast af kyrrðinni, er þeir eru utanborgar, og kvarta yfir, að þeir geti ekki sofið fyrir þögn; þeir sakna vagnaskröltsins og há- vaðans á strætunum. Það er mælt, að malari nokkur hafi einhverju sinni orðið veikur og hafi þá verið hætt að mala í mylnunni hans, til þess að hann gæti haft betra næði til að sofa, en það var svo langt frá því, að hann svæfi betur fyrir það, að hann gat ekki sofnað fyr en myln- an var aptur Iátin fara að mala. Um- sjónarmaður við rauðablástursverksmiðju nokkra svaf þar rétt hjá og svaf vært meðan verið var að hamra járnið, en undir eins og skarkalinn hætti á næturnar vakn- aði hann ávallt. Sofnum vér t. d. meðan vér hlustum á klukknahringingu, munum vér í svefniuum hafa meðvitund um, að haldið sé áfram að hringja, og hætti hring- ingin snögglega, hrökkvum vér upp. Það er til smásaga um gamla konu, sem vakn- aði við það, að varðmennirnir skutu ekki einn morgun, eins og vanalega, en hvort það er satt, viljum vér ekki fullyrða. Það er aptur á móti áreiðanlegt, að vér get- um vanið oss á að vakna á ákveðnum tíma. Sjómenn og hermenn, sem eiga að halda vörð, gera það jafnaðarlega og vér vitum allir, að ef vér fastlega ásetjum oss, er vér háttum, að vakna á ákveðinni stundu morguninn eptir, þá vöknum vér einmitt á þeim tíma. Þetta bendir á, að vér í svefninum höfum einhverja meðvit- und um, hvað tímanum líður. Það liggur í augum uppi, að dagurinn er ætlaður til vinnu, en nóttin til hvíldar, og vér getum aldrei að ósekju vikið of- mjög frá þeirri braut, sem lögmál náttúr- unnar hefur afmarkað oss, hvað þetta snertir. Sumir visindamenn og þeir, sem mjög eru hneigðir fyrir skemmtanir, gera opt nóttina að degi og daginn að nótt, en slikt er brot á móti náttúrureglunni, sem ekki verður óhegnt. Ástand margra náms- manna ber ljóst vitni um þetta, því að þeir eru opt mjög veiklaðir á sál og lík- ama og verða stundum algerðir aumingjar, af þvi að þeir hafa ekki hagað svefni sín- um á réttan hátt. Oss vantar heldur ekki bersýnilegar sannauir fyrir skaðsemi þess- arar öfugu aðferðar. Tveir frakkneskir riddaraforingjar deildu einliverju sinni um, hver tími á sólarhringnum væri heutug- astur fyrir hergöngu. Með því að þetta gat verið þýðingarmikið atriði í hernaðar- legu tilliti, fengu þeir leyfi hjá yfirforingj- anum til að gera eina tilraun. Annar þeirra lét liðið halda áfram á daginn og hvílast á nóttunni. Þetta var um hásum- arið í steikjandi hita. Þannig hélt hann áfram 600 milur, en þó missti hann hvorki einn einasta mann eða hest. Hinn, sem hugði, að það væri minni þraut að ganga í kveldsvalanum og nokkurn hluta nætur- innar, heldur en um hádaginn í brunahita, missti flestalla hestana og nokkra af mönn- um sínum á jafnlangri leið. Ennfremur hafa menn veitt því eptirtekt, að það sé skaðlegra fyrir heilsuna að vinna við Ijós á morgnana fyrir sólaruppkomu, heldur en á kveldin eptir sólsetur. Það er harla markvert og undarlegt, hversu margvíslegar kynjamyndir geta bor- ið fyrir oss í fasta svefni, er vér liggjum lémagna með lokuðum augum og öldungis meðvitundarlausir, að því er virðist. Ekki að eins atburðir liðinnar æfi vorrar koma fram fyrir sjónir sálar vorrar í svefnin- um, heldur einnig margar ókunnar hug- myndir og kynjasjónir. Yér skulum þá fyrst athuga sofandi mann, til þess að geta séð hin ytri, sýni- legu áhrif draumanna. Fyrst liggur hann grafkyr og hrærir hvorki legg né lið, en í einu vetfangi kippist hann við og byltir sér á ýmsar hliðar, stynur þungan eða andvarpar, og stundum má ef til vill sjá tár koma fram í augu honum, allur lík- aminn sýnist titra, eins og af einhverri mikilli geðshræringu, en svo minnkar ó- kyrðin smátt og smátt, unz hann réttir úr sér, opnar augun og vaknar, og opt man hann þá alls ekki eða mjög óljóst, hvað það var, sem hann dreymdi. En hvað eru draumar? Af hverju stafa þeir og hvað hafa þeir að merkja? Flestir ætla, að ekki að eins manninn, heldur og öll dýr geti dreymt. Hestar hneggja opt í svefni og slá út undan sér til beggja hliða, en hundar gelta og urra. Fuglana dreymir einnig, og sést það bezt á tömd- um fuglum, sem hafðir eru i búri; þeir hrökkva opt við í svefni og detta niður af setstönginni. Að minnsta kosti er víst, að páfagauka dreymir. Það er mjög ein- kennilegt, að bezta aðferðin til að koma fugli þessum til að mæla fram einstök orð, er að byrgja búrið, svo að aldimmt verði inni í því, og bera þá fram meðan hann sefur, skýrt og hægt þau orð, sem hann á að læra. Sumir menn fullyrða, að þá aldrei dreymi (,draumstoIa‘), en að líkindum er því svo varið, að þeir geta ekki munað drauma sína. Mörg óræk dæmi eru til þess, að sami maður man stundum, hvað liann dreymir, en stundum alls ekki. Þetta get- ur verið sprottið af ýmsum ástæðum. Þeg- ar vér erum nýsofnaðir á kveldin, sofum vér fastast og gleymum þá miklu fremur drauraum vorum, heldur en að áliðiuni nóttu eða nær morgni, er vér erum farn- ir að losa svefninn, sem kallað er. Vér eigum því hægast með að muna morgun- draumana. Auk þess eru sumir draumar einkennilegri og hafa í för með sér meiri áhrif en sumir. Áhrif slíkra drauma eru einkum auðsæ á böruum, en þau dreymir vanalega fremur skelfandi drauma en full- orðna, bæði sakir þess, að þau þjást opt- ar af ýmsum innvortis veikindum, t. d< tannpínu, meltingaróreglu o. fl., og einnig af því, að skynsemi þeirra er ekki svo þroskuð, að hún geti nægilega gagnverk- að slíkum áhrifum. Þess vegua vakna börn opt með andfælum og eru stuudum lengi að komast í samt lag aptur og átta sig á hlutunum í kringum sig. Fullorðn- ir menn blanda einnig opt draumum sín- um saman við athafnirnar í vökunni, eins og sjá má, þegar verið er að tala um eitthvað, sem aðrir efast um, því að þá heyrir maður opt komizt svo að orði: „Sé það ekki satt, hlýtur mig að hafa dreymt það“. Enn er ósvarað þeirri spurningu: „Hvað eru draumar? Af hverju spretta þeir?“ Þeir geta án efa átt rót sína að rekja bæði til líkamlegra merkjana og starfsemi hugsunarinnar í svefninum. Ensk- ur læknir nokkur segir frá því, að haun hafi einu sinni haft kút raeð lieitu vatni í við fæturna, er hann sofnaði, og þá hafi sig dreymt, að hann væri að ganga kring- um eldgíginn á Etnu, og hefði fundizt jörð- in vera heit undir fótum sér. Öðru sinni dreymdi hann, að hanu væri staddur um hávetur í hörkufrosti við Hudsousflóann í Norður-Ameríku, en er hann vaknaði, varð hann þess var, að hann hafði varpað af sér sængurklæðunum í svefninum, svo að honum var orðið allkalt. Nokkrum dögum áður hafði hann lesið frásögu um nýlendu við Hudsonsflóann. Hinn skozki heimspek- ingur Thomas Reid í Glasgow (f 1796) hefur sagt svo frá, að einhverju sinni, þegar plástursumbúðir, er hann hafði á höfðinu, höfðu aflagazt svo, að það olli honum allmikils sársauka, dreymdi hann, að Indíanar í Norður-Ameríku væru að flá af honum höfuðleðrið.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.