Þjóðólfur - 09.02.1893, Qupperneq 4
24
kona Sigurðar aratsráðsmanns Einarssonar á Haf-
ursá, og Jðhanna (ðgipt) á Hafursá. Héraðsbúi.
Póstskipið ókomið enn, og hljðta ein-
hver óvenjuleg atvik að valda þessari miklu seink-
un. Að rainnsta kosti er lítt hugsanlegt, að skipið
hafl teppzt í Færeyjum svona lengi sakir veðurs.
Hafís er sagður landfastur á Húnaflða vestan-
verðum nfl fyrir skömmu, eptir því sem vermenn
að norðan hafa skýrt frá.
Hitt og þetta.
Smjaður er jafn hættulegt sálunni, sem eitur
líkamanum. Þð er sá munurinn, að allir forðast
eitrið, en sækjast eptir Bmjaðrinu.
(S. du Tour).
Vcrtu vægur og umburðarlyndur við alla nema
sjálfan þig. (J. Joubert).
Þau sár, er slöngvivél forlaganna veitir osb,
gróa skjðtt, en það kemur drep í þau sár, er vér
fáum af ryðguðu píslarfæri einhvers óþokkans, og
þessi sár gróa seint. (Jean Paul).
Sá sem fyrst hefur sagt „nei“, á ekki mikla
þökk skilið fyrir sitt „já“ á eptir.
(Victor Hugo).
Fyrirgefning er opt sama sem fyrirlitning í kurt-
eisara búningi. (Sterne).
Keynslan er fjármunir, sem einstaklingurinn
getur ekki fengið að erfðum, heldur með því að
safna þeim Bjálfur smátt og smátt. (J. Scherr).
Vingjarnlegir menn hafa af náttúrunni fengið
í vöggugjöf lykilinn að hjörtum annarra.
(Voung).
Það er mjög Ieitt, að einmitt beztu mennimir
eru opt hörkulegir og óvingjarnlegir á svipinn, en
því dýpra sem hafið er, því brattari er einnig
ströndin. (J. Weber).
Reglusamur og duglegur maður get-
ur fengið vist í Bernhöfts-bakaríi frá 14. maímán.
næstkomandi. Johanue Bernh’dft.
Ekta anilínlitir teí S*T r+- 85
+2 •r-4 fást livergi eins góöir og ódýrir eins og
í verzlun 85
3 & Sturlu Jónssonar þ—*
cS & w Aðalstræti Nr. 14. ss e r-K H-
•
Mér hefur verið dregið í haust lamb, sem eg á
ekki. Hver, sem brúkar stýft og gagnbitað hægra,
semji við mig um markið.
Vogatungu í Leirársveit 2. okt. 1892.
Jón E. Þiðriksson. 29
Selt óskilafé í Þingvallahreppi luiustið 1892.
1. Hvít ær, veturg., mark: sneitt, fjöður apt. h.;
sneitt, fjöður apt. v.; brennimark: Vogum.
2. Svartbíldótt ær, tvævetur: hálft af apt., biti
fr. h., hamarskorið v.; leðurspjalds-hrennimark:
S. J.
3. Hvítt hrútlamb: sneitt apt. h.; gat v.
4. Hvítt hrútlamb: hamarskorið, fjöður fr. h.;
hófbiti aptan v.
5. Hvítt hrfltlamb: biti apt. h.; sýlt, biti apt. v.
6. Hvitt hrútlamb: sýlt, biti apt. h.; tvístýft og
fjöður apt. v.
7. Hvítt geldingslamb: heilrifað, fjöður apt. h.;
2 bitar apt., biti fr. v.
8. Hvítt himbrarlamb: hófbiti apt., fjöður fr. h.;
sneitt fr. v.
9. Hvítt gimbrarlamb: sneitt fr., biti apt. h.; sýlt,
gagnbitað v.
10. Hvítt gimbrarlamb: sneitt apt., gagnbitað h.;
stýft v.
11. Hvítt gimbrarlamb: sneiðrifað apt. h.; blaðstýft
og biti apt. v.
12. Hvítt gimbrarlamb: bálft af apt. h.; biti fr. v.
13. Hvítt brútlamb: sneitt fr, h.; stúfrifað v.
14. Hvítur sauður, veturg.: geirstýft h.; sneiðrifað
apt., biti fr. v.
Þeir, sem sanna eignarrétt sinn til ofanritaðra
kinda, fá andvirði þeirra, að frádregnum kostnaði,
útborgað hjá undirskrifuðum til næstu vetumótta
(1893).
Þingvallahreppi 20. janúar 1893.
Jónas Halldórsson. 30
gj^“ Næsta blað kemur vit á laugardaginu
(11. þ. m.).
Eigandi og ábyrgSarmaður:
Haunes Þorsteinsson, cand. theol.
Félagsprentsmiðjan
18
annað fleira, sern þeirra mál snerti. Eptir alllanga töf
riðu þeir svo af stað og heim. Yar þá komið nær
sólarupprás.
-----Líður svo fram á sumarið og undir haustdaga.
Magnús vitjaði G-uðrúnar við og við um sumarið, og
dvaldi hjá henni í bæjardyrunum* 1 meiri hluta nætur.
Heldur fóru samt ferðir hans að verða strjálli, er nótt
tók að dimma, og jafnan hafði hann Jón Hálfdanarson
með sér í ferðir þessar sem aðrar. Yar hann honum
líka hlýðið verkfæri til hvers sem var, ef eigi voru
stórræði.
Einhverju sinni seint um sumarið riðu þeir heim
sem optar í dögun, og slepptu hestum sínum, og létu
reiðtygi sín inn. En um leið og þeir ætluðu inn í bæ-
inn, sagði Magnús lágt og undarlega:
„Jón, hefurðu heyrt það, að G-unna á Úlfá ætti að
vera óiétt?“
„Ekki get eg svarið fyrir að eg hafi heyrt því
svaraði Jón, „en ekki mun það vera almennt
mál enn þá“.
„Og hverjum kennt?“ spurði Magnús.
„Það hef eg ekkert heyrt um“, svaraði Jón og
glotti við.
‘) Guðrún svaf alein frammi í bæjardyrum allt sumarið.
(Dómskjolin).
19
„Og ætti helzt aldrei að heyrast“, svaraði Magnús
eins og við sjálfan sig og gekk inn síðan og Jón á
eptir honum.
IV.
Fimmtudaginn 20 vikur af sumri bar upp á 11.
september árið 1704. Veður var hið fegursta, og lopt-
bert. Hafði fallið héla á jörð um nóttina, en tekið af
þegar er sól kom upp.
Þau Þorsteinn bóndi og G-uðrún á Úlfá voru að
fást við hey úti og niðri á túninu á Úlfá. Hafði verið
bundið votaband um daginn neðan úr mýrinni þar fyrir
neðan, og voru þau nýbúin að dreifa heyinu, og var
það mikill flekkur. Rifjuðu þau heyið í ákafa, og voru
ánægð vel, því að heyskapurinn var orðinn bæði góður
og mikill.
„Eg held eg hætti nú að heyja með þetta“, sagði
Þorsteinn, og leit yfir flekkinn; „hann má verða harð-
ur í vetur, ef eg kemst ekki allvel af með það“.
„Það væri nú annaðhvort eða ekki, ekki er nú féð
svo margt hjá þér“, svaraði Guðrún; „en hver skyldí
þarna koma?“ bætti hún við, og varð um leið litverp i
framan; „það er svo líkt honum Hóla-Brún, sem riðið er“.
„Máske það sé Magnús, og eru líklega lítil tök á