Þjóðólfur


Þjóðólfur - 10.03.1893, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 10.03.1893, Qupperneq 3
43 VeFzlunarvandræði. Úr Hornafirði er ritað 15. f. m.: „Manna á milli er nú helzt rætt nm hið bágborna verzlunarástand hér i Austur-Skafta- fellssýslu, sem hætt er við, að hafi mjög slæmar afleiðingar, ef ekki fer nú að aflast bráðum eitt- hvað af sjð, því eins og getið hefur verið um i blöðunum, kom ekkert skip á Papós i haust, og því vörulaust þar; hafa menn þvi smámsaman verið að sækja kornvöru til Djúpavogs, það er að segja, þeir sem hafa haft einhver ráð með borgun. En nú er sagt, að vörur á Djúpavogi séu mjög farnar að minnka, scm von er, en jafnframt er sagt, að verzl- unarstjðrinn þar eigi þá og þegar von á einhverju af vörum með „Vaagen“, skipi Wathnes. Væri það nú mikil bót, að vörur væru til á Djúpavogi, þó ekki sé i annað hús að venda, að sækja þang- að um vetrartíma; til dæmis, hvað örðugt það getur verið, skal eg geta þess, að tveir menn úr Suður- sveit voru fast að þrem vikum austur á Djúpavog og heim aptur núna á þorranum, og mun korn- tunnan hafa verið æði dýr orðin, þeagr heim var komið. Þeir hittu nú svo illa á, að þeir tepptust í blotabyl, sem gerði um mánaðamótin“. í öðru hréfi þaðan að austan ds. 22. f. m., er komizt svo að orði, að útiit sé fyrir, að lífið verði mönnum erfitt, að minnsta kosti þcim, sem fyrir löngu Béu orðnir kornmatarlausir og hafi lítið ann- að til viðurværis en mjólkina úr kúnum. Gufubátamál. Nú som stendur virðist víðs- vegar brydda allmikið á hreyfiugu í þá átt, að greiða fyrir samgöngum á sjó með gufubátum og væri óskandi, að sá áhugi kulnaði ekki. Á sýslu- fundi i Skagafirði 14.—18. f. m. var t. d. meðal annars afráðið, að leita sambands við Eyfirðinga og Þingeyinga til að fá gufubát, og skyldu þessar 3 sýBÍur kosta útgerð hans tiltölulega. — Úr Austur- SkaptafellBsýslu er ennfremur ritað 15. f. m.: „Hér þrá menn mjög, að gufubátur kæmi nokkrum sinn- um á sumrin á Papóa og Hornafjarðarós. Það ætti auðvitað að vera sá gufubátur, sem gengi um Austfirði norður að Héraðsflóa. Sýslufélagið hér myndi fúslega leggja einn hluta fram til þess gufu- báts að tiltölu við Múlasýslurnar, því óliklegt er, að stjórnarvöldin mundu meina Austur-Skaptfell- ingum að vera með Austfirðingum um að nota gufu- bát, þótt nærri mætti búast við þvi, þegar litið er til þess, hvað mikið hefur verið gert úr almennings- viljanum í Austur-Skaptafellssýslu i amtaskipta- málinu: ekki annað talið fært, en að hún yrði sem lengst halabarn suðuramtsins, þvert á móti því, sem allir sýslubúar vilja“. Hreindýraveiðar. Af Jökuldal er ritað 5. f. m.: „Tveir menn i Hrafnkelsdal hafa í haust sem leið skotið 47 hrelndýr, og er það góður feng- ur, því að um þann tíma eru þau mjög væn. Hin þyngstu, er þeir hafa fengið, höfðu 185 pd. þung- an skrokk. Feldirnir eru í svo lágu verði, að ekki þykir borga sig að selja kaupmönnum þá, því að skinnið er ágætt í skó“. Hundapest hefur geisað í vetur í Austur- Skaptafellssýslu, austan frá Lðnsheiði og út að Breiðamerkursandi. Er ritað þaðan að austan, að pest þessi muni hafa flutzt úr Múlasýslum með liundi, sem Einar Eskifjarðarpðstur hafði með sér suður i Nes. Er þess jafnframt getið, að menn séu þar í mestu vandræðum, því að mörg heimili séu orðin alveg hundlaus. MANNALÁT. Gísli Þoriuóðsson verzlunarmaður í Hafnar- flrði lézt 2. þ. m. (f. 1829). Hann var sonur Þor- móðs bónda Bergssonar í Hjálmholti og konu hans Margrétar Sigurðardóttur frá Gegnishólum Gísla- sonar frá Álfhólum Sigurðssonar á Búðarlióli i Landeyjum Þorkelssonar, en inóðir Margrétar var Guðný Guðmundsdóttir prests i Kálfholti Bergs- sonar. Bræður Gisla sál. eru þeir merkisbændurn- ir Ólafur i Hjálmkolti og Guðmundur í Ásum í Eystri-hrepp. Bjó Gisli alllengi á Lambastöðum í Hraungerðishverfi, áður en hann flutti suður í Hafnarfjörð og gerðist þar verzlunarmaður við P. C. Knudtzons verzlun. Með konu sinni Elínu Ingimundardóttur (frá Efstadal Tómassonar) átti hann 6 börn og lifa 3 þeirra. Hann var mesti fyrirkyggju- og dugnaðarmaður og liinn áreiðan- legasti í viðskiptum. Eggert Ólaí'sson Brfm, fyr prestur á Höskulds- stöðum, andaðist hér í bænum í fyrri nótt, 53 ára gamall (f. 1840). Helztu æfiatriða hans verður síðar getið. Harðfiskur, riklingur, saltfiskur, skata, grásleppa og tros fæst í verzlun 62 Sturlu Jónssonar. Rulla og rjól fæst hvergi eius ódýrt, ef mikið er keypt, og í 63 verzlwn Sturlu Jónssonar. 32 og ef liann er hérna, þá spurðu, hvort hann ætli ekki að koma frameptir áður en liann fer, og þá hvenær það verði. Ef þú verður spurður að því, hvert þú sért að fara, þá segðu, að við séum á ferð ofan í sveit“. Jón játti þessu og reið heim. Var hann þar kunn- ugur, og gekk inn í bæinn; heyrði hann mannamál í eldhúsi, og kæti allmikla. Gekk hann á hljóðið, og var þar þá fyrir húsbóndinn og vinnumaður hans. Voru þeir þar að fást við að ná langa upp úr potti, sem stóð á hlóðunum; gekk þeim illa, því að langinn var heitur mjög, en þeir höfðu ekkert nema tómar lúkurnar. Jón heilsaði upp á þá, og sagðist skyldi hjálpa þeim til, ef þeir vildu. Tóku þeir því vel. Jóni var kalt á hönd- um, og veitti honum alhægt að ná langanum, og koma honum upp á hlemminn ofan af pottinum. Svo settust þeir þar við hlóðirnar, og snæddu lang- ann, 0g spurðust tíðinda. „Er ekki farið að skera í Hólum enn?“ spurði Ó- lafur, húsbóndinn, er hann var að enda við sinn hluta af langanum. „0 — ekki svo eg hafi fengið neitt af því; það var reyndar skorinn þar dilkur núna í vikunni, en það var nú ekki nema bara handa því“. „Nei, ekki mun það nú hafa verið, — en ætlarðu annars langt að fara?“ 29 eðlilegt var — hún brosti við glatt, og gekk inn í bæ með mjólkurfötuna. V. Um sólarlagsbil sama dag, sem þetta gerðist heima á Úlfá var Jón Hálfdanarson að slá í mýrinni fyrir ofan túnið í Hólum. Honum beit illa, enda fór spíkin illa í orfinu, og var tekin að losna í. Settist Jón þá niður þar á þúfu eina, sem upp stóð úr bleytunni, leysti Ijá- bandið, og teygði það við hné sér. En það þoldi ekki þá raun, og slitnaði. „Og bölvað óhræsið", sagði Jón, og fleygði styttri stúfnum út í mýrina, leit á þann lengri, og sagði sem svo: „Ætl’ það verði þó ekki baslað við þetta í kveld — en það er verst hún bítur ekkert, spíkarskömmin“, sagði Jón enn, og bjó sig til að koma einhverri mynd á að binda spíkina í orfið. En rétt þegar liann var að byrja, og ekki í góðu skapi, kom til hans unglingsstúlka hoppaudi, og sagði: „Húsbóndinn vill finna þig lieim, Jónki“. Jón jankaði við, en hún hljóp heirn aptur; tók nú Jón orfið, spíkina og brýnið, en skildi eptir Ijábandið, og tölti heimieiðis, og lá nú sýnu betur á honum. Fleygði hann dóti sínu upp á bæjarvegg, og gekk inn; mætti hann Magnúsi i bæjardyrum; var hann þar ferð- búiijn, og sagði:

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.