Þjóðólfur


Þjóðólfur - 17.03.1893, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 17.03.1893, Qupperneq 1
Árg- (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júll. Uppsögn, bundin viö áramót ðgild nema komi til útgef- anda fyrir 1. október. ÞJÓÐÓLFUR XLY. árg. Reykjayík, föstudaginn 17. marz 1893. Nr. 12. Kvöldvísa. Jeg gekk upp á leiti, jeg horfði’ yfir haf, og sú heilaga, rennandi sól sína logandi kveðju með geislunum gaf og hún gullfáði snjóugan hól; eins og eldmúr var Esjan, og jökullinn stóð eins og einmana hvelfing á sæ, og mér sýndist hann anda sem bylgjandi blóð, sem að bærist með purpurablæ. Og jeg horfði á skipin, sem höfninni á lágu háreist á speiglandi sjó; og jeg hugsaði margt, og jeg hvíslaði þá, en mér hjartað i brjóstinu sló: „Er nú þetta mitt fátæka, þjakaða land? En með þrekinu gæti það meir, ef að tápið og þoiið sitt tvinnuðu band, og ef tuttugu væri sem G-eir“. Svo var kvöldsólin runnin, og dimmuna dró yfir dýrðlega, hverfula sjón — hvað var þetta, sem truflaði rökkursins ró, eins og rifrildis uppvakið Ijón ? Eins og náhljóð og pípur og blístur og baul, eins og beljaudi fossanna hljóð, eins og söngur og öskur og geltandi gaul— það var grátur úr flekaðri þjóð. Og jeg hlustaði á, og jeg skildi það skjótt: það var skaparans hegnandi mál, sem að borið var fram gegnum niðdimma nótt, og það nÍ8ti við líkam og sál; það var örlaga hljóð, það var eymdanna kvein, sem að endingu losnaði þá, það var heróp, sem fæddist við hjartnanna mein, það var hjörtunum æskunnar frá. Það var írelsisins óp móti fjandmanna her, því hann foreldra leiðunum frá vildi tæla og ginna það allt sem að er og sig auðga með þrælkuðum ná; og jeg sagði við sjálfan mig: ekki’ er allt enn burt úr æðunum flörið og líf, það er víst, að á íslandi enn lifa menn sem að eru þvi skjöldur og hlíf. 0g jeg vona, að hvert sinn, er slógbelgja sveit lætur suðuna byrja á ný, muni slagæðin þrútna í hjartanu heit, muni hvína sem þrumandi ský. Látum vergjarnar drósir að Yesturheims kvöl fara veraldar tælandi leið, og þá útsendu mannsmala skruma með skjöl yfir skorti og loginni neyð. Þó þeir segi vér eigum að rorra „í ró“ og með rökum að hrekja það bull, fyrir löngu vér höfum af heimskunni nóg, og sú hringlanda-tunna er full; þegar enginn vill trúa, þá höfum vér hátt, og vér hrekjum á burt þennan dreng, því vér þurfum hans ei, hann má þenja sinn mátt yfir þreklausum ræflum í spreng. n-\-x. Verzlunarfélag Dalasýslu. Skýrsla eptir alþm. Guðjón Guðlaugsson. (Niiurl.). Eptir þeirri reynslu, sem vér höfum af Dalafélaginu, þegar litið er á öll þess æfiár í einu lagi, þá er óhætt að fullyrða, að sá verðmunur, sem jafnan hefur verið á útlendu vörunni (hjá því og kaupmönnum), má teljast óskertur sem hagnaður hjá félagsmönnum, og nemur það þó ekki svo lítilli upphæð. Af því eg veit ekki verzlunarupphæð félagsins sum árin, get eg ekki sagt, hvað mikilli upp- hæð þetta nemur, en eptir verzlunarskýrsl- unum 1891, þá munar það um 53 þús. kr. á ári, að eins á þeim vörutegundum, sem taldar eru hér að framan (þ. e. á þeim öllum samanlögðum á öllu verzlunarfélags- svæðinu), ef þær hefðu allar verið keypt- ar annaðhvort í félaginu eða hjá kaup- mönnum, eptir þeim verðmun að dæma, sem var í sumar. Geri maður ráð fyrir, að verðlag þess- ara vörutegunda hjá kaupmönnunum hér í Stranda- og Dalasýslum væri það sama, sem hefði verið næstl. sumar að meðaltali hjá öllum kaupmönnum á landinu, og að jafnmikið hafi verið flutt inn í landið af þeim næstl. ár, sem 1890, eptir því sem skýrslur um innflutta vöru 1891 segja, þá verður munurinn á félagsverði og kaup- manna-verði þessi: Á rúgi og rúgmjöli . . . 114,250 kr. — „overhead", fiórmjöli og haframjöli......... 88,650 — — bankabyggi, hrísgrjónum og ertum.......... 119,900 — — kaffi, export, kandís og melís............. 142,150 — — munntóbaki og neftóbaki 50,150 — — færum, köðlum, ljáblöð- um og steinolíu . . . 63,400 — — sápu, skóleðri og járni 59,150 — Þetta verður samtals . . 637,650 kr. á einu ári, og er það óneitanlega lagleg upphæð, og eru þó ótaldar fjöldamargar vörutegundir bæði af þeim, sem flutzt hafa til félaganna, og eins þeim, sem félögin hafa ennþá ekkert átt við að panta. Enn- fremur er þess gætandi, að tollskyldu vör- urnar eru taldar nærri helmingi minni í skýrslunnni frá 1891 — sem miðað er við — heldur en á að hafa verið flutt af sömu vörum árið áður, sem mun hafa leitt af fyrirhyggju kaupmanna meðan tolllögin voru að komast í kring 1889, og gerir það mismuninn mörgum þúsundum króna minni en hann í raun og veru mun vera, auk þess sem skýrslurnar munu langtum of lágar á flestum eða öllum vörutegund- um. Fyrir þessa upphæð mætti þó kaupa á einu ári 4 gufubáta, er væru færir um að króka þvert og endilangt um alla firði og flóa landsins og milli þeirra eptir þörfum, og þó væri meira en helmingurinn óeydd- ur, sem einnig mætti verja samgöngunum til eflingar. Eg nefni samgöngurnar, af því að þœr eru fyrsta og helzta skilyrðið fyrir því, að hægt sé að gera nokkra verulega bót á verzlunarástandi voru, og að verzlunin geti verið hagfelld, er aptur fyrsta skilyrðið fyrir því, ab þjóðin taki nokkrum framförum í andlegum eða lík- amlegum efnum. Þrátt fyrir þennan mun á verzlun Dalafélagsins og kaupmannanna á félags- svæðinu, hefur þó félag þetta ávallt átt erfitt uppdráttar, og eptir því sem kom í ljós á síðasta aðalfundi félagsins 27.—28. janúar leifir ekkert af, að það geti haldið

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.