Þjóðólfur - 29.04.1893, Page 4

Þjóðólfur - 29.04.1893, Page 4
80 byrjað eins þarílegt fyrirtæki, og er þá eigi ólíklegt, að þeirri kúgunaröld, er hér hefur legið í landi, verði aflétt áður mörg ár líða. í vetur hafa kaupmenn vorir takmark- að búðarlánin að miklum mun — einn þeirra hætt þeim alveg um tíma. — Mætti það lofsvert heita, hefði hagur almennings staðið öðruvísi en er, því vitanlega hafa lánin verið sá óheillabrunnur, er sumir fá- tæklingar hafa farizt í víðsvegar um land, og verið þannig hvorutveggjum til bölvun- ar, því opt hafa þeir (kaupmennirnir) tap- að stórfé á því að lána takmarkalaust. En betra hefði verið fyrir þá að byrja slíkt í góðu árferði, en ekki eins og nú er ástatt, og mundi þá afleiðingin hafa orðið allgóð, bæði fyrir kaupmenn sjálfa og almenning. Á síðastliðnu sumri fannst í Snæhvammi í Breiðdal eitthvað af fornum munum, en eigi víst, hvað verið hefur, því ýmsar ó- samhljóða sögur hafa verið sagðar um fundinn, og er því ekki víst, hverju trúa má. Svo stóð á, að Þórður bóndi Stefáns- son, sem þar hefur lengi búið, lét grafa fyrir grunni og kjallara að nýju timbur- húsi og valdi staðinn til þess á hól einum gömlum. Það sem menn vita með vissu að hefur fundizt er þetta: 1. eitthvað af beinum úr manni; 2. ausa úr steini sem rúmar um 4 merkur; 3. brot af keri. Hvort fleira hefur fundizt vita menn ekki, enda mun enginn hafa gert sér far um að rannsaka hóJinn til hlítar. Eg get þessa hér einungis vegna þess, að eg hef hvergi séð á það minnzt i dagblöðum vor- um. Þetta sem fundizt hefur er nú kann- ske í rauninni ekki svo mikils virði í sumra augum; samt ættum vér ekki að láta það ganga úr greipum vorum. Það ætti að komast á forngripasafnið. Yér höfum látið Dani og aðra útlendinga sópa burtu mörgu af því fegursta, er vér höfum átt, og sýnist því tími til kominn að forða því litla, sem eptir er, frá eyðing og glöt- un. Það væri gott, ef vér reyndum að reisa skorður við því, að eigingjarnir forn- menjaeigendur selji gripi sína erlendum söfnum, er borga þá dálítið betur. En því miður eru þeir margir til af þjóð vorri, er láta sig muna um fáeina aura“. Meðalalin verður nú samkvæmt verð- lagsskránum, er gilda frá miðjum maí 1893 til sama tíma 1894: í Austurskaptafellssýslu ... 42 aur. í Vesturskaptafellssýslu ... 45 aur. - Rangárvallasýslu.................45 — - Vestmanneyjasýslu................43 — - Árnessýslu.......................52 — - Kjósar- og Gullbr.sýslu og Rvík 53 — - Borgarfjarðarsýslu...............53 — - Mýrasýslu........................53 — - Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 55 — - Dalasýslu........................58 — - Barðastrandarsýslu .... 54 — - ísafjarðarsýslu og kaupstað . . 53 — - Strandasýslu.....................52 — - Húnavatnssýslu...................50 — - Skagafjarðarsýslu................48 — - Eyjafjarðarsýslu og Akureyri . 46 — - Þingeyjarsýslu...................46 — - Norðurmúlasýslu..................50 — - Suðurmúlasýslu...................51 — Sltipkoma. Kaupskipið „Ágúst“, fyrsta vöruskipið hingað á þessu ári, kom 26. þ. m. með vörur til verzlunar Q-. Zoega & Co. Hafði lagt af stað frá Khöfn 9. þ. m. og var þá „Laura“ komin þar. Áður en það Iagðist hér á höfnina dró það upp sótt- varnarmerki, en ekki munu læknarnir hafa séð það, og urðu kaupmenn (3) fyrri til að láta flytja sig út að skipinu; höfðu þeir tal af skipstjóra, og krafðist hann þá læknis- skoðunar á skipshöfninni, með því að eins- konar illkynjuð taugaveiki stingi sér niður í Höfn, og hefði honum verið boðið að hafa sóttvarnarmerki uppi, er hingað kæmi. Var þá héraðslæknirinn sóttur og kvað hann alla heilbrigða, sem eflaust má reiða sig á. En annars er það ekki dugnaði eða forsjá Reykjavíkurlæknanna að þakka, þótt skæðar sóttir flytjist ekki hing- að á hverju ári með útlendum skipum. Hér ætti þó eptirlitið að vera mest og bezt. Grufubátinn, sem á að ganga um Faxa- flóa, hefur Fr. Fischer stórkaupmaður nú keypt, og er von á honum snemma í næsta mánuði. Kvað hann vera 45 „tons“ að lestarúmi (þar af reyndar 15 „tons“ fastur kjalþungi). Er hann því miklu stærri en „Faxi“ sálugi og vonandi, að honum fylgi einnig meiri gipta. Frá útlöndum bárust blöð nokkur með „Ágúst“ til 8. p. m. — Gladstone hélt snjalla ræðu fyrir irska heimastjðrnarfrumvarpinu við aðra um- ræðu 6. p. m. og fór hörðum orðum um mótstöðu- flokkinn. Miklar æsingar í mönnum, einkum Ulster- búum, er nú hefja Balfour upp til skýjanna. — Sá heitir Dupuy, sem er orðinn ráðaneytisforseti á Frakklandi í stað Ribots. í bænum Lorient vest- an á Frakklandi við Atlantshaf dóu yfir 50 manns úr kóleru á hálfum mánuði (22. marz — 6. apríl). — Hinn mikli bruni klausturhallarinnar i Vallö stafaði af því, að logandi skar af ljósi féll í glugga- tjöldin hjá hálfáttræðri og hálfblindri hefðarfrú, v. SchoJten að nafni. Öll höllin brann tii kaldra kola og einnig peningshúsin par í grennd við. Þar brann og stórt bókasafn og allmerkilegt (20,000 bindi) auk margra dýrgripa. Að eins nokkrum málverk- um var bjargað með því að skera þau innan úr umgerðinni. Talíð er vist, að höllin, sem var vá- tryggð fyrir miklu fé, verði reist að nýju. — Ný- dáinn er Wilhelm ZÁibke háskólakennari í lista- sögu í Karisruhe, frægur maður í sinni grein og höfundur almennrar listasögu, sem þykir ágæt. Út af greininni í „ísafold“ 8. apríl síðaBtl. „Can- ada-dýrðin og íslands-eymdin", þar sem tekið er fram, að skipstjóri á „To Venner“ hafi fengið 150 króna ^premíu’ „þá 8—9 daga, er skipið var úti fyrir“, þá skal þess getið, að þetta er einstakt til- felli, og á ekki að meta inntekt skipstjórans eptir því. Skipstjórinn á „To Yenner". Páll Einarsson málaflutningsmaður flytur mál fyrir undir- og yfirrétti, semur samninga, innheimtir skuldir, útvegar mönnum lán í bankanum og öðrum pen- ingastofnunum í Reykjavík o. fl. 136 Blómsturpottar af öílum stærðum fást í verzlnn 137 Sturlu Jónssonar. Haröfiskur, riklingur, saltfiskur, skata, grásleppa og tros fæst í verzlun 138 Sturlu iónssonar. Frímerki og bréfspjöld frá íslandi og öðrum löndum verða keypt og tekin í skiptum. Sendist með verðlista til E. Krafack frímerkjasala. Berlín, O. Blumenstr. 72. Smáar blikkdósir 'kaupir 140 Bafn Sigurdsson. Óskilakindur seldar í Stokkseyrarhreppi haustið 1892: 1. Hvítt gimbrarlamb, mark: boðbíldur apt. h.; blaðstýft apt., biti fr. v. 2. Hvítt hrútlamb, mark: hnífsbragð apt. h.; hvatt v. 3. Hvítt geldingslamb, mark: sneitt apt., biti fr. h.; hófbiti og biti apt. v. Verð, að frádregnum kostnaði, fæst hjá hrepp- stjóranum í Stokkseyrarhreppi til næstu veturnótta. Stokkseyrarhreppi, í febrúar 1893. pr. G. ísleifsson Guðni Jónsson. 141 Eigandi og ábyrgðai-maDur: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. FélagsprentsmiSjan.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.