Þjóðólfur - 12.05.1893, Síða 3
87
heimsins". Félag þetta er myndað í heimildar-
umboði stjðrnarnefndar sýningarinnar og yiðurkennt
af stjórn Bandaríkjanna, sem hinn rétti umboðs-
hafl til að gangast fyrir, að haldnir verði ýmsir
heims-málfundir í sambandi við sýninguna“ o. s. frv.
Svo er þess getið, að undirnefndir annist sér-
staklega hver um sína deild eða umdæmi frðöleiks
og um fundi fræðimanna hver í sinni grein, og að
einn þessara málfunda sé jijóðsagnafundurinn; jijóð-
sagnaflokkurinn sé einn ilokkur af bókmenntadeild-
inni og sé ætlazt til að fundir Jieirrar deiidar verði
haldnir í júlí. Því næst segir svo i grcininni:
„Stjórn Bandaríkjanna hefur með umburðarbréfi
brýnt fyrir öllum konstilum sínum og sendiherrum
að greiða götu hluttakanda í málfundum þessum
og gera sitt til, að sem flestir merkir fræðimenn
erlendra þjóða mæti á þeim“.
Því næst eru nefndir í greininni ýmsir merkir
fræðimenn úr ýmsum löndum, er séu í meðráðanefnd
þjóðsagnafundarins og mun hæpið að gefa þeim
öllum humbugista-vottorð.
Þess má og geta, að séra Matth. hefur nýlega
skrifað ritstjóra þessa blaðs, að á þennan allsherj-
ar bókmenntafund (sem þjóðsagnafundurinn er ein
deild af) komi Max-Miiller, Huxley og Haeokel o. s.
frv. Ritstjóri „ísafoldar" hefur líkl. einhvern tíma
heyrt þessa menn nefnda.
Bkki verður það séð af síðasta blaði „Lögbergs“
6. apríl, er hingað barst með póstskipinu, að þar
sé neitt innt í þá átt að hrekja þessa „Heimskr.“-
grein 1. apríl, en ritstj. „ísafoldar“ hefur kannske
eitthvað í fórum sínum til að svipta hana öllu
gildi, t. d. nýjar áreiðanlegri skýrslur frá Chicago
um að þetta „humbug“ (!) standi samt sem áður
ekki i neinu sambandi við sýninguna o. s. frv. Það
væri nógu gaman að sjá það. Það er ekki uóg að
hrópa hvað eptir annað: „Hvilikt liumbug!“ svona
út í loptið, eða lýsa ritstj. „Heimskr.“ ósanninda-
mann alveg sannanalaust. Nú eru góð ráð dýr.
„ísafoldar“-kurteisi. Það er farið dá-
lítið að hvessa á norðan og jafnvel útlit fyrir ofsa-
rok, þá er minnst varir, eptir því sem ráða má af
vindhljóðinu í litla greinarstúfnum með fyrirsögn-
inni: „Lubba-gersakir“ (á likl. að vera getsakir) i
25. tölubl. „ísafoldar“. Bn allur þessi miður lysti-
legi ófriðarhvinur stafar af „Matthíasar-sendifarar-
landsvelferðarmálinu11, er „ísaf.“ svo nefnir. Skárri
er það blessuð trossan, þetta eina orð. En aðal-
mergurinn i þessum greinarstúf er að telja
mönnum (einkum hér í bænum) trú um, að vér
höfum sagt, að þeir þægju mútur(!) til að vera á
sömu skoðun í Matthíasar-málinu, einB og þeir sem
völdin hafa eða mestu ráða. Það mátti ekki minna
kosta. Það er naumast, að það hefur komið 6-
þægilega við kaun ritstjórans, þótt vér i meinleysi
minntumst á „náðarmola11, sem menn hefðu fengið
eða gerðu sér von um að fá með tilhlýðilegri auð-
sveipni. Er það Bama sem að þiggja mútur, þótt
einhver vilji þóknast yfirmönnum sínum í orðum og
gerðum, með því að fylgjast að sama máli og þeir
og taka svari þeirra, hvernig sem á stendur?
Jafnvel þótt ritstj. „ísafoldar“ fylgdi stjórninni
og hérlendum valdamönnum gegnum þykkt og
þunnt og féllist á skoðun þeirra í flestu eða öllu,
mundum vér alls ekki bregða honum um mútuþágu,
heldur að oins „prísa“ hann sem „praktiskan11
mann.
Að því er snertir dylgjurnar og svigurmælin í
enda greinarstúfsins um, að takast mundi að fá
alþýðu til að trúa á eiginhagsmunahvatir hjá obs
í sumum „landsvelferðar" kappsmálum vorum, þá er
það skjótast að segja, að ritstj. „ísaf.“ er lang-
snjallast, að freista þess og sjá hvað honum tekst.
Yér erum ekkert smeikir við það, því að vér höf-
um enga ástæðu til þess. En hitt er eptir að vita,
hvort hann græddi svo Bérlega mikið á því.
Það er nokkuð kátlegt og miður samvizkusam-
legt af ritstj. „ísaf.“, að tala um „óvandari eptirleik“
að því er oss snertir, þá cr öllum mönnum er Ijóst, að
það er einmitt hann, sem að fyrrabragði hefur ráð-
izt á oss, með því að hnykkja sjálfur á nafnlausum
óhróðurs-skömmum um oss í blaði hans og með því
að breiða jafnframt líknarhendur BÍnar yfir annan
mótstöðumann vorn, er honum hafði þótt sæta harðri
meðferð. Hver átti þá eptirleikinn ? „Sá veldur
miklu sem upptökunum veldur“ getum vér einmitt
sagt með sönnu, þar sem ritstj. „ísafoldar“ á hlut
að máli.
t Meyvant Bjarnason,
fæddur 11. júlí 1866, drukknaður 16. jan. 1893.
[Ort undir nafni unnustu lians Vigdísar Erlendsdóttur].
Opt dvel eg hjá þér, dimmi sær,
Sem deyddir mína glcði,
Þar undir felst minn ástvin kær
Á unnar köldum beði.
Eg frá þér slitið fæ ei sjón,
Sem fjötrar sorgin stranga;
Minn hugur snýst með trega um tjón
Og tár ei þorna á vanga.
Á þessum blett, á þessum stað,
Sem þráfalt á eg stari,
Þar skall á stríðlivasst stormél það,
Sem steypti veiku fari;
Og seglið hvarf í heljar dyn
Und hviðum niðadimmum,
Þar bylgjan hreif minn hjartans vin
Og harmi laust mig grimmum.
Þar hvarfst mér þú, sem hafði’ eg fest
Mitt hjarta kærleiks böndum,
Sem mér af allmg unnir bezt,
Svo ást var jöfnum höndum.
Æ, allt þá horfa virtist vel,
Né veittist fári gaumur,
Á svipstund feigðar syrti jel
Og sökk hinn fagri draumur.
Og hingað til ei hrönnin gröm
Sitt herfang vildi )áta
Og holdi Bkila’ á hauðurs þröm,
Að hugga þá, sem gráta;
Úr sjávarþangi sæng er reidd
í söltu marar grunni;
Á græðisbakka gleðisneydd
Þig grætur sú þér unni.
Svo beisk er hryggð vor nástöð nær
Við neyðar atburð þenna,
Og sárt mun andaðs föður fjær
Við fregn þá sorgin spenna!
Til hinnsta dags hann karmar son
Svo hraustan mannvænlegan,
En eg um vin og eydda von
Ber æfilangan tregann.
Og þú ert horfinn, — hvilikt djúp,
Sem lieima tvenna skilur;
Þín önd er fjær, en drafnar-djúp
Þitt dauðbleikt líkið hylur.
Þó felst ei hann, er sál mín sér,
Þiun svipur hafs frá straumum,
Sem hvarflar yfir hryggri mér
í hugsun bæði og draumum.
En hæstur þú, í heimi fyrr,
Sem hastaðir á sjóinn,
Sér sálarböls míns brimföll kyrr,
Er bregst hver önnur fróin,
Sú rödd, sem agar uppæst höf,
Mér enn til líknar hljómi;
Þinn bjartur kross á bylgju-gröf
Sem boðun friðar ljómi.
En þó að grátnar þorni brár,
Mun þráin eptir vaka;
Það er svo þungt um æsku ár
Við æfisorg að taka.
Mér, son guðs, lífsins birtu borg
í björtu sigur hróBÍ,
Og leið mig, að eg sjái sorg
í samfundanna ljósi.
S.
Mikilvæg uppgötvun. Klæðskeri nokk-
ur, Dowe að nafni, í Mannheim á Þýzka-
landi hefur fuudið upp panzara, er kvað
vera svo örugg hlíf, að þann sem ber
hann sakar ekki, þótt kúlurnar dynji á
honum, en auðvitað lilífir hann ekki nema
bolnum. Hefur panzari þessi verið reynd-
ur í Mannheim í viðurvist herforingja opt-
ar en einu sinni. Hann er 6 pd. að þyngd.
Hefur Dowe keypt einkaleyfi fyrir þessari
uppgötvun sinni og fær enginn að vita,
hvernig panzari hans er tilbúinn. Boðið
hefur hann Caprivi að skýra honum frá
leyndarmálinu fyrir 3 miljónir króna. Hef-
ur Caprivi beðið um umhugsunarfrest. Þýzk
blöð eru enn nokkuð efablandin gagnvart
þessari uppgötvun og geta þess, að þótt
panzarinn reynist ótviræð skothlíf, geti
hann naumast fengið „praktiskau þýðingu
í hernaði, einkum sakir þyngsla, að minnsta
kosti ekki fyrir fótgöngulið, þar eð hver
einstakur hermaður geti ekki borið meiri
þunga en nú tiðkast.
I)ýr gjöf. Hershöfðinginn (við föður-
inn): „Dóttir yðar hefur gefið mér hjarta
sitt“. Faðirinn (áhyggjufullur): „Og hvað
verður hún dýr mér, þessi gjöf?
Fyrirspurnir og svör.
1. Er maður skyldur eptir lögum að reka eldis-
lömb prestsius heim á hlaðið til hans, hvar sem
hann situr? — Svar: Já.
2. Er maður skyldur að svara fyrir lambið, ef
það drepst einhverra orsaka vegna, annara en úr
hor, cptir eldaskildaga að vorinu ? — Svar: Nei.
Prestvígður 30. april kand. Kjartan Kjart-
ansson að Stað i Grunnavík.