Þjóðólfur - 26.05.1893, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 26.05.1893, Blaðsíða 4
90 Þingmálafundur verður haldinn að Ásgarði í Dalasýsiu fimmtudaginn 22. júní, og liefst á hádegi. Útskálum 18. maí 1893. 193 Jens Pálsson. íslenzk liestajárn fást ódýrust í verzlun 194 Sturlu Jbnssonar. Tuskur úr ull. Tuskur úr hvítu lérepti. Hrosshár. Gamall kaðali. Gamall segl- dúkur. Kopar. Eir. Látún. Zink. Biý. Gamalt járn. Hvaiskíði. Álptafjaðrir. Álptarharnir. Kattarskinn. Folaldaskinn og lambskinn eru keypt í 3. Aðalstræti 3. 195 Þeir sem ætla að kaupa ný úr, ættu að kaupa þau hjá Gruðjóni Sigurðssyni, úrsmið á Eyrarbakka, því þar hafa menn vissu fyrir að fá góð úr (og vel ,,aftrekt“) fyrir lægsta verð. Komið og sjáið þau, áður en þér kaupið úr aunarsstaðar. U96 Smáar blikkdósir kaupir 167 Rafn Sigurðsson. Sunnlendingar! Með gufuskipinu ,Ernst‘, sem fer héðan 7. júní næstk., er fargjaldið til Austfjarða nú lækkað niður í 12 kr. Hafið hug- fast, að ,Ernstl er betra farþegaship, en þér áður hafið vanizt. Að öðru leyti vís- ast til auglýsingar minnar 18. þ. m. í 23. töiubl. .Þjóðóifs'. Reykjayik 25. maí 1893. 198 Ól. Runólfsson. „SOLIDE“ fer austur á Austfirði 8. júní og 24.-26. júni eins og auglýst hefur verið. Sækir fólk anstur um 14. sept. Skipið er sterkt járnskip með nýrri vél. Tjald verður breitt yfir þilfarið, svo að menn ekki hrekist, lestin upphækkuð með plankagólfi, og rúmstæði gerð til beggja hliða. Af því svo margir áskrifendur eru komnir, verður fargjald austur á Aust- fjörðu 12 kr., fram og til baka 22 kr. 12 kr. greiðist nú, 10 kr. í haust. Þetta verð gildir að eins fyrir áskrifendur, sem skrifa sig á hjá raér eða umboðsmönn- um mínum. Skipið er til sýnis hverjum sem vill. Reykjavík 25. maí 1893. 199 Björn Kristjánsson. Nýr magazinofn er tii söiu með mjög g'oðu verði. Ritstjórinn vísar á selj- andann. 200 Sjöl af ýmsum tegundum ný- komin í verzlun 201 Sturlu Jbnssonar. Barna-skófatnaöur og unglinga keniur með „Laura“ næst. óvanalega lágt verð eptir gæðum. Karlmanns-sumarskór koma þá. Brókarskinn komiu og skóleður. Karlmannsföt og fataefnin góðu enn til. Þeir, sem senda nákvæmt brjóstvíddar- mál, tekið undir höndunum, geta fengið mátulega stóran al-fatnað á kr. 12.75,13.50 13,65. Borgun frá fjarlægum stöðum greið- ist fyrir fram. 202 Björn Kristjánsson. JEdLér með fyrirbjóðum við undirskrifaðir bændur öllum ferðamönnum að æja eða liggja með heata eða annan fénað í Selfoss-landareign án okkar leyfis. Brjðti nokkur bann jietta, munum við leita rétt- ar okkar, eptir því sem lög leyfa. Selfossi 23. maí 1893. Arnbjörn Þórarinsson. Uunnar Einarsson. Eigandi og ábyrgðarmaöur: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmiöjan 54 líksins, 0g langur hárlokkur með; var það hvorttveggja hálftroðið ofau í grjótið, svuntan lá undir fótunum í einni þvættu, og hafði hún verið slitin frá. Treyjan og skyrtan voru mjög hert að hálsinum að framan, en göptu frá að aptan. Allt var andlitið og hálsinn þrútið, blátt og bólgið, en aðra áverka gátu þeir ekki fundið; hvorki var líkið beinbrotið eða blóðmerki á því að sjá. Stóðu menn nú þarna og horfðu ýmist á líkið, eða hver á annan. Ræddu menn fram og aptur um það, hvernig þetta hefði til komið. „Og það kunni nú ekki góðri lukku að stýra", sagði Helga í Hólsgerði, „hvernig hún hafði það, þessi aumingi, þá hún lifði — þetta hefur ekki verið smáræðis- drykkjuskapur á henni í sumar, hafi hún sent þessa tunnu einum sex sinnum ofan á Eyri í sumar; hún fékk hana seinast fulla á föstudagskveldið, og — sótti hana út til okkar með þvílíkri fart — það held eg — og svo hefur hún drukkið þetta í fyrri nótt, 0g ranglað svo þetta í ráðleysu, þessi garmur, 0g orðið svo þarna til í ánni — og hana nú — svona hefur það nú gengíð til, segi eg ykkur satt, og vitið þið til“. Svona lagði hver sitt til, en enginn komst næst sannleikanum — nema Þorlákur í Hólakoti hefði getað það, en hann þagði. — Hann spurði að eius eptir síð- hempu sinni, en ekkert gaf hanu út á það, hvernig hún 55 væri þangað komin — sagði það kæmi seinna á gang, hvernig í því lægi. Hann sótti heim síðhempuna — en síðan fluttu þessir menn líkið út að Hólum um kveldið, og rituðu presti, séra Þorsteini Ólafssyni, skýrslu sína um lát þetta, og vitnuðu, að þeir ætluðu, að hún hefði af manna- völdum farizt, en ei fargað sér sjálfviljandi. Magnús í Hólum var hinn rólegasti, og var að leiða ýmsar getur að því, hver mundi vera valdur að þessu, en gat ekki komið því vel heim. En eigi gat hann við það ráðið, að Jón hafði sézt í síðhempunni kveldið áður, — og að grunur var á, að þeir hefðu ekki verið heima um nóttina. En það var ennþá á fárra manna vitorði, því að enginn hafði orðið var við þá. — Á laugardaginn næstan eptir var Guðrún jarð- sungin. Hélt prestur yfir henni ræðustúf, og var í hon- um allharðorður um afdrif hennar. Magnús og Jón fylgdu henni til grafar. Hún var grafin í leiði móður sinnar. Á því leiði rann upp ógæfa hennar, þegar Magnús fann hana þar grátna og örvinglaða um veturinn. — í því leiði skildi ógæfan við hana, þegar Magnús sneri frá því með söngmönnunum. Hann var hinn rólegasti, eins og þetta ætti ekkert skylt við hann. —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.