Þjóðólfur


Þjóðólfur - 19.07.1893, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 19.07.1893, Qupperneq 2
134 og tryggra návina harmur sár; — úr dökkva risu’ ei dagar ljósir — þitt dýrðarskraut — bara hélurósir. Svo merkti dauðinn þér stað og stund, er styrkan skyldir þú festa blund um aldaraðir, sem eigi þryti og enginn glepjandi kraptur bryti. Svo komdu, stormur, og hríndu hátt, og hleyptu brúnum, þú dimma nátt, og brjóttu, jarðskjálfti, björg í mola, því — bylting náttúru dánir þola. Ei dauðans fortjaldi fæ eg lypt, af fylgsnum grafar ei hjúpnum svipt. En eitt er víst: það, að engir brjóta um eilífð friðinn, sem dánir njóta. G. F. Óvænlegar horfur eru á því, að „ísafold“ takist að senda séra Odd „forsendingu“ til Chicago, þrátt fyrir tvær vit-greinar hvora á fætur ann- ari, sem ritaðar eru af miklu viti, til að koma vitinu fyrir þingmenn og láta þá vita með átakanlegum orðum, að ekkert vit sé í neinu nema þessari einu „sendiför af vitiu. Og svo kemur þetta reiðarslag, að öll fjárlaganefndin er á einu máli um það, að hún sjái sér alls ekki fært að veita séra Oddi neinn styrk til þessarar sendi- farar. Þeir hljóta að vera meir en meðal- óvitar þessir 7 menn í fjárlaganefndinni, að þeir skyldu ekki sannfærast af „ísafold" og sjá þetta mikla vit, sem Odds-sendiförin átti að grundvallast á. En það sem tek- ur út yfir er þó það, að allur þorri þing- manna mun vera alveg samdóma fjárlaga- nefndinni. Endirinn verður vafalaust sá, að allir þingmenn, er þennan óvitaflokk fylla, fá vottorð í „ísafoId“ um, að þeir séu ótilreiknanlegir skynskiptingar, er þjóð- in eigi að varast að senda á þing, þar eð þeir hafi af fávizku sinni, skammsýni og hleypidómum svipt landið hinum ómetan- lega, ósegjanlega og óútreiknanlega hagn- aði af þessari Chicago-sendiför séra Odds. A.ð því er snertir efni hinnar síðari „ísafoldar“-greinar, þá er fátt um það að segja. Þar eru að eins fáein olnbogaskot til séra Matthíasar, en lofdýrð um lands- höfðingja, er hafi komið svo viturlega og þjóðlega fram í því máli, með því að sinna ekki þessu áskorana-uppþoti í vetur sem leið. En það er eitt, sem ritstjórinn hleypur yflr og það er aðalatriði málsins, aS hefði séra Matthías engin samskot feng- ið að vestan, þá er alveg tvímœlalaust, að þingið hefði óðar veitt lionum styrk á fjár- aukalögum. Það segja allir þingmenn, er vér höfum heyrt minnast á þetta. Það er ennfremur nokkuð skrítið, þá er ritstj. gerir svo mikið úr þeirri „náð“, þeirri vægð, er séra Matth. hafi notið hjá yfir- boðurum sínum sem embættismaður kirkj- unnar, með því að það hefur jafnan verið álit manna, að þessi svokallaða vægð við hann hafi alls ekki verið sprottin af vel- vild kirkjustjórnarinnar til hans, heldur að eins af því, að hún dirfðist ekki að beita harðneskju við hann, *bæði sakir em- bættisbræðra hans, er flestir mundu hafa tekið það óstinnt upp, og allrar þjóðar- innar yfir höfuð, er mundi hafa litið slíka stjórn illu auga. Það voru afleiðingarnar, sem munu hafa hindrað kirkjustjórnina frá harðneskjumeðferð við séra Matth., og þar var hennar skynsemi meiri, að taka tillit til þeirra, en af „náð“ mun það alls ekki hafa verið sprottið. Það er og ennfremur nokkuð kátlegt í þessari „ísafoldar“-grein, að séra Matth. hafi farið vestur sem full- trúi til að sýna sig, en séra Oddur sé maður(!) sem fari til að sjá og læra. Vér hyggjum, að séra Matth. sé jafn heilskyggn sem séra Oddur, en hafi ritstj. þá skoðun, að hin andlega sjón séra Matth. sé „for- myrkvuð“ af únítaravillunni, er hann svo nefnir, þá liggur næst fyrir hann að rita sannfærandi „leiðara11 í eitthvert kirkju- legt tímarit um blindni séra Matth. í and- legum efnum. Eitstj. talar um, að það sé hrekk-kennt af oss, að vér bentum á dálitla ósam- kvæmni, er komið hefði fram í þessu sendifararmáli. Skárri var það dirfskan. En hvað segir ritstj. um þá drengilegu aðferð, er hann beitir gagnvart oss í grein sinni, þar sem hann gefur í skyn, að vér höfum meðal annars kastað rýrð á séra Odd, af því að hann sé fátækur(!). Þessi áburður er samvizkusömum blaðamanni ó- samboðinn, með því að engin minnsta á- tylla fiunst í allri grein vorri fyrir slíkum getsökum, eins og hver heilvita rnaður getur séð, sem hefur fullt skyn og skiln- ing, enda hefur oss aldrei komið til hug- ar, eins og nærri má geta, að áfella séra Odd sakir fátæktar hans. Svona Iöguðum vopnum er ekki leyfilegt að beita í rit- deilum, liversu bágborinn sem málstaður- inn er, og lýsum vér því þessa aðdróttun „ísafoldar“ gagnvart oss tilhæfulaus ósann- indi. Að síðustu viljum vér ráða ritstj. „ísa- foldar“ að stryka séra Odd út af dagskrá sinni nú þegar. Það mundi vera langmest vit í því. A1 þ i n g i. IV. Stjórnarskráin var samþykkt í neðri deild í gær með 22 samliljóða atkvœðuni þingdeildarmanna að við höfðu nafnakalli. Þingm. Rvíkinga (H. Kr. Fr.) var hinn eini, sem skoraðist undan að greiða atkvæði af þeirri ástæðu, að frv. væri ekki samkvæmt hugmyndum hans um stjórnarskrárbreyt- ingu (!), en deildin tók ekki þá ástæðu gilda. Það er annars dálítið undarlegt af þingmanninum, að hafa ekki einurð til að greiða hreint og beint atkvæði gegn frum- varpinu, því að trautt er hann svo skyni skroppinn, að hann ímyndi sér, að þetta einurðarleysi bæti nokkuð málstað hans hjá kjósendunum. Engar umræður urðu um mál þetta að kalla mátti áður atkvæðagreiðsla fór fram. Flutningsmaður (Sighv. Árnason) mælti að eins nokkur orð fyrir frv., og landshöfðingi fann sig knúðan til að lýsa yfir þeirri skoðun stjóruarinnar, að nóvem- berauglýsingin nafnkunna 1885 væri eun sem fyr hin eina,algilda regla og mælisnúra, er stjórnin fylgdi í þessu máli. í þetta sinn hefur því stjórnarskráin gengið gegn um neðri deildina, alveg mótmælalaust af hálfu þingmanna, og ber það að minnsta kosti gagnvart almenningi gleðilegan vott um lofsverða einingu þeirra í því máli, þótt áhuginn sé eflaust ekki jafnmikill hjá öllum. Nú kemur því málið fyrir efri deild, og má ganga að því vísu, að úrslitin verði þar svipuð, eins og í neðri deildinni. Almannafriður á lielgidögum þjóð- kirkjunnar var til umræðu í neðri deild í gær, og var þar sókn og vörn allsnörp. Einn meðal þeirra, er mælti á móti þessu frv. var 1. þm. Árnesinga (Þorl. Guð- mundsson) er greiddi atkvæði með því á síðasta þingi, og minnti framsögumaður málsins (Klemens Jónsson) hann á þá sam- kvæmni, og urðu varnir litlar af Þorláks hendi til að réttlæta hina nýju opinberun, er hann hefði fengið síðan 1891. Frumv. þessu ásamt frv. um afnám helgidaga var að síðustu vísað til 2. umr. Brúartollar. Jón Þórarinsson og þm. Skaptfellinga bera fram frumvarp um brú- artoll á Ölfusá og Þjórsá minnst 20 au. fyrir lausríðandi mann, 10 au. fyrirklyfja- hest, gangandi mann, lausan hest og naut-

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.