Þjóðólfur - 28.07.1893, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 28.07.1893, Blaðsíða 4
144 hestsins, sem er eitt hið jiægasta, duglegasta, nauð- synlegasta og skemmtilegasta húsdýr yort. Reykjavík 20. júlí 1893. Gísli Þorbjarnarson. MANNALÁT. Bjarni Ghitimundsson, almennt nefndur „ættfræð- ingur“, eða „ættatölu-Bjarni“ er látinn (2ð. f. m.). Hann var síðustu æfiár sín á sveit í Stokkseyrar- hreppi i Árnessýslu. Þar var hann fæddur 1829. Hann var snauður alla æfi, því að fræðigrein sú, ættvísin, er hann helgaði alla krapta sína og hafði svo mikla unun af, gaf honum steina fyrir brauð. Guðmundur faðir hans (f 1858) bjð á Starkarhús- um við Stokkseyri og var Jðnsson frá Ásgauts- stöðum Jónssonar á Kekki Þórðlfssonar lögréttu- manns í Ossabæ Guðmundssonar á Gerðum í Plða Guðmundssonar á Velli Þðrðlfssonar á Sandlæk Guðmundssonar á Hofi á Rangárvöllum Eyjðlfsson- ar, en sá Eyjðlfur teija sumir að væri Eyjðlfur Einarsson í Dal maður Helgu Jðnsdðttur bÍBkups Arasonar, en naumast hyggjum vér þá ættfærslu rétta. Móðir Bjarna ættfræðiugs var Málmfríður Loptsdðttir frá Rauðárhól Arnðrssonar. Bjarni dvaldi lengi á Suðurnesjum (einkum í Hvalsnessðkn) og kvæntist þar Jðrunni Indriðadóttur, er lézt 6. febr. 1877 og flutti hann þá nokkru síðar til Reykja- vikur og dvaldi hér nokkur ár örfátækur, unz hann fluttist austur á fæðingarhrepp sinn. Hann hafði alls engrar meuntunar notið í æsku, en las mikið og ritaði. Ættatölusafn hans kvað vera allstðrt og er eflaust margt á því að græða, einkum að þvi er snertir ættir manna á þessari öld, en þá er lengra dregur upp, hætti honum opt við að geta um of í oyðurnar, og verður því að nota safn hans með hinni mestu varkárni. Það er aðalgallinn, en hitt er þð meira vert, hve mikinn og gððan grundvöll hann hefur víða lagt undir síðari rannsóknir um þetta efui, ef svo færi, að ættfræði yrði einhvern- tíma skipað í þann sess, er hún ætti að hafa, og meiri rækt lögð við hana en verið hefur. Munum vér einhverntíma siðar minnast rækilega á þetta efui. Það má með sanni segja, að Bjarni sál. ætt- fræðingur var einn þeirra manna, sem vert er að minnast með viðurkenningu sakir binnar miklu elju, hins mikla áhuga, er hann sýndi í æfistarfi sínu, þrátt fyrir ðblíð lífskjör og ýmiskonar and- streymi. ___ Hinn 3. febrúar þ. á. lézt að Öndverðarnesi í Grímsnesi merkisbðndinn Þorsteinn Guðmundsson. Hann var fæddur að Efstadal í Laugardal 24. inaí 1824, og bjó þar faðir bans Guðmundur, er almennt var talinn son séra Guðin. Guðmundssonar „prest- lausa“. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum unz hann kvæntist 1862 Guðrúnu EinarsdótturfráBjarna- stöðum á Álptanesi og fluttist með henni að Mið- dal í sömu sveit og byrjaði þar búskap á parti nokkrum úr jörðinni. Bjuggu þau hjón þar við Iítil efni þangað til um vorið 18ö7, að þau fluttust að Öndverðarnesi; bjuggu þan þar fyrst á liálfri þeirri jörð og síðan allri. Þorsteinn sál. þjáðist síðari hluta æfinnar af vanheilsu mikilli; lá opt mánuðuin saman rúinfaBtur og opt þungt haldinn, og það því meir sem á leið; þrátt fyrir það grædd- ist honum þó talsvert fé hin síðari búskaparár, og það svo, að óefað hefur mátt telja þetta heimili eitt með hinum efnuðustu nú orðið, þar í sveitinni, enda var og Þorsteinn sál. ráðdeildar- og útsjónar- maður hinn mesti, þegar hann naut sín, og konan honum samhent í öllu. Þeim hjðnum varð 6 barna auðið, dðu 5 þeirra á unga aldri; 2 að eins nokkuð stálpuð. Einn son- ur þeirra hjóna, sem náði þroskaaldri, andaðist rúmlega þrítugur eptir langar og þungar þjáning- ar. Þessi barnamissir°mun án efa hafa aukið ekki svo litlu á þjáningar Þorst. sál., þvi fáa hef eg þekkt jafnmikla barnavini og hann var. Þorst. sál. var sérlega hjálpfús við alla þá, er fátækir voru og á hans fund leituðu; og þess er eg fulltrúa, að fjölda raargir fátæklingar, ekki að eins þar úr sveitinni, heldur og úr fjarlægum héruðum, minnist sjúka mannsins með þakklæti fyrir margar þáðar velgerðir þegar þeiin lá mest á. Þeir liinir mörgu af öllum stéttnm, sem komu á heimili hins dána, munu og minnast hans með þakklæti fyrir viðtökurnar, því ef nokkursstaðaðar er til íslenzk gestrisni, þá var hún þar. P. G. Hinn 8. jan. síðastl. andaðist að heimili sínu, Víðidalstungu í Húnavatnssýslu, merkiskonan Odd- ný Ólafsdóttir. Hún var fædd 5. jan. 1811. For- eldrar hennar voru Ólaíur bóndi Björnsson á Beina- keldu fróðleiks og gáfumaður mikill, og kona hans Gróa Ólafsdóttir. Árið 1835 giptist Oddný sál. Ólafi syni Jóns Péturssonar prðfasts og prests á Höskuldsstöðum, og fluttu þau hjón eptir nokkur búskaparár að Sveinstöðum í Sveinstaðahreppi. Maður Oddnýjar, Ólafur sál. Jónsson dannebrogs- maður, var hinn merkasti maður eins og hann átti kyn til, atorkumaður og atkvæðamikill í héraði, en almæli var, að Oddný sál. væri ekki síður en hann að sínu leyti prýði stéttar sinuar. Hún var Þetta ættu menn að lesa! Eg vil láta hina heiðruðu þingmenn og aðra ferðamenn, er koma til Beykjavíkur í suiuar, vita, að kvergi fá þeir iafngóðan skófatnað og ódýran eptir gæðum, sem kjá undirskrifuðum. 320 Itaf'n Sigurðsson. Kýr til sölu. Guðmundur Guðmunds- son á Apavatni vill selja unga, miðsvetrar- bæra kú á næstkomándi kausti, fyrir pen- inga út í bönd. 321 einkar skynsöm kona og vel að sér, geðprúð og hógvær. Hinu andlega atgjörvi hennar var og Bameinað mikið þrek, heimilisstjðrnsemi og vinnu- dugur, svo að hún var eins virt af öllum, er þekktu hana, sem ein hin merkasta dugnaðarkona í bænda- stétt, eins og hún var elskuð af eiginmanni og börnum. Sérstakra vinsælda naut hún meðal ná- granna og sveitunga fyrir alúð sína, góðvild og hjálpsemi, og munu þeir lengi geyma minningu hennar. Hjðnabanils- og búskaparár þeirra hjóna voru alls 38. Af 14 börnum þeirra dóu 4 í æsku, en 10 komust á fullorðins ár, öll mjög efnileg og mann- vænleg; lifa nú 8 þeirra: 4 synir og 4 dætur, 3 af þeim eru í Vesturheimi, en 5 hér á landi, búsett og í röð virtra og velmetinna manna. Eitt þeirra er Jón sýslunefndarmaður og breppstjóri á Sveins- stöðum. N. Hinn 12. maí andaðist í Ólafsvík Ghiðmundur útvegsbóndi Jónsson, 41 árs. Hann var þrekmað- ur mesti að burðum og kröptum. en bliðmenni meBta að skapferli. Hafa „Jöklarar“ við fráfall hans að sakna eins síns göfugasta og nýtasta fé- lagsmanns. Hann lét eptir sig konu og þrjá unga syni. 8-\-10 26. júní dó úr krabbameini Jóhanna Jólianns- dðttir, kona Jóns Árnasonar borgara í Ólafsvík, 54 ára; hafði tekið út ákafar þjáningar tvö síðustu æflár sín. Húu var dugnaðarkona mikil, gáfuð vel og kappsöm í öllu, sem hún gekk að. 8-\-10 Kaupenduni Þjóðólfs í Ameríku, sem standa í skuld við blaðið frá fyrra ári, verður ekki sent fylgiritið (1. hepti sögunnar af Puríði formanni og Kambs- ránsmönnum) fyr en þeir hafa að fullu borgað skuld sína, bæði 44. og 45. árg. blaðsins, og eru þeir beðnir að gera það sem allra fyrst, því að öðrum kosti neyð- ist útgef. til að stryka þá út af kaupenda- skrá blaðsins frá næstkomandi nýári. Eigandi og ábyrgðarmaftur: Hannes Þorstelnsson, carA. theol. FélagsprentBiniöjan Electropletvarer. Storste Udvalg af alleslags Brugs- og Luxusgenstande, passende til Brude- og Festgaver samt Udstyr, forefindes hos C. C. DREWSEN 34, 0stergade 34, Kjöbenhavn. Moderneste Faeon. — Billigste Priser. — Garanteret Holdharlied indtil 20 Aar. Reparationer og Opforsolvning af al Slags afslidt Electroplet udföres hurtigt, solidt og billigt, og bliver i Regelen som nyt. Illustreret Priseourant gratis og franco. Ordres forsendes pr. Post. Mine prima Nysolvs forsolvede Skeer og Gafler i dansk Solvfaeon anbefales til nedenstaaende Priser: Spiseskeer eller Gafler pr. Dus. V. 12 Kr. I 16 Kr. II 20 Kr. III 24 Kr. IV 28 Kr. Mellemgafler — 10 — 14 — 18 — 22 — 26 — Dessertskeer eller Gafler — 9 — 12 — 15 — 18 — 21 — Theeskeer, store — 6 — 8 — 10 — 12 — 14 — Do. mindre — 5 — 7 - 8,50 — 10 — 12 — Suppeskeer pr. Stk. 4 — 5 — 6 — 7 — 8 — For Forsolvningen garanteres ved ordentlig Behandling til dagligt Brug, i private Huusholdninger, i 10 Aar 15 Aar 20 Aar Ved Indkjob af mindst Vs Dousin i de tre bedste Kvaliteter paasættes 2 Bogstaver frit.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.