Þjóðólfur - 17.10.1893, Side 1
Árg. (60 arkir) koetar 4 kr.
Eriendis ð kr. — Borgtst
fyrlr 15. júll.
Dppsögn, buudin viB áramót,
ógild nema komi til útgef-
anda fyrir 1. október.
ÞJÓÐÓLFUR
Reykjavík, þriðjudaginn 17. október 1893.
XLY. árg.
E g e 1 s k a.
Eg elska allt, sem unun lér,
eg eiska það, sem fagurt er,
eg elska list, eg elska snilld,
eg elska kærleikshótin mild.
Eg elska allt, sem eflir hag,
eg elska frið og bræðralag,
eg elska allt, sem eflir dug,
eg elska stæltau karlmannshug.
Og þig jeg elska, ættjörð mín,
þó opt þú typtir börnin þin
með eldi, frosti, ís og snjó,
þú átt samt blíðu, frið og ró.
Eg elska hafsins afl og vald,
eg elska sólbjart himintjald,
eg elska stríðan elfarnið,
eg elska blíðan fuglaklið.
Eg elska hverja hreina sál,
er hatar lygi, fals og tál,
eg elska sérhvern sólskinsblett,
er sorgum hefur af mér létt.
Eg elska mína eigin þjóð,
því í mér rennur sama blóð,
eg elska vilja einstæðan,
eg elska guð og náungann.
Eg elska blessuð börnin frið
og blóm í sumar-grænni hlíð,
eg elska lífsins óspillt fjör,
eg elska koss af blíðri vör.
Eg elska söng, eg elska vín
— þó ekki vilji’ eg heita svín —,
eg elska bæði óð og víf
og allt, sem bætir maunsins líf.
Bergst. Jónsson.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfb 2. oktbr.
Herra Þjóðólfur, kæri vin. Fátt er þér
íú 1 íréttum að segja, utan bærilega líðan
mína 0g minna. En eitthvað verður þó
til að tína> því að ekki muntu hafa gaman
af að fá óskrifað blaðið frá mér. Eg held
verði þá að byrja á því, sem næst mér
er> eu það er
Danmörk. Þér þætti nú víst gaman
að heyra eitthvað um afrek þingmannanna
döusku, svo þú gætir borið það saman við
alþingi, því að það þykist eg vita, að þú
munir hafa hlustað með athygli á spak-
legar ræður manna þar á þinginu. En
því er nú ver og miður, að eg get ekki
sagt þér neitt, að ráði um afrek þeirra
Dananna, því að þingið er alveg nýbyrjað.
Hitt má eg gera, að segja þér í fám orð-
um, hverju búizt er við. Þú veizt nú, að
Danir hafa verið að reyna að semja fjár-
lög handa sér í rúm 20 ár, en liefur eigi
tekizt það til þessa. Þeir ætla nú að reyna
það enn þá einu sinni. Þegar rætt er um
horfur á þingi Dana, þá er einkum miðað
við þetta mál, því að leiðinlegt þykir þeim,
hve tregt það gengur, og get eg ekki láð
þeim það. Heldur eru þeir vondaufir um,
að björninn verði unninn á þessu ári og
ber margt til þess. Þó að Hörups sinnar
séu nú fáir á þingi, þá eru þeir illvígir
og harðir viðureignar og er ekki nærri
því komandi, að þeir geri samninga við
Estrup og lið hans. En hitt er verra, að
miðlunarmenn gera sig nú byrstari við
hægri menn en áður. Það eru því minni
líkur til, að samningar takist nú en í fyrra.
Auðvitað er þetta ekki nema spádómur,
en það gerir nú ekkert til, þótt við kom-
um með spádóma, sem ekki sitjum á þingi
og þurfum ekki að byggja neitt á þeím.
Norgur og Svíþjöð eiga illa skap sam-
an og liafa lengi staðið harðar deilur milli
þeirra um umboðsmannamálið. Nú hefur
konungur neitað að samþykkja lög stór-
þingsins um þetta. En nú gerði þingið
samþykki á lögum þessum að skilyrði fyr-
ir því, að Norðmenn greiddu fé til að
borga umboðsmönnum. Því tók konungur
það ráð, að skipa að taka laun þeirra úr
umboðsmannasjóði þeim, sem Norðmenn og
Svíar eiga saman, en ef hann hrekkur
ekki til, á að taka af fé því, er Norðmenn
ætla til óvissra útgjalda. Norðmenn una
illa þessum málalokum og þykir konung-
ur hafa sýnt í þessu gjörræði mikið. Eins
og þú manst lækkaði stórþingið lífeyri
konungs og ríkiseríingja mikið í sumar og
hefur konungur fallizt á það.
Frakkland á von á heimsókn af hálfu
Nr. 49.
Rússa. Það er flotadeild, sem koma á
til Toulon. Það þykja Frökkum góðir
gestir og búast þeir eptir föngum að fagna
þeim.
Frá Þýzkalandi er það í fréttir fært,
að Bismark gamli hefur verið veikur.
Hafa af því hlotizt tvenn stórtíðindi, en
þau eru, að Bismark hefur léttzt um einn
eða tvo fjórðunga og að vináttumál hafa
f'arið millli hans og keisarans.
Frá Englandí er það að segja að lá-
varðarnir feldu heimastjórnarmálið við 1.
umræðu með 419 atkv. gegn 41. Þykj-
ast Grladstonessinnar grátt leiknir og bera
þungan hug til lávarðanna. Grladstone
hefur látið sjer það um munn fara, að
Bretar mundu þess fúsastir að afnema lá-
varðastofuna. Þetta sagði liann í ræðu,
er hann hélt fyrir kjósendum sínum, og
var ger góður rómur að máli hans.
Austurríki lúta margar Slafaþjóðir og
eru Tsékkar í Bæheimi einir meðal þeirra
Þeir hafa á síðari öldum orðið að þola
þungar búsifjar af Þjóðverjum, er hafa
fótumtroðið þjóðerni þeirra og skapraunað
þeim á margan hátt. Tsékkar una hið
versta við og hata Þjóðverja. Reyna þeir
á allar lundir að ná jafnrjetti við þá, og
var það komið í gott horf 1871, því að
þá lofaði keisari þeim fullu jafnrétti; en
hann gekk á bak orða sinna. Þeir héldu
nýlega hátíð í minningu keisaraheitisins
1871 til að sýna, að enn lifði sami andinn.
En lögregla og keisari hafa tekið hart á
þeim fyrir það og bannað fundarhöld og
fjelagsskap, en takmarkað prentfrelsi. Við
þetta situr, en illa una Tsékkar því og
má eigi vita, hvað af hlýzt.
Glrikkland á æði bágt núna. Það sit-
ur í skuldum upp yfir eyru, en fær ekki
lán nema með afarkostum.
Brasilía er öll í uppnámi og er þar
hver höndin upp á móti annari. Mello
foringi uppreisnarmanna heldur höfuðborg-
inni í herkví, en ekki vita menn enn, hver
afdrifin verða.
Frá Chicago (Kafli úr bréfl'*Uags. 2.
sept.): „Tíðindi héðan eru helzt þau, að