Þjóðólfur - 27.10.1893, Page 1
Arg. (60 arkir) koBtar 4 kr,
Erlenais 5 kr. — Borglat
{yrlr 15. jtUI.
Dppsögn, bundin við áramót,
ógild nema komi tii útgef-
anda fyrir 1. október.
OÐOLFU
XLY. árg.
Reykjayík, íostudaginn 27. oktöber 1893.
Nr. 51.
Frá íslendinga-byggðum í Canada.
Icelandic River, Manitoba, 1. sept. 1893.
(Framli.), Næst lánsfélögum þessum, þá er
það tollurinn, sem mest kúgar bændur, og
á þó hvorttveggja nokkuð skylt saman.
Tollurinn var upphaflega settur á inn-
fluttar vörur, til að vernda iðnað og verk-
stæði í ríkinu. Hugmyndin var eflaust
aú, að koma í veg fyrir, að útlend verzl-
ttnarfélög, sem væru miklu öflugri og rík-
ari en hin ungu, indlendu félög, boluðu
þeim út með ofurafli sínu. Þetta hreif
dásamlega, og afleiðingin er sú, að bænd-
ur í Canada eru nú orðnir undirokaðir og
kúgaðir af tollinum og auðmannavaldinu
i austurfylkjunum.
En — kunna margir að hugsa — tollur
þessi er að eins lagður á vörur, sem flutt-
ar eru inn í ríkið, en ekki á þær vörur,
sem búnar eru til í ríkinu.
Það er nú það argasta við það allt, að
beendus verða að borga toll, nærri alveg
eins af þeim verkfærum og öðru, sem búið
er til í ríkinu, og skal eg sýna með dæm-
Um, hvernig þvi er varið.
Verð á einum vagni í Winnipeg er nú
75—80 doll.; alveg jafngóðir vagnar eru
seldir fyrir 50 doll. fyrir sunnan línuna.
Ef nú vagnasmiðurinn í Bandarikjunum
vildi koma vögnum sínum inn á Canada-
markaðinn, þá yrði hann að borga toll,
10 dollars af hverjum vagni, og 20°/o
af virðingarverðinu; bætist þar einnig á
flutningsgjald, svo hann getur ekki selt
vagninn, þegar hingað er komið, mikið fyrir
innan 80 dollars. Canadiski vagnasmiður-
inn getur búið til vagn eins billega og sá
í Bandaríkjunum, en hann sér, að þó liann
færi sinn vagn upp í 70—75 doll., þá sel-
ur hann vagninn eins fyrir þvi, og það
gjörir hann. Vinnur hann þannig tvö
verkin í einu: bolar Bandaríkjamanninum
út, og kúgar 20—25 doll. fram yfir sölu-
verð út af hverjum bónda, sem vagn
k vupir.
, Þetta gerir hann undir vernd tolllag-
anna.
„Það borgar sig að búa í Canada“ !!
Eg, sem þetta rita, keypti fyrir þremur
árum þreskivél. Áður en eg keypti rit-
aði eg verksmiðjueiganda í austurfylkjun-
um, og spurði um verðið. Verðið var 400
dollars. Jafnframt ritaði eg^ogj/spurðist
fyrir um verð á samkyns vélum í Banda-
ríkjunum. Verðið var þar 250 doll. En
svo þegar eg fór að aðgæta hvað tollur,
flutningsgjald 0. fl. yrði, þá sá eg, að vél-
in mundi kosta mig meira en 400 doll.
Eg keypti auðvitað canadisku vélina, og
varð þannig að borga 150 doll. fyrir alls
ekki^ neitt, aðj* eiiisJ.Jiaf því eg var svo
ólánssamur|að vera búsettur í Canada-2
Svona er smérþefurinn af'tollinum hér
í' Canada.
Hvert dollars virði af fötum eða fata-
efni úr bómull verðum við í Canada að
borga með doll. 1,35. Hvert dollars virði
af fötum ?eða fataefni úr hálfull eða alull
borgum viðímeð doll. 1,25.' Steinoliu, sem
í'Boston kostar 8 cents „gallónan“, borgum
við hér í Manitoba með 40 cents. Sauma-
vélar, sem í Chicago eru seldar á 20—22
doll., verðum við hér í Manitoba að kaupa
fyrir 65 doll. Orgel, sem í Chicago kosta
60 doll., fást hér í Manitoba ekki innan
við 140 doll. Hvert dollars virði í hús-
búnaði, hvort heldur úr tré, járni eða öðru
efni, borgum við Manitobamenn með doll.
1,35. Hvert dollars virði í akuryrkju-
verkfærum, sláttuvélum 0. þ. h. borgum við
með doll. 1,40; dollars virði í -ullarbandi
borgum við með doll. 1,35 (tollfrítt fyrir
verksmiðjueigendur), og allt er|eptir þessu.
„Það borgar sig að búa í Canada“ !!!
Eruð þið ekki alveg fallnir í „for-
undran“, piltar, yfir þessu sælunnar landi
hér? Sýnist ykkur ekki þjóðráð að liáls-
brjóta ykkur, ef þið af einhverjum ástæð-
um ekki getið komizt hingað vestur?
Þó að þjóðin kveini jafnt og þétt
undir þessum tollólögum, þá eru þau samt
ekki numin úr gildi. í hvert skipti sem
kosningar fara fram, er gerð tilraun til
þess, en okurkarlar og auðvaldið ræður.
Þjóðin er enn ekki búin að fá svo sjálf-
stæðan hugsunarhátt, að neita að taka
mútur. Og peningarnir eru ætíð nógir á
boðstólum. Sannfæring manna er verzl-
unarvara, sem er í háu verði fyrir hverj-
ar kosningar. Blöðin eru keypt til að
svíkja kaupendur sína og ljúga í þá, og
pólitiskir hlaupahundar eru sendir í allar
áttir með vasana fulla af peningum, frá
okurkörlum, til að kaupa fyrir sannfær-
ingu manna, svo þrælbandið geti legið á
bændum fram að næstu kosningum.
Þótt stjórninni takist að sópa tölu-
verðu af fólki inn í rikið á ári hverju,
þá fjölgar fólkið mjög litið. Kemur það
af því, að fólkið flytur jafnharðan út úr
ríkinu og til Bandaríkjanna, þegar það fer
að sjá þrældóminn, sem bændur eru í.
Árið 1881 var fólksfjöldinn í Canada
4,324,810, en árið 1891 var fólksfjöldinn
að eins orðinn 4,832,979. Á þeim tíu ára
tíma hafði tala innflytjenda verið á ári
hverju þannig:
1881
1882
1883
1884
1885
1886
47,991.
112,458.
133,624.
103,824.
79.169.
69,152.
1887 84,526.
1888 88,766.
1889 91,600.
1890 75,067.
1891 82,165.
Samtals 968,342.
En á þessum tíu árum, þegar flutt hafði
inn í ríkið nærri ein miljón manna, liöfðu
þó íbúar fjölgað um að eins liðuga hálfa
miljón (sjá manntalið hér að framan), og
raun það litið fleira en það, sem fleira hef-
ur fæðzt en dáið á þessu tímabili.
Ekki þarf nú nema heilbrigða skyn-
semi til að renna grun í, að eitthvað muni
hjer að, þegar fólkið streymir svona út úr
ríkinu jafnharðan og það flytur inn í
það.
Indíánar eru ekki taldir með í tölun-
um um fólkstjöldann í ríkinu.
Innbúar Canadaríkis skiptast að heita
má í tvo flokka, tvær þjóðir, frönsku- og
enskumælandi. Árið 1891 voru ensku-
mælandi menn í rikinu 2,999,575, en
frönskumælandi voru 1,294,304. Þessar
tvær aðalþjóðir hér eru alltaf að hnakk-
rífast, og koma sér varla saman um neitt.
Þær vaxa upp, hvor gagnvart aiinari, með
ólíka tungu og ólík trúarbrögð, og í stað-
inn fyrir, að þær sameini sig sem ein þjóð,
þá virðist eins og þær fjarlægist hvor aðra
meir og meir. Einkum hefur alþýðuskóla-
málið hér i Manitoba gert mikið að í því
að sundra hugum manna. Þeir keppa
livor um sig um, að ná sem mestum völd-
um í ríkinu; Iosni embætti í Ottawaþingi,
þá má ganga út frá því sjálfsögðu, að
þeir frönsku og ensku rífist um það, eins
og hundar 0g kettir. Eru það margir