Þjóðólfur - 10.11.1893, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.11.1893, Blaðsíða 1
Árg. (60 arliir) koetar 4Jkr, Erlenflls 6 kr. — Borglet fyrlr 15. jflll. ir UppBÖgn.bnndin við áraraðt, ðgild nema komi til útgef- anda fyrir 1. oktðber. ÐÓLFUR XLY. árg. Revkjayík, íöstudaginn 10. nóvember 1893. Nr. 53. Heilsubótarstoftiun á Þingvöllum. Hversu margt og mikið, sem menn finna landi voru til foráttu, getur þó enginn með ó- brjálaðri skynsemi ogopnum augum neitað því, að loptslag sé hér mjög heilnæmt ognátt- úrufegurð landsins víða aðdáanleg. Þetta hafa einnig allir, eða víst flestir útlendingar, er hingað hafa komið, fyllilega viðurkennt, en eigi að síður hefur þó straumur út- lendra ferðamanna aldrei beinzt hingað að neinu ráði, einmitt eða að mestu leyti sakir þess, að hér skortir ýms þægindi, er önnur siðuð lönd heimsins hafa að bjóða. Til skamms tíma hafa t. d. vegir hér ver- ið lítt færir og eru það víða enn, en þó er von um, að það lagist smátt og smátt eptir þeirri stefnu, sem þingið hefur tekið á síðari árum. En það er ekki nóg, að vegirnir séu gerðir þolanlegir. Það þarf að reisa gistihús fyrir útlenda ferða- menu á þeim stöðum, sem mest er að- sóknin að. Vér höfum t. d. optar en einu sinni drepið á hér í blaðinu, að reisa ætti slíkt hús við hverina Geysi og Strokk, auðvitað á landssjóðskostnað, því að ó- hugsandi er, að hinn núverandi eigandi hveranna, Sigurður bóndi Pálsson á Laug, geti gert það af eigin rammleik. En með því að eðlilegast væri, að landssjóður ætti þá einnig hverina, var borið upp frumv. um það á þingi í sumar, að landssjóður keypti þá af eigandanum, en það lognað- ist út af í höndum flutningsmanna, líklega af því, að þinginu hefur ekki þótt hverirn- ir nógu miklir „kjörgripir náttúrunnar“, til þess að kosta þá af landsfé. En það hafa þó sannarlega minni „kjörgripir“ verið kostaðir af almannafé en hverirnir. Á þinginu var einnig lauslega drepið á annað mál, er að voru áliti er allþýð- ingarmikið, og liefur því ekki verið hreyft áður opinberlega, þótt hugmyndin sé ekki ný. En það var iandshöfðingi, sem nú á þinginu minntist stuttlega á þetta, þá er tilrætt var um íjárframlag úr landssjóði til vegagerðar á Mosfellsheiði. Hann gat þess nfl., að það mundi vera gott ráð til að hæna útlendinga hingað, ef sett væri á fót eins konar lækninga- eða heilsubót- arstofnun (,,sanatorium“) á Þingvöllum við Oxará í líkingu við sams konar stofnanir í öðrum löndum. Vér erum honum sam- dóma í þessu, og teljum málefni þetta þess vert, að það væri vandlega íhugað, þvi að það er engum vafa bundið, að vér hljótum að gera eitthvað til að auka ferða- mannastrauminn í landið, einmilt þá er líkur eru til, að eptirtekt útlendinga beinist að landi voru fyrir tilstuðlun danska skemmtiferðafélagsins. Það þótti fjarstæða og fásinna hér á árunum, þá er Hjaltalín gamli var að hngsa um að reisa baðlækningaliús í Sleggjubeinsdal upp í Henglafjöllum. Það voru ortir háðkveðllngar um þetta og sagt, að karlinn væri orðinn gamalærr o. s. frv. Og þó var hugmynd hans i sjálfu sjer góð, þótt staðurinn væri miður heppilega valinn, svo afskekkt upp í háfjöllum. Að því leyti eru Þingvellir miklu hentugri staður fyrir slíka stofnun, þótt þar séu hvorki liverir né ölkeldur, eins og í Sleggju- beinsdal. Það er enginn efi á því, að margir útlendingar mundu staðnæmast lengri og skemmri tírna við „sanatorium“, er reist væri á fögrum, velvöldum stað á Þingvöllum, og ber margt til þess, fyrst og fremst hið hressandi, heilnæma lopts- lag og hin margbreytilega náttúrufegurð staðarins, er allir ferðamenn hafa svo mjög rómað. Hvergi á landinu væri því hent- ugri staður fyrir slíka stofnun en þar, þá er góður vagnvegur væri kominn þangað, héðan frá höfuðstaðnum, eins og uú mun komið langt á leið. Vitaskuld er það, að fyrirtæki þetta kostaði í fyrstu allmikið fé, en vér erum sannfærðir um, að landið fengi þann kostn- að margfalt endurgoldinn, áður langt liði, ef stofnun þessari væri ekki því klaufa- legar stjórnað. Það er svo sem auðvitað, að presturinn á Þingvöllum yrði ekki for- stöðumaður þar, heldur einhver vel hæfur og vel menntaður maður, er bæði gæti talað við útlendinga og væri vel lagaður til að laða þá að sér, því að það skipti mjög miklu og kæmi stofnuninni í álit. Þessi forstöðumaður, er auðvitað skyldi annast allar veitingar, yrði skipaður af landsstjórninni, helzt með föstum launum fyrir þann tíma, sem stofnunin væri opin, sem líklega yrði ekki nema 2—3 mánuði um hásumartímann. Lækni mundi þar einnig þurfa, til að leiðbeina hinum sjúku, — er þangað kynnu að leita — og vera til taks, er á þyrfti að halda. En það má búast við, að það yrðu ekki eingöngu sjúklingar, er þangað sæktu, heldur einnig margir aðrir, sér til skemmt- unar, alveg eins og tíðkast við samkynja stofnanir í öðrum löndum. Þingvellir mundu þá verða aðalstöð og aðalsamkomu- staður útlendra ferðamanna, er hingað kæmu, og vér erum sannfærðir um, að þeir mundn una þar vel hag sínum. Það er ekki langt að skreppa þaðan austur í Hrafnagjá, upp á Skjaldbreið, upp í Ár- mannsfell, eða út á vatnið og móka þar í logninu við veiðar á sumarkveldin, eða róa um það fram og aptur sér til hress- ingar. Það er alstaðar einhverja tilbreyt- ingu að fá á Þingvöllum, þessum fornhelga stað þjóðar vorrar, þar sem svo margt minnir hugann á löngu liðnar aldir, á marga stórkostlega viðburði sögu vorrar, er þar hafa gerzt, allt frá þeim tíma, er Grímur geitskór valdi þar þingstað. Aðrar þjóðir en vér íslendingar mundu fyrir löngu hafa reist honum veglegan minnisvarða á Al- mannagjárbarmi hinum vestri, þaðan sem útsýni er fegurst yfir Þingvöll. Vér eig- um það eptir. Vér höfum heldur ekki reist Ingólfi Arnarsyni minnisvarða hér á Arnarhól, og hefði það þó átt að vera gert fyrir löngu. Hvað segir bæjarstjórnin um það? Þá er vér víkjum aptur að aðalum- talsefni voru, viljum vér að endingu leyfa oss að skora á næsta alþiug, að gera ein- hverjar verulegar ráðstafanir til þess, að útlendir ferðamenn venji komur sínar hing- að meir en veríð hefur, og liggur þá næst, að landssjóður láti reisa gistihús við Geysi í Haukadal, og þá eðlilegast, að hann keypti hverina þar, og svo ennfremur, að þingið taki til alvarlegrar íhugunar, hversu heppilegt væri, að setja á fót heilsubótar- stofnuu eða „sanatorium“ á Þingvelli. Þetta eru framtídarmál, mál, sem eiga að komast á dagskrá þingsins sem allra fyrst og leiðast til lykta á æskilegan hátt sem allra fyrst.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.