Þjóðólfur - 10.11.1893, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.11.1893, Blaðsíða 2
210 Rangárvallasýslu, 28. okt. [Tfóarfar. — Ileyskapur. — StokkseyrarfélagiS — Alþingi. „ísafold“. — „IIomo“ og „Vagn“. „Sumarið var hér sem annarstaðar hið ákjósanlegasta fram að höfuðdegi, en þá brá til stórkostlegra rigninga og hröktust mjög hey, og voru margir, sem ekki báru Ijá í gras frá ágústlokum; þó náðist mest allt inn á endanum, en mjög skemmt. Sláttur var byrjaður í fyrsta lagi, sem kom að góðu haldi, þegar veðurbrygðin komu svona fljótt. Heyskapur má teljast hér í sýslu í betra meðallagi. Garða- ávöxtur ágætur. Skurðarfé reynist með bezta móti, en fjárheimtur mjög vondar. Það, sem helzt má finna að, er verzl- unin; hún gengur á hálfgerðum tréfótum. Hefði ekki Stokkseyrarfélagið hjálpað i þetta sinn, mundi margur maður ekki hafa séð korn á sínu heimili en svo framarlega sem hross og sauðir, sem sent var fyrir vorur félagsins, selst bærilega, verður stór hagur að skipta við það. Allir hreppar hér í sýslu munu nú vera komnir í við- skipti við það, nema Austur-Eyjafjalla- hreppur enn ekki neitt. Óskandi væri. að Stokkseyrarfélagið kæmist á fastan fót; það mun nú hafa verið eina kaupfélagið, sem ekki skuldaði ZöIIner í fyrra; hefur því vonandi áunnið sér traust hjá honum fyrir skilsemi. Allir, sem nokkurn gaum gefa þing- málum, eru mjög ánægðir yfir starfi þings- ins í mörgum málum. Við megum búast við því, að aldrei fáist það þing, sem ekki hafi einhverja galla, en fáir munu vilja taka hér í sama strenginn og „ísafold“, þar sem hún úthúðar neðri deild þingsins fyrir aðgerðir hennar, og mun það ekki fjarri sanni, er minnzt hefur verið á í „Fjallk.“, að „ísafold“ sé orðin „hverjum manni hvimleið“, bæði fyrir skammir um verk fulltrúa þjóðarinnar í þetta sinn, að mestu leyti að ósekju, og fleirum óþokka- ritgerðum, sem hún er að flytja ár eptir ár eptir einhverjar dularklæddar persónur, sem eru að „slá sig til riddarau og sýna mælsku sýna í því, að útmála á sem sví- virðilegastan hátt ókosti þjóðar sinnar með mörgum ósönnum áburði, sem ekki ber annan ávöxt en þann, að særa meinlausa og lítilsiglda þjóð, eins og íslenzki almúg- inn er, og gera oss auðvirðilega í augum annara þjóða. Skyldi ekki þessum „Homo“ í fyrra og „Vagn“ þeim, sem nú mest rótast í ókost- um þjóðar vorrar — sem eptir rithættinum að dæma er allt frá sama hjartanu —, skyldi þeim eða honum, segi eg, ekki liggja næst að sópa fyrst hreint fyrir síu- um eigin dyrum, áður en hann lætur refsi- vöndinn ganga hvað eptir annað um eyru landa sinna, og verið getur, að á endanum megi svo brýna deigt járn að bíti, að einhver verði til að draga þennan dularklædda liöf- und fram í birtuna og vita um, hvort eitt- hvað kæmi þá ekki í ljós í fari þessa lögmálsprédikara, sem ekki kynni að sam- bjóða sem bezt stöðu hans“. Bréf frá Þingeyjarsýslu 12. okt. (Veðurátta. — Vesturfarir. — Ófrelsi. — Félög. — Kirkju- líf. — Óánægja). Það er ekki opt, sem eg, sýsludrottn- ingin sjálf, bið mér hljóðs, enda finn eg eigi ástæðu til að tala, þegar um ekkert er að ræða nema „veðrið“. Nú sem stend- ur — fyrst í október — get eg heldur ekki hælt veðrinu, því um langa hríð hefur norðaustan illviðrabelgingur farið grenjandi um mig, og er eg af þeim sökum nær dauða en lífi. Að vísu þoli eg lítið, því undan sumrinu er eg öll sólbrunnin og skorpin í framan, og vesturflutninga-post- ularnir spörkuðu niig til óbóta og emjuðu í evru mér og barna minna, svo þeim lá við örviti. 50 lokkuðu þeir úr Mývatns- sveit, beztu sveitinni minni. Eg gat bæði hlegið og grátið, þegar þau héldu, að þau þyrftu eigi að vinna likamlegt erfiði, til þess að komast áfram í Gósenlandinu. Yesalingar! vissu þau þá ekki, að para- dís er löngu horfin af jarðríki og finust eigi meir? Opt hafði norðanofsinn og út- synnings-kuldinn gefið börnum mínum ó- mjúka löðrunga, en aldrei sá eg þau þó eins grátt leikin og í fjárhúsunum og hænsnakofunum á Húsavík áður en þau stigu á skipsfjölina amerísku. Það var sem örvæntingin væri búin að setja stimpil sinn á hverja ásjónu, og fegin mynduð þið þá hafa snúið aptur í skaut mitt, ef kost- ur hefði verið. Flóttaleg voruð þið til augnanna, eins og strokumaður, sem lögin og samvizkan hafa í klemmu á milli sín. Og svo hurfuð þið sjónum mínum — að eiiífu ? Nokkuð eru drengir mínir á ferðinni og viíja ráða sér sjálfir. Margir vildu t. d. gjarnan eiga tvær konur, veitti alls ekki af því; en þá koma lögin. Svona er ó- frelsið í öllum greinum. Annað tveggja er því að gera: bæla sig, eða þá fara með lagi ögn í kringum lögin, og það vill þeim heldur verða — drengjunum. Það er ekki að fást um slíkt lítilræði, sem ekkert er. Þeir eru líka svo makalaust félags- lyndir — vilja helzt ekki vera í fámenni — það getur stafað af þeirri orsök, og svo brjóstgóðir. Margar eru orsakirnar. Ekki er það satt, að kirkjulíf barna minna sé á förum, eða sérlega „dauðaus dauft“. Messuræknin er öldungis óaðfinu- anleg í öllum prestaköllum, þar sem prest- ar eða staðahaldarar eru fúsir á að gefa í bollann. Blessað kaffið ! Það hressir hugann og lífgar sálargarminn. Ekki er það svo langt þetta líf, að fært sé, að láta á móti sér smávegis — finnst þeim. Péturs- verkin eru lesin víðast, þann tíma ársins, sem minnstar eru annir, og sjómenn lesa stutta bæn, þann tíma vertiðar, sem allra veðra er von og dauðinn helzt á flækingi. Þetta er allt ekki svo lítið, „og fleira mætti nefna“. Ekki get eg sagt, að „stétta-sótt“ og „embætta-sýki“ kvelji öll börn mín, eu flest eru þau óánægð með lífskjör sín. Flestir eru óánægðir með alla skapaða hluti: veðuráttuna, landið, lögin, mannfélags- skipunina, trúna og enda alheimsstjórniua, eins og hún er, og svo ókunnug, sem hún er öllum börnum mínum. Málssókn. Útaf greininni „Óaldarbrag- ur“ í 51. tölubl. „Þjóðólfs“ hefur hiuum setta amtmanni í suðuramtinu þóknast að láta höfða mál gegn ritstjóra þessa blaðs fyrir hönd bæjarfógetans í Beykjavík, að sögn eptir tilmælum lians. Hefur hann þegar fengið gjafsókn í málinu, en Hannes Hafstein landritari verið skipaður sækj- andi þess á hendur oss, en Franz Siemsen sýslumaður setudómari. Mun flestum virð- ast þessi hátiðlega háyfirvaldaráðstöfun allkynleg, út af jafnósaknæmri og mein- lausri grein, sem fyrnefndri Þjóðólfsgrein, sem var þess eðlis, að bæjarfógeti hafði alls enga ástæðu til að álíta sig meiddan með henni, hafi hann athugað vandlega, hvernig komizt var að orði. En „sínum augum lítur hver á silfrið“. Menn þykj- ast líka berlega sjá fingur landshöfðingj- ans í þessari málshöfðun, enda liggur í augum uppi, að amtmaður hefði ekki upp á sitt, eindæmi farið að skipta sér af þessu. Prestvígður 5. þ. m. cand. theol. Oísli Kjartansson til Eyvindarhóla. Skipkoma. 7. þ. m. kom skipið „Ja- son“ með vörur til Brydes-verzlunar hér og í Borgarnesi. Hafði lagt af slað frá

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.