Þjóðólfur - 10.11.1893, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 10.11.1893, Blaðsíða 3
211 Khöfn um 6. sept., en hreppti storma mikla í hafinu og laskaðist, hleypti til Stornoway í Suðureyjum og fékk þar aðgerð. Var 22 sólarhringa á leiðinni þaðan og hirigað. Aflabrögð. Sami ágætisafli helzt enn hér við Faxaflóa, að minnsta kost hér á Inn-nesjum, en gæftir eru mjög stirðar, sakir óstöðugrar veðuráttu. Eptirmæli. Hinn 28. maí þ. á. audaðistmadama Eagn- heiður Sveinsdöttir, ekkja séra JóhannsKnúts Benediktssonar á Kálfafellsstað og húsfrú Kristín dóttir þeirra, báðar á Háínundar- stöðum við Vopnafjörð. Kagnheiður sál. var fædd á Sandfelli í Öræfum 6. nóv. 1824. Foreldrar hennar voru séra Sveinn Benediktsson (prests íHraungerði, Sveins- sonar prófasts Halldórssouar), siðast prest- ur á Mýrum i Álptaveri (f 1849) og kona hans, Kristín Jónsdóttir bónda á Kjalarnesi Örnólfssonar Valdasonar. Þauhjón, séraJó- hann og Bagnheiður sál.J bjuggu fyrst á Mýrum í Álptaveri. Þaðan fluttu þau að Mosfelli syðra, þaðan að Langhoíti í Meðallandi, frá Langholti að Einholti í Hornafhði og síðast að Kálfafellsstað í Hornafirði; þaðan flutti Ragnheiður sál. eptir mann sinn látinn (f 1891) norður í Vopnafjörð með dóttur sinni. Þeim hjón- um varð 7 barna. auðið, en af þeim eru að eins 3 á lifi, þar á meðal Ólavía, er hefur alizt upp hjá móðursystur sinni, Þorbjörgu yfirsetukonu Sveinsdóttur í Rvík og tekið hefur fyrri hluta burtfararprófs úr lærða skólanurn, fyrst íslenzkra kvonna, en er nú við nám í Danmörku. Ragn- heiður sál. var gáfuð kona og mikilhæf, sem hún átti kyn til, og jafnan mikils metin, sakir mannkosta sinna og hæfileg- leika. Kristín sál. Jóhannsdóttir var fædd 4. desember 1859 að Mýrum í Álptaveri og ólst upp hjá foreldrum sínum og var allt af lijá þeim, þangað til faðir liennar lézt, að hún flutti norður i Vopnafjörð sumarið 1891 og giptist þar 16. ágúst s. á. Jóni trésmið Sigurðssyni (hreppstjóra á Borg á Mýrum í Hornafirði [f 1883] og konu hans, Gruðrúnar Vigfúsdóttur, er enn lifir), og byrjuðu þau búskap á Hámundarstöð- um við Vopnafjörð vorið 1892; áttu þau 2 börn: Jóhann Kristinn, nýkominn á ann- að ár, og Sigurð, 3 vikna, þegar móðir þeirra lézt. Kristín sál. var trúföst og hjartagóð koua, svo hún var virt og elsk- uð af öllum, sem henni kynntust og það að maklegieikum. S. „Piano“-verzlun „Skandinavien“, m verksmiðja og sölubúð !j Kongens Kytorv 22, Kjöbenhavn. !j Verksmiðjunnar eigið smíði ásamt verðlaunuðum, útlendum hljóðfærum Birgðir af Orgel-Harmonium. Er allt selt með 5 °/0 afslætti gegn borgun i peningum, eða gegn afborgun. Gömul hijóðfæri tekiri í skiptum. Verðskrá send ókeypis. 1-2000 smáar blikkdósir kaupir Rafn Sigurðsson. 476 116 sem það á að kosta verð eg að komast suður í dag“. Johnsen hefði gjarnan viljað gefa aieigu sína til þess, að koma fram því, sem hann hafði áformað, hvað sem það var. Eg útvegaði hestinn, og kl. 8 var Johnsen ferðbú- inn til Djúpafjarðar. Út frá Gufulág liggja fjórir aðal-sveitavegir. Sá Iiggur úr Suðurgötu, sem farinn er til Djúpafjarðar- Johnsen gleymdi að fara þann veg. Það var óhætt að Jjá Johnsen hest, þegar hann ætlaði að verða eiun á ferð, þá lét liann hestinn bara ráða því, hvað hratt hann vildi fara. Ekki vissi hann neitt, hvað tíma leið, né á hvaða vegi hann var; hann „varpaði allri sinni áhyggju upp á“ hestiun. Þegar hesturinn loks staðnæmdist, og vildi ekki fara lengra, leit Johnseu upp. Hann var kominn að reisulegum bóndabæ. „Eg held það sé þá réttast að fá sér eitthvað til að hressa sig á hérna“, sagði hann við sjálfan sig, og gekk að dyrum. Þar var honum tekið kompánlega af húsbóndanum og hans fólki, og strax boðið til stofu. Þegar Johnsen var búinn að eta og drekka allt það, sem hann hafði beðið um, hall- aði .hann sér aptur á bak með vindilinn í munninum, og þeytti reykjarstrókunum í ótal hriugum og bugðum frá sér út í loptið. Dálitla stund starði hann heimspekilega á tilbreytingarleysi margbreytninnar, sem heimspeking- f' 113 sinn, síðan liann kom til Gufulágar, en ekki liafði hanu ennþá getað fengið hann til að koma suður til Djúpa- fjarðar. Seint í ágúst féklc Yilhjálmur svolátandi hrað- skeyti frá bróður sínum: „1. sept. giptist Anna dóttir mín. Kemurðu þá suður ?“ Vilhjálmur svaraði undir eins: „Eg kem 31. ágúst“. Einn af kunningjum mínum sagði mér söguna um þessa ferð Yilhjálms, á þessa leið: „Eg var snemma á ferli um morguninn 24. ágúst 18.., því mikið var að gera á skrifstofunni, sem við vildum klára fyrir helgina. Ekki langt frá skrifstof- unni mætti eg Johnsen (Villijálmur var kallaður John- sen, því faðir hans hét Jón, en það þótti óhæfa að kalla hann Jónsson, skrifstofustjórann!) húsbóuda mínum. Eg bauð honum góðan dag, en haun heyrði það ekki, og sá því síður, hversu virðingarfyllst og „undirdánugast“ eg hneigði mig fyrir honum og lypti hattínum svo hátt frá höfðinu, sem eg gat. Johnsen var þó vanur að taka kveðjum manna, þvi fágætur mun alþýðlegri maður en hann var. Eg sá strax, að Vilhjálmur var „viðutan“ núna. Hann hélt rakleiðis áfram og leit hvorki til hægri né vinstri, og tók ekki kveðju neins af þeim, sem mættu honum. Eg -sá það undir eins fyrir, að hann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.