Þjóðólfur - 28.11.1893, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 28.11.1893, Blaðsíða 3
213 heitins var bæði langt og strangt; undir eins og hann fékk friðarstundir, fór hann, liggjandi i rfim- inu, að annast heimilishagi sína, enda var hann, meðan hann stóð uppréttum fótum afbragðs heim- ilisfaðir, umhyggjusamur, útsjónarmaður mikill, stjórnsamur og frammsýnn, og stóð vel straurn af ínu fjöimenna heimiii. Hann var yíirköfuð ötull maður og framfaravinur; frumkvöðull var hann að þyí, að menn fóru hér að phnta vörur beina leið frá útlöndum. Ræktarsemi lians og frændrækni munu þeir eigi gleyma, er nutu. Hann var einn af þeim, sem frá mannlegu sjónarmiði missti heils- una of fljótt og dó of ungur, var að eins hálf- fimmtugur. Hann lætur eptir Big ekkju og 5 syni i ómegð. VeBtmaunaeyjum 10/ii "• X. Norðurmúlasýslu 30. okt.: „Aðalfundur pöntunarfélags Pljótsdalshéraðs var haldinn að Hið- hÚBum 25. þ. m. Samþykkt var að lialda félaginu áfram, enda þóttþað sé nokkuð aðþrengt af skuld- um og vóru aðalreikningar félagsins frá 1891 og 92 mjög ólíkir. Með vissú er eigi hægt að segja, hvernig hagur félagsins muni standa við næstu árs- lok, því engin frétt er enn komin af sauðasölunni en sjálfsagt er að það skuldar umboðsmanni sínum. Akveðið var að panta framvegis einungis móti sömu vörum og hingað til (ull og sauðum), en gefa þeim, er skulda, kost á að borga skuldir sínar með sláturfé. Þrír eru í aðalstjórn félagsins kaupstjóri Snorri Wíum, Sigurður prófastur á Valþjófsstað og séra Einar á Kirkjubæ, kosinn í stað Þorvarðar sál. læknis. Skurðarfé reyudist í góðu meðallagi. Geta má þesB, að þrevetur hrútur í Möðrudal vóg lifandi 206 pd. Sláturverð var líkt og i fyrra: Kjöt 48 pd. 15 au., 34 pd. 14 au., og þar fyrjr neðan 12 au. pd. Mör 18 au. pd. Gærur 2.25, 2.00, 1.75, 1.50. Haustull 35 au. pd. Björn Kristjánsson kaupmaður, er fór héð- an i f. m. til Skotlands með fjárfarm (um 1200) frá Borgfirðingum á skipinu „Alpha“ varð fyrir því ó- happi, að um 240 fjár drápust á leiðinni héðan til Leith, því að skipið hreppti storma mikla. En er til Leith var komið fékkst ekki að fiytja féð í land, af því að nógu langur tími var ekki liðinn frá þvi, að skipið fór frá Hamborg og þangað til féð var fiutt á skipsfjöl hér við land, sem átti að vcra 3 vikur, samkvæmt enskum stjórnarfyrirmælum, er B. K. var ókunnugt um. Varð svo að slátra fénu undir umsjón lögreglunnar og selja afurðirnar fyrir lítið verð. Er mælt að B. Kr. hafi höfðað mál gegn umboðsmanni sínum í Leith fyrir hugsunar- leysi hans i þessu efní, hvernig sem þvi reiðir af. Ofur-eðlileg ósk er það hjá ritstjóra „ísafoldar11 i síðasta blaði, að „Þjððólfur“ eigi að skipta um ritstjórn. Það er nfl. ekkert gaman að því í sjálfu sér fyrir „ísafold“, að liafa espað svo „Þjóðólf11 upp á móti sér með miður göfugmannleg- um árásum, að hann neyðist til að „taka hana til bæna“ við og við, og sýna fram á dökku kliðarn- ar við ritstjóru kennar, því hún græðir Býnilega mjög litið á því, eem von er, einkum þá, er hún kefur að kalla má öll blöð landsius á móti sér. Það væri því skynsamlegra fyrir liana, að stilla sig dálítið á brokkiuu og hleypa ekki svo langt út í kviksyndis-ófæru, að hún komist ekki klak- laust aptur til sama lands. En að því er okk- ur ritstjóra „ísafoldar11 snertir, þá er alllíklegt, ef báðir halda lifi og heilsu, að við verðum hvor öðrum til skemmtunar nokkra stund enn, og hvað oss snertir, þá óskum vér alls ekki, að aunar taki við „lsafold“, þvi að sá, sem nú stýrir henni, er svo einstaklega skemmtilegur og kurteis í orðum, einkum þá er honum tekst upp. Þessar [SLENDINGA SÖGUR eru komnar út: fslending-iibök og Landnámabók á 85 aur. Harðar sagra og Hólmverja . . - 40 — Egils saga Skallagrímssonar . . -1,25 — Hænsa-Þóris siiga - 25 — Kormáks saga - 50 — Vatnsdæla saga - 50 — Hral'nkels sag-a freysgoða . . . - 25 — Gunnlaugs saga Ormstungu . . - 25 — og fást þær með þessu verði hjá öllum bóksölum landsins, á hvern hátt, sem inenn kaupa þær, og hvenær, Bem menn verða áskrifendur að þeim. Nýir áskrifendur snúi sér til þess bókBölumanns, er þeir eiga hægast með að ná til. Framh. af sögunum kemur í vetur. Sigurður Kristjánsson. Fjögramannafar er tii söiu í 499 verzlun Stnrlu Jónssonar. 1—QOOO smáar blikkdósir kaupir ltafn Sigurðsson. 500 124 „Hvað á eg að gera við hestinn yðar og reiðtygin?11 spurðí fylgdarmaðurinn aptur. „Eg má til að biðja þig að fara með hann heim að Strönd, og biðja húsbónda þinn að geyma hann fyrir mig, þangað til eg get náð honum, og borgað húsbónd- anum það, sem eg skulda honum. Berðu honum kæra kveðju“, sagði Johnsen, og virtist vera orðinn rólegur. Þegar Johnsen kom „um borð“, vantaði hann bæði farbréf og líka peninga, til að kaupa farbréf fyrir, og hefði því orðið að verða eptir af skipinu, ef hamingjan hefði ekki lagt honum þá „líkn með þraut“, að skipstjór- inn var góður kunniugi hans, og þorði að lána honum peninga. Þannig gat hann líka borgað „dömunni“ eggin, sem hann braut. Hann borgaði þau svo ríflega, og afsakaði slysni sína svo lipurlega, að þau urðu ,)Perlu“-vinir á leiðinni til Djúpafjarðar. Klukkau 11% um kveldið kora skipið á Djúpafjarð- arhöfn. Klukkan 12 var Johnsen á landi. Nú var hann þó viss nm, að lianu var búinn að sjá fyrir endann á öllum þrautum. Ekki var hætt við að villast héðan af. Bróðir haus hafði svo opt og nákvæmlega iýst fyrir honum húsinu síuu, að ekki var um að villast. Annað hús á vinstri hönd, þegar gengið er austur frá bæjar- bryggjunni. Tvíloptað hús, með svalir yfir dyrum. Jú. Það var enginn efi. Þetta var húsið, sem hann stóð 121 að fjandinn hafl stýrt þér liingað. Það getur ekki verið satt. Eg trúi því ekki, að þú sért sá bófi, að fylgja ókunnugum manni til Langafjarðar, þegar hann biður þig að fyigja sér til Djúpafjarðar. Þú ættir að fá að koma í tukthúsið, góðurinn minn“. Johnsen var orðinn svo reiður, að hann vissi varla sitt rjúkandi ráð. Fylgdarmaðuriun var eins og mús undir fjalaketti. Hann fór að gruna, að annaðhvort væri Johnsen vitlaus, eða að hann hefði sjálfur tekið skakkt eptir, hvert liann átti að fylgja Johnsen. „Þér báðuð um fylgdarmann til Langafjarðar, og sögðuð strax, þegar þér nefnduð það fyrst, að þér ætl- uðuð þangað, því bróðir jðar væri þar“, sagði fylgd- armaðurinn raeð hálfum huga. Johnseu trúði honum undir eins. „Þú segir sjálfsagt satt. Eg hef ekki munað í þann svipinn, að bróðir minn flutti héðan til Djúpa- fjarðar í fyrra. Hanu var ufl. búinn að vera hér um mörg ár áður“, sagði Jbhnsen. „Það er víst ómögulegt að komast héðan til Djúpafjarðar í kveld“, bætti hann við. „Já, það er ómögulegt að komast það landveg. En eg heyrði það áðan, að gufuskip var að „pípau hérna á höfninni. Það er sjálfsagt skipið, sem fór suður í morg- un frá Gufuiág, það er nú á heimleið aptur og kemur

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.