Þjóðólfur - 28.11.1893, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.11.1893, Blaðsíða 2
222 engin opinber hátíðahöld skyldu eiga sér stað við uppsögn sýningarinnar. Ráðgjafaskipti eru enn einu sinni orð- in á Grrikklandi. Hefur konungurinn falið Trikupis enn á ný að mynda ráðaneyti. Óaldarmenn (anarkistar) á Spáni láta alimjög til sín taka. Að kveldi 7. þ. m. var sprengikúlum varpað iun í leikhús í Barcelóna og biðu þar 30 manns bana af, en margir meiddust. Gimsteinakaupmaður nokkur, er það kveld var staddur í leik- húsinu og komst þaðan heill á hófi varð þess var, er hann kom heirn til sin, að bófar höfðu brotizt inn í hús hans og stol- ið þaðan yflr 20,000 kr. virði. Fjórum dögum áður kviknaði í dynamitfarmi á höfninni í Santander og biðu þar bana hátt á 3. huudrað mauna, en mjög margir meiddust til skemmda og mörg hús, er næst stóðu höfninni, hrundu. Ætla sumir, að óaldarmenn hafi valdið þessu spellvirki. Spánarstjórn kefur nú tekið alvarlegar og strangar ákvarðanir gegn þessum bófum, til að Btenuna stigu fyrir þessum óföguuði, er varpar miklum ugg og ótta yfir landið. Frá Vínarborg ritar fríherra von Jaden Þjóðólfi á þesssa leið 1. þm.: „í október liélt. Ferdinand von Saar í Vín hátíðlegan 60. afmælisdag sinn. Síðan Hamerling leið er Saar hið helzta austur- ríska skáld á þýzka tungu. Við þetta tækifæri var hann sæmdur miklurn heið- ursgjöfum, og bæjarráðið í Vínarborg sendi honum 1000 kr. í gulii. Sem leikrita- og skáldsagnahöfundur er Saar í miklu áliti og er kelzt að telja þessi rit hans: „Inno- cens“, „Hinrik 4.“, „Bræðurnir de Witt“, „ThassiIo“, „Vínarljóð11 o. s. frv. 21. des. næstk. verður hinn ágæti, þýzki skáldsagnaköfundur Fhilipp Qalen 80 ára gamall. Hann heitir réttu nafni Ernst Philipp Lange og er dr. med. og yfirker- læknir í Potsdam hjá Berlin“. Látinn er 25. sept. Björn Pétursson Únítara-prestur í Winnipeg 67 ára gamall (f. 2. ágúst 1826). Hann var sonur Pét- urs prests Jónssonar, er síðast hélt Val- þjófsstað og Önnu Björnsdóttur prests í Kirkjubæ Vigfússonar, lærði nokkur ár í skóla en lauk ekki námi, kvæntist Ólafiu Ólafsdóttur prests Indriðasonar og fór að búa sem bóndi; var um tíma alþingism., en flutti til Ameríku með allt fólk sitt 1876. Fyrir milligöngu Kristofers Jan- sons skálds og Únítara-prests i Minneapolis varð hann trúboði Únítara meðal Vestur- íslendinga 1887, og vann að því starfi til dauðadags, með hinni mestu alúð og sam- vizkusemi. Hann var að vitni þeirra, er þekktu hann skýr maður og skynsamur og vel að sér í mörgu, einkar skemtinn og glaðlyndur og var því jafnan virtur og velmetinn. Jafnvel blað andstæðinga hans „Lögberg11 fer hlýlegum orðum um hann látinn. iætlun um gufuskipaferðir hins sam- einaða danska gufuskipafélags næsta ár, kom nú með póstskipinu. Er hún nokk- uð lík áætluninni frá 1891, strandferðirn- ar 5 að tölu norðan um land, (burtfarar- dagar frá Höfn: 20. marz, 17. maí, 3. júní, 17. júlí og 14. sept.) og jafnmargar vestur og norður um land frá Reykjavík, (burtfarardagar þaðan: 22. apríl, 14. júní, 4. júlí, 14. ágúst og 14. okt.) en á síð- ustu ferðinni kemur skipið þó ekki nein- staðar við fyr en á Sauðárkrók. Frá Reykjavík til ísafjarðar fer Laura tvisvar sinnum (í maí og október en ekki í sept- ember). Á Borðeyri á „Thyra“ að koma í einni ferð frá Höfn (1. ágúst), og í einni ferð fráReykjavík (20. ágúst), en á Blöndu- ós á „Laura“ að koma í einni ferð frá Höfn (22. júní) og í einni ferð fráReykja- vík (9. júlí). Nýtt skip, er nefnist „Nidaros11 á að koma eina aukaferð beina leið til Reykja- víkur 16. júlí og fara þaðan aptur 24. s. m. Ný lög staðfest af konungi 26. okt. 1. Fjárlöq fyrir árin 1893 og 1894. 2. Fjáraukalög fyrir árin 1890 og 1891. 3. Lög um skaðabœtur fyrir gœzluvarð- hald að ósekju m. fl. 4. Lög um atvinnu við siglingar. 5. Lög um að stjbrninni veitist heimild til að selja nókhrar þjóðjarðir. Fyrsta erlend gjöf til liáskólasjóðs- ins. Með þessari póstskipsferð voru rit- stjóra þessa blaðs send 50 gyllini (rúmar 70 kr.) sem gjöf til íslenzka háskólasjóðs- ins, frá félagi nokkru í Bollesö í Waag- thal á Ungverjalandi. Fylgdi þar með mjög vingjarnlegt bréf frá aðalforstöðumanni fé- lagsins Adalbert von Majerszky, dags. 14. f. m., ásamt stuttri grein um þetta fyrir- tæki vort, er hann hafði látið prenta í blaði félagsins, og er húu samhljóða á- skorun, sem fríherra von Jaden í Vínar- borg hefur sent ýmsum austurrískum blöðum, eins og áður hefur verið minnzt á hér í blaðinu. — í nafni hinna annara nefndarmanna leyfum vér oss að votta hinu ungverska félagi og formanni þess, ■f vort innilegasta þakklæti fyrir gjöf þessa, hina fyrstu, er oss liefur hlotnazt frá er- lendum þjóðum, og ætti þessi hluttekning ókunnugra manna, að hvetja landa vora til að sinna þessu framtíðarmáli voru af alliuga, enda væri það þjóð vorri til mestu minnkuuar, að þiggja gjafir frá öðrum, en gera iítið sem ekkert sjálf til að hrinda fyrirtækinu áíeiðis. Vér viljum því nota tækifærið til að skora enn einu sinni á þá landa vora, er liafa fengið samskota- áskoranir frá oss nefndarmönnum, að taka nú þegar til starfa, og safna samskotum hver í sinni sveit. Bókasafn Kricgcrs á landsbókasafnið í Reykjavík að fá alit, samkvæmt arfleiðslu- skrá hans, að því leyti, sem háskólasafnið í Kaupmannahöfn þarf ekki að vinsa úr því handa sér. [Eptir ,,Sunnanfara“]. Póstskipið „Laura“ kom hingað loks aðfaranóttina 26. þ. m. Hafði legið lengi í Færeyjum. Með því kom Einar Finns- son vegfræðingur frá Noregi, Jóhannes stúdent Sigurjönsson frá Ameríku og 3 aðrir íslendingar þaðan. Dáinn er 15. þ. m. í Stykkishólmi Sigurður Jónsson sýslumaður Snæfellinga, systurson Jóns Sigurðssonar, að eins 42 ára gamall (fæddur á Steinanesi við Arnar- fjörð 13. okt. 1851). Hann var útskrifað- ur úr Borgaradyggðaskólanum í Kaup- mannahöfn 1870, varð kandídat í lögum 1875 með 2. einkuun og sýslumaður í Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu 1878. Hann var kvæntur Guðlaugu dóttur Jens rektors Sigurðssonar, og áttu þau ekki börn. Sig- urður sýslumaður var rnikill vexti og gervi- legur sýnum, drengur hiun bezti og yfir- höfuð vel látinn af sýslubúum sínum. Dáinn er 7. növember Jón Magnússon ekkju- maður á Kúludalsá 83 ára gamall: Hann varfædd- ur og uppalinn í Norðurárdal, þríkvæntur, eignað- iat að eina 1 barn, sem dö ungt, bjó i 57 ár á 13 jörðum i Mýra- og Borgarfjarðarsýslum; hann var aldrei auðugur maður en jafnan við góð efni; lítill var bann jarðabótamaður, en greiðamaður góður, 0g skilamaður mikill á almenn gjöld, enda hvíldu þau mjög á konum. Hann sagðist hafa goldið skatt öll sín búskaparár, meðan skattur var gold- inn, 48 ár, og offur til prests, nema allra fyrstu árin. Slíkir bændur greiða mikið fé til al- uiennra þarfa. Til sýslumanns, prests, kirkju að óglcymdu sveitarútsvari, sem opt var þungt, mun Jón sálugi hafa goldið að meðaltali fullar 100 kr. árlega eða sjálfsagt alls 5,700 kr. 20/ii 93- S. Þótt seint sé, skal þess hérmeð getið, að hinn 11. maí siðastl. andaðist hér á eyju veitingamaður Johann Jörgen Johnsen, hálfbróðir Sigfúsar alþm. Árnasonar og þeirra bræðra. Dauðastríð Jóhanns

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.