Þjóðólfur - 28.11.1893, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 28.11.1893, Blaðsíða 4
224 Undirskrifuð tekur að sér að prjóna alis konar prjón í prjónavél, sem prjónar allan nærfatnað í tvennu lagi fyrir þessa borgun: Karlmannsskyrtu óþrædtla . . 0,75 Kvennskyrtu óþrædda . . . 0,65 Karlmanns nærbuxur óþræddar 0.75 Kvenn-nærbuxur óþræddar . . 0,65 Kvenn-klukkur..............1,00 Duggarapeysur..............1,00 Barnakjóla.............0,75—1,00 Trefla af öllum stærðum 0,50—0,75 Barna-nærföt ósamansett . . 0,30 Margt fleira verður prjónað, ef óskað verður. Bandið þarf að vera vel slétt og bláþráðalaust, og um fram allt vel þvegið, en ekki þarf það að vera þrítvinnað frem- ur en vill. Prjónið verður því að eins tekið, að borgað sé út í hönd í peningum. Ef prjónið er samansaumað, lcostar það 20—40 aura, eptir stærð fatanna. Hala 12. nóvbr. 1893. 501 Þóruim Þórðardóttir. Góöir ullarkambar fást í verziun 502 Sturlu Jónssonar. Kirkjuréttur, 2. útg. aukin og endurbætt, er til sölu á skrifstofu Djóðólfs. 503 Kartöflur, epli, vínber og alls- konar grænmeti kom nú með „Laura“ i verzlun Sturlu Jónssonar. Nýkomið í verzlun Eyþórs Felixsonar: Epli, ágæt. Appelsínur. Kartöflur. Eimfremur ýmiskonar nauðsynjavara. Smiöatól allskouar fást í 606 verzlun Sturlu Jónssonar. í verzlun Eyþórs Felixsonar verða nokkrir ungir, einlitir hestar keyptir fyrir hátt verð til 30. þ. m. gjjjP" Allir lcaivpendur Þjóðólfs erlend- is, er fá eitt eintak blaðsins sent sérstaklega og borga ekki skuld sína við það með fyrstu póstskipsferð næstk. ór verða tafar- laust strykaðir út af kaupendaskrá frá næstk. nýiri og eptirleiðis verður engum manni erlendis einum sér sent blaðið, nema það sé borgað fyrirfram. Útkomu þessa blaðs liefur verið llýtt um nokkra dag-a, svo að það g-æti komizt með póstunum og póstskipinu. Þjóðólfur kemur því ekki út næstkomaudi föstudag. rjEgErgEja „Piano“-verzlun „Skandinavien“ verksmiðja og sölubúð Kongens Nytorv 22, Kjöbenhavn. Verksmiðjunnar eigið smíði ásamt verðlaunuðum, útlendum hljóðfærum. !j Birgðir af Orgel-Harmonium. Er allt selt með 5 °/0 afslætti gegn borgun í peningum, eða gegn afborgun. Gömul hljóðfæri tekin í skiptum. Yerðsltrá send ókeypis. Íl=T=1=T=1=T=1=T=1=T=1=T=1=p3l=t=1=T=1=T=1=T=1=t=1=t=1=T= Í Eigandi or áhyníSarmaftnr Hannes Þorsteinsson, cand. theol. FélagBprentsmiSjan 122 við á Djúpafirði. Heyrið þér! Nú „pípar“ það í annað sinn. Johnsen var þegar tekinn á rás niður að höfninni. Fylgdarmaðurinn hrópaði á eptir honum, en það heyrði hanu ekki. Báðir hlupu. Johnsen hrópaði í sífellu: „Bíðið eptir mér!“ Fylgdarmaðurinn hrópaði: „Johnsen! Johnsen!“ Allir, sem nærstaddir voru, hlustuðu og störðu á þá, „eins og naut á nývirki“. Pegar Johnsen kom niður á bryggjuna, voru menn að fara í bát, sem flaut við hana. Johnsen bað ekki um far, heldur fleygði sér ofan i bátinn, og var svo óheppiun, að koma niður á tærnar á „dömu“, sem sat í bátnum. Hún æpti nátt- úrlega og hratt honum frá sér. Hann var ekki búinn að ná fullkomnu jafnvægi á líkamann eptir stökkið, og varð því valtur á fótum, þegar „daman“ stjakaði við bonum. Hann fleygðist í fangið á pilti, sem sat á næstu þóptu, með eggjakörfu á haudleggnum. Johnsen var þungur. Pilturinn stóðst ekki; báðir steyptust fram fyrir þóptuna. Eggjakarfan fóp sömu leið, og eggin þutu sitt í hverja áttina. Þegar Johnsen var að rétta sig við aptur, stakk hann olboganum uiður í körf- una; nokkur egg höfðu orðið eptir í henni; rauðan úr þeim málaði handlegginn á Johnsen. Allt varð í upp- námi í bátnura. „Daman“ og pilturinn skömmuðu John- sen — þau hrinu og bölvuðu, svo allir aðrir hlógu sig 123 þreytta. „Daman“ átti eggin, en pilturinn átti að varð- veita þau. Henni sárnaði bæði i tánum og sveið líka eggjamissiriun. Pilturinn fann til í bakinu, og hann missti hylli „dömunnar“ — hélt hann. Það var ekki furða, þó þau væru gröm. Þarna var Johnsen kominn í óþægilegan bobba. Hann hafði náttúrlega ekk- ert sér til afsökunar. Allir hlógu að honum; og ekki bætti um, að klæðisfrakkinn hans fíní var ataður orðinn af eggjahvítu og rauðu. Ycrst af öllu var þó að vera peningalaus, og geta ekki borgað eggin. Það er ofur- hægt að skilja það, að hann var allt annað en i góðu skapi, þegar fylgdarmaðurinn kallaði enn einu sinni á hann, og spurði, livað haim ætti að gera við hestinn hans. „Farðu til helvítis með hann og allt saman!“ hróp- aði hann í bræði. Hláturinn jókst að mun. „Hann kemst ekki áfram með hestinn fyr en annað kveld. Heppni, ef hann ratar þangað“. „En ef Djöfsi gamli tæki manninn til að passa hestinn“. „Ætli hann þurfi ekki að fá vegabréf? „Hvað skyldi Djöfsi vilja kaupa klárinn dýrt?“ „Ætli þar sé útigangsjörð?11 Þetta og fleira voru athugasemd- ir þeirra, sem voru í bátnum og á bryggjunni. John- sen vildi drjúgum verða að engu þarna.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.