Þjóðólfur


Þjóðólfur - 08.12.1893, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 08.12.1893, Qupperneq 1
Áig. (60 arklr) kostar 4]kr, Erlendls 5 kr. — Borglst fyrlr 15, júll. Uppsögn,lmnain yiö áramót, ðgild nema komi til útgef- anda fyrir 1. oktúber. ÞJÓÐÓLFUR. YTiY. árgo Reykjarík, föstudaginn 8. desember 1893. Nr. 57. Ólikar stefnur. Það er alveg eins og vant er engar fréttir úr sveitinni. Þetta er allt í þessu dauðans móki og víðburðaleysi. Það er að eins eitt, sem alstaðar og ávallt ber á, það er óánægja með allt. En það er orðið svo gamalt, algengt og úrelt, að það má ekki minnast á það framar. Og þó er óánægjan lífsvottur, löngun tilþess að okkur líði betur. Bara að við höfum traust á framtíðinni, og bindum þessa framtíðarvon okkar við blessað landið, nsem fæddi afa og ömmu“, sem sýnir okkur bæði blítt og strítt. Á þessum tímum virðist mér andans menn meðal íslendinga skiptast í þrennt, í þrjá flokka. Hinn fyrsti, sem fyrirlítur allar breytingar nútímans, segir, að allt og allir séu að fara á höfuðið, það hafi áður verið miklu betra, meiri auður, meiri vel- sæld, jafnvel meiri og einkum þjóðlegri menning. Annar flokkurinn er þessum gagnstæður. Það eru niðurskurðarmenn- irnir, sem vilja „skera á grunuðu svæðun- um“. í þeirra augum er allt gamalt ó- nýtt, sem betur færi að sem fyrst legðist fyrir óðal, týndist og gleymdist. Burt með þjóðleg fræði, burt með kirkju og kristindóm, það getur ekki framar sam- rýmzt menningu og framförum þessara upplýstu tíma! Svo mörg eru orð þess- ara nýmóðins herra! Á milli þessara öfga fer þriðji meðalhófs-flokkurinn; hann vill áfram með lífi og sál, en hann byggir á sögulegum grundvelli, hann vill hlynna að öllu því, sem gott er í lífi þjóðarinnar, en upprseta illgresið. Á tveim fyrri flokkun- unum sé eg dauðans mörk. Hinn fyrri vill, að við „lognumst út af“ með hægð. Hinn síðari vill skera okkur niður, afmá okkur úr tölu þjóðanna undir eins; við höfum full-lengi lafað við stélið á öðrum okkur tii minnkunar. Þriðji flokkurinn ber lífið, framfarir og hagsæld fyrir land og lýð í skauti sér. Guð gefi honum sig- ur. „Þjóðólfur11 0g sum önnur blöð berj- ast fyrir þessu lífsspursmáli, og þess vegna þykir öllum, sem elska þetta land og þessa þjóð, vænt um þau blöð. Einstaka blað er aptur á móti hlynnt niðurskurðarstefn- unni, t. d. í vesturfaraspursmálinu, og þó hljóta allir að sjá það, að greiðasti vegur- inn okkur til eyðileggingar eru Vestur- heimsflutningarnir. Þess þarf ekki að vænta, að okkur berist nýtt andlegt líf frá frændum okkar hinum megin hafsins. Það tjáir ekki að benda á „Sameininguna“, „Aldamót“, „Dagsbrún“ o. s. frv., sem Ijós úr vestrinu. Nei, það eru fjörbrot deyjanda þjóðernis; að nokkrum árum eru þær radd- ir þagnaðar. Skólamál Vestur-íslendinga er órækasta sönnunin fyrir þessu, þar er hver höndin upp á móti annari, þar láta þegar heyra til sín raddir, sem segja: burt með allt íslenzkt. Betur færi, að sú kenn- ing næði ekki að útbreiðast og festa ræt- ur hér á meðal almennings. Við höfum nógu mikið af vantrú og vantrausti, og hvar finnst sönn ást til fósturjarðarinnar á þessum tímum? Eflaust hjá mjög fáum. Það er því lífsspursmál að reyna að skerpa hana og efla. Og í þá átt ættu öll dag- blöðin að stefna, Gamla apturhaldsstefnan á fáa opin- bera formælendur, en í kyrþey eru víst eigi allfáir henni hlynntir, einkum eldri menn, og menn ramm-íslenzkir í anda, t. d. herra Sæm. Eyjólfsson, sem eg að öðru leyti met mikils sem góðan íslending, en mér finnst hann misskilja framfaraviðleitn- ina á síðari árum. Mér finnst hann ekki taka tillit til þess, bversu skammt er um- liðið síðan við fengum „lof“ til þess að beita þessum litlu kröptum, sem við eigum ráð á. Vér erum ekki enn búnir að afla okk- ur mikillar reynslu á sjálfstjórnarbrautinni. En eg misskil ekki hr. Sæm. Eyjólfsson, eg rangfæri ekki orð hans. Eg les út úr hverri linu, sem hann ritar, ást á hólm- anum kalda, en einnig, því miður, megn- asta vantraust á öllum framfaratilraunum nútímans. — Það er óbifanleg trú mín, að við eigum betri tima fyrir höndum, og eg sé mikilvægt framfaraspor stigið af þinginu í sumar í samgöngumálinu. Þar sé eg vísi til ómetanlegs hagnaðar fyrir þjóðina. Prestur. t Einar Ásmundsson alþm. og umboðsm. í Nesi í Höfðahverfi, er andaðist 19. okt., eins og getið var í 55. blaði Þjóðólfs, var eflaust hinn lang- fremsti íslenzkra bænda nú á tímum að vitsmunum og margháttaðri þekkingu, og þykir oss því hlýða, að minnast dálítið á æfiferil hans og æfistarf. Hann var fæddur á Vöglum í Fnjóska- dal 21. júní 1828, en þar bjó þá faðir hans, Ásmundur Gíslason frá Nesi i Höfðahverfi Asmundssonar í Nesi (f 1790) Œslasonar hreppstjóra á Gautsstöðum á Svalbarðs- strönd Sigurðssonar, en kona Ásmundar (hin fyrri) og móðir Einars alþm. var Guðrún Björnsdóttir dannebrogsmanns í Lundi í Fnjóskadal Jónssonar á Arnstapa Kolbeinssonar norðan frá Mývatni Sigmunds- sonar, en Björn í Lundi var, eíns og kunn- ugt er, bróðir Kristjáns dannebrogsmanns á Illhugastöðum föður Kristjáns amtmanns, Benedikts próf. í Landakoti og þeirra systkina. Síðari kona Gísla í Nesi og móðiv Ásmundar yngra var Halldóra Jóns- dóttir prests á Hálsi í Fnjóskadal Þor- grímssonar prests sama staðar Jónssonar prests á Þóroddsstað Þorgrímssonar prests sama staðar Ólafssonar, en móðir Gísla og kona Ásmundar eldra var Ingibjörg Þórðardóttir Þorkelssonar prests á Þöngla- bakka Þórðarsonar. Er mikill kynþáttur- kominn frá þeim hjónum, Ásmundi og Ingi- björgu, því að annar son þeirra, auk Gísla í Nesi, var Páll, faðir Þórðar á Kjarna, sem Kjarnaætt er við kennd. Má rekja þessar ættir miklu ýtarlegar til ýmsra höfðingja á 16. og 17. öld, en því verður að sleppa. Vorið 1832 fiuttu foreldrar Einars sig búferlum að Rauðuskriðu og þar dó móðir hans 1835. Um fermingar- aldur fór Einar frá föður sínum til Indriða gullsmiðs Þorsteinssonar á Víðivöllum í Fnjóskadal og nam hjá lionum gullsmíði. Lauk hann því námi á 4 árum og sigldi að því búnu til Hafnar haustið 1847. Dvaldi hann þar næsta vetur og Iærði þar meðal annars uppdráttarlist á fjöllista- skólanum (Polyteknisk Læreanstalt). Sum- arið 1848 veik hann aptur heim tii íslands og var næsta vetur á Víðivöllum, en fór þaðan vorið 1849 austur í Múlasýslur og dvaldi þar 4 ár við barnakennslu o. fl. Hann kvæntist þar eystra vorið 1853 Margréti dóttur Guttorms prófasts Páls- sonar í Vallanesi og fór þá að búa á hálfri Þverá í Dalsmyuni á móti föður sínum, er þangað hafði flutt fyrir nokkrum árum,

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.