Þjóðólfur - 05.01.1894, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 05.01.1894, Qupperneq 2
2 og 30. jan., sökum þess, að hann hafi neitað að svara rannsóknardðmaranum; en með því að fanga- húsdagbókin virðist hafa verið í vörzlum ákærða, þegar verið var að rannsaka þetta atriði í emhættis- færslu hans og eigi verður séð, hvenær greind athugasemd hefur verið rituð í hana, en hún er það sem síðast er í hana ritað með hendi ákærða, þá verður eigi hyggð nein sönnun á henni. Að öllu yfirveguðu, einnig þvi, að ákærði hefur eigi getað skýrt neitt frá um, hvaða spurningar það hafi verið, sem Sigurður neitaði að svara í réttar- höldunum 23., 25. og 30. jan., og þar sem eigi verður þrátt fyrir hið framlagða læknisvottorð álit- ið, að ákærði myndi hafa látið þess ógetið í þing- bókinni, þar sem um svo þýðingarmikið atriði var að ræða, að Sigurður neitaði að svara honum, eins og þess er getið í réttarhaldinu 21. jan. — virðist það yfirhöfuð óhætt að byggja það á bókun ákærða í þingbókinni, að Sigurður hafi eigi beinlínis neitað að svara spurningum ákærða 23., 25. og 30. jan., en að eins eigi viijað gefa, að áliti ákærða, sann- ari skýrslu í málinu, og að skiiyrðið fyrir.að beita kgsbr. 23. okt. 1795 gegn honum hafi því eigi verið fyrir hendi, en á hinn bóginn virðist einnig bók- un ákærða í þingbókinni benda til þess, að hann hafi eigi álitið, að hann beitti ólöglegri þvingun við Sigurð með því að úrskurða honum vatn og brauð, og að honum hafi því eigi verið fullkunn- ug ákvæði kgsbr. 23. okt. 1795, enda styrkist þetta einnig við það, að ákærði hefur heldur eigi í réttar- haldinu 21. jan. farið eptir ákvæðum kgsbr. þessa, um að aðvara ákærða (S. J.) áður en hann gerði honum vatn og brauð og um bókun á þeirri aðvörun. Það verður samkvæmt þessu að álíta, að ákærði hafi gert sig sekan í vítaverðu hirðuleysi, með því að kynna sér eigi nægilega fyrirmæii þau, er heimil- uðu og takmörkuðu rétt hans til að beita téðri vatns- og brauðs þvingun við Sigurð Jóhannsson eptir nýnefnd 3 réttarhöld. II. Þá er ákærða gefið að sök, að hann hafi i réttarhaldi 12. ágúst f. á. í máli höfðuðu af hálfu réttvísinnar gegn Steindóri nokkrum Markússym af ásettu ráði bókað ranglega, að prófseptirrit í mál- inu hafi verið lagt fram í réttinum. Samkvæmt þingbókinni, sem var upplesin og staðfest með und- irskriptum sýslumanns (ákærða), svaramanns Stein- dórs og tveggja réttarvotta, eiga í greindu réttar- haldi að hafa verið framlögð 5 skjöl, þar á meðal „prófseptirrit, sem fylgir“. Svaramaður Steindórs hefur nú borið það og eiðfest undir rannsókn þessa máls gegn ákærða, að téð prófseptirrit hafi eigi ver- ið framlagt í greindu réttarhaldi (12. ágúst f. á.) og hafi sýslumaður i áheyrn réttarvottanna sagt, að það væri eigi tilbúið, en sýslumaður hafi lofað honum því seinna, ásamt hinum öðrum skjölum málsins, sem hann samkvæmt réttarbókinni fékk léð til að semja vörn fyrir Steindór. Bkki tók svaramaður nein af hinum léðu skjölum með sérúr réttinum í þetta skipti, enda hirti eigi um það, eptir því sem upplýst er, en nokkru siðar, er hann samdi vörn sina, kveðst hann hafa orðið að gera það eptir dómsmálabókinni, sem hann í því skyni hafi fengið lánaða heim til sín, en prófseptirritið hafi hann aldrei fengið. Það er einnig borið af 2 vitnum, að svaramaðurinn hafi sagt þeim um það leyti, er hann samdi vörnina, að hann yrði að gera það eptir dómsmálabókinni, af því að hann hefði ekki fengið eptirrit af prófunum. Hinn ákærði hefur stöðugt haldið þvi fram, að bókunin á hér um ræddu réttarhaldi sé rétt í öllum greinum, og að nefnt prófseptirrit hafi því verið lagt fram í réttinum og hann hefur neitað því, að hann hafi haft nokkur ummæli um, að það væri eigi tilbúið og að svara- maður því eigi gæti fengið það þá þegar. Menn þeir, er voru réttarvottar við greint réttarhald hafa borið, að þeir hafi séð ýms skjöl fyrir framan sýslu- mann (ákærða) en þeir hafi ekki séð nein skjöl fram- lögð, hvorki prófseptirrit né önnur skjöl og virðist mega ráða af framburði þeirra, þó að spurning þar að lútandi hafi eigi verið sérstaklega borin upp fyrir þeim, að þeir hafi eigi heyrt umtal um það milli sýslumanns og svaramanns Steindórs, að umrætt eptirrit vantaði eða væri eigi fullbúið. Með þvi að það nú vel gat átt sér stað, að réttarvottarnir eigi veittu umræddu prófseptirriti, sem dómarinn sjálf- ur framlagði, sérstaklega eptirtekt, þó að það hefði verið fyrir í réttinum, eins og þeir eigi tóku eptir framlagningu annara skjala, sem þó er sönnuð, þá verður eigi álitið, að framburður þeirra komi í neinn bága við bókunina i þingbókinni. Og þar sem fram- burður svaramannsins einn sér — jafnvel í sambandi við fengnar líkur fyrir því, að bann hafi samið vörn sína eptír dómsmálabókinni, og það atvik, að eptir- rit þetta hefur eigi komið fram undir málinu, — eigi er nægilegur til að hrinda sönnunargildi þing- bókarinnar, sem var upplesin og staðfest með rétt- um undirskriptum allra hlutaðeiganda, þar á meðal svaramannsins sjálfs, þá verður að álíta, að sönnun bresti fyrir því, að ákærði hafi gert sig sekan í rangri bókun á framangreindu atriði. III. í máli af hálfu réttvísinnar gegn Kögnvaldi nokkrum Guðmundssyni fyrir svik, sem dæmt var í aukarétti ísafjarðarsýslu seint á árinu 1891, þannig, að Kögnvaldur var dæmdur í 8 daga ein- falt fangelsi, og i landsyfirdóminum í marzmán. 1892 — en þar var Rögnvaldur sýknaður af á- kæru sóknarans — hefur ákærða verið gefið að sök, að hann hafi bókað ranglega ýmislegt í mál- inu, og kveðið upp dóm i því seinna en þingbókin ber með sér. Pyrst og fremst hcfur það þannig verið véfengt, að menn þeir, er skrifaðir eru undir réttar- höldin í máli þessu 19. sept. og 3. okt. 1891 sem réttarvottar, hafi í raun og veru verið vottar við þau réttarhöld, og var sá grunur einkum byggður á því, að rithöndin á nöfnunum þótti mjög ólik rlthönd sömu manna á nöfnum þeirra annarstaðar í þingbókinni, og ein undirskriptin er með hendi ákærða og skrifað undir „handsalað". En þar sem menn þessir hafa eigi gengið frá téðum undir- skriptum sinurn og handsali, heldur jafnvel kann- ast við að hafa verið réttarvottar við greind rétt- arhöld, þó annar þeirra hafi síðar místreyst nokk- uð minni sínu í því efni, þá verður eigi gegn stöðugri neitun ákærða, á því einu, hvernig nöfn- in eru rituð, byggð sönnun fyrir, að það sé rangt, sem í réttarbókinni stendur í þessu tilliti. Þar næst hefur ákærði verið álitinn hafa bók- að ósatt i réttarhaldinu 19. sept. 1891, að því leyti, sem þar segir, að hegningarvottorö Rögn- valdar úr Strandasýslu, sé þá ókomið, og er það byggt á því, að í dagbók sýslunnar er það af á- kærða tilfært innkomið 14. s. m. Ákærði hefur haldið því stöðugt fram, að réttarbókin sé i þessu tilliti rétt, en dagsetningin ónákvæm í dagbókinni, og skýrt svo frá, að hann hafi, er haun kom af alþingi i sept. 1891, hitt fyrir búnka af bréfum og hafi hann svo seint í sept. „journaliserað“ það sem þá lá fyrir ójournaliserað, og þannig hafi hann í athugaleysi tilfært vottorðið, sem innkomið 14. sept., þó það hefði fyrst borizt honum eptir 19. sept., enda tjáist hann hafa verið á embættisferð í Dýra- firði 14. sept. Þessa skýrslu ákærða þykir verða að taka gilda, og verður því eigi álitið sannað, að bókun ákærða í umræddu tilliti hafi verið röng. 1 réttarhaídinu 8. okt 1891 er ákærði álitinn hafa ranglega bókað, að hinn skipaði svaramaður Rögn- valdar, Grímur Jónsson, hafi mætt og lagt fram vörn í málinu, og styðst þetta við eiðfestan fram- burð Gríms um, að hann hafi eigi mætt í greindu réttarhaldi, og þá eigi heldur lagt fram vörn þann dag, enda stendur eigi nafn hans undir réttarhald- inu í réttarbókinni, og tjáist hann þó vera vanur að undirskrifa réttarbókina í hvert sinn, er hann mæti í rétti sem svaramaður sakbornings. Hvað vörn þá frá Gríms hendi snertir, sem fram kom í málinu, og á að hafa verið lögð fram í þessu réttarhaldi, hefur Grímur borið það, að ákærði (Skúli Thoroddsen), hafi fengið sér uppkast að henni, sem Grimur kveðst hafa hreinskrifað næstum orð- rétt og afhent ákærða síðan, en það hafi eigi verið fyr en seinast í okt. eða fyrst í nóv. 1891. Hefur Grítnur borið, að ákærði hafi sagt, að í óefni væri komið fyrir sér með málið, hve langur dráttur væri orðinn á því hjá sér, og vildi hann því flýta fyrir því með því að fá Grimi uppkast af vörninni, og bað hann jafnframt að þegja yfir þessu. Til stuðnings sögusögn sinni hefur Grimur lagt fram skjal með hendi ákærða, næstum orði til orðs sam- hljóða vörn Gríms, og dagsett eins oghún3. okt. 1891. Ákærði hefur haldið því fram, að réttarbókin sé rétt að því leyti, að Grimur hafi mætt og fram- lagt vörnina, en framburður Gríms um uppkastið sé ósannur, og sé hið framlagða skjal að eins eptir- rit, er hann hafi tekið fyrir Grím af vörninni. Annar réttarvotturinn 3. okt. 1891 hefur borið, að Grímur Jónsson hafi mætt 3. okt., eins og bókað sé og lagt fram skjal í réttinum (vörnina), og hinn votturinn hefur sumpart borið hið sama, en sum- part, er hann á ný var yfirheyrður um þetta at- riði nú i haust, eptir að málið var dæmt í undir- rétti eigi þorað að fullyrða neitt í þessu efni, sak- ir minnisleysis, eptir svo langan tima. Rögnvald- ur Guðmundsson (hínn ákærði i málinu) hefur í utanréttarvottorði, sem fram hefur verið lagt í undirréttinum, en sem hann hefur eigi verið yfir- heyrður um, eða látinn staðfesta fyrir rétti, vottað það undir eiðstilboð, að Grímur Jónsson hafi sagt sér i okt. 1891, að hann hafi þá snemma í mánuðinum mætt fyrir sig i máli sinu. Það virð- ist nú auðsætt af skjali þvi í heild sinni, erGrím- ur Jónsson hefur framlagt og tjáð vera uppkast til varnar, að svo muni hafa verið, og að það sé því eigi rétt, er ákærði keldur fram, að skjalið sé eptirrit af vörn Gríms, en að öðru leyti, virðist framburður Grims vera svo óstuddur af öðru, sem fram er komið í málinu og koma eigi vel heiin við, að vörn hans, er hann sjálfur skrifaði (eptir „uppkastinu") er dagsett eins og reyndar „upp- kastið" 3. okt. 1891, og með því að framburður Gríms einnig kemur í bága við framburð réttar- vottanna og vottorð Rögnvaldar um, að Grimur hafi mætt 3. okt. fyrir Rögnvald, en fyrnefnt „upp- kast“ getur eigi sýnt annað eða frekar en að á- kærði hafi samið vörnina fyrir Grím, og ennfrem- ur vottarnir hafa borið, að Grímur hafi eigi verið alls gáður, er hann mætti í umræddu réttarhaldi, þá verður eigi álitið, að framkomin sé sönnun gegn réttarbókinni fyrir því, að Grímur hafi eigi mætt og eigi lagt fram vörn í máli Rögnvaldar í greindu réttarhaldi 3. okt. 1891, og verður réttar-

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.