Þjóðólfur - 05.01.1894, Side 5

Þjóðólfur - 05.01.1894, Side 5
5 djúpinu og fiskiafli í betra lagi i flestum veiðistöðum við Djúp, einna rýrastur þó í Bolungarvík. Aðfaranótt hins 23. þ. m. rak hafís allmikinn inn í Djúpið, fyllti flrði og víkur, svo ferðir tepptust, hafa síðan verið frost mikil. í dag er 16 stig R. og fjallahár frostreykur yfir öllu Djúp- inu. Mjög er það sjaldgæft, að hafís komi hér svona snemma vetrar; hefur það borið eittlivað einusinni við áður í minnum nú- lifandi manna. — Ekki virðist hagur al- mennings standa öilu betur en fyrri, þrátt íyrir hinn mikla afla í vor og í fyrra vetur, mun blautfisksverzlun nú ekki minni en undanfarið, en hún þykir jafnan ljós vott- ur þess, að ástæðurnar séu ekki góðar hjá fólki. Kaupmenn munu tregir á lán- um, sem alls ekki er láandi, þar sem lítið mun grynna á hinum mikiu kaupstaðar- skuldum. Kaupfélagið sendi tvo fisk- farma allstóra, annan til Spánar og hinn til Genúa, en var eins og allir í sumar óheppið með sölu á fiskinum, svo að hann nær vart kaupstaðarverði; ábatinn af verzl- un þess verður því að líkindum minni en í fyrra, enda er vel, þótt ekki verði 50°/0 ágóði í samanburði við kaupstaðar- verð, en vonandi er hann verði þó nokk- ur. í öndverðum þessum mánuði hljóploks af stokkunum hið nýja blað þeirra Tanga- búanna, sem þér munuð séð hafa. Það nefnir sig „Grettir", og eptir því sem 1. tölubl. er, virðist Grettir þessi ætla að líkjast nafna sínum í æskutiltektum hans, en síður að andlegri atgervi; þykir mörg- um auðsætt, að ef hann heldur áfram eins og hann byrjar, þá muni hann engu lán- gefnari en nafni hans, er litla giptu sótti í hendur ísfirðinga forðum, eins og kunn- ugt er. Aðalstyrktarmenn eða útgefend- ur blaðs þessa er sagt að séu nokkrir kaupmenn og verzlunarmenn á ísafirði á- samt héraðslækui Þorvaldi Jónssyni, sem nú hefur fengið son sinn sér til aðstoðarlækn- is og getur því gefið sig við enn fleiru en áður. Barnaskólakennari Grímur Jónsson er hafður fyrir ábyrgðarmann, og er fullyrt, að hann muni styrkasta andlega stoðin undir málgagni þessu. Barnaskólar eru haldnir í vetur í Hóls- Eyrar- og Súðavíkurhreppum; hafa þeir allir fengið styrk af landssjóði fyrir þetta ár; þá má og nefna barnaskólann á ísa- firði, er guðfræðingur Grímur Jónsson veit- ir forstöðu. Á skóla þessum kvað nú vera 9 eða 10 börn; er það létt verk fyrir annan eins afkastamann eins og herra Grím, að uppfræða ekki stærri hóp, enda var al- talað í haust, að hann hefði ætlað að leita sér aukaatvinnu með því að vera saksóknari Lárusar Bjarnason í kærumál- unum gegn ísfirðingum, en þegar til skóla- nefndarinnar kom hafi henni þótt nær, að hann hlýddi yfir þessum 9 krökkum, en að hann vasaðist í málaferlum inn um allt ísafjarðardjúp og svo settist kenn- arinn aptur, en tók við öllum veg og vanda af Gretti, eins og áður er á vikið. Bæjarbúar á ísafirði kaupa prívat kennslu fyrir börn sín, heldur en „að láta þau til Gríms“. Þannig er sagt, að ein kennslu- kona þar hafi um 20 börn til kennslu, en 900 krónur gjalda þeir herra Grími í árs- kaup, og kvað sumum bæjarbúum þykja dýrkeypt fræðsla þessara 9 ungmenna, sem Grímur uppfræðir, og vilja losast við hann; en hr. Grímur er sjálfur í bæjar- stjórninni, sem lieí'ur fjárveitingarvaldið og ræður kennarann. Opt hefur nú vel verið með stefnufar- farirnar síðan í fyrra, segja menn, en hvað er það hjáó sköpunum, sem nú ganga á, síðan kærumálin hófust. Sú von brást, að Lárus fengi sýelubúa sína dæmda þegjandi í þyngstu hegningu laganna fyrir þetta ódæði, að hafa kært hann fyrir amt- inu. Hann er reyndar ekki enn búinn að stefna nema 6 mönnum fyrir þessar kær- ur, en réttarhöldin eru víst bráðum orðin sex sinnum sex; heyrist ekki annað en um stefnufarir og réttarhöld á ísafirði þessa dagana, stundum stefnt 20—30 vitn- um á dag, en yfirheyrslan gengur, að sagt er, allt tregar, því Lárus kvað jafnan hafa nóg til að láta bóka, svo vitni komast Iítt að. Núna rétt nýlega var maður sendur inn í Djúp með vitnastefnur til eitthvað um 20 manns umhverfis allt Djúpið; er sagt, að flestir muni stefndir, sem verið hafa fyrir rétti hjá Lárusi í Skúlamálinu og enda fleiri. Auðsætt þykir, að veturinn muni ekki endast til að útkljá kærumál þessi, þar sem enn er ekki lengra komið sög- unni, að eins einn hreppur og kaupstað- urinn tekinn fyrir. Má því ætla, að þetta sem komið er, sé að eins byrjun til stærri tíðinda þar inn í Djúpinu, og að ekki muni veita af þessu komandi ári til að hirta ísflrðinga, fyrst að ekki varð kom- izt af með árið til að jafna á yfirvaldinu þeirra. Mjög hefur mönnum orðið tíðrætt um áverka þann, sem Guðm. bóndi Sveinsson kveðst hafa orðið fyrir af völdum hins setta yfirvalds, og er ekki trútt um, að glímuskjálpti komi í suma ungu piltana, þegar tilrætt er um atburð þennan. Guð- mundur er stórfatlaður maður í öðrum fætinum (gengur haltur við staf) og þyk- ir tilræði þetta því óviðurkvæmilegra af hálfu yfirvaldsins, ef rétt er hermt, en öll- um getur nú orðið skapbrátt. Guðmund- ur hefur, að því er sagt er, beðið amtið um setudómara í máli, er hann ætl&r að höfða út af þessu. Heyrzt hefur og, að Lárus muni ætla að kæra setudómarann fyrir einhverjar yfirsjónir. Er ekki að efa að þeirri kæru verði rækilegur gaumur gefinn. Fer þá að fjölga dómurunum og lögvitringunum í ísafjarðarsýslu, og vaxi málsóknir og almennur ófriður að sama skapi og lögfræðingunum fjölgar, eins og hingað til, þá verður ekki svo óskemmíi- legt fyrir friðsama og fáfróða bændur að lifa í ísafjarðarsýslu. Sumir eru jáfnvel farnir að fleygja því, að eigi muni staðar nema með málaþóf þetta, fyr en spreng- lærður lögfræðingur og „kommissarius“ (jeg kann rétt að nefna það), verði send- ur í hvern einasta hrepp í ísafjarðarsýslu, og landsstjórnin hafi gert sjálfri sér mikinn ó- leik með því að vera einlægt svona móthverf lagaskólanum, því að nú hafi hún það fyr- ir þráann, að hún komist sjálf í lögfræð- ingaþrot í þessari makalausu ísafjarðar- sýslu. En svo eg hverfi nú aptur að efninu, þá er ástandið hér vestra all-ískyggilegt, og hafi hugir manna verið orðnir æstir í fyrravetur út af aðfórunum við Skúla, þá mun það ekki síður nú, þegar elta á alla beztu menn héraðsins með málsóknum fyr- ir það, þótt þeir, ásamt fleiri hundruðum sveitunga sinna, kærðu yfir því yfirvaldi, er þeir töldu óhafandi, og seint munu svo margir lögfræðingar og setudómarar sitja hér á rökstólum, að ísfirðingar komist í skilning um þá réttvísi landsstjórnarinnar að hefja upp úr þurru sak&málsrannsókn gegn embættismanni, sem enginn lifandi maður hefur kært um neitt embættisaf- brot, og þykir að öðru leyti gott og rétt- sýnt yfirvald, en virða að vettugi kærur mörg hundruð manna yfir embættismanni, sem flestir eru óánægðir með. Þeir myndu fleiri verða en ísfirðingar, er þættust hart Ieiknir, að vera fyrst sviptir þvíyfirvaldi, er þeim hugnaðist vel að, og síðan eltir með lögsóknum og öðrum ófagnaði af yfirvaldi, sem þeir sárnauðugir verða að sitja undir. — Hér í sýslunni hafði góðum félagsskap og samheldni til nyt- samra hluta mikið farið fram hin síð-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.