Þjóðólfur - 05.01.1894, Side 6

Þjóðólfur - 05.01.1894, Side 6
6 ustu ár og átti Thoroddsen góðan þátt í því, en nú er öllu umhverft; úlfúð, tor- tryggni, flokkadrættir og enda opinber flandskapur manna á milli aukast dag frá degi, síðan róstur þessar hófust. Eng- inn er öruggur fyrir því, að vera þá minnst varir dreginn fyrir lög og dóm, eða stefnt til vitnisburðar um eitt eður annað ómerkilegt orð eður atvik, er hann kann að hafa heyrt eður sagt fyrir löngu siðan. Pegar í slíkt óefni er komið er auðvitað ekki hægt að gefa rteinum ein- stökum manni alla sök á slíkum ófögnuði, því að þá sannast það optastnær, að sjaldan veldur einn þegar tveir deila, auk heldur þegar fleiri eru, en vissulega bera þeir menn allþunga ábyrgð á hinu núverandi ástandi í ísafjarðarsýslu, sem árum sam- an hafa legið í eyrum landsstjórnarinnar með rógi og illmælum um Skúla Thor- oddsen, unz þeir fengu vilja sínum fram- gengt; getur það sannazt á landsstjórn- armönnum, sem öðrum mönnum, að sjaldan er svo leiður að ljúga, að ekki verði ljúf- ur til að trúa. En varla er landsstjórn- inni það ætlandi, að henni þyki skemmti- legt að vita af slíku ólagi í nokkru hér- aði landsins, eins og nú er hér í sýsl- unni, en þá ætti hún líka að neyta þess eina ráðs, sem hér dugir, að kveðja Lárus þennan burtu aptur. Hvernig sem öllum þessum málum lýk- ur, þá verða þau alleinkennilegur þáttur í landsstjórnarsögu íslands á síðasta tug 19. aldar, en eptir er að vita, hvort sá þáttur verður æztu valdamönnum íslands til heiðurs eða vansæmdar; úr því skera eptirkomendur þeirra manna, er þessa at- burði lifðu. Útlendir ferðamenn o. fl. (Bréf úr Biskupstung'um 10. des. f. á.). Heyskapur í sumar varð hér í betra meðallagi og uppskera úr matjurtagörðum sömuleiðis. Haustveðurátta hefur mátt heita góð; þó komu frost svo snemma, að mjög lítið varð úr jarðabótastörfum. Lítið hefur borið á bráðapest í sauðfje, þar á móti gengur hundafár og drepur hunda unnvörpum. Yfir höfuð að tala mundi hagur manna standa allvel, ef verzlunin væri í betra horfi, en kaupstaðarskuldir og peningaskortur kreppa mjög að al- menningi, og drepa niður dáð og fram- kvæmd. „Kaupfélag Árnesinga" hvarfað mestu leyti í sumar, þó voru nokkrar vörur pantaðar hjá Zöllner móti sauðum og peningum; voru helzt í því Grímsnes- ingar og svo Tungnamenn og Þingvalla- sveitar; verður eigi um sagt, hvernig þau viðskipti hafa gefizt. Stokkseyrarfélagið hefur lifað góðu lífi og eykst ár frá ári; fáir menn eru í því héðan úr uppsveitun- um, en því fleiri úr neðri hluta sýslunn- ar. í sumar var tilraun gerð til að kaupa vörur erlendis fyrir peninga og selja þar aptur ull fyrir peninga; voru í því mest Hreppamenn og Tungnamenn, en Björn kaupmaður Kristjánsson annaðist um kaup og sölu; fengu félagsmenn rúg á 12,80 kr. hver 200 pund og bankabygg á 17—18 kr með öllum kostnaði; aðrar vörur voru eigi pantaðar. Verð á ullinni mun verða 55 aur. að kostnaði frádregnum. Nokkur hross seldi Björn fyrir félagsmenn, og fengu þeir miklu hærra verð fyrir þau, en vér höfum átt að venjast að undanförnu. Par á móti berast nú illar sögur af sauðasölu hans fyrir vora hönd. Vafalaust verður kaupfélagsskap haldið áfram næsta ár með einhverju móti. Gestkvæmt var hér í sumar í meira lagi af útlendingum, og þykir það hagn- aður einkum í þessu peningaleysi; mikill getur hann þó varla talizt fyrir þessa sveit, því að það er aðgætandi, að ferð- irnar eru mestar um sláttinn, og þá eru allar frátafir dýrar og stundum svo, að seint er að meta til peninga. Það er ó- hætt að segja, að menn gera sér allt far um að taka vel við þessum gestum, þó að opt séu eigi föng á að gera það svo vel sem skyldi. Flestir útlendingar kynna sig líka vel, eru kurteisir og prúðir í viðmóti, og þiggja vel þann beina, sem veittur er; þó gera menn hér þeirra mikinn mun í því tilliti, og fer það nokkuð eptir þjóð- erni. Flestir útlendingar gefa sig lítið að mönnum, og láta fylgdarmenn sína ganga í milli með allt; viðkynningin við sveita- búa verður engin önnur en kaup og sala, og af íslenzkri gestrisni hafa þeir svo sem ekkert að segja; er þetta eðlilegt, þar sem hvorugir skilja aðra. Þannig eru ná- lega allir Englendingar. Aptur eru sum- ir ferðamenn, sem gera sér allt far um, að komast í kyuni við menn, þar sem þeir koma og gista, semja sig sem mest eptir siðum alþýðu og sýna í öllu mestu virðingn og velvild íslenzkum háttum og þjóðerni; slíkum gestum er tekið með mesta fögnuði; þeim væri víst sýnd öll hin sama gestrisni og beini, þó að engin borg- un væri í aðra hönd; opt er þeirra lengi minnzt á eptir með hlýjum hug og lofsorði. Ef Norðmenn ber að garði, sem því miður er svo sjaldan, þá finnst mönnum sem kominn sé frændi eða fornvinur, og þykir það þá mest mein að geta ekki mælt við þá eins og í skapi býr. Annars eru Þjóð- verjar hjer um slóðir allra útlendinga vin- sælastir ; einkum þykjast menn aldrei nóg- samlega geta iofað „þýzka prinsinn“ (er nefndi sig barón v. Gadendorph) og föru- nauta hans, sem ferðuðust hér fyrir skömmu, fyrir örlæti þeirra og ljúfmennsku. Þykja engir slíkir öðiingar hafa komið, síðan þeir W. Fiske voru á ferðinni. Það er mjög sjaldan, en kemur þó fyrir, að útlendingar sýna sveitamönnum ruddaskap, og láta það á sjá, að þeir skoða þá sem skrælingja, er engri kurteisi sé kostandi upp á, vaða t. d. inn um bæi leyfislaust og rífa jafn- vel til í rúmum og hirzlum til að skoða. Enga útlendinga hef eg nýlega heyrt fá eins slæman orðstír og danska ferðamanna- hópinn í sumar undir forustu N. Thomsens, og skilzt mér, að þeir hafl mest goldið hans að því; hann þótti smámunalega nízkur í viðskiptum og óviðfeldinn; eg hef heyrt honum fundið það til, að hann t. d. hafi dregið úr reikningi upp á 40— 50 kr. eina krónu, og eigi borgað hana, og á öðrum bæ nokkra aura úr margra króna reikningi, og að á einum bæ, þar sem hann hafði fengið leyfi til að á í kring um túnið 100 hestum, svo að tímum skipti, hafi hann neitað að borga nema 1 kr., en 2 kr. voru settar upp, og fleira er honum fundið til ámæiis, svo sem narrið með borð- búnaðinn frá Austurhlíð og áning þar í engjum í leyfisleysi. Það þótti líka skrít- ið að sjá útbúninginn á kvenfólkinu sumu; það er svo óvanalegt að sjá stássmeyjar í duggarapeisu, kjól og islenzkum skinn- sokkum með öfugan sjóhatt á höfðinu; þó var það auðvitað betra en að hafa engin reiðföt né verjur til að taka á móti rign- ingu og vosbúð, eins og sumar þeirra. Það leit óneitanlega svo út, sem ferðin væri af vanefnum ger af hendi Dana sjálfra, og því þykir mönnum síður hafa setið á þeim að taka hart á þvi, þó að sumu væri áfátt hjá ísiendingum. Ekki þykir þeim heldur farast að lá mjög ís- lendingum óstundvísi, því að morguninn, sem þeir ætluðu af Stað frá Geysi var svo fyrirlagt, að þeim væru færðir hestarnir um miðjan morgun, en þegar þeir svo komu í ákveðinn tíma, voru þeir sjálfir hvergi nærri tiibúnir, og urðu svo þeir, sem komu með hestana að bíða þar með þá fram yfir dagmál, og fengu enga borg-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.