Þjóðólfur - 05.01.1894, Síða 8

Þjóðólfur - 05.01.1894, Síða 8
8 Þórdís, er nú gipt kona að Snæfoksstöð- um. Sigríður sál. var sómakona, prýðisvel greind, heppin yfirsetukona, stillt en þó glöð í lund, guðhrædd og vönduð í allri hegðun sinni, hyggin og stjórnsöm hús- móðir, gestrisin og góðviljuð við hvern sem í hlut átti. Þau hjón bjuggu að Snæfokstöð- um rúm 40 ár með miklum sóma, og mun heimilis þeirra lengi minnst sem einhvers hins bezt þokkaða og mesta sæmdarheimilis í þessu byggðarlagi. Hinn 20. oktbr. f. á. andaðist að Önd- verðarnesi í Grímsnesi Guðrún Einars- dóttir, ekkja Þorsteins sál. Guðmundsson- ar, sem andaðist þar 3 febr. s. á. — For- eldrar Guðrúnar bjuggu fyrst að Skildinga- nesi og þar er Guðrún fædd árið 1832. Síðar fluttu þau að Bjarnastöðum á Álpta- nesi. Guðrún giptist 20 ára gömul. Bjuggu þau hjón fyrst 15 ár að Miðdai í Laugar- dal og síðan að Öndverðarnesi til dauða- dags. Þau áttu 6 börn: 5 dóu ung og efnilegur sonur um tvítugsaldur. Þau lifðu framan af í fátækt, en efldust svo, að heimili þeirra var talið með hinum efnuð- ustu í þessari sveit. Guðrún sál. var trygg og staðföst í lund, hyggin og stjórn- söm húsmóðir, reglusöm, gestrisin og hjálp- fús við þurfandi, og yfir höfuð hin mesta sómakona. S. Sesselja Þórðardóttir (prests á Torfa- stöðum Halldórssonar) ekkja Þórðar bónda Jónssonar á Syðri-Reykjum í Biskupstung- um andaðist hér í bænum síðastl. nýárs- dag, rúmlega sjötug að aldri. Þessarar merkiskonu verður siðar getið nánar hér i blaðinu. Vottorö. Yér undirskrifaðir, sem vorum staddir á safnaðarfundinum hér í bænum 17. des. f. á. vottum hér með, að vér heyrðum kaupmann Kristján Ó. Þorgrímsson mæla þeim orðum, sem hann reynir að breiða yfir í „ísafoldw 30. des. Segir hann þar, að ritstj. „Þjóðólfs" sé ósannindamaður að því, að hann (Kr. Ó.) hafi viðhaft orðið „aðskotadýr“ um nokkurn núverandi skóla- pilt. En þess ber að gæta, að ummæli Kr. Ó. á fundinum gátu alls ekki átt við aðra en lærisveina lærða skólans yflr höfuð og sérstaklega þá lærisveina, sem nú eru í skólanum, því að um annað var ekki að ræða. Einu af fundarmönnum vítti og alvarlega þessi orð Kr. Ó. að kalla skóla- sveina „aðskotadýr utan af landi“, og reyndi Kr. þá alls ekki að bera af sér, að hann hefði einmitt viðhaft þessi orð og tók alls ekki undan þá, sem nú eru í skóla. Reykjavík, 2. jan. 1894. Hallgr. Sveinsson. Jóhann Þorkelsson. Sœm. Eyjólfsson. Hélgi Helgason. Bafn Sigurðsson. Jónas Jónsson (fundarskrifari). * * * Eg undirskrifaður votta hér með, að ummæli kaupmanns Kristjáns Þorgríms- sonar á safnaðarfundinum 17. f. m. um þá, er sóknarmenn yrðu stundum að rýma sæti fyrir í kirkjunni, eigi gátu að minni meiningu skilizt um aðra en skólapilta, sérstaklega núverandi skólapilta, og þegar biskupinn kvaðst hafa skilið svo, að fund- armaðurinn meinti skólapilta með þeim, sem hann hefði kallað „aðskotadýr utan af landi", þá bar hann eigi á rnóti því. Reykjavík 2. jan. 1894. Eiríkur Briem. * * * Ofanrituð vottorð munu fyllilega sýna, hvernig yfirlýsing Kr. Ó. er úr garði gerð og þarf ekki frek- ara um það að segja. Að eins skal eg geta þess, að svigurmæli þau i enda ,ísaf.‘-klausunnar, er sjálf- sagt eiga að vera stýluð til mín, eru svo bjánaleg og svo ðsamkvæm sannleikanum, að höf. talar þar auðsjáanlega af sínu eigin, enda má Kr. Ó. vita það, að eg hef vitnisburði vitrari og merkari manna en hans um skólanám mitt, og læt mig því litlu skipta, hvað þessi fyrv. bæjargjaldkeri sællar minn- ingar lætur sér um munn fara. Ritstj. Bæjarfulltrúakosning. ólafur ólafs- son fátækrafulltrúi var kosinn í bæjarstjórn 3. þ. m. af hinum almenna kjósendaflokki með 105 atkv. t Helgi Hálfdanarson forstöðumaður prestaskólans lézt eptir mikl- ar þjáningar 2. þ. m. Þessa merkismanns íslenzku kirkjunnar verður getið nánar í næsta blaði. Til vesturfara. Eins og að undanförnu annast eg und- irskrifaður um fólksflutninga til Ameríku fyrir hönd Allan-línunnar og verður sent beinlínis skip næsta sumar eptir fólkinu, ef nógu margir hafa skrifað sig eða pant- að far hjá mér eða agentum mínum svo tímanlega, að eg fái að vita tölu þeirra, er ætla að flytja til Ameríku á næstkom- andi sumri með minni línu, í síðasta lagi með póstum, er koma hingað til Reykja- víkur í aprílmánuði næstkomandi, eða fyrsta strandferðaskipi í vor komandi. Það er mjög áríðandi, að fólk gefi sig fram í tíma, svo eg geti pantað hæfilega stórt skip til að sækja fólkið nógu snemma, því þeir, er síðar gefa sig fram, verða því að eins tekn- ir, að plássið sé nóg í skipinu. Einnig flyt eg með dönsku gufuskipunum þá, er heldur vilja fara með þeim. Allir, sem ætla vestur að sumri, ættu að vera tilbúnir um miðjan júní; það er mjög áríðandi að komast nógu snemma vestur, til að tapa ekki af sumarvinnu þar. Manitoba-stjórnin sér um að útvega fólkinu vinnu strax og hún veit hvað marg- ir muni koma, svo engir þurfa að biða eptir að fá vinnu, þegar þangað kemur; en til þess að eg geti látið stjórnina vita það nógu snemma, verða menn að skrifa sig sem allra fyrst, eins og hér að ofan er sagt. Áreiðanlegur túlkur verður sendur alla leið með fólkinu til Winnipeg. Hvað fargjald verður næsta ár get eg ekki sagt um enn þá, það kemur mest undir því, hvað margir skrifa sig í tíma, en eins og allt af að undanförnu mun Allan-línan flytja fyrir lægsta verð og upp á haganlegasta máta fyrir þá, er fara. Munið eptir að skrifa ykkur í tíma, svo hægt verði að útvega ykkur hentugt skip á réttum tíma, og vinnu strax og þið komið til Ameríku. Reykjavík 27. desember 1893. Sigfns Eymundsson. Nýir kaupendur að þessum nýbyrjaða 46. árg. Þjóðólfs (1894) fá ókeypis fjðgur fylgirit: 1. Sögusafn Þjóðólfs V. 1892, 144 bls., 2. Sögusafn Þjóðólfs VI, 1893, 134 bls.. 3. Söguna af Þuríði for- manni og Kambsránsmönnum, 1. hepti, 64 bls., og 4. Sömu sógu, 2. hepti, um 64 bls., er verður prentað á næstkomandi vori. Þetta 2. hepti fá og allir gamlir kaup- endur blaðsins, er í skilum standa. Þeir, sem vilja eignast alla Kambsráns- sögu, ættu að gefa sig fram sem fyrst sem nýir kaupendur, svo að .þeir geti fengið fyrsta heptið ókeypis, áður en það er á þrotum. Þess skal getið, að engir nema kaupendur Þjóðólfs geta eignazt sögu þessa, þvi að hún verður alls ekki til lausasölu. Eigandi og á,byrgðarmaínr: Hannes Horstelnsson, cand. theol. Félagsprentsmiðjan

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.