Þjóðólfur


Þjóðólfur - 19.01.1894, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 19.01.1894, Qupperneq 3
15 sonar á Syðri-Reykjum, en móðir Þórðar, er Sesselja átti, var Guðrún Ðórðardóttir frá Rafnkelsstöðum í j Ytrihrepp Tónssonar sama staðar Jónssonar á Stóra- Núpi Magnússonar í Bræðratungu Sigurðssonar sýalumanns á Skútustöðum Magnússonar sýsiumanns á Reykkólum Arasouar í Ögri Magnússonar prúða í Bæ á Rauðasandi Jónssonar á Svalbarði Magnús- sonar, og er sá ættieggur alkunuur, því að frá sonum Jóns á Svalbarði eru komnar mestu höfðingja- ættir hér á landi. Þau hjón, Þórður og Sesselja, voru þremenningar að frændsemi, því að íöðurmóðir hans (kona Þórðar Jóussonar á Syðri-Reykjum) var Guðrún Högnadóttir, alsystir séra Páis á Torfa- Btöðum, er áður var gctið. Bjuggu þau Þórður og Sesselja heit. fýrst 8 ár í Holtakotum í Biskups- tungum, því næst 1 ár í Haukadal, en fluttn svo að föðurleifð Þórðar, Syðri-Reykjum, og bjuggu þar Upp frá því samfleytt 32 ár. Þar missti Sesselja mann sinn 6. apríl 1882, og flutti því næSt vorið 1883 suður til Reykjavíkur og keypti þar hús, er hún bjð í til dauðadags. í hjón; bandi sínu eign- aðist hún 8 börn, en að eins 3 synir eru á lífi: Þórður bóndi í Reykjavík (elztur barnanna), Jón bóndi á Hliði á Álptanesi og Halldór bókbindari °K prentsmiðjueigandi (yngstur barna Sesselju heit.). Tvö börn þeirra hjóna dóu uppkomin: Þórður bóndi á Hliði á Álptanesi, er drukknaði 7. jan. 1884 um þrítugsaldur, dugnaðarmaður mikill, og Guðrún, er gipt var Ólafi syni Hjartar lirepp- stjóra Eyvindssonar i Austurhlíð. Sesselja heit. var höfðingskona mikii og gædd miklum og góðum hæíileikum. Hún var frábær- lega heppin yfirsetukona og mistókst aldrei, þótt hún hefði ekki sérstaklega lært ijósmóðurstörf. Hjálpaði hún opt þar sem hinar „lærðu“ voru frá- gengnar, og má óhætt telja að hún hafi verið ljós- móðir hátt á 3. hundrað barna, meðan hún dvaldi þar eystra. Hafði húu þar hið mesta álit á sér, ekki að eins fyrir ljósmóðurstörf sín, heldur einnig fyrir lækningar, er hún stundaði með duguaði og samvizkusemi, opt gegn lítilli þóknun. Hún hafði miklar mætur á guðsorði og aðhylltist ekki skyn- semistrúarstefnu nútímans. Hún var góð og ástrík eiginkona og umhyggjusöm móðir barna sinna. Var heimili hennar fyrirmynd að siðprýði, reglusemi og risuu, enda þótti hún fyrir margra hluta sakir bera ægishjálm yfir flestum konum héraðs þess, er hún lengst dvaldi í, og víst er um það, að minn- iog þessarar sæmdarkonu verður þar lengi i heiðri -ofð, hjá öllum, er henui kynntust og bezt þekktu kosti hennar. Barðastrandarsýslu vestanv. (Arnar- flrði) 16. deg . „Tíðarfar hefur verið mjög um- hloypingasamt. Um mánaðamótin Bást mikil hafis- spilda hér úti fjarðarmyuninu og fáeina jaka rak inu í fjörðinn 0g á laud, enda voru þá dagana fyrir 8 14° frost á R.° Svo gekk hanu upp í hlá- viðri í 3 daga og leysti upp snjó. Aptur greip tíl frostanna 8—12 þ. m., sem varð mcst 16 stig. Hið arnfirska síldarveiðafélag, hélt ársiund s>un 15. þ. m., eins og veuja hefur verið samkvæmt löguin þess og varð hreinn ágóði 24°/0 Varstofn- fð þess aukið nm 2000 kr. til að fullkoinna veiði- áhöld-félagsius. Félag þctta var byrjað fyrst af3 mönnum árið 1878 og er nú orðið hlutafélag, sem almenningur tekur þátt í. Hvert hlutabréf er 25 kr. og hefur félag þetta ekki átt lítinn þátt í þeirn framförum, sem hafa verið hér nú á þessum síðasta áratug, bæði til ands og sjávar. — Nú er haust- vertíð okkar Arnfirðinga á enda í þetta sinn, og mun aflinn eptir því sem nærst verður komizt vera um 150,000, sem nú er í salti, allt aflað á opnum bátum. Allur þessi fiskur hefur verið veiddur á kúffisksbeitu. Væri ekki reynandi fyrir Sunniend- inga, að brúka þessa sömu beitu við Faxaflóa? þar eð eg þykist vera sannfærður um, að sú skel- fisktegund sé viðast hvar að fá í kringum land allt. Bara að menn ekki vanti áræði, framkvæmd og dugnað til að koma sér upp áhöldum til að ná skelfiski þessum, sér til ómetanlegra hagsmuna." Húnavatnsýslu 6. jan.: „Fátt í fréttum síðan seiuast. Tiðiu hefur i allan vetur verið af- aróstöðug og ill, sífelldar veðrabreytingar, stundum norðan hríðargarðar, og svo hláku-slidda 1—2 daga og oftast upp úr því aptur hríð, ofsi eða þvi um líkt. Næstum aldrei að sama veður hafi haldizt sólarhringinn yfir. Sjaldan hafa verið mikil frost, þó hefur komið um 20° frost. Beitijarðir hafa ver- ið nokkrar, en notast illa vegna illviðra, svo hey- afkoma margra var ískyggileg. Með nýárinu breytt- ist tíðin og gerði góða hláku, svo nú er nær ör- íst, þrátt fyrir snjóþyngslin, sem áður voru. Húnaflói fyltist af hatís skömmu fyrir Jól, en ís- inn er nú farinn aptur að mestu. Með hafísnum komu bjarndýr á land á Skagann, en fóru aptur með hon- um áður reynt var að drepa þau, (mikill er dugnaður vor). — Aukasýslnfundur var haldinn á Blönduósi í miðjum desember, til að ræða um bryggjubygg- inguna og setja trygging fyrir því, sem, eptir á- ætlun herra Sigurðar Thoroddsens, vantaði til þess með landssjóðstillaginn að geta komið henni upp. Heilsufar almennt gott. Amerikuhugur lítill. Póli- tiskar hreyfingar engar, og hagur almennings all- þolanlegur. Látinn er Tómas Eggertsson bóndi á Ingjaldshóli, merkur maður og valinkunn- ur. Hann andaðist á jóladaginn. Skiptapar. 7. des. fórst skip úr Bol- ungarvík í fiskiróðri með 6 mönnum. For- maðurinn var Benedikt Gabríel Jónsson, bóndi í Heiri-Hlíð í Hólshreppi, sjógarpur mikill. Tveim dögum síðar (9. des.) fórst skip frá Leiru í Jökulfjörðum. einnig með 6 mönnum og voru á því 2 formenn úr Grunnavíkurhreppi: Guðmundur Sigurðs- son á Höfða og Jón bóndi Guðmundsson á Marðaroyri. Hval fertugan rak i f. m. að Gauts- hamri á Selströnd og 20—30 hnýðinga í Furufirði. Ennfremur rak tvo hvali á Vatnsnesi. Hafíshroði sá. er kominn var við Norð- urland snemma i f. m., hvarf aptur um áramótin, með því að þá brá til blota og góðviðra, svo að jörð var orðin auð víðast hvar og sjór íslaus. Blaðið „Stefnir“ á Akureyri kvað eiga að skipta um ritstjórn á þessu nýbyrjaða ári. Hafa aðalstofnendur blaðsins, Klemens sýslumaður Jónssou og Stefán Stefánsson kennari á Möðruvóllnm gengið úr skapt- inu og afsalað sér forstöðu þess, en séra Matth. Jochumsson hefur aptur á móti tekið hana að sér og mun eiga að verða ritstjóri, enda er hann vel til þess fallinn fyrir margra hluta sakir og vanur blað- störfum. Það er mjög eðlilegt, að Norð- lingar viiji ógjarnan vera biaðlausir fyrir sig, eu hinsvegar er mjög hætt við, að þeir, sem mest leggja í sölurnar tii að halda því uppi verði fyrir peningalegum halla, og er því engiu furða, þótt flestir vilji hliðra sér hjá því. Nýtt félag. í nóvemberm. f. á. stofn- uðn nokkrir iðnaðarmenu hér í bænum félag, er nefnist „Leifur“. Tilgangur þess er, að æfa rnenn í ræðuhöldum, sögu-upp- lestri o. fl., en einkum er þó áherzlan lögð á að auka menntun meðal féiagsmanna. Þar eð tilgangur félags þessa er góður og gagnlegur, ættu sem flestir úr flokki iðn- aðarmanna að gefa því gaum og ganga í það, því að það er nauðsynlegt að menn venji sig við að láta hugsanir sínar í Ijósi í fleiri manna áheyrn, eu til þess eru slík félög sem þetta einkar hentug. Ísíirzku málin. Það gengur allt í sama stappinu sem fyr þar vestra og harðn- ar heldur á hnútunum eptir því sem fram i sækir. 23. des. f. á. var kveðinn upp hér- aðsdómur í máli þvi, er Lárus Bjaruason settur sýslumaður höfðaði gegn þrennir bændum í Eyrarhreppi út af „ísfirzku kær- unum“ og var málinu vísað frá réttinmu sakir formgaila af Lárusar hálfu, en hin- um stefndu (Guðm. Sveinssyni og Pali Halldórssyni í Hnífsdal og Guðm. Odds- syni á Hafrafeili) dæmdar 50 kr. af al- mannafé fyrir óþarfa ómök í málinu. Landsyfirréttardómnum í „Skúla málinu“ hefur landshöfðingi nú áfrýjað til hæstaréttar. Prestkosning er um garð gengin í Stykkishólmsprestakalli og hlaut Sigurður prófastur Gunnarsson á Valþjófsstað ko«n- ingu. Auk hans voru í kjöri tveir aðrir prófastar: séra Sigurður Jensson í Flatey og séra Helgi Árnason í Olafsvík. Skipkonia. Gui'uskipið „Maja“ (skipstj. Jensen) kom hingað í fyrra kveld frá Middlesborough á Englandi eptir 5 daga ferð með salt til Knudtzons-verzlunar.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.