Þjóðólfur - 26.01.1894, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 26.01.1894, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) koetar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. jrllí. PJOÐOLFUR. Uppsogn, bnndin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLVI. árg. Reykjayík, fostudagiim 26. janúar 1894. íir. 5. Alþingiskostnaðurinn 1893 verður að miklum mun hærri en nokkru sinni fyr, eins og sjá má af yíirliti þvi, sem nú er hér um bil fullprentað og fylgir þingtíðindunum, eins og að undanförnu. Samkvæmt því verður allur kostnaður við siðasta alþingi 41,490 krónur, en í raun og veru er hann nokkru meiri í samanburði við þingkostnaðinn 1891, þá er þess er gætt, að 800 kr. þóknun til beggja yfir- skoðunarmanna landsreikninganna er ekki talin í þessn nýja reikningsyfirliti nema fyrir eitt ár (1890), með því að þóknun- inni fyrir endurskoðunina árið 1891 var óávísað nú við árslok, en í yfirlitinu 1891 er þóknun þessi fyrir tvö ár (1888 og 1889) tekin í reikninginn. Má þvi bæta 800 kr. við hinn áðurumgetna kostnað við alþingi 1893, auk hér um bil 600 kr. kostn- aðar við prentun og prófarkalestur lands- reikninganna, er mun ótalinn í þessu nýja yfirliti. Verður þá þingkostnaðurinn alls urn 42,890 krónur, eða að réttu lagi um 4514 krónum meiri en 1891. Hefur hann jafnan farið vaxandi á 4 síðustu þingun- um, því að 1887 var hann 34,325 kr., 1889 36,428 kr. og 1891 38,376 kr. Kostnaðarauki þessi stafar raeðal annars af lengd þingtíðindanna einkum tvö síð- ustu árin. Þingmenn eru miklu málhreif- ari nú á kostnað iandssjóðs en áður, en einkum hefur þó skjalaparturinn orðið drjúgur nú á tveiinur síðustu þingunum, °g veldur því hinn mikli málafjöldi og sá sandur af nefndarálitum, breytinga- og við- aukatillögum, er þessi fjöldi hefur getið af sér. Til samanburðar setjum vér hér nokkra einstaka liði úr þingkostnaðarreikningun- um 1891 og 1893. 1891 1893 Hismnn. Fæðispen. og ferða- kr' kr' kr- kostnaður þingm. 20.399 22,574 2175 Skrifstofa alþingis m.m. Umræður í efri d. og sam. þ. með yfirliti Umræður í neðri deild Skjalaparturinn . . Aðgerð á alþingishúsinu Útsending alþingistíð. 4,207 4,831 624 ,896 2,411 515 ,391 4,786 395 ',886 3,487 601 278 415 137 160 820 660 5107 Hækkun kostnaðarins á þessum liðum verður alls 5107 krónur, en á einstöku öðrum liðum verður kostnaðurinn ofurlítið minni 1893 en 1891, svo að mismunurinn verður alls um 4500 kr., eins og áður er á minnzt. Hér við er þó að athuga, að útsendingarkostnaður alþingistíðindanna 1891 hefur verið meiri en 160 kr., hve mikið verður ekki séð, en munurinn á þessum lið verður ei að síður mikiil, sakir þess, að nú eru 2 eintök þingtíðindanna send í hvern hrepp á landinu samkvæmt ályktun síðasta alþingis. Sá liður, er mestan mismun sýnir 1891 og 1893, er ferðakostnaður og fæðispen- ar alþingismanna, hinn Iangstærsti og veru- legasti útgjaldaliður. Hann er eins og sjá má af samanburðinum rúmum 2000 kr. hærri en 1891. Og af hverju stafar þessi mismunur? Þingmennirnir voru þó jafn- margir 1891 eins og 1893. f fljótu bragði má gera sér nokkurn veginn ljóst, í hverju þessi kostnaðarauki er fólginn. Það er þá fyrst og fremst, að vér höfðum á síðasta þingi 2 þingmenn frá Kaupmannahöfn (þingm. Snæfellinga og 2. þm. Árnesinga) en engan 1891. Þessir tveir þingmenn hafa t. d. orðið landssjóði rúmum 900 kr. dýrari báðir en þingmenn sömu kjördæma 1891, en rúmum 1100 kr. dýrari en þing- menn, er hefðu verið búsettir í Reykja- vík. Þetta gerir þegar allmikinn mun. Svo hefur t. d. þingmaður Vestmanneyinga orðið 800 kr. dýrari en þingmaður sama kjördæmis 1891, er var búsettur í Reykja- vík. Ennfremur gerir það allmikinn mun, að sumir þingmenn, er fóru sjóleiðis 1891 hafa farið landveg 1893 og orðið því dýr- ari, en í sjálfu sér verður ekki fyllilega borinn saman ferðakostnaður og fæðispen- ingar þingmanna tvö síðustu þingin, af því að það voru ekki allir sömu menn- jrnir, er sátu á báðum þingunum, eins og kunnugt er, og þar af leiðandi mismun- andi vegalengdir, er miða verður við. Þess má þó geta, að hinir konung- kjörnu hafa ekki hækkað þingkostnaðinn í þetta sinn, því að þeir hafa nú orðið lándinu nál. 500 kr. ódýrari en 1891, sakir þess, að 2 þeirra, er lengst áttu að sækja (Arnljótur Ólafsson og Júlíus Havsteen) fóru frá, og ferðakostnaður hins eina, er við bættist utan Reykjavíkur (séra Þork. Bjarnasonar), er ekki nema 30 kr. Það er þó alténd ofurlítill hagnaður að því, að sem flestir hinna konungkjörnu séu bú- settir í Reykjavík. Hinn eini þeirra, sem á nokkuð langt að sækja (Jón A. Hjalta- lín) hefur reyndar reiknað sér 85 kr. meira i ferðakostnað næstliðið ár en 1891. Honum hefur líklega fundizt, að hinir konungkjörnu yrðu annars allt of léttir á landssjóði. Til samanburðar setjum vér hér ferða- ■ kostnaðarreikninga nokkurra þingmanna þeirra, er sátu á báðum síðustu þingunum 1891 og 1893 og aðalupphæðina að fæðis- peningum meðtöldum. Feröakostnaílur AIIs 1891 1893 1891 1893 kr. kr. kr. kr. Benedikt Sveinsson 411 548 921 1076 Jón A. Hjaltalín 249 334 723 796 Jón Jónss. Bakkagerúi 494 445 1016 979 Jón Jónsson Múla 236 295 722 793 Ólafur Briem . . 100 180 568 624 Sigurður G-unnarss. 191 452 719 986 Sigurður Jensson 73 207 487 675 Skúli Thoroddsen 231 267 693 747 Hjá þessum öllum, er hér eru taldir, er ferðakostnaðurinn að mun meiri 1893 heldur en 1891, nema Jóni í Bakkagerði. Mestur er munurinn hja Sigurði Gunnars- syni og Sigurði Jenssyni, er stafar af því, að þeir hafa farið sjóveg 1891 en land- veg 1893. Þeir þingmenn, er hafa fengið yfir 800 kr. í fæðispeninga og ferðakostnað næstl. ár eru: Benedikt Sveinsson 1076 kr., Guttormur Vigfússon 989 kr., Sigurður öunnarsson 986 kr.; Jón Jónsson Bakka- gerði 979 kr., séra Einar Jónsson 971 kr., Jón Þorkelsson 916 kr., Bogi Melsteð 878 kr. og séra Jón Jónsson Stafafelli 872 kr., og sést af því, að þingmennirnir frá Höfn jafnast nál. á víð þá, er lengst eiga að sækja til þings hér á landi, eins og eðli- legt er. Samt sem áður hyggjum vér vel tilvinnandi að fá dr. Jón á þing næst, og mun verða minnzt á það nánar síðar í sambandi við hinar fyrirhuguðu þingkosn- ingar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.