Þjóðólfur - 26.01.1894, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 26.01.1894, Blaðsíða 3
19 verði heimfærður til ákveðins skipstrands, sem mikiar líkur séu fyrir, að rekinn stafi frá, en í þessu máli telur yfirréttur- inn engar líkur komnar fram fyrir því, að trjáreki þessi hafi staðið í nokkru sam- bandi við þá skipreka, eða nokkurn annan skipreika, er menn hafi haft vitneskju um, og beri því að heimfæra rekann undir 2. gr. í opnu bréfi 4. maí 1778 og opið br. 2. apríl 1853, og að áfrýjendurnir, sem réttir hlutaðeigendur, fái í bendur Jand- virði hins selda. Dómsniðurlagið er svo látandi: „Hinu áfrýjaði uppboðsréttarúrskurður skal úr gildi felldur og eptirfarandi upp- boð ómerkt. Hinn stefndi sýslumaður Guðlaugur G-uðmundsson fyrir hönd hins opinbera greiði áfrýjendunum, hverjum þeirra að réttri tiltölu söluandvirði vog- reka þeirra, er ræðir um í málinu og sem seld voru á hinu áfrýjaða uppboði. Máls- kostnaður fellur niður". Irnessýslu 16. janúar. [Heilsufar. Eyrarbalcka verzlun. Pöntunarfélag Arnesinga. Þorlákur og Bogi]. Héðan er fátt aðefrétta. Heilsufar manna ekki gott, og__hefur héraðslæknirinn“mjög mikið að gera; mundi ^nh ekkigaf veita, að aukalæknir væri ofan til«í sýslunni og pykir sýslubúum illa farið, að jiað mál náði eigi fram að ganga á þingi í sumar, enda mun ðhætt að fullyrða, að frumvarp um stofnun aukalæknisembættis í ofanverðri Árnessýslu verði borið upp á þingi næst. Byrarbakka verzlanir eru byrgar með alla matvöru og sömuloiðis var álitlegur forði af vínvörutegund- um til í verzlununum í haust, svo sumum mun bafa þótt þær birgðir helzt til miklar. Dar á móti var lítið um ofnkol, svo til vandræða horfði, en nú fyrir stuttu eru kol þar föl í smáskömmtum 50—100 pd., sem auðvitað er betra en ekki neitt. Mun þetta kolaleysi mest hafa stafað af því, að „Oddur“ gufubátur sá, er Lefolii verzlun hefur í förum, þarf mikils með og fór hann suður til Hafnarfjarð- ar með fullan farm af kolum, sem hann eyðir þar í vetur. Pöntunarfélag Árnesinga hefur aldrei verið með meiri blóma en nú. Það átti hjá Zöllner um lok þessa reikningsárs, um 5,500 kr., sem hann sendi þvi í peningum og kom það sér vel, því all-hart mun með peninga manna á milli, eins og opt vill verða að vetrinum. N’ú eru Alþingi8tíðindin komin hingað úr báðum deildum alþingis og höfum við kynnt okkur ræður ýmsra þingmanna, þö einkum þingm. Árnesinga, sem og eðlilegt er, þar eð þeir eru fulltrúar okkar; en eitt er merkilegast, að því meir sem við lesum, því fremur komumst við að þeirri niðurstöðu, að okkur hafi töluvert misheppnazt siðustu kosningar, einkum hvað Þorlák frá Fífuhvammi snertir, því til hans hafa Árnesingar ætíð borið gott traust, en nú er ekki að sjá, að hann hafl komið neinu því til leiðar, sem kjósendum hans var áhugamál um, að fá framgengt. Er það þvi skoðun sumra hér, að það væri hið bezta heilræði til hans, að hann byði sig ekki fram aptur fyrir þetta kjördæmi. Boga hefur verið minzt áður í blöðunum og er þar engu lofsorði lokið á störf hans á þingi í sumar, og held eg að margt sé hæft í því, og svo mikið er víst, að ekki verður séð á þingtíðindunum, að hann hafi komið tillögum sínum í gegnum þingið, en þrátt fyrir það, get eg ekki að öllu leyti verið samdóma bréfrit. í „Fjailk". nr. 50 f. á., því með tímanum hygg eg, að þingm. mundi hætta við lopt- kastalasmiðar þær, sem hann virðist nú leggja helzt til mikið fyrir sig, og í þeirri von held eg, að eg gæfi honum fremur atkvæði mitt víð næstu kosningar en Þorláki, það er að segja, ef Bogi væri búsettur hér. Meira hef eg ekki að skrifa þér að þessu sinni Þjóðólfur minn, og hef eg í hyggju að skrifa þér línu síðar við tækifæri. Kjósandi. Ólík skilsemi. Með fáum orðum vil eg hér með leyfa mér að láta i ljósi, að mér er eigi fullskiljanlegt hið mikla seinlæti, er hinir heiðruðu Suðurmúlasýslubúar hafa sýnt, eða sá er þar á helzt klut að, með skil á hesti þeim, er eg átti og i þeirra hendur komst, af hendi hins svo nefnda Bjarna Sigurðssonar á strokleið hans til Austtjarða á næstliðnu vori. Seldi hann hestinn í Álptafirði i sömu sýslu, og var þá kaupanda auðvitað hulið að hann var ófrjáls téð- um seljanda, en þar það fljótt heppnaðist að hand- sama þennan strokumann fyrir góðar fyrirskriptir fleiri velnefndra yfirvalda til hins háttvirta yfir- valds i Suðurmúlasýslu, þá hefur^þess verið getið, að þessi strokumaður haíi strax játað þær sakir, er hann var kærður fyrir. Get eg þess til, að viðkom- andi yfirvald hafi svo fljótt og því var unnt til- kynnt þeim manni, er hestinn, keypti af þessum ófrjálsa „mannræfli, hver væri rétturjj' eigandi að þessum grip og á hvern hátt bezt við ætti að standa skil á, og á fljótastan hátt.^Þá fæ eg eigi betur séð, en að sá maður eða þeir menn, er hafa haft téðan grip undir höndum meirihluta næstl. sumars hafi vel getað séð, fyrst það, að þeirn var hestur þessi ófrjáls til allrar brúkunar, og eins hitt, með hverju móti fljót leið var fyrir ráðvanda og skilvÍBa menn að koma honum á pósta, sem þess- um miklu heiðursmönnum því miður svo seint hugs- aðist. Það lítur svo út, að lítil áhrif hafi haft bréf það, er eg skrifaði yfirvaldi Suðurmúlasýslu í maí- mánuði síðastl., sem inni hélt fyllstu bónar-tilmæli mín, um fljótustu skil á umræddum grip, og sam- hliða hins háttvirta bæjarfógeta Beykjavikur bréf- leg tilmæli, fyrir tilmæli mín, til sama yfirvalds í sama efni. Á það því vel við, að þess sé hér get- ið til samanburðar, hvernig hinum heiðruðu Áustur- skaptafellssýslubúum hefur farizt með skil á þeim hesti, er af sama strokuþjóf í sömu ferð komst í þeirra hendur jafn ófrjáls, er herra Ólafur kaupm. á Eyrarbakka átti og komst í austasta byggðarlag þeirra.jj Sá hestur var strax sendur eiganda fyrir tilhlutun hins heiðursverða Guðlaugs sýslum. þeirra. Það er því réttnefnd ólík skilsemi, er þeir hafa sýnt í sama efni, en hafi nú minn hestur verið seldur í Álptafirði, eins og sagt hefur verið og dvalið þar á að geta fjóra mánuði, er það þá Lóns- heiði, er mestu rnunar á vegalengd. Eg var orð- inn öðru afhuga, en að hesturinn hefði verið seld- ur við löglegt uppboð, að tilhlutun viðkomanda yfirvalds. Ánnað hvort það, að selja hann strax, eða sjá til, að hann yrði sendur suður hið fyrsta, skoða eg að hafi verið skylda þess. En eins og mér er nú sendur hann, kemur mér ekki vel, að fá hann nú mjög magran og auðsjá- anlega ekki vel brúkaðan eptir sumarið, en fulla hugmynd hef eg um, að hanu hafi verið lítið eða ekkert brúkaður á leið hingað suður. Sést það á fylgiskjali hans til Beykjavíkur dagsett í októbr., að eigi hafa farið nema 20 dagar til ferðar alla leið hingað suður. Eptir er að vita, hvort skipun viðkomandi yfirvalds hefur verið strax hlýtt. Vona eg að íinur þessar verði þess valdandi, að það komi bráðum í ljós, hvort vegalengdin er næg til að réttlæta svona seinláta skilsemi (ef skilsemi skyldi kalla). Veit eg, að þeir menn eru til, er úr því geta leyst, og þá hinsvegar fróðlegt fyrir menn að vita, hvað menn mega bjóða sér i líku tilfelli, sem vel getur fyrir komið, og þó þeim mönnum, er hér er átt ^við __ með jseinláta skilsemi finnist, að þeir séu búnir að gjöra íullhreint fyrir sinnm dyrum í um- ræddu efni, þá Býnist mér og liklega fleirum öðru vísi. Bústöðum 14. desembr. 1893. Jón Ólafsson. Látinn 13. |». m. Guðmundur Tómas- son, bóndi í Hróaraliolti í VilLingaúolts- hreppi, sonur séra Tómasar Guðmundssonar í Villingaliolti (f 1855), gainall maður og merkur. Fyrirspurnir og svör. 1. Hvert er skyldustarf hreppsnefnda, og í hvaða lögum eru settar reglur um það? Svar: í tilsk. um sveitarstjórn á íslandi 4. maí 1872, 2.-27. gr., er skýrt frá fyrirkomulagi og starfsviði hreppsnefnda, sbr. ennfremur um skyldustarf þeirra lög 9. jan. 1880, 1. gr., um nið- urjöfnun sveitarútsvara, lög 10. nóv. 1887 um af- skipti hreppsnefnda af vegamálefnum og fátækra- reglugerðina 8. jan. 1834, að því leyti sem henni er ekki breytt með sveitastjórnartilskipuninni. 2. Eg bý á tvíbýlisjörð, og er skipt slægjulandi, en sambýlismaður minn hetur byggt fjárhús i mörk- um milli Blægna. Hef' eg beðið hann á hverju ári, að færa húsið burtu, en hann hetur jafnan þver- skallazt við því. Hverju varðar þetta? Hef eg ekki fullan rétt til að láta rífa húsið og skipa sam- býlismanni mínum að reisa það fjær mörkum? Svar: Spyrjandi hefur ekki heimild til að rífa húsið eða banna sambýlismanni sinum, að hafa það í mörkum, ef ekkert af húsinu stendur á spyrjand- ans landeign, eu heimilt er honum, að reka af sér fé sambýlismannsins eða setja það inn, ef hann þyk- ist verða fyrir miklum átroðningi af því, og það gengur í slægjum hans. 3. Yarðar það presti nokkurrar ábyrgðar eða sekta, ef hann án biskupsleyfis „konfirmerar11 barn yngra en 14 ára, og sé svo, hverjum ber að tilkynna það og hverjum, og hvert falla sektir fyrir það brot, ef nokkurt er? Svar: Áð visu hefur það optast verið venja og er i cllu falli formlegra, að prestar leiti biskupsleyfis til að staðfesta börn, er ekki hafa verið fullra 14 ára, en samt virðast þeir ekki geta sætt neinni á- byrgð, þótt þeir án biskupsleyfis staðf'esti börn, þótt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.