Þjóðólfur - 02.02.1894, Side 3

Þjóðólfur - 02.02.1894, Side 3
arnir megi þó leyfa ráðvöndum Q-yðingum bústað í ríkiuu til 1. júní 1895. JEinstaka- sinnum má innanríkisráðgjafinn eptir til- lögum landsstjóra leyfa æfilangan bústaðí Rússlandi. Atvinnulausa einstæðinga, sern eru komnir yfir sjötugt, má eigi flæma úr landi. Svo lítil linun er í þessum lögum. Nú fá œenn betri tíma til að selja eignir sínar; en hörð eru þau. Þýzkalaud. Þar gengur allt í rnestu þverúð milli Caprivi og íhaldsmanna. Caprivi hefur mjög barizt fyrir, að stofna verzlunarsamninga milli Þýzkalands og annara ríkja. Nú fyrir skömmu hefur ríkisdagurinu samþykkt verzlunarsamninga Þýzkalands við Spán og Rúmeníu, en það gekk ekki greitt. Að samningarnir kom- ust þó á, mátti Caprivi þakka vinstri mönnum og jafnaðarmönnum. Þeir studdu frumvarpið svo rækilega, að það náði fram að ganga. Nú er þá verzlunarsamningur- inn á milli Þýzkalands og Rússlands ept- ir, og það er eiginlega hann, sem stór- bændurnir óttast. Þeir eru hræddir um, að sjer takist eigi jafnvel að skara eld að sinni köku við kornsöluna, ef innflutnings- tollur á rússnesku korni verður Iækkaður. Kreuz Zeit. segir um Caprivi, að um land- búnaðinn hirði hann ekki, og segir að hann brjóti móti öllum gömlum og góðum í- haldsreglum, og geti hann búizt við, að ihaldsmenn skilji algerlega við hann, ef hann sjái eigi að sjer. Caprivi sagði þeim, að hann mundi slíta þingi og efna til nýrra kosninga, ef frumvörpin yrðu felld, og jafnframt lét hann Eulenberg ráðherra- forseta rifja upp fyrir þeim keisaraboð 4. jan. 1882. Samkvæmt keisarabréfi þessu eru embættismenn ríkisins aðvaraðir um, að setja sig eigi móti sfjórninni. Reynd- ar var keisaraboð þetta í fyrstu sniðið á ffióti embættismönnum meðai vinstrimanna, en auðvitað má og beita því móti hægri- mönnum. Grikkland hefur lengi verið á heljar- þröminni. Nú litur eigi út fyrir annað en að það verði gjaldþrota. Hinn núver- andi ráðherraforseti Trikupis hefur lýst því yfir, að ríkið geti eigi borgað rent- urnar til skuldunauta sinna að fullu. Lánsdrottnarnir vilja ekki láta sjer það vel lynda, og segjast mnni leita aðstoðar stjórna sinna. Hinn 17. nóv. andaðist hinn fyrver- andi fursti yffr Búlgaríu, Alexander af Battenberg. Hann komst með aðstoð Rússa til valda í Búlgaríu 29. apríl 1879. Þegar hann fékk boðin um, að hann væri kjörinn til fursta, er mælt, að hann hafi spurt Bismark, hvort hann ætti að taka á móti kosningunni, og þá hafi Bismark sagt: „G-erið þér það, það kann að verða gaman fyrir yður seinna, að hafa þá æskuminninguna“. Bismark gamli þótt- ist sjá, að stjórn hans mundi eigi verða langgæð. Það varð og orð að sönnu. 1886 var gert samsæri í Búlgaríu, furstinn tek- inn og fluttur úr landi. Þeir, sem voru potturinn og pannan í samsæri þessu, það voru Rússar. Þótti þeim Búlgaríu furstinn ekki vera sér svo eptirlátur sem skyldi. Hanu kom reyudar seinna, en náði ekkí neinni fótfestu og sagði af sér furstatign 7. sept. 1886. Hann varð að eins 36 ára. Stjórnféndur. Sjaldan hafa stjórn- féndur verið jafnillir viðureignar, eins og nú. Daglega svo að segja heyrast fregn- 3r um eyðileggiugartilraunir þeirra. Einn daginn er það suður í Spáni, næsta dag austur á Grikklaudi. Þeir eru alstaðar, og alstaðar ilia þokkaðir. —22. nóv. köst uðu þeir sprengivél í leikhús í Barcelona. Það var leikið um kveldið og húsið fuilt. Allt i einu heyrðist voðalegur hvellur, og svo kvein og grátur hiuna særðu, 22 dóu, en 50 menn særðust. Lögreglan tók um 40 stjórnleysingja fasta það kveld. — Það leið eigi langt áður menn fengu að heyra ný tíðindi frá stjórnféndum. Það var hvorki meira eða minna, eu að þeir ætl- uðu sér að drepa megnið af þeim mönnum, sem sátu í þinghöll Frakka. 9. des. var verið að rannsaka kjörbréf þingmanns eins, Mirmaus. Var þá kastað sprengivél, en lenti á handlegg á stúlku, svo minna varð úr en til var stofnað. Kúlan átti ekki að springa fyr en hún kæmi niður á forseta- borðið, en sprakk á leiðinni. Um 20 þing- menn særðust og allmargir af áheyrendum. Morðvargurinn var gripinn. Hann hefur nú fengið dauðadóm sinn. Hann heitir Vaillant. og hefur verið fimm sinnum hegnt fyrir þjófnað. Vaillant er hinn öruggasti. Það er að eins eitt, sem amar að honum, og það er, hve lítið manntjón varð. Hann segist vilja náðun. í Sviss, Englandi, ír- landi og Grikklandi, hafa stjórnféndur á ýmsan hátt reynt að vinua óskunda, en ekki orðið jafnvel ágengt, eins og á Frakk- landi. Frakkar hafa sett ströng lög á móti anarkistum. Ritfrelsi þeirra og málfrelsi er takmarkað. Slysför. 15 f. m. drukknaði ólafur Pálsson umboðsmaður á Höfðabrekku i ós nokkrum eða „útfalli“ nálægt sjó á Mýr- dalssandi. Hafði hann verið að ríða á rekafjöru að því er mælt er. Hann var fæddur í Hörgsdal 1830 og voru foreldrar hans Páli prófastur Pálsson og fyrri kona haus Matthildur Teitsdóttir. Bjó hann fyrst á Hörgslandi, en síðau leugi á Höfða- brekku. Konu sína, Sigurlaugu Jónsdótt- ur spítalahaldara á Hörgslandi Jónssonar, missti hann 1866. Hann sat á þingunum 1881, 83, 85, 86, 87, 89 og 91 sem þing- maður Vestur-Skaptfellinga, og var um- boðsmaður Kirkjubæjarklausturs, Þykkva- bæjarklausturs og Flögujarða síðau 1878. í öllum sveitamálum tók hann mikinn þátt, var hreppstjóri, sýslunefndarmaður, hrepps- uefudaroddviti o. s. frv. og þótti atkvæða- maður heima í héraði, enda var hann þar mikils metinn og vinsæll af sýslubúum. Muuu ýmsir fátækir laudsjóðsleiguliðar í Vestur-Skaptafellssýslu sakna hans, scm umboðsmanns, því að hann vildi heldur líða halla sjálfur, en beita mikilli hörku við fátækliuga. Landsyfirréttardóiuur í „Faxamál- inu“ svo nefnda, er Sigfús Eymundsson höfðaði gegn Sigurði kaupmanni Jónssyni var kveðinn upp 29. f. m. Var undir- réttardómurinn staðfestur þannig, að Sig- urður kaupmaður á að greiða Sigfúsi Ey- mundssyni 2536 kr. 47 a. með 5°/0 vöxt- um frá sáttakærudegi til borgunardags. Eptirbreytnisverð saiutök og lofs- verður áhugi er það, sem fjöldi kvenna hér í bænum og á Seltjarnartiesi hafa sýnt í einhverju hinu allra þýðingarmesta vel- ferðarmáli þjóðar vorrar.háskólamálinu. Hef- ur Þorbjörg Sveinsdóttir yfirsetukoua með sínum alþekkta dugnaði og áhuga gengið mest og bezt fram í því, að fá þær til að ganga í félagsskap þessu máli til styrkt- ar, einkum með loforðum um samskot til tombólu, er halda á næstkomandi haust í þessum tilgangi. Var haldinn fundur hér í bænum 26. f. m. til að ræða nánar um þetta, og voru þar saman komnar nær 200 kvenna, og nokkrir karlmenn, er boðnir voru. Var Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri kosinn fundarstjóri í einu hljóði og fór hann nokkrum velvöldum viðurkenn- ingar orðum um áliuga kvennþjóðarinnar á þessu máli. Því næst hélt Þorvaldur Thoroddsen skólakennari fyrirlestur, um mismunandi fyrirkomulag ýmsra háskóla í norður- og vesturálfu heims og drap einnig á, hvernig honum þætti hentast að

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.