Þjóðólfur - 02.02.1894, Qupperneq 4
24
stofna háskóla hér og var hann málinu
hlynntur. Þorbjörg Sveinsdóttir hélt lang-a
ræðu á fundinum og mæltist vel. Að því
búnu voru valdar 18 konur hér í bænum,
tii að annast um undirbúning hinnar fyrir-
huguðu tombóln og á nefnd þessi einnig
að sjá um allt, er þessu máli geti til stuðn-
ings orðið og fá aðrar konur á landinu til
að veita því eptirtekt og taka þátt í þess-
um félagsskap. Má eflaust búast við, að
þessi hreyfing hér í höfuðstaðnum hafi mikil
áhrif málinu til sigurs og verði jafnframt
til þess, að karlþjóðin láti eitthvað til sín
taka og sitji ekki auðum höndum og hreyf-
ingarlaus, þá er kvennþjóðin er farin af
stað, því að það væri stór minnkun. Er
ekki ólíklegt, að hér og hvar á landinu verði
farið að dæmi Reykjavíkurkvennanna og
stofnaðar tombólur hinum litla vísi — há-
skólasjóðnum — til aukningar.
Óveitt prestakall: Olaumbær í Skaga-
firði metinn 1653 kr. Uppgjafaprestar
tveir eru í brauðinu og fær annar þeirra
453 kr. í eptirlaun af prestakallinu.
Póstskipið „Laura“ kom í fyrri nótt-
Með því kom Signrður (Andrésson) Fjeld-
sted frá Hvitárvöllum, er sigldi með Birni
Kristjánssyni i haust, til að sjá um s-uða-
sölu ásamt honum fyrir hönd Borgfirðinga,
ennfremur Þórarinn Bjarnason frá Utah,
og á hann að boða Mormónatrú hér á
landi um tvö ár. Frá Yestmannaeyjum
komu: Friðrik Gíslason bókbindari, Jes
Thomsen verzlunarmaður og einn maður
til að leita sér lækninga við augnveiki.
Björn Kristjánsson kom ekki að
þessu 8inni og dvelur hann í Leith. Mál
það, er hann höfðaði gegn umboðsmanni
sínum (í Glasgow), eins og getið hefur
verið um í blöðunum, var enn ekki kom-
ið fyrir rétt, en málsfærslumenn Bjarnar
kváðu gefa honum góðar vonir, að hann
vinni það.
Ankaþingið í sumar á að koma sam-
an 1. ágúst.
Séra Jón Bjarnason í Winnipeg hefur
„resignerað“. Hafði hann talið ísl. lút-
erska söfnuðinum ofvaxið að launa tveim-
ur prestum, en sjálfur treystist hann ekki
til að þjóna eitin, og sagði því af sér
prestþjónustu.
Ný lög staðfest af konungi auk þeirra,
er áður hefur verið getið:
15. Lög um gæzlu og viðhald á brúm yfir
Ölfusá og Þjórsá.
16. Lög um afnám athugasemdar um lög-
dagslegging í stefnum.
17. Lög um breyting á 1. gr. laga 27.
febr. 1880 um skipun prestakalla (ár-
gjaldslækkun á Stað á Reykjanesi).
18. Viðaukalög við lög 12. júlí 1878 um
lausafjártíund.
19. Lög um breyting á 3. gr. í lögum 22.
marz 1890 um löggiltar reglugerðir
sýslunefnda.
20. Lög um afnám kóngsbænadagsins sem
helgidags.
21—24 Löggilding 4 nýja verzlunarstaða:
Hlaðsbótar í Arnarfirði, Reykjatanga,
Búða í Fáskrúðsfirði og Vogavíkur.
Lelðrétting við nr. 3 í óskilafjárauglýsingu
úr Mosfellahreppi i 4 tölubl. Þjóðólfs ]). á.; þar á
að standa: Brennim. I. E. S., en ekki við nr. 4.
„Þjóðólfur“ kemur út tvisvar í næstu
viku, þriðjudag og fóstudag.
Viöey.
Einn þriðji hluti úr jörðinni Viðey,
sem er þjöðkunn fyrir gæði og fegurð,
fæst til kaups. Slægjur eru þar miklar og
góðar, hagbeit mjög góð, æðarvarp tals-
vert. Lysthafendur semji við Sigfús Ey-
mundsson í Reykjavík, sem gefur allar
nauðsynlegar upplýsingar.
Sjónleikir.
Laugardag 3. þ. m. verður, að forfalla-
lausu, leikið í Good-Temparahúsinu í Hofn
arfirði nýr sjónleikur: „Tveir veitinga-
mennu, og byrjar kl. 6% e. m.
Inngangur: sitjandi 60 aura.
— 50 —
standandi 40 —
barna 25 —
Tómas Helgason
„praktiserandi" lækni í Reykjavík er allan
daginn að hitta í Bankastræti nr. 7.
Eyrna- nef- og hálssjúkdómar kl. 12—2.
Ekta anilínlitir fcrj
*ri 9T
fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og &
VH í verzlun & P
S ce Sturlu Jónssonar K B
CS Aðalstræti Nr. 14.
(-4- M*
•jpnujnin? niTH •
Fundur í stúdentafélaginu verður
haldinn annað lcveld kl. 9 á hótel Island.
Ein skólaskýrsla frá Bessastöðum
(1841—42) og tvœr skólaskýrslur frá
Reykjavíkurskóla (1847—48 og 1850—51)
verða keyptar liáu verði á skrifstofu
Þjóðólfs.
„Piano“-verzlun
„Skandinavien“
verksmiðja og sölubúð
Kongens Nytorv 22, Kjöhenhavn.
Verksmiðjunnar eigið smíði ásaint
verðlaunuðum, útlendum hljóðfærum.
Birgðir af Orgel-Harmonium.
Er allt selt með 5°/o afslætti gegn
borgun í peningum, eða
gegn afborgun.
Gömul hljóðfæri tekin i skiptum.
Verðskrá send ókeypis.
:=T=JL==r=JL=rp=i==T^
^=J=T=*=T=l=T=r=T=*=T^T=r=T^
Nýir kaupendur
aö þessum nýbyrjaða 46. árg. Þjóðólfs
(1894)
fá ókeypis
fjögur fylgirit: 1. Sögusafn Þjóðólfs V.
1892, 144 bls., 2. Sógusafn Þjóðólfs VI,
1893, 134 bls., 3. Söguna af Þuríði for-
manni og Kambsránsmönnum, 1- hepti, 64
bls., og 4. Sömu sögu, 2. hepti, um 64 bls.,
er verður prentað á næstkomandi vori.
Þetta 2. hepti fá og allir gamlir kaup-
endur blaðsins, er i skilura standa.
Nýir lcaupendur, er gefa sig fram
fyrir 15. maí næstkomandi í'á þannig
ókeypis 3 kr. virði í fylgiritum, en eptir
15. maí standa slik kjör ekki lengur til
boða, þar eð 1. lieptið af Kambsránssögu
verður ekki látið ókeypis til nýrra kaup-
enda eptir þann tíma. enda mun upp-
lagið þá tekið að minnka, svo að þeír, sem
vilja eignast álla söguna, ættu að gefa
sig fram sem fyrst. Bók. þessa fá engir
nema kaupendur Þjóðólfs.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorstelnsson, cand. theol.
Félagsprentsmiðjan.