Þjóðólfur - 02.03.1894, Síða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgist
fyrir 15. júlí.
Uppsögn, bnndin vifl áramöt,
ögild nema komi til útgefanda
fyrir 1. október.
Þ J Ö Ð Ó L T U E,
XLYI. árg. Reykjayík, fðstudaginn 3. marz 1894. Xr. 11.
Stefnuleysi og sundrung.
Alþingiskosningarnar, sem fram eiga
að fara um allt land fyrstu daga júnímán.
næstk., vekja sjálfsagt þjóðina um stund-
arsakir úr hinum pólitiska deyfðardvala,
er hún ávallt hvílir í millum þinga að
minnsta kosti. Það er eins og nýtt fjör,
nýir kraptar færist í þjóðlíkamann, þá er
velja á menn til þings og veldur því ekki
minnst hið mikla kapp, er margir gamlir
og nýir kandídatar sýna í kosningabarátt-
unni. Kjósendur, sem annars láta sig engu
skipta, hvernig allt veltist, þyrlast ein-
hvern veginn ósjálfrátt með inn í þvöguna,
án þess þeir geti gert sér nokkra ljósa
hugmynd um, hvern þeir eigi að velja eða
hvers vegna réttara sé að velja þennan
fremur en hinn o. s. frv. Því verðuralls
ekki neitað, að meiri hluti kjósenda í
hverju héraði hefur alls ekki sjálfstæða
skoðun á þjóðmálum, og þess er ekki held-
ur að vænta, meðan samheldnin er ekki
meiri en svo meðal hinna svonefndu leið-
toga þjóðarinnar, að einn rífur niður það,
sem annar byggir upp. Aðalmeinið er, að
oss vantar öflugan pólitiskan flokk á þingi,
flokk, er haldi fast saman í baráttunni
fyrir réttindum og framförum þjóðarinnar,
flokk, er hafl öruggan bakhjall í almenn-
ingsálitinu og eindregíð fylgi blaðanna.
En hvernig ætti slíkur flokkur að mynd-
ast, eins og nú stendur, þá er hver hönd
in er upp á móti annari? Það hefur komið
berlega í ijós í hinni pólitisku sögu þjóð-
ar vorrar, að ávallt hafa verið til ein-
hverjir sérlyndir utanveltubesefar, er reynt
hafa að sundra öllum félagsskap. allri
samheldni og eindrægni í stjórnmálum, og
fltja upp á einhverju öðru að eins til mála-
mynda, til þess að vera ekki „eins og
hinir“. Við þetta hefur komið tvístringur,
ðvild og jafnvel hatur meðal manna. Al-
Þýðan veit hvorki upp né niður, veit ekki
hyerju á helzt að trúa eða hverju sé rétt-
ast að fylgja, og blöðin gera glundroðann
enn verri, því að eitt fylgir þessari stefn-
unni, annað hinni gagnstæðu, þriðja býr
til þfidju stefnuna mitt á milli hinna,
fjórða fylgir engri stefnu en skammar þó
allar hinar, fimmta prédikar allt sitt í
hvert sinn o. s. frv., og svo lendir allt í
illindum og ósamlyndi. Geri einhver sér
far um að halda einhverri fastri, ákveð-
inni stefnu í þjóðmálum, er stjórnarvöld-
unum og þeirra nótum geðjast ekki að,
þá sópast þegar að honum hinn versti
stefnivargur með margs konar vopn í hönd-
um: lurka, sleggjur, mykjukvíslar, þorsk-
hausakvarnir, gorkúlur og títuprjóna m. fl.,
og þetta er látið dynja á honum án af-
láts, ef hann segir ekki já og amen við
öllu því, er þessi vopngöfuga „klíka“ vill
vera láta, við öllum þeim hringlanda-
„kreddum“, er hún hefur markað á flekk-
ótta fánann sinn.
Hringlandinn, stefnuleysið og sundur-
þykkjan kemur berlega fram í flestum hin-
um svonefndu helztu áhugamálum þjóðar-
innar. Allir vita, hvernig stjórnarskrár-
málið hefur verið þvælt og þæft fram og
aptur næstl. 10 ár, og hverjum hrakning-
um það hefur mætt á þingi. Sumir, er
hafa verið með þvi annað árið, hafa bar-
izt gegn því næsta ár, en nokkrir þeirra
séð sig þó um hönd síðar og orðið því
fylgjandi. Er þetta nokkur stefnufesta,
nokkur alvara? Megum við búast við
því, að stjórnin sinni kröfum vorum í þessu
máli, meðan allt er á þessu hringli, meðan
fulltrúar þjóðarinnar geta ekki orðið á
eitt sáttir?
í engu aiáli hyggjum vér þó, að skoð-
anir manna séu jafnskiptar og á jafnmiklu
reiki, sem í verzlunarmálinu. Það er sann-
ast að segja, að svo lítur út, sem enginn
hafl nokkra ljósa hugmynd um, hver sé hinn
bezti og farsælasti vegur til að kippa
verzlun landsins í æskilegra og hagfelld-
ara horf og það er svo að sjá, sem hinir
svonefndu verzlunarfróðu menn, er reynd-
ar munu vera nauðafáir, séu ekki fróðari
um þetta en hinir. Það hafa verið flutt-
ar býsna sundurleitar og ólíkar kenningar
i þessu efni. Sumir telja bætt úr öllum
meinum, ef lánsverzluninni yrði útrýmt,
en aðrir vilja halda dauðahaldi í þessa
verzlunaraðferð og flytja lofgerðarklausur
í blöðunum um kosti hennar. Margir hefja
kaupfélög og pöntunarfélög til skýjanna
og sjá í þeim vissa hjálparhellu fyrir þró-
un vprzlunarinnar, en aðrir níða félög þessi
niður fyrir allar hellur og telja forstöðu-
menn þeirra „samvizkulausa fjárplógs-
menn“, er stingi öllum ágóðanum í sinn
vasa. Svo hyggja enn aðrir, að laun-
aðir verzlunarerindrekar í útlöndum séu
lífsnauðsynlegir, og þá muni renna upp
ný gullöld íslenzkrar verzlunar, þá er
þessir „konsúlar“ séu seztir laglega á lagg-
irnar ytra, en hins vegar eru aðrir og
líklega miklu fleiri, er telja þetta hið ó-
viðjafnanlegasta „humbug“ og algerlega
óframkvæmanlega og staðlausa hugmynd.
Enn eru aðrir, er ætla það afarþýðingar-
mikið fyrir verzlunina, að einn maður sé
látinn fara snöggva ferð til Spánar og
kynna sér þar fiskmarkaði, en mjög marg-
ir eru á alveg gagnstæðri skoðun og telja
slikt ferðalag einskis nýtt. Vér höfum
tekið þetta að eins sem dæmi til að sýna,
hversu frámunalega ósamkynja og and-
stæðar skoðanir manna eru í þessu efni,
og mætti þó enn fleira nefna. Og sama
verður upp á teningnum nálega hvert sem
litið er. Menn vantar fastan grundvöll undir
fæturna í flestum þýðingarmestu málunum,
og þá er ekki von, að vel fari. Menn
skortir alvöru, þolgæði, staðfestu og sam-
heldni, því að þessar dyggðir þekkjast
varla í islenzkri pólitik. En það er von-
andi, að þetta fari batnandi en ekki versn-
andi, eptir því sem stundir líða, og að því
ætti hver góður drengur að styðja, með
því að neyta krapta sinna til að sameina
en ekki til að sundurdreifa.
Það liður að aldamótum. Hin 20. öldin
færist nær og nær. Búum oss þá undir,
landar góðir, að mynda í raun og veru
nýja öld fyrir þjóð vora, þannig, að hin
nálægu aldamót verði jafnframt gleðileg,
þýðingarmikil tímamót í andlegu og lík-
amlegu lífi þjóðar vorrar hér á gamla
landinu. Látum ekki óstaðfestu og sundr-
ungu í velferðarmálum vorum sá illgresi
og eiturfræjum í akur þjóðlífs vors, heldur
höldum áfram samtaka í þéttum hóp, troð-
andi alla óræktar þyrna og þistla, alla
gamla fúastofna, undir fótum, og látum oss
þá engu skipta, þótt vér á leið vorri hittum
ýmsa steingervinga, er dagað hafa uppi
sem nátttröll í nútímanum, því að þeir
geta ekki unnið oss mein: