Þjóðólfur - 30.03.1894, Blaðsíða 2
68
hagfelld verzlun getur verið líflð og sálin
í öllum framförum, svo er það sannreynt,
að ill og óhagstæð verzlun er alla dáð
drepandi og lifandi dauði.
Sveitabóndinn þarf að líta á landbún-
aðinn. Fjárkynið þarf allvíða að bæta;
fjárhirðiiigin þarf að batna á mörgum
stöðum; fjárhúsin vantar mjög víða lopt
og birtu, sem eru nauðsynleg skilyrði
fyrir þrifum, heilsu og lífi sauðfénaðarins;
svo þarf allvíða grindur í fjárhúsgóifin
til að verja féð for og bleytu. Fjósin
vantar mjög víða glugga, birtu og and-
rúmslopt, til þess að heita ekki með réttu
loptlaus yztumyrkur eða uxamyrkur. Gadd-
hestana vantar skýli, þegar grimmdar-
kuldinn er að pína þá með hungrinu á
víðavanginum og undir görðunum; en hest-
húsin þurfa einnig að hafa nóga birtu og
andrúmslopt sem öunur peningshús. Hey-
hlöður vantar í stað heygarðanna, svo torf-
ristan minnki, heyskaðar og heyskemmdir.
Túnin þarf allvíða að girða og rækta betur.
Þúfurnar, þessar margra alda gömlu land-
eyður og verkaþjófa, þarf að húðstrýkja
og hálshöggva eins og óbótamennina að
fornum sið, svo þær hætti að tefja vinnu-
fólkið. Það er óhætt að segja, að mörg
tún geta gefið af sér */„ */, a/g ®/4 meira
en nú gerist. Svo má allvíða stækka
túnin meira og minna. Fenin og mýrar-
flóana tala ég ekki um. Þá þarf að hirða
og hagnýta betur áburðinn en almennt
gerist. Það er íhugunarvert, þar sem
2—6 dagslátta túnskækill er hálfur áburðar-
laus ár eptir ár, en menn og skepnur vaða
áburðarefnið (hlandið og forina) upp í augu
árunum saman, þegar ófrosið er í kring
um bæinn. Áburðurinn er þó peningar.
Hann má selja fyrir hey, mjólk, smjör,
ost, skyr, kjöt, ull, tólg, skinn o. s. frv.,
en sumt af þessu verða menn að kaupa
úr búðinni (frá útlöndum) fyrir gull og
silfur, og sumt af þessu selja menn Iíka
fyrir gull og silfur. Útlendar þjóðir, sem
eru íslendingum ríkari, Iáta sér enga læg-
ingu þykja í því, að kaupu áburð frá ís-
landi og öðrum Iöndum fyrir peninga, til
að auka afrakstur síns lands, en mörgum
íslendingum er óljúft að hirða það silfur
og gull, sem liggur undir fótum þeirra,
kringum bæina og undir görðunum. Bún-
aðar- jarðabóta- og framfarafélögum þarf
að fjölga, til þess að vekja áhuga og glæða
framkvæmdir í búnaðarefnum. Þess háttar
félög eru næsta líkleg til að lífga margan
huliun framfaraneista, svo þar verði ljós
af, sem annars kæmi aldrei til sýnis.
H.
Sjávarútvegur.
Sjómaðurinn þarf að lita á sjávarút-
veginn, þennan opt arðsama og jafnframt
stopula atvinnuveg. Hann sveltur, þegar
ekki aflast, svo að segja daglega; hann
kaupir á sumum stöðum opt kartöflur
frá útlöndum dýrum dómum (8—12 kr.
tunnuna), og það stundum skemmdar, en
ræktar ekki kálgarð í kring um bæ sinn,
þó opt sé ekkert að gera. Stundum er
garðholan í órækt fyrir áburðarleysi, en
þarahrönnin mannhæð fáa faðma frá býl-
inu, og slordyngjurnar og flskúrgangurinn
þekur naustin og sjávarströndina í ver-
stöðinni og verður möðkunum að bráð, og
til óhollustu og óþrifnaðar fyrir mennina,
þá sjórinn nær ekki til að skola þessum
peningum í burtu. Óræktarmóar, moldar-
flög og sandmelar, sem hæfir væru til
túna og matjurtagarða, liggja ónotaðir
mann eptir mann, þó atvinnuleysið ætli
að sálga sjómanninum með hungri. Menn
gariga út og inn og um stéttina dag eptir
dag í góðu veðri, en komast ekki á sjóinn
fyrir brirai við landsteinana, og horfa á
„Franzmennina“ vera að fiska vikunum
saman skammt frá landi og stundum í
landhelgi, en ekkert er þilskipið. í einni
veiðistöðinni er mokfiski, svo aflinn kemst
ekki í lóg, en í næstu veiðistöðu, jafnvel
4—12 mílur frá, ætla menn að deyja úr
hungri og hor, en vita ekkert um aflann
svona nærri, því samgöngufæri vantar, og
ef það fréttist af hendingu seint og síðar-
meir, þá eru opnu bátarnir ekki til
þess að f'ara á þeim svo langa leið að
leita sér bjargar, þilskip ekki að nefna.
Þó atvinnuskortur og iðjuleysi sé á einum
staðnum, en erfiði og atvinna á næstu
grösum, fréttist það ekki fyr en blöðin
koma mygluð og möletin eptir mánuði og
vikur, og gagna þá ekki meira í þessu
efni en 400 ára gamlir annálar eða þjóð-
sögur.
Þegar lognið og ládeyðan kemur, erfarið
að draga sig út á djúpið. Nú fara allir,
sem vetiingi valda í veiðistöðinni, að róa,
þar á meðal þeir, sem komið hafa úr sveit-
inni og yfirgefið þar fjárhirðingu og fengið
hana kvennfólkinu, fyrirlitið jarðabætur
og ýmsa sveitavinnu, en „legið við í verinu“,
ef til vill nokkrar vikur, án þess að kom-
ast á sjó, en setið og legið, sumir yfir
spiium, milli máltíða! Allt gengur að
óskum, þegar „fiskurinn er vitlaus“ og
„stendur á hverju járni“. En þegar hlaðið
er orðið, kemur stundum vindurinn og fer
þá opt af gamanið, sé ofhlaðið hjá þeim,
sem álíta það óttalega svívirðing og löður-
mennsku að fieygja út fiski („kasta framan
í skaparann aptur því, sem hann hefur
gefið“) og fara heldur undir með þyrsk-
lingunum ; sigla heldur um koll en að setja
lægra og hefla af seglunum eptir vindinum,
eins og allir skynsamlr sjómenn gera á
þilskipum, að eg ekki nefni þá makalausu
aðgætni þeirra, er „hlaða sig í sjó“ eða
sökkva í sátri með öllu saman. Formað-
urinn hefir stundum minni þekkingu á
því, sem að sjómennsku lýtur en háseiarnir,
þó hann beri formannsnafn og haldi í
sveifina. Hann þekkir ekki á áttavita
og kann þess vegna ekki að stýra eptir
honum í þoku eða dimmu. Hann þekkir
ekki „reglur fyrir stjórn og siglingu11 og
veit þess vegna ekki hvorum ber að víkja
úr vegi, þá hann nálægist opinn bát eða
þilskip, og getur átt það á hættu, að eiu-
hver útlendur „fiskari“ sigli á hann og drepi
hann ásamt skipshöfninni að vítalausu
fyrir þekkingarleysið. Hann þekkir ekki
skyldur sínar og réttiudi við háseta og
skipseigendur o. fl. o. fl.
Hásetar þekkja opt heldur ekki skyld-
ur sínar og réttindi, enda munu ákvæði
um þetta efni, í kóngsbréfinu frá 28. febr.
1758 um fiskiútveg á íslandi, allmörgum
óljós og á eptir timanum og ekki sem
hagfelldust. Mundi því ekki vera með
öllu óþarft, að semja ný lög fyrir sjómenn
á opnum skipum og hvíla kóngsgersemið
frá 1758.
Heimskulcgur prakkaraskapur
má það heita, að varla er svo nokkurt mannvirki
á almanna-leiðum, að ekki sé það að einhverju
leyti skemmt, ef unnt er. Vörður stundum felldar
eða færðar úr lagi. Steinar, sem látnir hafa verið
á vegbrúnir eða á brúnir við brúarsporða, settir
ofan fyrir, og má sjá glögg dæmi þeBS víða (sbr.
sporðinn á Hólmsárbrúnni). Nú er Vatna-sæluhús-
kofinn, sem er nýbyggður, eitt dæmi pesB, því fyrir
stuttu ætluðu menn að leita sér par skýlis í kaf-
aldsbil um næturtíma, en þá var kofinn opinn,
hurðin á öðru hjarinu og glugginn brotinn og kof-
inn þar af leiðandi hálffullur af snjó, svo mennirn-
ir urðu frá að hverfa, og komust nauðulega til
byggða. Svona var nú frágangurinn á þessu sælu-
húsinu; máske svona séu fleiri? Hvaða hugsunar-
háttur getur verið svínslegri en þessi, að fara avona
með skýli, sem einmitt er ætlað til athvarfs í vond-
um veðrum og sem auðvitað hafa orðið mörgum til
lífs? Enn má geta þess i sambandi við þetta, að
siðan „Reglugerð fyrir umferð um brúna á Ölfusá“
var fest upp, hefur í þrjú skipti verið brotið glerið
fyrir auglýsingunum, sem eru að norðanverðu við
brúna (stungið í gegnum glerið með broddstaf) í
öll skiptin um dimma vetrarnótt, svo ekki hefur
verið hægt að komast eptir, hverjir þetta hafi unnið.
Ljótar eru sögurnar, en ÞV1 miður eru þær
sannar. Hvenær ætlar þjóðin eða réttara sagt ein-