Þjóðólfur - 19.04.1894, Page 2
74
Það var einu sinni sú tíð, viti menn,
að ritstj. ísafoldar „vildi ólmur komast að“
sem þingmaður í einu kjördæmi — Stranda-
sýslu — og honum tókst það í eitt skipti,
eingöngu fyrir ötult fylgi eins vinar síns,
en síðan ekki söguna meir. Hann sat að
eins á einu þingi, og þótti enginn sérleg-
ur garpur, enda vildu Strandamenn ekki
hafa hann lengur.
Annars hyggjum vér, að það sé ekki
hann, sem eigi að velja þingmenn fyrir
Árnesinga. Þeir munu fara sínu fram,
hvað sem hann segir, og ekki verður það
fyrir mótmæli hans, þótt vér náum ekki
kosningu. Svo mikið er víst.
Nú má ritstjóri „ísafoldar“ í herrans
nafni og fjörutíu gera allt, sem í hans
valdi stendur, til að reyna að spilla íyrir
kosningu vorri, því að vér látum oss engu
skipta, hvernig sem hann „rótast“, og mun-
um ekki virða hann svars, fyr en vér ef
til vill sendum honum ofurlítið ávarp, eptir
að kosningar eru um garð gengnar þar
eystra.
„Hið íslenzka kvennfélagi4. Svo
nefnist félag það, er myndaðist hér í bæn-
um í vetur til að styðja að stofnun há-
skóla hér á landi, og hefur þess verið
áður getið nokkuð nánar í nÞjóðólfi“. Fé-
lag þetta hélt fund 16. þ. m., og var þar
samþykkt að færa út verksvið þess sam-
kvæmt áskorun, sem nú er prentuð og
verður send um allt land til útbýtingar
meðal allra kaupenda „Þjóðólfs“. Hafa
konur þær, 18 að tölu, er upphaflega voru
valdar í forstöðunefnd háskólamálsins, ritað
nöfn sín undir áskorun þessa, en alls eru
nú um 700 kvenna í félagi þessu, bæði
hér í bænum og á Seltjarnarnesi. Vér
vonum, að þessi áskorun frá hinu fyrsta
íslenzka kvennfélagi mæti Ijúfum og greið-
um undirtektum meðal íslenzku kvenn-
þjóðarinnar, því að augnamiðið er fagurt
og háleitt: að stuðla að efling vísindanna
hér á landi, og lypta kvennþjóðinni ögn
upp á við m. fl. Það hljóta að vera eins
konar nauða vantrúaðar apturhaldssálir,
er slíkar hugmyndir og slíkan félagsskap
níða.
Tóvinnuvélar. Nú ætla Eyfirðingar
að koma upp tóvinnuvélum hjá sér, jafn-
hliða Skagfirðingum, svo að ekki verða
þau héruð í félagi með það, eins og gizkað
var á í fyrstu (sbr. 17. tbl. Þjóðólfs). Hef-
ur sýslunefnd Eyfirðinga ákveðið, að taka
15,000 kr. lán úr landssjóði upp á 28 ára
afborgun og rentur með 6 °/0 á ári til að
koma upp vélum þessum á Oddeyri. Bauðst
Sigtryggur bóndi Jónsson á Espihóli til að
taka að sér að koma vélunum á fót, ef
hann fengi áður umgetna upphæð að láni
hjá sýslunni gegn nægu veði, og gekk
nefndin að því, en setti það skilyrði, að
hann dveldi erlendis einn vetur, til að
kynna sér tóvinnuvéla-iðnað.
Prestvígðir voru 15. þ. m. kandídat-
arnir: Kristján Vilhjálmur Briem prestur
til öoðdala og Júlíus Kristinn Þördarson
sem aðstoðarprestur séra Þórarins próf.
Böðvarssonar r. af dbr. í Görðum.
Afli hér við flóann hefur verið fremur
lítill síðustu viku vetrarins. Það leit vel
út með hann 3—4 daga kringum 8. þ. m.,
en svo tók fyrir hann um tíma að heita mátti
hér á Innnesjum, en í syðri vciðistöðunum
hefur dável aflazt til þessa. Útlitið er þó
nokkru betra hér nú sem stendur, en þilskip-
in hafa lítið aflað enn sem komið er, um
3—4000 hæst, svo að eigeudur þeirra bíða
líklega allmikið tjón á þeim útvegi að
þessu sinni, nema því betur rætist úr.
Manntjén varð enn á Eyrarbakka 11.
þ. m. Drukknaði þar formaðurinn Páll
Andrésson í Nýjabæ (hálfbróðir Magnúsar
prófasts á Grilsbakka) og annar maður,
Ásgrímur að nafni, en hinum hásetunum
var bjargað.
Danska herskipið „Diana“ kom hing-
17. þ. m. Hafði lagt af stað frá Höfn
4. þ. m. og komið við á Færeyjum. Með
henni bárust blöð til loka f. m. Helztu
fréttir þær, að meiri hluti miðlunarmanna
og hægri manna á þingi Dana hafa nú
loksins samþyhkt fjárlög með 54 atkv. gegn
44 og þykir nýlunda, því að 8—9 sinn-
um hafa Danir nú orðið að sætta sig við
bráðabirgðarfj árlög.
Látin er hin nafnkunna ungverska þjóð-
hetja Ludvig Kossuth, er tók svo mikinn
þátt i frelsisbaráttu Ungverja 1848, eins
og kunnugt er. Hann andaðist í útlegð í
Turin á Ítalíu á 92. aldursári (f. 1802).
Vildi hann aldrei hverfa heim til ættjarð-
ar sinnar, þótt honum væri margboðið
það, því að hann hataði Habsborgarættina
og kvað Franz Jósef Austurríkiskeisara
hafa brotizt til valda og konungstignar á
Ungverjalandi með ólögum einum og of-
beldi. Nú var samt lík Kossuth’s flutt til
ættjarðarinnar, og greptrað í Buda-Pest á
kostnað borgarinnar. Allmiklar óspektir
urðu þegar þar í borginni, þá er lát
Kossuth’s fréttist, svo að herlið varð að
skakka leikinn, og voru margir settir í
varðhald. Nokkur hundruð stúdenta rudd-
ust inn í leikhúsin, og ráku áhorfendur
og leikendur burtu, því að þeir sögðu, að
það væri ósamboðið sóma Ungverja að
leika sjónleiki, meðan Kossuth lægi á lík-
fjölunum. Greptrunin fór fram 31. f. m.
og var þá manngrúinn og troðningurinn
svo mikill, að um 550 manns meiddust
meira eða minna.
Svar
til Jakobs Gruimlaugssonar.
Það er ætíð hvumleiít og ergilegt, að fást við
dawSa menn, en dauðan kalla eg Jakob Gunnlaugs-
son úr því að hann er alveg kominn aflandiburt.
— Maður þessi hefur nfl. í „Þjóððlfi“ XLV. árg.
nr. 46. (bls. 179), rétt eptir að við sáumst í síðasta
sinni hér á Skinnastað, sezt niður og hógvikað mig
með ðþægilegum greinarstúf, og á það að líkindum
að vera borgun fyrir næturgreiða, er hann að skiln-
aði settist hér upp með milli 10 og 20 manns í
öndverðum ágústm. síðastl. og fyrir ýmsan annann
ðkeypis greiða, er eg gerði honura meðan hann var
að flækjast við verzlunarforstöðu á Raufarhöfn fyrir
„Gránufélagið".
Pyrst ber Jakob upp á mig, að eg vitni rang-
lega orð eptir sér (o: úr „Bréfi af Sléttu“). Af
því nú að maðurinn auðsjáanlega hefur verið staur-
blindur, —einhverjar dreggjar af brennivíni höfðu
verið til á Rhöfn 14. ág. þ. á., þá er hann ritaði
þetta ómerkilega greinarkorn, — bið eg aðra, er
heilskyggnir eru, að slá upp í „Austra“ yngra 1.
árg. nr. 13. (1. bls. 2. dálk, 15—17 1. a. n.) og
vita svo, hvort orðin standa þar ekki. Mér er
sama, hvort Jakob „ríður“ eða „liggur" á þeim.
Þau eru honum þar til sóma um aldur og æfi!
1 öðru lagi ber Jakob það af sér, að hanu hafi feng-
ið póstana til að biða stundum eptir bréfum sin-
um, þvert ofan í það, er þeir áttu og máttu gera.
Daníel póstur Jónsson, sein bæði af mér og öðrum,
er þekkja báða, er álitinn mjög miklu trúverðugri
og áreiðanlegri maður en Jakob, sagði mér þetta
optar en einu sinni, og sýndu verkin líka merkin
með það, hve opt haun varð að bíða á Rhöfn eptir
bréfum Jakobs — eptir þeim og engu öðru, enda
má fá vitnisburði langtum fleiri manna um þetta,
ef Jakobi skyldi eigi þykja sögn sér miklu merkari
manns, o: Daníels pósts, nðg.
Loksins bregður Jakob mér um það, að eg sé
betri fornfræðingur en dagblaðagreina-rithöfundur.
Það er einmitt Jakob Gunnlaugsson sjálfur, sem
er efni í gððan fornmenjafræðing! Hann kemur
nfl. með fi« ára gamalt — eða vel það — brot
úr sýslnfundargerð. En eðlilega forðast hann að
jjoma með það, er snerti pðstgöngur hér, úrsýslu-
fundargerðum eptir 1888, því að það var einmitt
það, eins og allir sjá í grein minni („Þjóð“. XLY.
árg. nr. 28) í sumar, sem eg átti við. Það þarf
allt að koma á apturfðtunum hjá Jakobi, eins þetta
sem annað.
Hvor okkar Jakobs sé færari til ritstarfa er
ekki hans að dæma um. En ekki ber þetta litla,
er sézt hefur eptir hann um dagana, vott um sér-
lega mikinn andlegan þroBka, — þð að skrokkur-
inn á honum sé nógu fyrirferðarmikill °8 niá