Þjóðólfur


Þjóðólfur - 19.04.1894, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 19.04.1894, Qupperneq 3
76 segja um ritsiníðar hans, Jiessa sem aðrar, að það sé „ekki betur farið en heima setið“. Skinnastað, 1. des. 1893. Þorleifur Jónsson. Dánarminning. Úr Stöðvarfirði hefur oss verið send skýrsla um fráfall Antoníusar á Löndum, sem minnst er á í 17. tbl. Þjóððlfs, og er líklega réttara skýrt frá því, eins og hér segir: „Sunnudaginn að morgni hins 11. febr. andað- ist sviplega að Löndum í Stöðvarfirði Antoníus Þorsteinsson, ðkvæntur, 31 árs að aldri. í hinni skæðu kvefsótt (Influenza), er geisaði hér eystra um miðjan veturinn, hafði hann nokkra daga áður þjáðzt af svefnleysi, og er hvergi var mann að fá Bökum hinna almennu veikinda, hafði hann svona veikur og í slæmri tíð brotizt austur á Eskifjörð til að leita læknisráða við svefnleysinu og var nú nýkominn heim úr þessari ferð. Daginn fyrir og eins snemma að sunnudagsmorgninum kvaðst hann vera hressari, en treystist þó eigi þennan morgun til að klæða sig, því að bæði var hann þreyttur eptir ferðina og hafði þegar á heimleiðinni og ept- ir að heim kom neytt nokkurs af svefnmeðalinu, sem læknirinn hafði fengið honum. Náði hann nú að festa svefn, en svo vildi til, að enginn var um stund hjá honurn inni í baðstofuhúsinu, nema faðir hans, er svaf þar veikur í öðru rúmi. Litlusíðar, er að var gætt, var hann liðið lík. Tvær flöskur stóðu á borði við höfðalagið, önnur með svefnmeð- alinu i, en hin með styrkjandi meðali. Hafði hann vaknað í millitíð og auðsjáanlega í óráði gripið svefnmeðalsflöskuna og tæmt hana. Antonius sál. var einn meðal hinna menntaðri alþýðumanna hér um slóðir, dugnaðarmaður bæði á sjó og landi, ráðsettur, og græddist mikið fé þann stutta tíma, er hann átti með sjálfan sig; skilríkur og hreinskiptinn og að öllu vandaðisti maður og vel látinn. Sérstaklega er hann harm- dauði sínum aldraða föður, er hann var bæði gleði hans og aðstoð í elli hans. Faðir hans Þorsteinn Sigurðsson er sá hinn sami, er fyrrum bjó ríku búi á Heyklifl i Stöðvarfirði, og flutti til Ameríku 1879, en kom heim aptur að ári liðnu áBamt allri familíu sinni. Hinir 2 eptirlifandi synir hans: Kristján á Löndum og Erlendur á Kirkjubóli (í Stöðvarfirði) eru báðir dugnaðar- og fyrirmyndar- bændur. — Móðurinnar Guðbjargar Jónsdóttur, sem dó fyrir 3 árum, hefur áður verið minnzt í Djóð- ólfi“. Misprentad er i 17. tölubl..: 650 Q faðmar í stað 6,500 □ faðma, þar sem getið er um stærð á því landi, er selt var með hverunum Geysi og Strokk. T^nriíliiTi * stúdentafélaginu laugar- H 11T111111 dagskveldið 21. þ. ra.fkl. 9 e. m. 1 U.11U.U1 á hótel ísland. Blaða-uppboð.* Frímerkja-blað fæst ókeypis hjá Gunnlaugi Jónssyni á Seyðisfirði. ZE3g undirskrifuð tek að mér að sauma allskon- ar fatnað og leysi það vel af hendi, verð frá 7—9 kr. á alfatnað; lika veiti eg stúlkum tilsögn í saum- um mót vægri borgun. Þingholtstræti 3. Guðríður Gunnarsdóttir. Nýtt Atelier! í Bankastræti Nr. 7 (norðanvert við íbúðarhúsið) hef eg byggt fullgerva mynda- verkstofu eptir enskri teikningu. Þar fást teknar: Aristo-myndir, Platin- myndir, Argentotyp-myndir og hinar al- kunnu Albumin-myndir. Myndavélar mínar eru áreiðanlega góð- ar, og allur frágangur eptir nýustu tízku. Reykjavík 17. apríl 1894. August Guömundsson ljósmyndari. Athygli heiðraðs almennings skal hér með vakið á því, að undirskrif- aður hefur komið sér upp verkstæði og tekur að sér allt, sem að skraddaraiðn lýtur. Fyrir vandaðasta jakka-alfatnað tek eg i saumalaun 10 kr., fyrir óvand- aðan jakkafatnað 8 kr., fyrir vandaða yfir- frakka 10 kr., fyrir óvandaða 8 kr., iyrir vandaðasta frakka-alfatnað 12—14 kr., fyrir jakka og vesti til samans 6 kr. 50 a. og fyrir buxur 2 kr. 50 a. — Allt fljótt og vel af hendi leyst. Carl Wickström. (Þiugholtsstræti 4). 28 Við þessi orð keisarans varð öllum embættismönn- unum, er við voru staddir, litið öfundaraugum til yfir- smiðsins, er átti næsta erfitt með að dylja fögnuð hjarta síns. „Hver skyldi vera hin mikla umbun, er keisarinn ætlar honum? Með hverju skyldi hann ætla að launa honum ?“ Á meðan þeir, sem til heyrðu, lögðu þessar og því- líkar spurningar fyrir sjálfa sig í huganum, var Franz keisari að búa sig til ferðar til að heiðra baðstaðina með nærveru sinni. Hann var þegar kominn í bláu klæðisfötin, sem hann var vanur að vera í, þegar hann vildi eigi láta þekkja sig, eða þegar hann, eins og hans hátign Jósep keisari II. afi hans, var á gangi um borgina og fór úr einkennis- búningi sínum, svo að sér gæfist því betri kostur á að kynna sér óskir og þarfir þegna sinna. Allt var hljótt og kyrt umhverfis hann; hann sneri sér að yfirsmiðnum og tók svo til orða: „Herra Weissberg! Oss er kunnugt um hina miklu °g fölskvalausu hollustu yðar oss til handa; þiggið því oss þennan menjagrip sem verðskuldaða viðurkenn- ingu fyrir verk það, er vér höfum falið yður umsjón yfir. Eg gef yður hann sem vinur en eigi sem keisari". 25 í brjósti hans sló svo seint, svo ákaflega hægt, og þó barðist það enn. En hvað var það, sem hann heyrði? Það líktist byssuskoti! og því næst annað skot tií! Hann hristi höfuðið, brosti og mælti í hálfurn hljóðum: „Nei, þau voru ekki tvö, ekki nema eitt, að eins eitt“. Hann var svo sárþreyttur, en hann hafði enga þreyju til þess að hvíla sig. Hann nam staðar ofurlitla stund og leit í kringum sig, en útsýnið var harla lítið: þokan stóð sem múrveggur umhverfis hann, það var þoka yfir höfði hans, þoka allt í kring og sandur undir fótum hans; spor hans lágu í beinni línu í sandinum, og náðu inn í miðjan þokuhringinn en ekki lengra; hann gekk spölkorn áfram, en sporin náðu ekki lengra en á miðj- una, en á bak við hann, þar sem hann hafði gengið, var traðk mikið eptir för hans. Hann var lafþreyttur. Það var svo erfitt að ganga í sandinum, og við hvert fótmál varð hann að leggja fram nýja krapta; það var eins og margar samanhangandi grafir sylgju hið þrotna fjör hans — og þar fyrir handan lá sandurinn jafn og sléttur og beið. Það fór hrollur um hann og hann hugsaði með sér: „Það er einhver, sem gengur á gröf minni, það er einhver, sem gengur á eptir mér, það skrjáfar í einhverju þarna inn í þokunni á bak við mig, svo sem í kvennmaunsfötum, það er eitthvað hvítt þarna inn í hvítu þokunni“. Hann hélt áfram svo hratt, sem

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.