Þjóðólfur


Þjóðólfur - 25.05.1894, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 25.05.1894, Qupperneq 1
Árg. (CO arkir) kostar 4 kr. Erlendia 5 kr. — Borgist fyrir 15. Júll. Uppsögn, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. ÞJÖÐÓLFUR. XLYI. árg. IJtlendar fréttir. Kaupmannahöfn 28. april 1894. Ekkert gerist nú fréttnæmt; það þykja engin tíðindi lengur, þó að stjórnleysingj- ar beiti heljartóium sínum; þó kom það flatt upp á menn, að einn embættismaður í hermálaráði Frakka var rammur stjórn- fjandi; hann heitir Fenéon og situr nú í dýflizu. pað er nú samþykkt af neðri deild Englaþings, að stofna skuli fasta nefnd manna fjölmenna til þess að fjalla um mál Skotlands; þykir sýnt, að það verði upp- haf að þingi þeirra. Frumvarpið um 8 stunda vinnudag var í gær látið ganga til 2. umræðu með miklum mun atkvæða. Samkv. því eiga námumenn ekki að vinna lengur en 8 st. á dag, til annara nær það ekki. Eins og kunnugt er var í vetur byrjað á 8 st. vinnudegi á skipasmíða- stöðvum ríkisins, og gafst vel. Á sléttunni við Theissfljótið, fögru hér- aði og einkar frjósömu, búa harðir menn og frelsisgjarnir; héraðið eiga nokkrir auð- kýflngar, sem hafa þar ráðsmenn til þess að kúga fé af landsetum sínum, sjálfir komu þeir þar aldrei, en lifðu í sukki og svalli vestur í Vín; ganga ljótar sögur af þrautum og raunum uppreistarmanna. Her- lið skarst í leikinn og mun nú hafa bælt uppreistina. Frá Norðurameríku ganga sögur um vinnuföll og hungur, og sumar ærið ótrú- legar. Alþingi Dana verður slítið 2. maí; má það réttilega kallast þingið magra. — Ekk- ert er víst um það, hvenær Estrup fer. í þessari viku var fyrsti skipsfarmur af saitfiski sendur til Spánar frá Noregi; er það óvanalega snemmt. Eptir síðustu akýrsium hafa 50 miljónir fiska verið dregnir þar á land. Það er kallað í með- allagi. Jafnaðarmenn hyggja á stórkostleg fundahöld og aðrar aðgerðir hinn 1. maí, eins og vant er; fylgja því allir með mesta áhuga og forvitni. Dáin i Khöfn frú Julie Sðdring nafn- kennd leikkona, dóttir leikarans C. N. Rosenskilde, rúml. sjötug. Reykjavík, fðstudaginn 25. maí 1894. t Jóhann Guðmundsson frá Hól í Reykjavík. (f. al/6 1860 — d. ie/is 1893). Stóð á foldu fríður hlynur fagra sumar morgunstund. Allir, sem um grundu gengu, glöddu sig við þennan lund. Hátt hann lypti grænum greinum, gnæfði prúður himni mót. Sýndist standa fastur fyrir fagur stofn á sinni rót. Skreið í dupti illur ormur, upp sig Iæsti rótum frá; festi sig í ljósum lundi leynt og hægt svo bar ei á. Og hinn fagri aldinviður eigi staðizt fjekk við því; varð að fólna, falla’ og deyja fögrum blóma sínum í. Stóð á foldu mætur maður manndóms síns í blómatíð, hjartaprúður, hreinn og tryggur, hylli naut af öllum lýð; beíndi sifellt hug til hæða, — hátt var lífsins takmark sett; fróðleik unni’ og fögrum listum, fremst þó hugði’ á gott og rétt. Dauðinn kaldur lá í leyni, læddist hægt og sat um hann, eins og þyrði’ hann ei að ráðast ört á þennan vaska mann. Þótt hann læddist, loks hann náði lífi þessa sterka manns. Fósturjörðu átti eigi auðnast það að njóta hans. Dróst til þess, sem verða vildi, vissi’ hann sjálfur glöggt af því, að hann mundi líf sitt láta lífsins blóma fögrum í. En á móti heljar hjörvi horfði glöð og róleg önd. Mælti hann ei æðru-yrði, allt hann fól í drottins hönd. Eptir lifir eikin veika, ekkja þessa prúða manns. Eptir lifa ótal vinir, ótalmargir sakna hans. Eptir lifir endurminning, Nr. 24. ágætt mannorð vinum hjá. Eptir lifir einnig vonin aptur hann í blóma’ að sjá. V. B. Áheit á háskólasjóðinn. Fyrir skömmu barst ritstjóra þessa blaðs bréf frá ónefndri sveitakonu með innlögðum 5 kr. seðli, sem áheit til há- skólasjóðsins og þökkum vér fyrir þá send- ingu i nafni sjóðsins. Jafnvel þótt vér naumast getum vænst þess, að sjóður þessi eflist til muna beinlínis með áheitum, þá virðist oss samt eiga miklu betur við að heita á eitthvert þarflegt fyrirtæki, ein- hverja framtíðarstofnun t. d. háskólasjóð- inn, heldur en á Strandarkirkju, sem ekk- ert hefur við peningana að gera, auk þess, sem það er hlægileg pápiska allur þessi átrúnaður á helgi þeirrar kirkju, en hitt er hvorki hlægilegt né pápiskt að styðja eitthvert gott málefni með áheiti, sem auð- vitað er sama sem gjöf. Lesendum vorum til athugunar setjum vér hér aðalefni bréfsins frá sveitakon- unni, og látum orðfæri þess halda sér ó- breytt: Háttvirti herra ritstjóri „t>jóðólfs“! Svo er mál með vexti, að nokknð lá mér pungt á hjarta nm fyrirfarandi daga og var eg lengi að velta því fyrir mér, hvað eg ætti að reyna því til framgangs og datt mér þá í hug, að reyna að heita á einhvern, en eptir langa umhugsun komst eg að þeirri niðurstöðu, að heita á „Háskólasjóðinn“ og þá vildi svo vel til, að ósk mín uppfylltist á svo und- arlegan hátt, og því sendi eg yður nú hérinnlagð- ar 5 krónur, handa þessum stofnsjóði. Eg leyfi mér nú í einfeldni að spyrja yður, hvort það er ekki mest innlend lagakennsla, sem þið eigið við, þó þið nefnið þetta háskóla. Eg býst nú við að yður þyki þetta undarlegt og máske hjátrúarfullt og einfaldlegt, en eg hef nóg dæmi mér til varnar, þó ekki sé nema það, að um svo mörg undanfarin ár hefur verið heitið á Strandarkirkju; það hef eg séð í blöðunum; þó eg hafi heitið á hana, þá hefur henni aldrei viljað til, en nú vildi þessum sjóði ein- mitt til ogþví vildi eg óska, að fleiri vildu fylgja mínu dæmi og heita á hann. f sambandi við þetta, vil eg segja yður það, að fyrir mörgum árum þótti mér vænt um fallegan og gáfaðan pilt, sem eg gerði mér mikla von um, að mundi verða mikill maður; svo fór hann i skóla og gekk vel, og nú var eg svo fjarska glöð, og vildi nú helzt að hann færi 4 prestaskólann, en það vildi hann með engu móti,

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.