Þjóðólfur - 01.06.1894, Page 3

Þjóðólfur - 01.06.1894, Page 3
99 vestur yfir Jökulsá þá leiðiua, er einkum eignað varúðar- og varnarreglum þeim, er Árni héraðslæknir Jónsson á Vopnafirði hafði beitt, enda hefur ekki annað heyrzt en að honum hafi tekizt að verja Vopna- flörðinn fyrir sóttinni. Skagaíirði 4. maí: Héðan er fátt að frétta, segja menn vanalega í byrjun á fréttapistlum, en það er ekki nóg með það, eitthvað meira, og verð eg því að halda áfram. Tíðin hefur verið mjög góð síðan með byrjun einmánaðar, einlægar blíður og leysingar, svo alveg var orðið öríst löngu fyrir sumar. Skepnuhöld í góðu lagi hjá flestum eða jafnvel öllum, nema einstaka manni, sem hefur þá spilltu hugsun, að það sé „prakt- ist“, að fara sem verst með fjárstofn sinn, en það er vonandi, að þeir fari að sjá að sér, því sýslunefndin hefur gert góða til- raun, til að vekja menn, því hún liefur ákveðið fjárskoðanir að vetrinum, og eiga skoðunarmenn að leiðbeina mönnum og gefa skýrslu um ásigkomulagið, og eink- unnir fyrir meðferð og hirðing. Sigling kom hér á Sauðárkrók fyrir sumarmál, enda var þá ekki sparað að sækja í kaupstaðinn, þetta bráðnauðsyn- lega!!! svo sem, kaffi, sykur, tóbak o. fl. 011 ósköp kom af kramvöru hér í kaup- staðinn og minnkaði ekki við það, að ein- hver Kaupahéðinn kom að sunnan með þess konar varning. Fólkið streymir nú þangað í stórhópum, til að fá sér eitt- hvað fallegt, svo sem, sirs eða sjerting, klút eða kembrís, því allt þetta er með engu verði, eins og vant er!! Sumir halda nú raunar að skuldirnar minnki ekki við þetta, en þeirri athugasemd er stungið und- ir stól, og enginn kemst upp með það, Því þeir eru svo miklu fleiri, sem kaupa kramið, að þeir bera hina ofurliða. Víndryhhja, er fremur lítil, þótt fáir séu í bindindi, því mönnum er nú Ioks farið að þykja skömm að því að drekka frá sér vitið, því flestir sjá, að þeir hafa ekki of mikið af þyí. Búnaðcirfélögin blómgast, þótt hægt fari, og gerir það mikið sá styrkur, sem þingið veitir; að sönnu eru það margir, sem sjá það og játa, að jarðabætur borga sig, en þó eru það ekki allir; það er eins og sumum finnist það óhæfa t. d., að ráð- ast á saklausar þúfurnar og ryðja þeim um koll, sem hafa staðið í friði og óhagg- aðar frá því fyrst fara sögur af. Það er annars sönn skemmtun að koma á búnaðar- félagsfund, því þar eru ekki allir á eitt sáttir, einkum þegar farið er að ráða menn í jarðabótavinnu, en það eru auðvitað margir, sem vilja taka mennina, og af þeim getur maður enga skemmtun haft, en það eru hinir, sem raunar látast vilja eitt- hvað, en eru að koma með ástæður fyrir því, að þeir geti ekkert. Ástæðurnar eru vanalega þessar: „Eg þarf að gera við fjósið og get því engan mann tekið“. „Eg þarf að rífa ofan af fjárhúsi og koma aptur ofan yfir það, eg bið ykkur að afsaka mig“. „Eg get ekki annað en látið slétta, en þar eð túnið er allt þýft, er ekki til neins að byrja á því og verð eg því ekki með“. Einstaka maður heldur jafnvel, að þetta sé allt gert fyrir formann félags- in8 og búfræðinginn og segir því: „Eg skal taka þá (nefnil. búfr. og mennina, sem með honum eru) 1 dag, ef þið viljið, eða eruð í ráðaleysi með þá“. Slíkur áhugi er ánnálsverður!!! Norðurmúlasýslu 5. maí: „Ágætis tiðar- far síðan um jafndægrin nema nú þessa daga nokk- urt kuldahret. Nokkuð eru menn farnir að ræða um þingmanna- kosningar; eru líkindi að aðrir verði ei í kjöri í Norður-Múlasýslunni en gömlu þingmennirnir, enda munu Norðmýlingar ei á að skipta um þá. í Suð- ur-Múlasýslunni horfir til meiri byltinga við kosn- ingarnar. Yafi er sagður á því, að séra Sigurður geti boðið sig fram sakir annríkís við burtflutning- inginn, en sjálfsagður er hann að hljóta kosningu, bjóði hann sig fram. Mælt er að Guttormur bjóði sig fram, Ari Brynjólfsson á Þverhamri, séra Lár- us og Skapti ritstjóri. Ýmsir kalla skörina komna upp í bekkinn, þá menn, sem ekkert atkvæði eiga um landsmál, kalla þá til fundar, sem full réttindi hafa til að gera um þau ákveðnar ályktanir, eins og háttar með marga þá, er undir fundarboðinu í „Austra“ standa. Aðsóknin að EiðaBkólanum er nú í minnsta lagi, er þó ei skólastjóra um að kenna, því út á hans aðgerðir hafa fáir að setja. Það kalla eg, að aust- firzkir bændur þekki ei sinn vitjunartíma, að senda ei sonu sina á skólann. Nýlátinn er á Eiðum einn námsveinninn. Piskur er sagður kominn í fjörðuna norður í Seyðisfjörð, er það i fyrsta lagi i samanburði við það, sem venja er til“. Húnavatnssýslu 16. maí: „Veðuráttan yfirleitt fremur góð, svo jafnvel seint í apríl var farið að grænka, en kuldakafli undanfarandi hefur nær eytt þeim litla gróðri. Helztu tíðindi af „In- fluenzunni“, sem hefur geisað hér, eins og'logi yfir i akur síðan um byrjun þessa mánaðar, hefur hún I lagzt allþungt á menn, og svo sem engum hlíft, j nema lagzt Jléttast á hörn, en þyngst á gam- almenni. Einnig hefur hún lagzt þungt á alla, er hafa verið lasnir fyrir, þó ungt fólk hafi verið. — Dað er hörmulegt, að hafa þá valdsmenn yfir sjer, sem vér höfum, þegar svona tilfelli bera að höndum, sérstaklega meina eg þetta til lækna- skipunarinnar. Hafandi fyrir augum allt það vinnu- og fjártjón, og þó einkum öll þau heilsu- og líftjón, sem landfarssótt þessi hefur valdið um land allt, getur maður ekki annað en beðið óbæna yfir þeim, sem höfðu vit og vald — og sjálfsagt getu til að losa land og lýð undan ófögnuði þessum, en standa með höndurnar í vösunum og gera eigi neitt. Bet- ur gerði Hjaltalin gamli það forðum. — Ekki svo vel að læknarnir sumir geti látið eitt glas af „drop- um“ við hósta eða hæsi, heldur þurfa þeir (þannig læknir vor) að senda í búðarhoiurnar eptir styrk- ingar- og hressingarmeðulum. Skip komu fremur snemma, hér á Norðurlands- hafnir í vor. Verðlag: Búg 15,00 tn., bankabygg 22,00, baunir 22,00, hrísgrjón 26—28. Kafifi 1,25^ sykur 0,35, púðursykur 0,80; tóbak 2,20 og 1,50* Með bezta móti lítur út með afla i vor; að visu er enginn þorskafli kominn, sem eigi er von eptir venj- unni, en hrognkelsaafli hefur verið með meira móti á Skagaströndinni inn og fram. Sárfáir sem engir fara til Ameríku. Dáinn á hvítasunnudag (13. f. m.) Páll Páls- son i Dæli í Yíðidal, fyrv. alþingism. Húnvetninga á þremur þingum 1875, 77 og 79, rúml. sextugur að aldri. Hann var launson Páls Sigurðssonar al- þingismanns í Árkvörn og Önnu Jónsdóttur frá Stuðlakoti á SuðurneBjum Einarssonar í Stórabotni Jónssonar, en móðir Önnu var Sigríður Gísladóttir bónda í Gerðum Illhugasonar prófasts í Hruna Jóns- sonar. — Páll ólst upp bjá hálfbróður sínum séra Jóni Sigurðssyni á Breiðabólsstað í Vesturhópi, kvæntist Þorbjörgu Jónsdóttur frá Gafli í Víðidal og fór að búa í Dæli. Eru 4 börn Páls á lifi: séra Jón á Höskuldsstöðum, Sigurður nú i lærða skólanum, Vigdís kona séra Gísla Einarsson- ar i Hvammi í Norðurárdal og Bagnheiður kona séra Jóns Dorlákssonar á Tjörn. Páll sál. var vel- greindur maður, sem hann átti kyn til og þótti koma frjálslega fram á þingi, var einnig velmet- inn í héraði. Bjargganga. Úti fyrir Beykjanesi liggur eyja nokkur, er venjule* a nefnist Eldey, öðru nafni (á dönsku) „Meelsækken".] Er það þverhnýpt stand- berg á alla vegu í sjó ofan, og vita menn ekki til, að neinn maður hafi þar upp komizt fyr en i fyrra dag, að 3 Vestmanneyingar, er „Elín“ flutti þang- að, gengu bergið upp á eyjuna, með því að reka hæla í það og læsa sig þannig upp; heitirsá Hjalti, er fyrstur réð til uppgöngu. Var mikil mergð af fugli þar uppi og fugladriturinn í ökla. Um 200 fugla drápu þeir félagar, auk 11 sela, er Hjalti rotaði flesta áður hann kleif upp bjargið. Ætla þeir að fara þangað siðar í sumar. Vilja þeir helga sér eyjuna „með öllum gögnum og gæðum“, en Hafna- menn vilja líka eigna sér hana, og er óséð, hvorir hlutskarpari verða. Eyjan er að ofanverðu 90 faðmar á lengd og 60 á breidd. Dykir bjargganga þessi allfræg og miklu meira um hana rætt nú hér í bænum, en þingkosningarnar. Huefleikamaðurinii ameríski Corbett barðist fyrir skönmiu við annan nafnfræg- an garp, Mitchell að nafni, og lamdi svo á honum í 3 umferðum, að Mitchell féll í valinn alblóðugur, en svo var Corbett þá orðinn ólmur, að hann lúbarði Mitchell, þar sem hann lá faliinn og varð að draga

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.