Þjóðólfur - 01.06.1894, Qupperneq 4
100
hann ofan af honum. Ameríkumenn eru
sto hrifnir af þessu dýrslega athæfi, að
furðu gegnir, og svo var kvennfólkið ákaft
við þetta tækifæri, að það þurkaði bók-
staflega upp blóðtjörnina úr Mitchell með
vasaklútunum sínum, svo að það gæti þó
haft eitthvað til minningar um þessa barsmíð.
Nú á Corbett eptir að sigrast á einum
svertingja frá Ástralíu, og beri hann þar
hærri hlut, verður hann mestur hnefleika-
maður í heimi.
Einkennileg myndabók. Lögreglan
í París er að gefa út myndabók (,,album“)
þar sem allir bófar eru Ijósmyndaðir í
tvennu lagi, bæði í heilmynd og hálfmynd.
í skýringargreinum er stærðarinnar getið,
og hversu opt og hvernig hverjum „anar-
kista“ hafi áður hegnt verið. Bókin verð-
ur 500 blaðsiður í 4 blaða broti.
Fyrirspurn.
2. Eg kaupi á opinbern uppboði, og eru skil-
málar þeir, að helmingur skal borgast í peningum
í júlí, og helmingur í innskript og gjaldgengri
vöru í október. Nú borga eg peningana á réttum
tíma, en innheimtumaður er faktor; nú ætla eg að
horga alla skuldina í júlí og fer með ull til hans,
en hann neitar henni en verzlunarþjónn hans tók
nokkuð af henni upp í skuld, er eg var í við hann,
en svo lagði eg afganginn inn hjá kaupmanni þar
í sama plássi og var ekkert að henni fundið; enn-
fremur ætlaði eg að borga téða skuld í haustkaup-
tíð og fer með kropp af tvævetrum sauð til að borga
með, en hann neitaði móttöku þar hann var heim-
anað fiuttur, en samdægurs tók hann heimanað
fiutt kjöt ofan af fleiri hestum mikið lengra aðflutt;
svo fer eg með þetta kjöt til hins fyrnefnda kaup-
manns og lagði það þar inn, og þótti honura það
forsvaranleg vara í hverja skuld. Hefur téður inn-
heimtumaður jafnan rétt á að innheimta þessa skuld
og áður, eða gerir hann mér, sem á að greiða
gjaldið ekki rangt til?
Svar: Það er ekkert vafamál, að innheimtu-
maður hefur gert spyrjanda rangt til, en samt sem
áður getur hann ekki komizt hjá að greiða skuld-
ina. Þá er svona stendur á er rétt, að skuldu-
nautur láti óvilhalia menn dæma um gjaldgengi vör-
unnar og mun þá innheimtumaður ekki sjá sér fært
að neita henni viðtöku.
íslenzk frímerki
eru keypt fyrir hátt verð. Verðskrá send
ókeypis.
N. S. Nedergaard.
Skive — Danmark.
Bann. Hér með auglýsi eg undirskrifaður,
að eg fyrirbýð öllum ferðamönnum að fara með
hesta yfir tún á eignar- og ábýlisjörð minni Blöndu-
hlíð í Hörðudal, nema eptir tröðinni, sem liggur
upp túnið að framanverðu við bæinn.
Blönduhlíð 19. maí 1894.
Einar Cruðmundsson.
Lesið!
öjöfum þeim, er mönnum kynni að
þóknast að gefa til „tombólu11 þeirrar til
ágóða fyrir háskólasjóðinn, sem haldin verð-
ur í haust og nákvæmar verður auglýst
um siðar nær halda skuli, verður frá því
í dag þakksamlega veitt móttaka af oss
undirrituðum konum.
Beykjavik 81. maí 1894.
Anna 8. Petersen. Elinborg Kristjánsson.
Guðrún Sigurðardóttir. Holmfr. Bjarnar-
dóttir. Ingibjörg Grímsdóttir. Ingibjörg
Johnson. Ingunn Hansdóttir. Jarðþrúður
Jónsdóttir. Katrín Árnason. Kristín
Einarsdóttir. Kristjana Havsteen. María
Kristjánsdóttir. Marta Pétursdóttir.
Sigríður Eggerz. Sigþrúður Friðriksdóttir
(p. t. forstöðukona).
Sigþrúður Guðmundsdóttir. Valgerður
Bjarnarson. Þorbjörg Sveinsdóttir.
Allskonar maskínuprjón fljótt og vel
af hendi leyst á „Geysi“ (Skólavörðustíg).
Tilborg .Tónsdóttir.
Bann. Hér með auglýsum við undirskrifaðir,
að við fyrirbjóðum öllum ferðamönnum að á á
engjum vorum, og að fara með hesta yflr þær,
nema þar sem sýslu- og hreppavegur liggur yfir
þær.
Blönduhlíð og Hörðubóli 5. maí 1894.
Einar (Tnðniundsson. Gnðmundur Jónsson.
í Reykjavíkurapóteki fæst:
Akvavit fl. í.00, Cognac fl. 1.25, Whisky
fl. 1.90, Sherry fl. 1.50, Portvín hvítt. fl. 2.00,
do. rautt fl. 1.65, Madeira fl. 2.00, Malaga
fl. 2.00, Pedro Ximenes fl. 3.00, Rínarvín
fl. 2.00, Champagne fl. 4.00. Vindlar:
Renomé 1 hdr. 4.50, Nordenskjold 1 hdr.
5.50, Donna Maria 1 hdr. 6.50, Brazil
Flower 1 hdr. 7.40.
Hið bezta kaffi geta menn fengið, með
því að brúka
Flncste skandinavisk
Export Caffe
F. Hjorth & Co.
í Kaupmannahöfn,
er fæst hjá kaupmönnum.
* Kína-lífs-elixír.
Fyrir nokkrum árum var eg orðin
mjög innanveik af magasjúkleik með sár-
um þrýstingi fyrir brjóstinu, svo að eg
gat að eins endur og sinnum gengið að
vinnu. Eptir að eg hafði árangurslaust
reynt ýms allopathisk og homöopathisk
meðul eptir ráðum Iækna, var mér ráðið
til að reyna „Kína-lífs-elixír“ frá herra
Waldemar Petersen í FriðrikshÖfn, og
undir eins og eg hafði brúkað eina flösku
af honum, fann eg að þar var meðalið,
sem átti við sjúkdóm minn, og hef eg
ávallt fundið, að mér hefur batnað og
þjáningarnar hafa horfið, er eg hef brúkað
elixírinn, en sökum fátæktar hef eg ekki
ætíð getað verið birg af þessu ágæta
heilsumeðali. Eigi að síður er eg orðin
miklu hressari, og er sannfærð um, að eg
verð alheil, ef eg held áfram að brúka
þetta ágæta meðal. Eg ræð því öllum,
sem þjást af líkum sjúkdómi, að brúka
þetta blessaða meðal.
Litla-Dunhaga, 30. júní 1893.
Sigurbjörg Magnúsdóttir.
Vitundarvottar:
Ólafur Jónsson.
Jón Arnfinnsson.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönn-
um á Islandi.
Ti) þess' að vera vissir um, að fá hinn ekta
Kína-lífs-elixír eru kaupendur beðnir að líta vel
v. p.
eptir því, að F standi á flöskunumþ grænu lakki,
og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku-
miðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma-
nafnið Valdemar Petersen, Prederikshavn, Danmark.
u^r=»=r=g
„Piano“-verzlun
„8kandinavien“
verksmiðja og sölubúð
ÍKongens Nytorv 22, Kjöbenhavn.
lk
Verksmiðjunnar eigið smiði ásamt
verðlaunuðum, útlendum hljóðfærum.
Birgðir af Orgel-Harmonium.
Er allt selt með 5 % afslætti gegn
borgun í peningum, eða
gegn afborgun.
ö-ömul hljóðfæri tekin í skiptum.
Verðskrá send ókeypis.
j=lSfe[=Ei=l=T=igí
Frímerkja-blað fæst ðkeypis hjá Ounnlaugi
Jónssyni á Seyðisfirði.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Félagsprentsmiðjan.