Þjóðólfur


Þjóðólfur - 22.06.1894, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 22.06.1894, Qupperneq 1
Uppsögn, bundin við Aramöt, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. Árg. (Cö arkir) kostar 4 kr. rx T / \ 1 \ Á \ í 1 T [ I / PJUDULJj U lí. XLYI- *rg. Frá Chicagosýningunni. Eptir P. M. Clemens. V. ITtlendu Ibyggingarnar. Af hinum fjölda mörgu þjóðum, sem þátt hafa tekið í sýningunni eru allmarg- ar, sem ekki voru ánægðar með að sýna iðnað sinn í hinum stóru sýningarhöllum, þar sem svo margt er að sjá, að auðveld- lega getur margt gleymzt; en til þess að gera sig sem eptirtektarverðastar hafa þessar þjóðir látið byggja sér sérstakar byggingar, og er auðvitað, að hverþjóðin hefur keppzt við aðra, til að ná sem bezt þessu takmarki. Að eins nokkrar af bygg- ingum þessum eru tii þess hafðar að sýna i þeim muni. Allmargar eru höfuðaðsetur umsjónarmanna þessara þjóða á sýning- unni. Fyrirkomulag það, sem hér á sér stað, er næsta eptirtektarvert. Hér eru hinar fjarlægustu þjóðir nágrannar. Gulir menn úr Austurálfu og hvítir menn úr Norðurálfu, fulltrúar þjóða sinna, þjóðir, sem álitnar eru rammir andstæðingar dvelja hér hvor við hliðiua á annari, draga upp fána sína í virðingarskyni hvor við aðra, svo sem maunkynið væri ein þjóð. Mað- ur óskar ósjálfrátt, að svona væri ásig- komulagið í heiminum. Sökum rúmleysis get eg ekki farið nema nokkrum orðum um hiuar helztu af byggingum þessum. Þýzkaland hefur hér sem annarstaðar sýnt mikilleik sinn, því að stærð og fegurð þýzku byggingarinn- fr tekur öllum hinum langt fram. Bygg- inS þessi er í lögun sem þýzkt dómhús. Upp úr einum gaflinum er afarhár turn, og f*r húsið af því útlit, sem það væri kirkja. Um alla bygginguna eru smærri turnar, kvistir, svalir og allskonar útbygg- ingar, sem íslenzkan á engin nöfn yflr. Á framhlið hússins, sem Þjóðverjar kalla „Das Deutsche Haus“ stendur þessi vísa i gotnesku letri: Nahrhaft und wehrhaft, Voll Korn und voll Wein Voll Kraft und Eisen, Klaugreich, gedankreich, Ioh will dich preisen, Vatorland mein. Það þýðir: Nærandi og hlífandi, birgt með korn og vín, með krapt og járn, hljóm- Reykjavík, fðstudaginn 32. júní 1894. ríkt, gáfurikt, eg vil þig lofa, föðurland mitt. Byggingin er mjög skrautlega máluð, og einhver hin sterklegasta á allri sýning- unni að frátaldri fögru listabyggingunni. Að eins þessi bygging kostaði Þjóðverja 250,000 doll; en að henni frátaldri hefur Þýzkaland hina stærstu sýningu í sýning- arhöllunum. Óðar en maður kemur inn fyrir dyrnar minnist maður þess, að það er þjóðin, sem framleiddi öuttenberg, sem hér hefur aðsetur sitt, því i byggingunni er mestmegnis sýning þýzkra bóka og blaða útgefanda; þó er þar nokkuð af öðru tagi svo sem kirkju-útbúnaður, myndastyttur o. s. frv. Við hliðina á þessu húsi er spánverska byggingin; í henni eru sýndar nokkrar menjar eptir Kólumbus; annars er hún höfð fyrir skrifstofur umsjónarmanna spönsku sýningarinnar. „ Jön Bolia hefur hér einnig hús handa sér, en því væri varla veitt eptirtekt, ef það hefði ekki einhvern hinn bezta stað á sýningarsvæðinu. Það er á bersvæði þétt við Michiganvatn. Svo hefur viljað ein- kennilega til, að fallbyssurnar á Banda- ríkjaherskipinu „IUinois", sem liggur við bryggju rétt hjá, miða beint á þennan að- seturstað hans Jóns Bola. Bygging Svía er ein með hinum stærstu af útlendu byggingunum, hún var byggð að öllu leyti í Svíþjóð og flutt hingað til- búin, hún er í lögun, sem sænskar kirkj- ur og höfðingjasetur á 16. og 17. öld. í henni er aðalsýning Svía, og er hún mjög stór og merkileg. Hér er ágætlega sýnt starf sænskra skóla. Einkum veitti eg eptirtekt sýningunni frá verknaðarskólun- um, og var hún hin fullkomnasta í þeirri grein, sem eg sá á allri sýningunni. Með- al þessara skóla var skólinn í Naás, sem frægur er fyrir „slöjdkennslu" sína. Á honum hafa verið nemendur frá Japan og Indlandi auk annara landa. Eg gladdist mjög yfir að sjá á lista, sem þar hékk, að þar hafði einnig verið nemandi frá ís- landi; það var stúlka, sem send var þang- að fyrir skólann Vinaminni í Reykjavík. Hér er mikið sýnt af verkfærum úr hinu fræga sænska stáli. Svo eru á einum stað myndir af sænsku þjóðlífi, þar er herbergi, Nr. 29. sem búið er út sem sænskt heimili. Fólk- ið er gert úr vaxi og klætt í sænska þjóð- búninga. Hús Norðmanna er skammt frá þýzku byggingunni. Það er mjög lítið, og til engra sérstakra nota. Það er eptirlíking af gamallri norskri „stavkirkju“. Af lýsingu þessara bygginga má að nokkru leyti gera sér hugmynd um hinar aðrar byggingar. Þær eru flestar í stýl þess lands, sem þær eru frá. Af þeim eru indverska, tyrkneska, síamska og Ceylon- ar bygggingarnar, frábrugðnastar. En að lýsa þeim í stuttu máli án mynda væri ógjörningur. Útlendar fréttir. Kaupmannaliöfn 2. júnl 1894. Rússakeisari hefur nýlega tekið af ráð- gjöfum sínum rétt til embættaveitinga og vald til þess að setja af embættismenn. Það hefur hann lagt undir nefnd, sem hann stýrir sjálfur; það er hin þarfasta réttar- bót og er vel tekið af öllum lýð. Enginn skal ætla, að þessi aðferð boði nýja stjórn- arstefnu; keisarinn er fyrst og fremst rammur apturhaldsmaður og skoðar ein- veldi hið eina rétta stjórnarfyrirkomulag, hann er valmenni og vill vel, en hann sér ærið fátt með sínum eigin augum, og þess vegna er engin ástæða til að ætla, að skipt verði um stjórnarstefnu í bráð, og ekki fyr en þjóðin menntast og þroskast. Á Bolgaralandi er ærið róstusamt um þessar mundir. Stambulow, ráðgjaflnn nafnfrægi, er farinn frá völdum nauðugur. Vinir hans og fylgismenn gengu til hans í fylkingum og æptu Ferdínand fursta bölbænir. Fylgismenn hans urðu ekki seinir til svars og sló þá í bardaga á götum höfuðborgarinnar Sofla; í öðrum stað barðist herinn, hélt nokkur hluti hans með Ferdínand en aðrir með Stam- bulow. Uppi í sveitum urðu víg og vopna- viðskipti. Ferdinand varð yíirsterkari, og nú lætur hann halda vörð um hús Stam- bulows og nokkurra vina hans. Þetta er alveg nýskeð, og er ekki auðsætt til hvers þetta muni draga, en fréttir óglöggar enn. Stambuiow er ungur enn þá og manna vitrastur, framsóknarmaður mikill. Undir

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.