Þjóðólfur - 20.07.1894, Síða 1
Arg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgist
fyrir 15. júli.
ÞJÓÐÖLPU H.
TJppsögn, bundin við áramftt,
ógild nema komi til útgefanda
íyrir 1. oktöber.
XLVI. úrg.
Heiöraöir kaup-
endur „í>jóöólfs“ minn-
ist þess, aö blaöiö átti
aö vera borgaö fyrir 15.
þ. m.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn 5. júli 1894.
Carnot forseti yeginn. — Nú steudur
yfir mikil sýning í Lyon. Þangað fór Car-
not forseti snöggva ferð, og á sunnudags-
kveld 24. júní ók hann með miklu föru-
neyti frá sýningarhöllinni áieiðis tii leik-
húss. Allar götur voru troðfullar af fólki,
en ríðandi hermenn riðu með vögnunum
og fyrir, til þess að að ryðja þeim leið.
Vígið. Maður hljóp með vagni forset-
ans — sem bæði var lágur og opinn —
og héit á blómhnapp. Forsetinn sneri sér
við, og tók brosandi við blómunum. En mað-
urinn hafði falið rýting í erm sinni, og lagði
honum í brjóstið á forsetanum. Stóð blóð-
gusa af sárinu hjá liinum mikla skildi
heiðursfylkingarinnar. í vagninum með
forseta sat landshöfðinginn í Eónarfylki.
Jafuskjótt og hann sá þetta, sló hann
morðingjann niður í grjótið og vörpuðu
þeir, sem næstir stóðu sér á hann ofan;
hann hefði verið tættur sundur hefði lög-
gæzluliðið ekki borgið honum og hneppt
hann í ramma dýflizu.
Eptir vígið. Forsetiun var færður dauð-
vona til húss síns, og tóku læknar þar
við honum.
Sáríð var bæði mikið og hættulegt,
hafði járnið nær skorið sundnr lifrina og
brotið eitt rif. Læknarnir voru hræddir
um, að honum myndi blæða inn, og skáru
upp undina, var |iann me^ fuj]rj rænu
og sagði skýrt: „Það svíður“! Var svo
nokkrar stundir, að hann barðist við dauð-
aun. Tók hann síðustu smurningu af erki-
biskupi og sagði síðan þrisvar sinnum:
„Eg^ dey“ ! „Vinir yðar eru nærstaddir“,
sagði biskitp. „Þsð er mér gleði“, sagði
hann, og var þegar dauður,
Það var kl. 12.45 mín. um nóttina
hinn 25.
Úti fyrir. En úti fyrir hleyptu menn
Reykjavík, föstudaglnn 20. júlí 1894.
upp skoteldum til sæmdar forsetanum, og
múgurinn æpti og bað honum velfarnaðar.
Vissu menn að vísu, að einhver hefði ætl-
að að vinna honum mein, en ekki annað.
Dupuy stjórnarformaður ók frá höll-
inni, er hann lá í. Hann stóð upp í vagni
sínum og kallaði: „Æpið ekki svo, góðir
menn, forsetinn er særður til ólífis". Var
honum sýnilega brugðið. Sló fyrst óhug
á lýðinn, en þá æstist hann. Hljópu sum-
ir til fangelsis og vildu brjótast til morð-
ingjans, en þess var enginn kostur. Aðr-
ir ruddust til hallar italska sendiherrans,
en þar töku við þeim hermenn og löggæzlu-
lið, og fengu þeir ekki brotið höllina. Enn
aðrir sneru hefndum á ítali, og létu greip-
um sópaðar búðir og sölustaði; urðu róst-
ur, en mannvíg fá.
Vegandinn. Hann er ítalskur og heit-
ir Santo Caserio, og er af flokki stjórn-
leysingja. Er það nú upp komið, að þeir
hafa haft ráðabrugg og samsæri til að
hefna lífláts þeirra Vaillants og Henrys,
flokksbræðra sinna; af þeim toga er allt
spunnið: fjörráðin við Kússakeisara, til-
ræðið við Crispi og víg Caruots. Höfðu
þeir átt fund með sér, nokkrir stjórnleys-
iugjar, þegar það spurðist, að Carnot kæmi
tii Lyon, og vörpuðu hlutkesti um, hver
skyldi vega að honum, og kom upp hlut-
ur Caserio’s. Er sagt, að h&nn hafi orðið
glaður við.
Fyrir rannsóknardómaranum lét hann
fátt uppi um hagi sína og aðdragandann
að morðinu, það kvaðst hann mundi segja
kviðdömendum; hann var svo stilltur, að
að enginn sá á honum sorg né gleði, nerna
þegar hann varð þess vís af spurningum
dómarans, að forsetinn væri látinn, þá brá
allra snöggvast ánægju-svip yfir andlitið.
Allur er hann marinD af barsmíð, og
andlitið afmyndað af meiðslum; hann ligg-
ur fyrir alla daga, og mælir aldrei orð,
nema þegar hann er ávarpaður; á næt-
urnar er hann fjötraður á höndum, til þess
hann ráði sér ekki baua.
Möðir hans er sómakona, og á marga
efniiega sonu. Hann er þeirra yngstur,
og stendur á tvítugu.
Vígið spyrst um Frdkldand. Vinnu-
lýðuriun á Frakklandi er betur mannað-
ur eu vinnumenn í öðrum löndum; stjórn-
Nr. 34.
in frjálslynd en land gott, og alþýða manna
á því við betri kost að búa en víðast hvar
annarsstaðar. En síðan ítalir fóru að finna
betur til eymdar sinnar, hafa þeir stokkið
úr landi, og margir af vinnuþiggjendum i
Frakklandi hafa fengið þá til sín, af því
að þeir eru illu vanir og taka minni laun
en Frakkar. Þetta svíður landsmönnum,
og hata ítali litlu minna en Þjóðverja.
Þegar nú svo atvikaðist, að morðinginn
var ítalskur, mátti ætla, að hefndum mundi
snúið á ítali, er almenningi var illa við
þá áður. En fyrir snarræði og aðfylgi
Dupuy’s var því afstýrt.
Þégar eptir vígið sendi hann hermenn
um alla Lyonborg, hann tók fyrir öll hrað-
skeyti og hepti flugufregnir. Sjálfur sendi
hann hraðfregn til stjórnarinnar í París,
og skipaði að búa herlið í öllum setuliðs-
borgum, og þannig tók hann fyrir allar
óeirðir, svo að hvergi urðu manndráp
nema í Lyon, og þau fá. En ítalir urðu
svo hræddir, að þeir flýðu þúsundum sam-
an austur og suður yfir landamæri. Al-
þingi ætlar að veita 100,000 fr. til að flytja
þá úr landi, sem eptir eru.
Vígið spyrst um útlönd. Um allan
heim var tekið hið versta á þessu verki,
og hver kepptist við annan að lýsa hlut-
tekniugu sinni fyrir ekkjunni og stjórninni.
Allir þjóðhöfðingjar norðurálfunnar gerðu
það; alþingi Englendinga bað drottningu
gera það fyrir sína hönd, en alþingi Norð-
manna fól það forseta sínum. Crispi hélt
mikla ræðu á þingi og harmaði það, að
ítalskur maður skyldi verða til þess að
vinna níðingsverkið, en kvaðst hugga sig
við, að stjórnleysingjar ættu enga ættjörð.
Allir voru hræddir um, að ósætt kæmi
upp milli ríkjanna út af þessu, því að það
var talið víst, að slíkir ákafamenn sem
Frakkar væru, mundu leika þá ítalska
menn grátt, sem í Frakklandi byggju.
En þetta varð ekki, eins og áður er sagt.
Ekki var trútt um, að það fyndist á, að
illt hlytu Frakkar af Ítalíu, svo mikið
sem hún ætti þeim upp að unna.
Carnot. Hann var 57 ára, þegar hann
var veginn og hafði lengst af verið í þjón-
ustu rikisins fyrst sem ’ingenior, — eg vil
heldur viðhafa það orð en „verkfræðing-
ur“ — og síðan sem þingmaður og em-