Þjóðólfur - 27.07.1894, Page 1

Þjóðólfur - 27.07.1894, Page 1
Árg. (CO arkir) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist (yrir 15. júli- ÞJÓÐÖLFUE. Uppsögn, bundin viíi áramót, ógild nema komi til útgefanda iyrir 1. október. XLYI. áTg. ReykjaTÍk, föstudaginn 27. júlí 1894. Nr. 35. Þingið í sumar. Það eru til ýrasir raenn, sem álíta, að það sé ókostur og óþarfakostnaður, sem leiði af stjórnarskrárþreflnu, að vér verð- um að hafa aukaþing í sumar. En eg get eigi verið þeim samdóma í þessu, sök- um þess, að tími hinna reglulegu þinga er SVO stuttur, að ávallt eru mörg mál eptir óútkljáð,' svo að eigi veitir af aukaþingum við og við. Hefði aukaþingið ekkert að gera nema saraþykkja stjórnarskrárbreyt- inguna, mætti ef til vi!l tala um óþarfa- koatnað, en það er nú öðru nær, því frá síðasta þingi liggja fyrir fjölda mörg mál, er æskiiegt væri að þingið gæti afgreitt í sumar, því hið næsta reglulega alþingi mun fá nóg að gera fyrir því. Mörg af málum þeim, er fyrir liggja frá síðasta þingi, munu líka hafa verið orðin svo rædd í fyrra, að litlar umræður þurfi um þau nú. Það getur því líka fengizt timi til að koma fram með ný mál sumpart til undirbúnings fyrir síðari þing og sumpart til afgreiðslu nú þegar. Af þeim málum síðasta þings, er æski- legt væri að næðu heppilegum úrslitum í sumar, vil eg einkum nefna þessi: 1. Frumvarpið um fjárráð giptra kvenna. 2. Frv. um fjárforræði ófullráða manna. 3. Frv. um sáttanefndir (eigi að eins um úrskurðarvald, sem er hvorki heilt né hálft, heldur um alla skipun þeirra, verkahring, vald og laun). 4- Erv. um tekjur og gjöld kirkna (samt sameiguarsjóðsins, er varð því að bana í fyrra). 5. Frv. um saraeining amtmannaembætt- anna (einkum nú þegar annað er laust, en þingið er fallið alveg frá fullu af- námi þeirra, svo að sameiuingarstefn- an er sú eina rétta aðferð úr því sem komið er). 6. Frv. um stofnun brunabótasjóðs fyrir húseignir. Erv. um ferðakostnað alþingismanna. 8. Frv. um skipulag hinna audlegu mál- efna. 9. Frv. um búsetu fastakaupmanna. 10. Frv. um jarðeignir utanríkismanna (eigi bann á móti því, að þeir geti átt hér eignir, heldur um eptirlit með þeim). Auk þessara mála, sem eg tel sjálfsagt að flest eða öll verði aptur tekin fyrir í sumar, þurfa einnig ýms ný mál að koma til umtals, svo sem: 1. afnám gjafsóknanna og 2. um breyting á læknaskipuninni. Um hið fyrnefnda af þessum málum eru margir samdóma, að því leyti, að réttur- inn til að fá gjafsókn sé talsvert misbrúk- aður. Læknaskipunarmálið er aptur marg- brotnara og þarf vandlega íhugun. Á mál þetta er komið talsvert rugl og ringulreið, því menn eru ávallt að heimta nýja og nýja aukalækna, sem svo er fleygað inn milli hinna reglulegu héraðslækna nokkuð af handahófi, svo að hin reglulegu læknahéruð verða sumstaðar örlítill blett- ur, minna en aukalæknisumdæmið, sem þó er ver launað. Þetta eykur sífelt útgjöld Iandssjóðs, því héraðslæknisembættið held- ur sínum launum eptir sem áður. Til þess að koma lögun á þetta þarf gagngerða breytingu á læknaskipuninni. Raunar væri án efa réttast, að landssjóður væri ekkert að burðast með læknisembættin, heldur væri það hvert sýslufélag, sem launaði sínum lækni eða læknum, öldungis á sama hátt sem sýslusjóður nú launar yfirsetu- konum. Þetta eykur auðvitað útgjöld sýslusjóðanna, en í þess stað mætti afnema einhver landssjóðsgjöld, svo sem lausa- fjárskattinn, og láta sýslunefndirnar fá rétt til að leggja hann eða hans ígildi á sýslubúa, svo að álögur á landsmenn yxu eigi til muna. Læknaskólann kostaði landssjóður auðvitað fyrir því. Ekkert sé eg heldur á móti því, að landssjóður legði hverjum lækni til jörð á hentugum stað í umdæminu, og ættu þá afnot hennar að verða einn partur af launum hans, sem væri mikil hjálp fyrir sýslusjóðina, en læknunum mjög þægilegt. Með þessu móti myndi læknum verða niðurskipað eptir þörfum, en ekki heldur meira, þar eð menn gæta sín betur, þegar þeir eiga bein- línis sjálflr að bera kostnaðinn, enda verða það þá eingöngu kunnugir menn, er ráða slíkum málum til lykta. Það væri mesta þörf á, að aukaþingið í sumar tæki mál þetta til rækilegrar íhugunar og undir- búnings fyrir síðari tíma. Kvennabrekku, í júlí 1894. Jóhcmnes L. L. Jóhannsson. ilit Konráðs Maurer’s á háskólamál- inu, er dr. B. M. Ólsen lét birtast í „ísa- fold“ 21. þ. m., er að ýmsu leyti nokkuð athugavert. Hann tekur svo djúpt í ár- inni, að kalla fyrirætlun þessa (stofnun háskóla) glæfralega eða eiginlega „fjár- prettalega“, því að sú hugmynd liggur einmitt í þýzka orðinu „schwindelhaft", er þýðandinn hefur sett miili sviga úr bréfi Maurer’s. Hyggjum vér, að hinn hálærði vísindamaður, er íslendingar hafa lengi borið gott traust til, hefði getað valið ein- hver heppilegri og sanngjarnari einkunnar- orð í vorn garð, þá er vér af veikum kröptum erum að leitast við að losa oss undan oki Dana með því að koma á fót allsherjar mennta- stofnun í landinu sjálfu. 0g hversu skipt- ar sem skoðanir manna eru um það, hvort hugmynd þessi sé framkvæmanleg eða ekki, þá er aldrei tilhlýðilegt að fara ómildum orðum um hana, af því að þótt svo ógiptu- samlega takist til, að stofnuh þessi kom- ist hér aldrei á fót, þá mun það ekki vera ætlun forgöngumannanna að stinga fé því, er safnast kann, í sinn vasa, heldur að láta það ávaxtast landinu og landsmönn- um til einhverra nytja, og þá er ekki til einskis barizt. Það hefur oss vitanlega engum til hug- ar komið og er í sjálfu sér óhugsandi, að hér verði stofnaður háskóli á borð við þýzka háskóla, svo að allur sá samanburður hjá Maurer á því alls ekki við. En þótt svo verði eigi, sjáum vér ekki, að íslenzk- ur háskóli þurfi að verða landinu til ó- hamingju eða til athlægis í útlöndum, eins og Maurer fullyrðir. Það er hrakspá, sem ekki hefur við neitt að styðjast. Þótt vér ekki nefnum annað en tungu vora, sögu og bókmenntir að fornu og nýju, þá nægði vísindaleg kennsla í þessum greinum ein- um saman til þess, að háðsbrosið hyrfi af vörum þeirra útlendinga, er slíkt kynnu að meta, eins og dr. Maurer sjálfsagt kann manna bezt. Um hina varðar oss ekki, er ætlast til að öll alþjóðleg vísindi, sem kennd eru við háskóla í öðrum lönd- um, séu kennd hér á hinni fámennu og afskekktu eyju vorri. Vér eigum ýmsa fjársjóði, er aldrei fyrnast, fjársjóði, sem enn eru að ýmsu leyti huldir, en geta borið mikla ávexti, ef vel er á haldið, og

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.