Þjóðólfur - 27.07.1894, Síða 2

Þjóðólfur - 27.07.1894, Síða 2
138 það sem er sérstaklegt fyrir íslendinga sem þjóð, hlýtur jafnan að vekja eptirtekt annara þjóða á oss, sé því á lopt haldið. Það er þess vegna afaráríðandi, að vér látum dálítið meira bera á oss hér eptir en hingað til, komum fram sem sjálfstæð- ur þjóðflokkur með sjálfstæðum kröfum og sjálfstæðum vilja, sem enn er ekki alger- lega bugaður og brotinn á bak aptur, þrátt fyrir margra alda áþján. Oss þykir mjög leitt, að jafn merkur og mikilhæfur maður, sem prófessor Maurer, skuli snúast gegn oss í þessu máli, en það er að sumu leyti eðlilegt, því að fyrst og fremst er maðurinn tekinn fast að eldast og á því erfiðara með að fella sig við nýbreytingar eða framsóknarkröfur nútím- ans, og svo ber þess að gæta, að margt hefur breytzt hér á landi, síðan hann var hér á ferð fyrir 36 árum, og er eðlilegt að honum sé ókunnugt um það sumt, þótt hann hafi að mörgu leyti fylgzt betur með tímanum, en flestir aðrir útlendingar, að því er land vort og þjóð snertir. Þekk- ing sú, er menn geta aflað sér af bókum eða af bréfaviðskiptum við einstaka lærða menn hér á landi, er engan veginn einhlít eða fullnægjandi til að geta kveðið upp endilegan dóm um það, að stofnun háskóla hér sé allsendis óþörf og óframkvæman- leg. „Meðferð túnanna“. Með þessari yfirskript, er grein í Þjóð- ólfi tölubl. 26.—27. Eptir að höf. hefur bent á, hve illa sje með túnin farið, kemst hann þannig að orði: „Mig satt að segja furðar á því, að enginn búfræðingur — svo eg muni —, hafi minnst á þessa meðferð á túnunum, en þeir hafa máske ekki veitt henni eptirtekt". Jú, þeirhafa óefað séð og sjá, hve túnin mæta illri meðferð, og hefur áður verið um það ritað í Þjóðólfi 1892,^5. tölubl.: „ Um vörn á túnum“ og víðar hefur þess verið getið. Það er satt, því verður ekki mótmælt, hve almennt er farið illa með túnin, bæði að því er suert- ir meðferð áburðarins, og því hve illa þau eru varin fyrir ágangi af skepnum. Fyrst og fremst ríður á að friða túnin, það er að girða þau svo í Iagi sé, og verja þau fyrir fénaðinum. Einkum eru það hest- arnir —, ekki fremur reiðhestar en aðrir hestar , sem spilla þeim, sé þeirn liðið að vera á þeim og naga þau. Fyrir því ríður mjög á, að túnin séu varin fyrir hestum um alla tíma árs. Hið sama ætti L einnig að gilda um aðrar skepnur, að svo miklu leyti, sem því verður viðkomið. Að öðru leyti skal eg eigi fara frekara út í þetta atriði hér, en vísa til áður- nefndrar greinar í Þjóðólfi 1892 5. tölubl. — En hvað snertir tillögu höf., að lög- skylda menn til að hafa öll hesthús utan- garðs eða utan túns, þá hygg eg það naum- as gerlegt. Lagaboð um það efni mundi reynast harla óvinsælt, og allmiklum erf- iðloikum bundið, að eg ekki segi hitt lítt mögulegt að framfylgja því, og afleiðing- in yrði þá auðvitað sú, að lögiri væru brotin, og farið í kring um þau. En að semja lög, sem sjáanlegt væri, að fáir eða engir skeyttu um hið minnsta, þykir aldr- ei hyggilegt, því það hefur ill áhrif á rétt- armeðvitund þjóðarinnar. Annars mundi að líkindum fara líkt um lagaboð í þessu efni, og fór um túngarða og túnasléttu- „forordninguna", er landsmönnum var gefin af konungi á síðustu öld. Hún komst aldrei inn í meðvitund þjóðarinnar, og lifði og dó, án þess að bera sýnilega ávexti. Það mundi allmiklum erfiðleikum und- irorpið, eins og hagar til á Suðurlandi og enda víða, að hafa öll hesthús utantúus, þar sem þyrfti að bera úr heygarðinum, svo að segja hverja tuggu í hesthúsin. Það að hafa hesthúsin utan túns virðist einnig að sumu leyti stríða á móti sam- byggingar-hugmyndinni, það er að byggja fleiri en eitt hús saman eða í einu lagi, sem einlægt fær þó fleiri og fleiri áhang- endur. — En hesthúsin ættu ekki að vera hingað og þangað um túnið, eius og sum staðar er, heldur sem flest á einum stað, og ættu traðir að liggja út frá þeim og út fyrir túnið. Hjá Þorv. hreppstjóra í Litlu-Sandvík eru öll hesthúsin á einum stað nálægt bænum eða bæjarhúsunum, og liggja traðir út frá þeim, og koma hestar hans mjög sjaldan á túnið, enda er tún hans eitt hið bezta í allri sýslunni. Aptur veit eg nokkur dæmi þess, þar sem flest hesthús eru utan garðs, en hestarn- ir tíðir gestir þar á túnunum. Eg hef getið þessa hér, til að sýna, að það er ekki einhlítt til þess að verja túnin fyrir hest- um, að hafa hesthúsin utan garðs, þeir geta komið á þau fyrir það, ef hirðusemi vantar að verja þau.— Það, sem mest á ríður, er það, að túnin séu girt gripheld- um garði, og að hestunum sé fylgt frá húsi og að, þegar þeir eru þyrstir, en látn- ir út á daginn, ekki liðið, er þeir eru komnir að húsum, að dreifa sér um túnið heldur láta þá strax inn, en það vantar hjá mörgum að gæta þess. Þegar það er orð- ið rótgróið í meðvitund manna, — og það verður smátt og smátt — að túnræktin sé undirstaða undir búsæld og vellíðan þeirra, þá munu þeir kappkosta að varð- veita þau sem bezt fyrir öllum ágangi á hvern þann hátt, er bezt á við og kring- umstæður eru til. En til þess að inu- ræta þetta þarf stöðugt að benda mönn- um með hógværum áminningum og eptir- dæmum. Sigurður Sigurðsson, Ávarp til irnesingsins í „ísafold“. Einhver skuggasveinn undir nafninu „Árnesingur11 hefur í 43. tbl. ísafoldar fundið hvöt hjá sér til að rita grein um kjörfnndinn i Hranngerði, sem á að vera að því er hann segir leiðréttingar og við- aukar við bréf í Fjallkonunni 19. júní, og hefur hann í nefndri grein álitið skyldu sína að geta þess innan um annað gððgæti, að eg hafi borið upp fyrirspurn, sem eg ekki muni hafa skilið sjálfur, en hafi eptir tilgátur og leiðbeiningar frá þingmannaefnunum látið mér lynda, að hún ætti við tollgreiðslufrumvarpið frá síðasta þingi. Það væri auðvitað réttast að ganga fram hjá þessu án þess að virða það svars; en af því að greinin ber vott um það, að eitthvað annað en sannleiksást hafi stjórnað penna þessa höfðingja, þegar hann skrifaði hana, þá verð eg að benda honum á, að að næst þegar hann skrifar undir yfirskini sann- leikans, þá ætti hann að reyna að vera ögn nær takmarkinu, sem hann þykist stefna að. Eg setla mér ekki að fara að deila við hann, hvorki u® fyrirspurn mína né mál það, sem hún átti við. Hann verður að virða það, eins og honum er Lgið, þó eg léti mér lynda það að meining mín yar rétt skilin, þó liann máske fylgi annari regln j um mál- efnið sjálft er honurn velkomið fyrir mér að bera fyrir sig annara skoðun úr því hann sjálfur virðist enga hafa. Hvað gat aunars þessnm herra gcngið til þess að reyna að gera mig að tútfirringi frainmi fyrir lesendum ísafoldar? Eg get ekki seð, uð það hafi verið annað en það, sem meiri bluti greinar- innar ber vott um, tuddaleg árás á mig, eins og fleiri, sem greiddum atkvæði með sömu þingmanna- efnum, og að skjólstæðiugur hans hafi orðíð ver úti á fundinum en hanu vildi; ef bvo væri, þá sýnir það, hvað maðurinn er vandur að virðingu sinni, að sigla þannig undir annarlegu flaggi, eða með öðrum orðum látast hafa verið í þeim flokki, sem hann ekki var. Eg skal svo ekki fara fleiri orðum um þetta, þvi ávalt hefur það verið ðþægilegt verk að eiga mikið við þá anda, sein í myrkrinu sveima; en eg vona, að þð eg hafi verið svo ðheppinn, að þessi vitringur ekki skildi fyrirspurn mína, þá hafi mér nú tekizt að láta hann skilja, að eg álít grein hans vera þannig úr garði gerða, að hver óvandaður ðþokki gæti verið hreykinn af henni, en aðrir ekki. Gerðiskoti i júlí 1894. Sigurðwr Þorsteinsson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.